Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 43
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 43 MATTEUSAR ereinungis fimmsinnum getið íNýja testament-inu. Í Markúsar- og Lúkasarguðspjalli er hann sjö- undi í röðinni á nafnalistunum og paraður við Tómas, en í Matteus- arguðspjalli og Postulasögunni áttundi, og þar er Bartólómeus fé- lagi hans. Ásamt með Filippusi var þetta uppistaðan í annarri grúppu postulahópsins. Matteus var tollheimtumaður í þjónustu Heródesar Antipas, bjó í Kapernaum við Genesaretvatnið, og var eins og fleiri í þeirri stétt illa liðinn af Gyðingum. Hann var að líkindum Galíleumaður, en Evsebíus biskup í Sesareu í Pal- estínu á 4. öld taldi hann þó sýr- lenskan. Fæðingarstaðurinn er sagður hafa verið Jerúsalem, Nasaret, Kapernaum eða Ber- ytus. Í 9. kafla Matteusarguðspjalls og 9. versi er greint frá köllun hans. Þá…sá hann [þ.e.a.s. Jesús] mann sitja hjá tollbúðinni, Matteus að nafni, og hann segir við hann: „Fylg þú mér!“ Og hann stóð upp og fylgdi honum. Í Markúsar- og Lúkasarguð- spjalli er áþekk saga, en toll- heimtumaðurinn nefndur Leví, og Markús bætir því við að sá hafi verið Alfeusson. Fræðimenn eru á því, að Matteus og Leví hljóti að vera einn og sami maður. Gömul rit segja hann ýmist af ættkvísl Leví (ugglaust vegna nafns síns), Gaðs eða þá Naftalí. Annar postuli var líka Alfeusson, Jakob yngri; móðir hans var María. Telja sumir að þeir tveir hafi verið bræður, og heimild frá 2. öld segir Alfeus auk þess hafa verið bróður Jósefs tré- smiðs. Matteus hefur (vegna toll- heimtustarfsins) eflaust verið best menntaður allra postulanna, vel ritfær og kunnað einhver skil á latínu og grísku. Papías (u.þ.b. 60–130), biskup í Híerapólis í Frýgíu í Litlu-Asíu, segir að um- ræddur postuli hafi ritað niður orð Jesú á arameisku, og eru margir á þeirri skoðun, að guðspjallið sem við hann er kennt sé einmitt það verk hans. Aðrir draga slíkt í efa, en þykir hins vegar ekki ósenni- legt að Matteus hafi átt einhvern hlut að máli við samningu þess, t.d. með persónulegu efni; Fjall- ræðan í 5.–7. kafla Matteusarguð- spjalls gæti t.a.m. verið úr kistu hans eða sjóðum. Og það væri ekki lítið, ef satt reyndist. Írenaeus (u.þ.b. 125–u.þ.b. 202) kvað starfsvettvang Matteusar hafa verið Palestínu sjálfa, Alex- andríu-Klemens (d. u.þ.b. 215) vildi meina að svo hafi einungis verið í 15 ár, og Evsebíus biskup, áðurnefndur, segir að postulinn hafi gefið löndum sínum guð- spjallið á móðurmáli þeirra, áður en hann fór með boðskapinn til annarra landa. Framhaldið er svo enn óljósara. Af honum spyrst í Eþíópíu – bæði þeirri afrísku og hinni, suður af Kaspíahafi – og einnig í Persíu og þar um slóðir, sem og í Makedóníu, Egyptalandi og Sýrlandi. Það sem gerir málið enn flóknara, er að postulinn sem við tók af Júdasi Ískaríot, nefndist Mattías, og þeim tveim er ruglað dálítið saman í minningunni. Í bókinni Nöfn Íslendinga er Matteus hvergi að finna sem eig- innafn. Hins vegar segir þar um Matthías: Nafnið kemur fyrir í fornbréfum frá 15. öld. Ritháttur er á reiki. Stundum er ritað upp á latínu Mattheus eða Matheas. Annars er Matthías, Mathías eða Mattías. Í manntali 1703 báru fjórir karlar nafnið en öld síðar voru þeir orðnir 12. Árið 1855 hétu 33 karlar Mattías. Samkvæmt manntali 1910 voru 106 nafnberar skráðir svo. Í þjóðskrá 1989 báru 329 karlar nafnið, þar af 50 sem síðara af tveimur. Einn ritaði nafn sitt Mathías og þrír Mattías. Nafnið er þekkt á Norð- urlöndum frá því á miðöldum og er einnig notað á Englandi og í Þýskalandi. Dönsk mynd nafnsins er Matthias, norsk og sænsk Mattias, ensk Mattew eða Matthias, þýsk Matthias. Nafnið er fengið úr biblíunni og er hebreskt að uppruna Mattathiah „gjöf Guðs“, sbr. grísku Matthaios, latínu Matthias. Aðrar heimildir segja nafnið komið af hebreska orðinu Mattija eða jafnvel Amittai. Við þetta má bæta, að í Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar frá 1540 er postulinn nefndur Matteus (þ.e.a.s. ekkert „h“), eins og í því, sem við notum í dag. Í einhverjum útgáfum þar á milli, eða a.m.k. í Nýja testamentinu 1813, var nafn hans þó ritað Mattheus. Ekki er vitað hvernig postulinn dó. Flestir telja að um píslarvætt- isdauða hafi verið að ræða. Borgin Naddavar í Eþíópíu er þar t.d. nefnd, og árið 70, og sagt að Matteus hafi verið grýttur á krossi og síðan negldur við jörð og hálshöggvinn. Aðrir eru með dán- arárið 120, sem þykir ótrúverð- ugt, eða nefna Persíu sem dán- arstað, eða Egyptaland, eða hið forna ríki Pontus við Svartahaf. Enn aðrir tilfæra hægt andlát af eðlilegum orsökum, árið 90. Jarðneskar leifar hans eru sagðar hafa verið fluttar til Salerno á Ítalíu árið 954. Þær eru nú varð- veittar í kirkju þar í borg. Einkennistákn Matteusar eru nokkur, s.s. engill eða vængjaður maður, bók og fjaðurstafur, en það vísar allt til guðspjallamanns- ins og verks hans og er yrkisefni myndarinnar sem þessum pistli fylgir, eftir hollenska listmál- arann Rembrandt Harmenszoon van Rijn (1606–1669). Eins pyngja, sem minnir á að hann var áður tollheimtumaður, eða reikni- spjald. Og einnig kemur bryntröll (atgeir) fyrir á stundum, og öxi. Messudagur hans er 21. sept- ember í vesturkirkjunni, og 16. nóvember í austurkirkjunni. Matteus sigurdur.aegisson@kirkjan.is Fáir ef þá nokkrir voru meira hataðir í Palest- ínu á dögum Nýja testamentisins en toll- heimtumennirnir. Samt valdi Jesús einn slíkan í postulahópinn. Sig- urður Ægisson lítur í dag á Matteus, sem við trúlega eigum margt að gjalda í formi þakka. Lærisveinarnir 12 m TÍMARITUMMAT&VÍN2706200313 9 Í A IT UM A Í Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is Næsta tölublað af tímaritinu m, sem fjallar um mat og vín, fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 13. september nk. Stærð tímaritsins er 25x36. Pantanafrestur auglýsinga er til þriðjudagsins 9. september kl. 16. Auglýsendur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.