Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
AÐALSTYRKTARAÐILI
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR
ÍSLANDS
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
...eitt mesta efni
sem komið hefur fram
í íslensku tónlistarlífi...
SJÁ BLS. 7 Í ÁRSBÆKLINGI SINFÓNÍUNNAR SEM FYLGIR MORGUNBLAÐINU Í DAG
ÞÝSKUR leikari, Günther Kauf-
mann, sem nú situr í fangelsi,
dæmdur fyrir ofbeldi og fjárkúgun,
verður ef til vill látinn laus á næst-
unni. Leikarinn gekkst við því á sín-
um tíma að hafa valdið dauða
skattaráðgjafa síns, Hartmut Hag-
ens, með því að leggjast ofan á
hann en Kaufmann vó 117 kíló er
morðið var framið.
Kaufmann var þó ekki dæmdur
fyrir morð en hlaut hins vegar í 15
ára fangelsi fyrir áðurnefndar
ákærur.
Ný rannsókn lögreglunnar er
sögð benda til þess að Kaufmann
hafi með játningunni verið að
vernda eiginkonu sína, Alexöndru
Kaufmann en hún hafi leigt þrjá
menn til að myrða Hagen. Munu
tveir af morðingjunum hafa að
nokkru leyti játað sekt sína. Kauf-
mann er sagður hafa verið frá sér
numinn af ást á eiginkonu sinni sem
nú er látin. Verjendur hans telja að
hann hafi ákveðið að reyna að
vernda hana með einhverjum hætti
en smám saman orðið fastur í flókn-
um lygavef sínum.
Önnur kenning lögreglunnar
gengur út á að Kaufmann-hjónin
hafi skuldað Hagen stórfé vegna
þess að þau hafi greitt fyrir óhefð-
bundnar lækningar í von um að
finna ráð við krabbameininu sem
konan lést síðan úr.
Til að fullkomna flækjuna er talið
að eiginkona Kaufmanns hafi átt í
ástarsambandi við einn þremenn-
inganna sem myrtu Hagen. Hann
fannst látinn í íbúð sinni í München
í febrúar árið 2001 og í réttarhöld-
unum kom fram að Alexandra
Kaufmann hafði svikið hundruð
þúsunda marka út úr ráðgjafanum.
Günther Kaufmann er 56 ára
gamall, hann varð þekktur fyrir
hlutverk sín í kvikmyndum Rainers
Werners Fassbinders en síðar lék
hann í sjónvarpsþáttunum Derrick
og Tatort.
Þýsk glæparannsókn
Hver myrti Hartmut
Hagen?
Berlín. AFP.
BANDARÍSKAR leyniþjón-
ustustofnanir og leyniþjónustur í
sumum bandalagsríkjum Bandaríkj-
anna eru nú teknar til við allsherjar-
endurskoðun á þeim upplýsingum,
sem voru meginrökstuðningur
þeirra fyrir hættunni, sem stafaði af
Saddam Hussein, og þar með fyrir
innrásinni í Írak. Ástæðan er ekki
aðeins sú, að engin gjöreyðing-
arvopn hafa fundist í landinu, heldur
er ekki síst óttast, að íraskir flótta-
menn, sem sumir voru í raun útsend-
arar Saddams, hafi haft leyniþjón-
usturnar að ginningarfífli.
Los Angeles Times hefur það eftir
ónefndum en háttsettum leyniþjón-
ustumanni, að tilgangurinn með
endurskoðuninni sé „að komast að
því hvort röngum upplýsingum var
komið á framfæri og hvort við trúð-
um þeim öllum eins og nýju neti. Við
erum að skoða aftur allar upplýs-
ingalindirnar og -leiðirnar og ekki
aðeins við, heldur allt leyniþjónustu-
samfélagið“.
Byrjað var á þessari endurskoðun
eftir uppnámið, sem varð í sumar er
í ljós kom, að yfirlýsingar George
Bush Bandaríkjaforseta um til-
raunir Íraka til að kaupa úran í Níg-
er voru byggðar á fölsuðum skjölum.
Háttsettir menn innan CIA halda
því að vísu fram, að upplýsingar frá
íröskum flóttamönnum hafi aðeins
að hluta verið notaðar til að rök-
styðja innrásina, en ýmsir aðrir inn-
an stofnunarinnar óttast nú, að lyk-
ilatriði í upplýsingaöfluninni hafi
verið röng.
Því til stuðnings benda þeir á, að
eftir stríðið hafi íraskir leyniþjón-
ustumenn staðfest, að Saddam-
stjórnin hafi sent til Vesturlanda
menn, sem þóttust vera flóttamenn,
og það hafi verið hlutverk þeirra að
koma á framfæri röngum upplýs-
ingum. Í önnur skipti hafi Íraks-
stjórn villt um fyrir raunverulegum
flóttamönnum og komið þeim til að
gefa tilbúnar upplýsingar um vopna-
framleiðslu og vopnageymslur.
Þessir menn héldu, að þeir væru að
segja sannar fréttir, og stóðust því
lygapróf með prýði.
„Áhyggjuefnið er það,“ hefur
blaðið eftir öðrum ónefndum leyni-
þjónustumanni, að „okkur hafi bara
verið sagt það, sem við vildum
heyra.“
Hvað vakti fyrir Saddam?
Ef þessar grunsemdir eru réttar,
kann það að hafa vakað fyrir Sadd-
am að láta líta svo út, að hern-
aðarmáttur Íraka væri meiri en
hann var. Sérfræðingar benda líka á,
að óttinn við vopnabúnaðinn og það
að standa uppi í hárinu á Vestur-
löndum hafi styrkt hann heimafyrir
og verið hluti af valdastöðu hans
meðal arabaríkjanna. Þá kann hann
að hafa búist við, að Sameinuðu
þjóðirnar neyddust til að aflétta
refsiaðgerðum gegn Írak þegar í ljós
kæmi við leit vopnaeftirlitsmanna,
að ekkert hefði verið að marka upp-
lýsingar vestrænna leyniþjónustna
og annarra um vopnageymslur og
annan búnað.
Enginn árangur
Um þessar mundir er 1.400
manna lið að leita að gjöreyðingar-
vopnum í Írak og hefur það komið
fram í viðtölum við nokkra, að vax-
andi óþolinmæði og gremju sé farið
að gæta í hópnum enda hafi leitin
hingað til engan árangur borið.
„Við erum fangar okkar eigin hug-
mynda,“ sagði háttsettur, banda-
rískur vopnasérfræðingur, sem ný-
lega hætti með leitarhópnum. „Við
héldum því fram, að Saddam Huss-
ein væri hinn fullkomni blekk-
ingameistari. Þegar við fundum ekk-
ert, þá litum við einmitt á það sem
sönnun fyrir því í stað þess að efast
um okkar eigin upplýsingar og hug-
myndir.“
Það, sem fram hefur komið síð-
ustu tvo mánuði, er, að Saddam hafi
lagt á hilluna framleiðslu efnavopna
í stórum stíl en þó viljað vera fær um
að framleiða eitthvað af eiturgasi og
sýklum ef þörf krefði. Hafi þessi
áherslubreyting átt sér stað á ár-
unum 1996 til 2000. Þá hefur ekkert
komið fram, sem bendir til að efna-
og sýklavopn hafi verið framleidd í
Írak eftir 1991.
Treystu ekki Chalabi
Bandaríkjamenn hafa áður haft
efasemdir um sannsögli íraskra
flóttamanna enda voru þeir oft grun-
aðir um að vera fyrst og fremst á
höttunum eftir peningum og hæli í
Bandaríkjunum. Sem dæmi má
nefna, að CIA og utanríkisráðu-
neytið vildu ekkert hafa með flótta-
menn á vegum Íraska þjóðarráðsins,
sem Ahmed Chalabi stýrði í London.
Hann var hins vegar í náðinni hjá
Donald Rumsfeld varnarmálaráð-
herra og situr nú í Íraska fram-
kvæmdaráðinu.
Chalabi kom þremur mönnum á
framfæri, sem áttu að vita allt um
ólöglega vopnaframleiðslu Íraka. Sá
fyrsti sagði leyniþjónustu varnar-
málaráðuneytisins 2001, að hann
vissi hvar lífefnavopnin væru
geymd. Ekkert fannst á þeim stöð-
um, sem hann benti á. Annar sagði
frá færanlegum rannsóknastofum,
sem gætu framleitt hundruð tonna
af hráefni í lífefnavopn, og vissulega
fundust tveir bílar. CIA segist enn
telja líklegt, að þeir hafi verið not-
aðir í þessum tilgangi, en margir
sérfræðingar vísa því á bug sem
firru og segja um að ræða vetn-
isframleiðslubíla fyrir veðurathug-
unarbelgi. Sá þriðji þóttist vera
kjarnorkusérfræðingur en var strax
afhjúpaður sem svikari.
Eftir sem áður segjast talsmenn
Bandaríkjastjórnar vera vissir um,
að gjöreyðingarvopn muni koma í
leitirnar. Richard Myers hershöfð-
ingi og forseti herráðsins bendir í
því sambandi á, að snemma í ágúst
hafi fundist 30 orrustuflugvélar frá
sovéttímanum grafnar í sand.
„Það verður auðvitað erfiðara að
finna 200 lítra tunnu með miltis-
brandssýklum en við munum halda
verkinu áfram og finna það, sem við
leitum að,“ sagði hann.
Vestrænar leyniþjónustur endurskoða upplýsingar frá því fyrir Íraksstríð
Óttast að íraskir flótta-
menn hafi blekkt þær
Washington. Los Angeles Times.
Reuters
Hermenn leita að efnavopnum í byggingu nálægt Basra í Suður-Írak. Hugsanlegt er talið að Saddam Hussein hafi sjálfur verið á bak við það að koma
röngum upplýsingum um gereyðingarvopn Íraka á framfæri við leyniþjónustur á Vesturlöndum.
’ Áhyggjuefnið erþað, að okkur hafi
bara verið sagt það,
sem við vildum
heyra ‘