Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 1
Vildi vera sjálfri mér trú Védís Hervör vill ekki að ímynd- in skyggi á tónlistina 14 STOFNAÐ 1913 . TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Gjörningar Beuys Listamaðurinn Joseph Beuys og áleitnir gjörningar hans Listir 24 Fer eigin leiðir Neil Young segir sögur úr Græna- dal á nýrri plötu Fólk 50 20032004 ÁRSBÆKLINGUR SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS FYLGIR MORGUNBLAÐINU Í DAG. Taktu þátt í veislunni í vetur SAMKOMULAG náðist í gærmorg- un á vegum heimsviðskiptastofnunar- innar, WTO, um heimild fyrir fátæk ríki til að flytja inn ódýr samheitalyf gegn banvænum sjúkdómum á borð við HIV/alnæmi, malaríu og berkla. „Þetta er sögulegt samkomulag fyrir WTO,“ sagði framkvæmdastjóri stofnunarinnar, Supachai Panitch- pakdi. Samkomulagið hafði verið gert í undirnefnd seint á fimmtudagskvöld, en snurða hlaupið á þráðinn í fyrra- dag og ekki talið að endanleg sátt næðist um málið fyrr en í fyrsta lagi á fundi WTO í Mexíkó 10. september. Samkvæmt reglum WTO geta ríki sem eiga í höggi við skæða sjúkdóma er ógna almannaheill haft að engu einkaleyfi á nauðsynlegum lyfjum og keypt ódýrari samheitaútgáfur frá öðrum framleiðendum en einkaleyfis- hafanum. Hingað til hefur þó einungis verið heimilt að kaupa slík samheita- lyf frá innlendum framleiðendum, en í flestum þróunarríkjum er enginn lyfjaiðnaður og því hefur í raun ekki verið hægt að fá ódýrari lyfin. Bandarísk lyfjafyrirtæki hafa látið í ljósi áhyggjur af því að heimildir til innflutnings á samheitalyfjum verði misnotaðar af framleiðendum slíkra lyfja, og einnig að þetta verði til þess að ódýru lyfjunum verði smyglað frá löndunum sem kaupa þau til vest- rænna ríkja. Samið um samheitalyf Genf. AP. ÍSLENSK flugfélög hafa undanfarið aukið umsvif sín í fraktflugi. Þannig verður alls 21 þota í verkefnum í september fyrir félögin en fyrir fimm árum voru íslenskar þotur í frakt- flugi teljandi á fingrum annarrar handar. Flugfélagið Atlanta hefur haft sex þotur í fraktflugi, Flugleiðir frakt ehf. tvær, Íslands- flug verður með níu þotur og Bláfugl fjórar. Verkefnin tengjast flest alþjóðlegum hrað- flutningafyrirtækjum. Bláfugl hefur rekið tvær B737-300 fraktþot- ur að undanförnu og er önnur í verkefnum frá Íslandi. Í næsta mánuði bætast tvær þotur við og verða þrjár þeirra í verkefnum erlendis, einkum fyrir UPS-fyrirtækið. Þórarinn Kjart- ansson, framkvæmdastjóri Bláfugls, segir fleiri þotur verða leigðar á næsta ári. Flugleiðir frakt ehf. eru með tvær fraktvél- ar í verkefnum og nýta þar að auki fraktrými í farþegaþotum Icelandair. Pétur J. Eiríksson framkvæmdastjóri segir félagið einnig kaupa hluta af fraktrými einnar vélar hjá Íslandsflugi á móti DHL-hraðflutningafyrirtækinu. Íslandsflug rekur fjórar B737-þotur sem bæði má nota sem fraktvélar og farþegavélar. Þá rekur félagið fjórar Airbus-breiðþotur og fær þá fimmtu í næsta mánuði. Þrjár vélar Atlanta hafa verið í fraktflugs- verkefnum í Malasíu og samningar þriggja annarra eru að renna út og verið að huga að nýjum verkefnum. Íslensk flug- félög verða með 21 þotu í fraktflugi GAMALL, rússneskur kjarnorku- kafbátur, K-159, sökk í illviðri á Barentshafi í fyrrinótt þegar verið var að draga hann til hafnar á Kóla- skaga þar sem átti að rífa hann. Að minnsta kosti tveir úr tíu manna áhöfn kafbátsins fórust, einum var bjargað og sjö er enn saknað. Engin vopn voru í kafbátnum og kjarnaofn- um hans hafði verið lokað áður en hann sökk. Slysið varð skammt frá mynni Kólafjarðar. Rússnesk stjórnvöld tilkynntu um slysið skömmu eftir að það varð, en Rússar voru gagnrýndir fyrir að bregðast seint við þegar kjarnorku- kafbáturinn Kúrsk fórst með 118 manna áhöfn í Barentshafi árið 2000. Reuters Rússneskur kjarnorkukafbátur frá sjöunda áratugnum, svipaður þeim sem sökk á Barentshafi. Gamall kaf- bátur sökk Moskvu. AP. LÖGREGLA í Írak hefur hand- tekið fjóra menn vegna sprengju- tilræðis er varð 107 manns að bana í borginni Najaf á föstudag- inn, og herma fregnir að menn- irnir hafi játað að hafa staðið að tilræðinu. Samkvæmt heimildum AP- fréttastofunnar eru tveir mann- anna Írakar og tveir Sádi-Arab- ar, og eru tengdir hryðjuverka- samtökunum al-Qaeda. AFP- fréttastofan hefur aftur á móti heimildir fyrir því að enginn unum um morð á trúarlegum og pólitískum leiðtogum, og skemmdarverk á mikilvægum mannvirkjum á borð við rafstöðv- ar, vatnsveitur og olíuleiðslur. Þá hefðu þeir sagt að sprengju- tilræðin í landinu undanfarið hefðu verið framin til að viðhalda þar glundroða og koma þannig í veg fyrir að lögreglan og banda- ríska setuliðið gætu haft eftirlit með landamærunum, en fregnir herma að fjöldi erlendra víga- manna streymi nú yfir þau. mannanna sé Íraki. Þrír aðrir, sem grunaðir séu um aðild að til- ræðinu, séu á flótta. Í tilræðinu féll m.a. æðsti klerkur og pólitískur leiðtogi sjía- múslíma í Írak, ajatollinn Mohammed Baqer al-Hakim, sem sýnt hafði bandaríska her- setuliðinu í landinu samstarfs- vilja. Að sögn lögreglunnar voru mennirnir handteknir skömmu eftir tilræðið og hefðu þeir við yf- irheyrslur greint frá frekari áætl- Tala fallinna í sprengjutilræðinu í Najaf komin í 107 AP Sjíamúslími fórnar höndum á fjölmennri útisamkomu er haldin var fyrir utan helgustu mosku sjíta í Najaf í gær. Um fjögur þúsund manns kröfðust þar hefnda vegna falls ajatollans Mohammeds al-Hakims. Fjórir hafa játað Najaf. AFP, AP. NORÐUR-Kóreumenn kváð- ust í gær sífellt sannfærast bet- ur um að þeir ættu ekki annars úrkosti en að styrkja kjarn- orkuvarnir sínar „til þess að vernda sjálfstæði okkar“, að því er opinber fréttastofa landsins, KCNA, hafði eftir ónafngreind- um talsmanni utanríkisráðu- neytis landsins. Í Peking sagðist fulltrúi N- Kóreustjórnar ekki sjá neinn tilgang með frekari viðræðum um kjarnorkuáætlun landsins. Í fyrradag lauk sex ríkja við- ræðum um málið og gáfu N- Kóreumenn þá í skyn að þeir kynnu að vera til viðræðu um málamiðlun. N-Kórea hafnar viðræðum Peking. AP.REYKJAVÍK er strjálbýlasta höfuðborg Norðurlanda. Í Reykjavík eru 419 íbúar um hvern ferkílómetra. Kaupmannahöfn er þétt- býlust með tæplega sex þúsund íbúa á hverj- um ferkílómetra. Séu borgirnar og svæðin sem teljast til grenndar þeirra skoðuð er höfuðborgarsvæðið í Reykjavík einnig strjálbýlast með 163 íbúa á ferkílómetra en Oslóarsvæðið kemur næst með 197 íbúa á ferkílómetra. Stokkhólmur er fjölmennasta höfuðborgin, með 757.948 íbúa 1. desember sl. Séu svæðin sem heild borin sam- an sést að Kaupmannahafnarsvæðið er fjöl- mennast með 1.814.564 íbúa, á Stokkhólms- svæðinu búa 1.674.380, í Helsinki og grennd búa 1.213.743, á Oslóarsvæðinu búa 989.914 en á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi búa 178.301. Hlutfallslega búa flestir útlendingar (Norð- urlandabúar ekki meðtaldir) í Kaupmanna- höfn eða 114 á hverja þúsund íbúa, en fæstir búa í Reykjavík; 40 af hverjum þúsund. Reykjavík strjálbýlust ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.