Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.08.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ 33,82% Í STRAUMI Landsbanki Íslands er orðinn stærsti hluthafinn í Fjárfesting- arfélaginu Straumi með 19,8% hlut. Samson, sem er kjölfestufjárfestir í Landsbanka, hefur að auki eignast 14,02% af hlutafé Straums. Þetta þýðir að félög sem lúta stjórn Björg- ólfsfeðga og Magnúsar Þorsteins- sonar hafa eignast ríflega þriðjung hlutafjár í Straumi. Eigið fé Straums er um 14,5 milljarðar króna. Ráða ekki við fjölmenni Í bandaríska tímaritinu Education Next er því haldið fram að íslenskir kennarar hafi ónóga menntun til þess að hafa stjórn á fjölmennum bekkjum. Notaðar eru niðurstöður úr TIMMS-könnuninni. Hún mælir þekkingu grunnskólanema á stærð- fræði og vísindum. Lambakjöt á Netinu Sláturfélag Austurlands mun inn- an skamms bjóða neytendum upp á að kaupa lambakjöt með því að panta það á Netinu. Neytendur munu geta valið frá hvaða býli þeir kaupa lambakjötið. Íslenskur maís Tilraunaræktun á maís hefur gef- ið betri raun en búist var við. Að sögn Ólafs Eggertssonar bónda nýt- ur íslenskur maís góðs af miklu sól- arljósi á sumrin. Vegur það upp á móti því að bestu vaxtarskilyrði maíss eru við hærra hitastig en hér á landi. N-Kóreuviðræður hafnar Talsmenn Bandaríkjastjórnar vildu í gær ekki að mikil merking yrði lögð í viðræður sem erindrekar hennar og Norður-Kóreustjórnar áttu, augliti til auglitis, í Peking í gær, er fjölhliða viðræður hófust þar um kjarnorkuáætlun Norður- Kóreumanna, sem álitin er mesta ör- yggisvandamálið í Austur-Asíu. Segir Kelly hafa verið hlíft Geoff Hoon, varnarmálaráðherra Bretlands, bar vitni í Kelly-rann- sókninni svonefndu í gær. Sagði hann yfirmenn efnavopnasérfræð- ingsins Davids Kellys hafa hlíft hon- um eftir megni og ekki ýtt honum út í kastljósið sem aðalheimildinni fyrir frétt BBC um að ráðamenn hefðu ýkt hættuna sem stafaði af Írak. 28. ágúst 2003 Á FYRSTU fimm mánuðum ársins 2003 nam aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum 30,9 milljörðum króna en heildaraflinn var 938 þúsund tonn. Verðmæti botnfiskafl- ans var 21,5 milljarðar króna sem fengust fyr- ir 206 þúsund tonn, þar af var verðmæti þorsks 12,7 milljarðar króna en magnið 97 þúsund tonn. Verðmæti uppsjávartegunda var 5,3 milljarðar króna og magnið 698 þús- und tonn. Flatfiskaflinn var 16 þúsund tonn, að verðmæti 2,6 milljarðar króna og fyrir 18 þúsund tonn af skel- og krabbadýrum fengust 1,6 milljarðar króna. Á Austurlandi var stærstur hluti heildar- aflans unninn eða 377 þúsund tonn, að mestu uppsjávartegundir, og námu verðmæti þessa afla 4,4 milljörðum króna en á Suðurnesjum var unnið úr mestum verðmætum eða fyrir 5,7 milljarða króna en magnið var 119 þúsund tonn. Af botnfiski var mest unnið á höfuð- borgarsvæðinu eða 41 þúsund tonn, að verð- mæti 4 milljarðar króna, en af þorski var mest unnið á Suðurnesjum eða 23 þúsund tonn fyrir 3,3 milljarða króna. Helmingur af verðmæti sjávaraflans er til- kominn vegna beinnar sölu útgerða til vinnslustöðva, 25% verðmætis vegna sölu á sjófrystum afla, 16,9% vegna sölu á fiskmörk- uðum innanlands en 5,1% verðmæta eru til- komin vegna útflutnings á fiski í gámum. Á tímabilinu var unnið úr tæplega 98 þús- und tonnum af þorski og var mestu ráðstafað í saltfiskvinnslu eða 42,8%. Aflaverðmætið 30,9 milljarðar króna DRAGNÓTABÁTURINN Esjar fékk fjóra urrara í dragnótina í kolluálnum. Urrarinn fær nafnið af því að hann býr til urrhljóð með sundmaganum. Áhöfnin á Esjari færði sjávarsafninu í Ólafsvík fiskana að gjöf og er myndin tekin í sjávarsafninu þar sem þeir virðast lifa góðu lífi. Um urrarann segir á þessa leið í bók Gunnars Jónssonar, Íslenskir fiskar. Urrarinn verður um 60 sentí- metra langur. Hann er með vel brynvarinn haus, bolur er stuttur, stirtlan lengri og all sterkleg. Heimkynni urrara eru Miðjarð- arhaf, Svartahaf, NA-Atlantshaf, frá Marokkó og Madeira, norður um Biskajaflóa og við Bretlands- eyjar, í Norðursjó, Skagerak og Kattegat, við Noreg, Færeyjar og Ísland. Hér við land hefur urrari fundizt allt frá SA-miðum (Hval- baksgrunn) meðfram suðurströnd- inni vestur og norður fyrir Snæ- fellsnes og inn í Breiðafjörð (við Flatey). Einna mest virðist vera um hann á Mýragrunni. Urrarinn heldur sig að mestu við botninn og getur hann staulast um á eyruggunum. Hann étur einkum alls konar krabbadýr, eins og rækju og humar. Nytsemi er lítil, því frek- ar lítill matur er á beinunum. Staulast um á eyruggunum Morgunblaðið/Alfons Þorskeldið á Grundarfirði gengur vel, nýtt skipulag Brims kynnt, mikil um- svif við höfnina og síldin verðlögð Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu AKUREYRI er stærsta útgerðarhöfn landsins en þangað hefur verið út- hlutað rúmum 42 þúsund þorskígildistonnum á næsta fiskveiðiári eða 11,2% heildarkvótans. Á yfirstandandi fiskveiðiári voru um 12% heild- arkvótans vistuð á Akureyri. Vestmannaeyjar eru næst stærsti útgerðarstaður landsins en þar er vist- aður 35.662 þorskígildistonna kvóti næsta fiskveiðiárs eða 9,5% heild- arkvótans. Það er svipuð hlutdeild og á yfirstandandi fiskveiðiári. Skip með heimahöfn í Grindavík hafa yfir að ráða 32.576 tonna kvóta á næsta fisk- veiðiári sem eru 8,7% heildarinnar. Á fiskveiðiárinu sem nú er senn liðið voru um 8,3% heildarkvótans í Grindavík. Þá verður 32.491 tonni úthlutað á skip með heimahöfn í Reykjavík en það eru 8,7% heildarinnar. Reykjavík var næst stærsti útgerðarstaður landsins á yfirstandandi fiskveiðiári með um 9,5% heildarkvótans. Aðrir útgerðarstaðir eru með nokkru minni kvóta. Á Akranes hef- ur verið úthlutað 17.280 tonnum eða 4,6% kvótans, til Hornafjarðar 15.250 tonnum eða 4,1%, til Þorláks- hafnar 12.309 tonnum og til Ólafs- fjarðar 11.367 tonnum eða 3%. Mestur kvóti á Akureyri GUJA EA, 2,3 tonna trilla úr Grímsey, fær úthlutað langflestum sóknardögum í sóknardagakerfi krókabáta á næsta fiskveiðiári sem hefst á næsta fiskveiðiári. Sóknardagar báta í sóknardaga- kerfi eru 19 á næsta fiskveiðiári og fækkar um tvo frá fiskveiðiárinu sem lýkur 31. ágúst nk. Þar sem heimilt er að flytja sóknardaga varanlega og innan árs milli báta fá sumir bátar úthlutað fleiri eða færri en 19 sókn- ardögum á næsta fiskveiðiári. Þann- ig hafa 12 bátar yfir fleiri 19 sókn- ardögum yfir að ráða á næsta fiskveiðiári. Guja EA, 2,35 tonna trilla úr Grímsey, er með flesta sókn- ardagana eða 57 daga. Guja EA var með 26 sóknardaga á yfirstandandi fiskveiðiári og hefur ekki nýtt þá alla nú þegar fjórir dagar eru eftir af fiskveiðiárinu. Afli Guju EA á fisk- veiðiárinu er um 73 tonn. Alls hafa fjórir bátar yfir 30 sókn- ardögum eða fleiri að ráða á næsta fiskveiðiári og vekur athygli að þeir eru allir úr Grímsey. Henning Jóhannesson, útgerðar- maður í Grímsey, gerir út Guju EA. Hann segist hafa keypt sóknardaga á bátinn til að bregðast við skerð- ingum á dögum. Henning gerir út fleiri sóknardagabáta og gerir ráð fyrir að eitthvað af dögunum sem nú eru vistaðir á Guju EA verði fært á aðra báta. „Dagabátarnir hafa haldið uppi atvinnu hér í eynni yfir sum- artímann. Fækkun á sóknardögum kemur því illa við marga og því hefur það skipt miklu máli fyrir okkar að eiga þess kost að kaupa til okkar fleiri daga. Síðastliðið sumar hefur verið eitt það erfiðasta hér í Grímsey í mörg ár. Vorið var ógæftasamt og aflabrögð verið dræm á færin. Það virðist minna af fiski á grunnslóð og því lengra að sækja en við höfum átt að venjast.“ Langt fram úr viðmiðunarafla Ekkert þak er á afla sóknardagabáta á fiskveiðiári og fjölgar dögunum eða fækkar eftir heildarafla allra daga- báta á hverju ári. Afli þeirra hefur farið verulega fram úr þeim viðmið- unarafla sem þeim hefur verið út- hlutað undanfarin fiskveiðiár og dög- um því fækkað til samræmis við það. Dögunum getur þó aldrei fækkað meira en 25% á milli fiskveiðiára. Þannig voru sóknardagarnir 23 á fiskveiðiárinu 2001/2002. Þá var út- hlutaður viðmiðunarafli dagabát- anna rúm 1.900 tonn en heildar- þorskafli þeirra varð hinsvegar 9.687 tonn. Dögunum fækkaði því um tvo milli fiskveiðiáranna, voru 21 á fisk- veiðiárinu sem nú er að ljúka og þá var viðmiðunarafli þeirra um 1.800 tonn. Þorskafli dagabáta var þegar orðinn um 8.000 tonn þann 1. ágúst sl. og því ljóst að dögunum myndi fækka á næsta fiskveiðiári. Með 57 sóknardaga             ! "# ! $% &'( ) !* + $# , -( + .( / 010&2 3  &(                           0 556 7  *88%982      Spjaldadælur Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar Stærðir: 6 - 227 cm3/sn. T6 240 bar, T7 300 bar Spilverk ehf. Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi, sími. 544 5600, fax. 544 5301 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Tryggingafélög hagnast Samanlagður hagnaður eykst verulega milli ára 6 Tveggja ára vinna Íslandsbanki sér um millilagslántöku 7 SĹLATURHÚSIN TÝNA TÖLUNNI LANDSBANKI Íslands er orð- inn stærsti hluthafinn í Fjárfesting- arfélaginu Straumi eftir að bankinn keypti hlut félaga tengdum Jóni Helga Guðmundssyni, forstjóra BYKO, Straumborg og Norvik, Eyris fjárfestingarfélags sem er að mestu í eigu Þórðar Magnússonar, og Kaupthing Bank í Lúxemborg. Alls keypti Landsbankinn 19,39% hlut í Straumi af þessum fjórum fé- lögum. Á sama tíma var tilkynnt til Kauphallar Íslands að Landsbank- inn hefði selt Samson Global Hold- ings Limited, en eigendur þess eru félög í eigu Björgólfs Guðmunds- sonar, Björgólfs Thor Björgólfsson- ar og Magnúsar Þorsteinssonar, 14,02% af heildarhlufé Straums. Eftir þessi viðskipti á Lands- bankinn 19,8% hlut í Fjárfesting- arfélaginu Straumi en Samson 14,02%. Samanlagt eiga þessi tvö félög 33,82% hlut í Straumi, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands. Samson kaupir hlutinn í Straumi af Landsbankanum á genginu 3,9 og er því kaupverðið tæpir 2,3 millj- arðar króna. Landsbankinn kaupir hlutinn af félögunum fjórum á sama gengi og er kaupverðið því rúmir 3,1 milljarður króna. Annars vegar er greitt með peningum tæplega 1,5 milljarðar króna og hinsvegar með nýju hlutafé í Landsbankanum að nafnverði tæplega 345 milljónir króna miðað við gengið 4,80. Útgef- ið hlutafé í Landsbankanum verður tæpir 7,2 milljarðar króna og nem- ur aukningin 4,69% af útgefnu hlutafé. Við það lækkar eignarhlut- ur Samson eignarhaldsfélags í Landsbankanum úr 45,8% í 43,65%. Fátt annað hægt en að selja Á þriðjudag var tilkynnt til Kaup- hallar Íslands að Norvik, Eyrir, Kaupthing Bank Lúxemborg og Ís- landsbanki hefðu selt Straumi hlutabréf sín í Framtaki fjárfesting- arbanka, alls 34,72% hlut á genginu 1,9. Kaupverðið var tæpar 1.676 milljónir króna. 70,94% af kaup- verðinu var greitt með bréfum í Fjárfestingarfélaginu Straumi á genginu 3,3, en þau bréf fyrir utan hlut Íslandsbanka voru síðan seld til Landsbankans á genginu 3,9 í gær. Afgangurinn var greiddur með reiðufé. 18. júní sl. keypti Straumur 57,1% hlut í Framtaki fjárfesting- arbanka en þann sama dag keyptu Norvik og Eyrir tæplega 30% hlut í Framtaki í gegnum Kaupþing Bún- aðarbanka. Straumur gerði í kjöl- farið yfirtökutilboð til annarra hlut- hafa í Framtaki á genginu 1,9, tilboði sem Norvik, Eyrir, Íslands- banki og Kaupthing Bank í Lúx- emborg tóku á þriðjudag. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins var fátt annað í stöðunni fyrir Jón Helga Guðmundsson og Þórð Magnússon en að selja Straumi bréfin í Framtaki þar sem fyrirhug- uð yfirtaka þeirra á félaginu hafði mistekist í júní sl. þegar Straumur keypti meirihlutann í Framtaki. Með kaupunum á Framtaki þurfti að gefa út nýja hluti í Straumi þar sem greiðsla fyrir bréfin fór að- allega fram með útgáfu nýs hluta- fjár. Var það aukið á þriðjudag um rúmar 592 milljónir að nafnverði í samræmi við niðurstöðu stjórnar- fundar félagsins 22. ágúst sl. Skráð hlutafé félagsins á Aðallista Kaup- hallar Íslands eftir hækkunina er 3.789.196.163 krónur. Eftir kaupin á Framtaki og kaup- in á Íslenska hugbúnaðarsjóðnum, nú Brú, fyrr á árinu hefur eigið fé Straums aukist verulega og er um 14,5 milljarðar króna. Meðal helstu eigna Fjárfesting- arfélagsins Straums er 15,08% hlut- ur í Eimskipafélaginu, 10,31% hlut- ur í SH og 5,5% hlutur í Íslandsbanka. Landsbankinn á 6,29% hlut í Eimskipafélaginu og 25,93% hlut í SH. Yfirtökuskylda myndast í skráð- um hlutafélögum í Kauphöll Íslands þegar einn aðili eða tengdir aðilar eignast 40% og eru Landsbankinn og Samson komnir nálægt því marki. Yrði annar stærsti bankinn Í hálf fimm fréttum Kaupþings Búnaðarbanka í gær er leitt að því líkum að Landsbankamönnum þyki sameining við Straum fýsilegur kostur þar sem eigið fé Straums er um 14,5 milljarðar króna. Saman- lagt eigið fé Landsbanka og Straums myndi nema um 32 millj- örðum króna og yrði bankinn því annar stærsti banki landsins á eftir Kaupþingi Búnaðarbanka á mæli- kvarða eigin fjár og staða hans óneitanlega sterkari en nú er. „Enda lýstu nýir eigendur Lands- bankans því yfir við kaupin á Landsbankanum að þeir ætluðu bankanum ekki lengi þá stöðu að vera þriðji stærsti banki landsins. Það lítur því út fyrir að sá mögu- leiki sé kominn upp að bankinn geti skotist upp í annað sætið innan tíð- ar,“ að því er segir í hálf fimm fréttum. Björgólfur Guðmundsson, stjórn- arformaður Landsbanka Íslands og einn eigenda Samson, segir að þeir hafi séð ákveðin fjárfestingartæki- færi í Straumi og fengið tilboð sem þeir hefðu ekki getað hafnað. „Enda komi tækifæri sem þetta ekki oft. Straumur er öflugt fjár- festingarfélag og fjölmörg skemmtileg tækifæri sem hann er með og er að skoða. Við teljum að félagið geti bæði vaxið hér heima og erlendis.“ Þegar Björgólfur er spurður að því hvort stefnt sé að yfirtöku á Straumi þá segir hann að þeir telji að fjárfestingin í Straumi verði mjög arðsöm. „Það er okkar sýn á þetta. Annað er ekki í myndinni hjá okkur í dag. Þetta er arðsöm fjár- festing, við erum í viðskiptum og okkar markmið er að ávaxta okkar fé. Þetta er ein leið til þess og mjög góð leið að okkar mati,“ segir Björgólfur. Þegar Björgólfur er spurður að því hvort þeir hafi haft samráð við Íslandsbanka áður en þeir keyptu þennan hlut í Straumi sagði hann að allt samráð banka væri bannað. Landsbankinn og Samson með 33,82% hlut í Straumi Meðal helstu eigna Straums er 15,08% eign í Eimskip, 10,31% í SH og 5,5% í Íslandsbanka                               !     ! "# $    !   !     %!&' (    )#*&! ! !    ! ) !   ! +    +  ! ,  -  !                    ./(01 . (20 .3(14 3(03 2( 3 2(5  2(6/ 2(3/ 2(22 4(5  .(64 .(34 .(./ .(12 1(0/                          !  "   #   $  % & '  (   $      ( ) "!  **   +  %! , --%  .   /                      01.23 02.41 /.54 1.1/ 6.5& 6.2& 5.76 5.0/ 5.07 5.25 0.&7 0.76 0.57 0.2& 2.45  Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 26 Erlent 14/15 Viðhorf 30 Höfuðborgin 16 Minningar 31/33 Akureyri 17 Bréf 36 Suðurnes 18 Dagbók 38/39 Landið 20 Sport 40/43 Austurland 20 Fólk 44/49 Neytendur 21 Bíó 46/49 Listir 22/24 Ljósvakamiðlar 50 Umræðan 25 Veður 51 * * * PANTHEON, sem er dóttur- forlag Random House í Banda- ríkjunum, hefur keypt útgáfurétt- inn á Höll minn- inganna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Bókin kemur út í inn- bundnu formi í lok október vestra. Útgáfan hefur látið prenta 3.000 kynningareintök af sögunni til að senda bóksölum, fjölmiðlum og áhrifamönnum í bandarískum bók- menntaheimi. Ólafur Jóhann mun fara í tveggja vikna kynningarferð um Bandaríkin nú í nóvember þar sem hann fer í viðtöl við fjölmiðla, les úr bókinni og spjallar við les- endur. Þá sendi Pantheon blaða- menn hingað til lands fyrr í sumar til að hitta Ólaf Jóhann á heima- slóðum og kynna sér sögusvið bók- arinnar. Höll minninganna fjallar um Ís- lending sem hvarf að heiman um dimma nótt frá fjölskyldu sinni og vinum og endaði sem einkaþjónn hjá bandaríska auðkýfingnum Willi- am Randolph Hearst eftir fyrri heimsstyrjöld. Bókin kom út hjá Vöku-Helgafelli fyrir jólin 2001. Höll minninganna seld til Bandaríkjanna Ólafur Jóhann Ólafsson Höfundurinn fer í tveggja vikna kynningarferð í nóvember ÍSLENSKUM nemendum vegnar betur í smærri bekkjum enda er meðalstærð bekkja í íslenska skólakerfinu minni en annarra þjóða. Ástæða þess er léleg menntun íslenskra kenn- ara, þeir ráða ekki við stóra bekki. Eru þessar niðurstöður nokkuð á skjön við það sem gerist í öðrum löndum. Þetta kemur fram í grein í bandaríska tímaritinu Education Next, sem ber yfirskriftina „Hópstjórnun“. Í greininni er sagt frá rannsókn á sambandi fjölda nemenda í bekkjum og árangurs. Þar er Ísland tekið sérstaklega fyrir, ásamt Grikklandi, vegna þess hversu ólíkar niðurstöður fengust frá Íslandi og öðrum löndum. Notuð voru gögn úr þriðju alþjóðlegu stærðfræði- og vís- indakönnuninni (TIMISS) til að bera saman áhrif bekkjastærða á námsárangur víða um heim. Höfundar greinarinnar eru Martin R. West og Ludger Woessmann, sem stunda bæði kennslu og rannsóknir í Harvard og München. Í rannsókninni voru gögn frá átján löndum skoð- uð og í ljós kom að ekki var unnt að greina töl- fræðilega marktæk áhrif bekkjarstærðar á námsárangur í sextán landanna. Hins vegar skáru Ísland og Grikkland sig úr en þar mátti greina tölfræðilega marktæka aukningu á náms- árangri; þ.e. hann batnaði eftir því sem fjöldi í bekkjardeildum var minni. Íslenskir kennarar hafa lélegri laun og eru verr menntaðir Í greininni eru færð nokkuð nákvæm töl- fræðileg rök að því að ein af ástæðum þess hversu illa Ísland kemur út úr TIMISS sé hversu illa menntaðir og lélegir íslenskir kenn- arar eru; þeir geti ekki ráðið við stóra bekki. Þessar ástæður eru síðan tengdar launum kenn- ara, en á Íslandi eru launin lægri en meðallaun kennara í hinum löndunum. Þar sem launin eru almennt lægri veljist ekki jafnhæft fólk í kenn- arastöður. Samkvæmt niðurstöðunum er því ekki sam- band milli magns og gæða. Eftir því sem bekkir eru smærri eru ráðnir fleiri kennarar á lægri launum. Í hinum löndunum eru ráðnir færri kennarar en betur menntaðir. Í greininni kemur fram að á Íslandi hafi næstum þriðjungur kenn- ara ekki lokið námi á framhaldsstigi og aðeins hlotið lágmarkskennaramenntun. Til sam- anburðar hafi yfir 60% kennara í hinum lönd- unum lokið háskólagráðu til viðbótar við kenn- aramenntun. Þær ályktanir eru því dregnar að eftir því sem kennararnir séu hæfari því betur séu þeir undir það búnir að kenna stórum bekkj- um. Tímaritið Education Next er gefið út í Harvard og hefur aðalskrifstofur í Stanford. Niðurstaða rannsóknar kynnt í bandaríska tímaritinu Education Next Íslenskir kennarar ráða ekki við stóra bekki SIGURÐUR Ólafsson hefur fært Íþróttasafninu á Akranesi keppn- istreyju úr fyrsta landsleik Íslands. Sigurður, sem var leikmaður Vals, lék í stöðu miðframvarðar í fyrsta landsleik Íslands, sem fram fór á Melavellinum í Reykjavík 17. júlí 1946. Leikurinn var gegn Dönum og lyktaði með 0:3-sigri gestanna. Sig- urður er nú 86 ára gamall. Jón Allansson, forstöðumaður Byggðasafnsins á Görðum, veitti treyjunni viðtöku. Hann segir að af- hending treyjunnar sé einstæður viðburður og er mjög þakklátur fyr- ir gjöfina. Hann segir treyjuna vera í mjög góðu ásigkomulagi og mikið lán sé að hún hafi varðveist í allan þennan tíma. Ekki er vitað til þess að fleiri treyjur hafi varðveist úr þessum merka knattspyrnuleik. Íþróttasafnið var opnað í maí í fyrra og hefur á skömmum tíma tek- ist að safna fjölmörgum sögulegum gripum úr íþróttasögu Íslands. Með- al gripa sem safninu hafa áskotnast er verðlaunapeningur Vilhjálms Einarssonar frá Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956. Eins er stöng- in sem Vala Flosadóttir notaði þegar hún vann til bronsverðlauna í Sydn- ey árið 2000 til sýnis á safninu. Þá hefur safnið til sýningar keppnistreyjur frá knattspyrnu- köppunum Alberti Guðmundssyni, Eiði Smára Guðjohnsen og Arnóri Guðjohnsen. Jón segir að fjölmargir mikilvægir gripir úr íþróttasögu Ís- lands séu til í einkahirslum fólks um land allt og hann hvetur til þess að slíkum munum verði fundinn staður á Íþróttasafninu á Akranesi. Gaf treyju úr fyrsta knatt- spyrnulandsleik Íslands Morgunblaðið/Helgi Daníelsson FLUGVÉL af gerðinni Boeing 777 frá flugfélaginu United Airlines ósk- aði eftir að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um bilun um klukkan 18.30 í gærkvöldi. Vélin var á leið frá London til Wash- ington í Bandaríkjunum með um eitt hundrað og þrjátíu farþega innan- borðs. Hún var stödd um sex hundr- uð mílur suðvestur af landinu þegar haft var samband við flugstjórn á Ís- landi og tilkynnt neyðarástand. Skömmu síðar afturkallaði flug- stjórinn tilkynningu um neyðar- ástand en engu að síður kom vélin inn til lendingar í Keflavík. Var önn- ur vél send eftir farþegunum og kom þeim áleiðis til Washington. Boeing 777 lenti vegna bilunar NJÖRÐUR KO veiddi í gær elleftu hrefnuna af þeim þrjátíu og átta sem heimilt er að veiða í vísindaskyni á þessu ári. Áhöfnin á Nirði KO hefur veitt þrjár hrefnur það sem af er. Áhafnir á Halldóri Sigurðssyni ÍS og Sigurbjörgu BA hafa hvor um sig veitt fjögur dýr. Ellefta hrefn- an veidd ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.