Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ                           !      # !$  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SAMBAND íslenskra harmoniku- unnenda var stofnað 1981. Það voru stórhuga menn sem stóðu að stofnun þess. Einn af þeim var Karl Jónat- ansson, en hann hefur unnið mikið og gott starf að framgangi harmon- ikunar hér á landi. Í landssambandinu eru 19 harm- onikufélög og eru líklega á annað þúsund félagsmenn í þessum fé- lögum. Má það teljast einstakt að stofnað sé félag utan um eitt hljóð- færi, hvað þá 19 félög í okkar litla landi. Sýnir það best hvað harmonik- an á djúpar rætur í menningu þjóð- arinnar. Þriðja hvert ár stendur S.I.H.U. fyrir landsmóti þar sem öll félög á landinu leiða saman hesta sína ásamt erlendum gestum. Næsta landsmót verður haldið 2005 í Nes- kaupstað, en einnig er fyrirhugað að halda sérstakt unglingamót á næsta ári. Öflugu unglingastarfi er haldið uppi í sambandi við harmonikuna. Er það mest að þakka hinum fjöl- mörgu tónlistarskólum og áhuga- sömum kennurum, og er gaman að sjá hvað margir efnilegir unglingar eru að koma fram á sjónarsviðið. Landssambandið hefur staðið fyr- ir komu erlendra listamanna í harm- onikuleik og hafa einhverjir þeirra ílengst hér á landi og er það mikil lyftistöng fyrir harmonikutónlistina. Einnig gefur S.Í.H.U. út blað sem heitir Harmonikublaðið. Ritstjóri þess er formaður sambandsins, Jó- hannes Jónsson. Í blaðinu er að finna ýmsan fróðleik um harmonikutónlist og hvet ég alla þá sem áhuga hafa á þessari gerð tónlistar að kynna sér þetta einstaka blað. Af nógu væri að taka úr sagnabrunni harmonikutón- listar hér á landi, en hér læt ég stað- ar numið. Ég get þó ekki skilið við þetta án þess að minnast á þátt Rík- isútvarpsins í garð okkar harmon- ikuunnenda. Ljóst er að við sitjum ekki við sama borð og aðrir, t.d. þeir sem unna poppi, djass og klassík. Þeir fá allir sína þætti og er það bara hið besta mál. En Ríkisútvarpið gef- ur sig út fyrir það að vera útvarp allra landsmanna; þetta getum við í harmonikufélögunum engan veginn tekið undir. Krafa okkar er vikuleg- an harmonikuþátt í Ríkisútvarpið. Af nógu er að taka. GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, varaformaður S.Í.H.U. Harmonikan á djúpar rætur í menningu þjóðarinnar Frá Guðrúnu Guðjónsdóttur: NÝLEGA varð ég vitni að dálitlu atviki í fjörugu samkvæmi. Maður nokkur gerði athugasemd við þau orð viðmælanda síns að „mikið af fólki“ væri saman komið á tiltekn- um stað. Hann sagði að í sinni sveit hefðu börn verið leiðrétt sem töluðu um „mikið af fólki“. „Í minni sveit var margt fólk en mikið af skít,“ sagði þessi eldhressi náungi og skellihló. Orðasambandið mikið af fólki mætti flokka undir talmál og er svo sem ósköp saklaust. En þegar það er komið á prent er eins og stíllinn dali, það kemur slaki í textann. Sama er að segja um orðin fullt af fólki. Auðvitað skilst þetta, en það er ekki beint fallegt eða smekklegt, ég tala nú ekki um þegar það er sí- endurtekið. Margt fólk og fjöldi fólks mundi lyfta textanum. Þennan mun mætti útskýra fyrir börnum – ekki beint muninn á fólki og skít, heldur hinu að sumt megi telja (t.d. fólkið í veislunni) en erf- iðara sé að koma tölu á safnheiti á borð við mjöl, sand eða skít. Og nú get ég ekki stillt mig um að geta hér einnig um þágufall orðs- ins mikið: miklu. Æ oftar er í fjöl- miðlum talað um að þetta eða hitt sé mikið betra, jafnvel mikið mikið betra en eitthvað annað. Slíkur tals- máti leiðir til þess að mismunar- þágufallinu (dativus differentiale) er ógnað. Það er eitthvað mjúkt og ríkt við þetta þágufall: það er miklu betra. Að lokum þakka ég Morgun- blaðinu fyrir að hafa fengið mál- fræðinginn Jón Friðjónsson til að ræða um íslenskt mál á laugardög- um. Það er ekki amalegt að byrja helgina á málfarskennslustund hjá Jóni yfir góðum kaffibolla. Ég nefni líka JAJ og vikulega þætti hans í blaðinu; og ekki má gleyma góð- kunningjanum Víkverja sem fylgist grannt með málfari landa sinna. Þá þakka ég Pétri Péturssyni þuli og Halldóri Kr. Þorsteinssyni skóla- stjóra fyrir stórskemmtileg les- endabréf um málfarsleg efni. Öll heilbrigð umræða um móðurmálið ýtir við okkur, eflir málkenndina og knýr okkur m.a. til að vega og meta eigin málfar, talað og ritað. Fjörleg og uppbyggileg skoðanaskipti (ekki boð og bönn) auka virðingu fyrir móðurmálinu og snillingum orðsins listar. BALDUR HAFSTAÐ, prófessor við KHÍ. Margt fólk – mikið af skít Frá Baldri Hafstað:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.