Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 19 ICELANDAIR hefur gripið til þess ráðs að efna til aukaferðar til Kaup- mannahafnar vegna tónleika Stuð- manna í Tívolí laugardagskvöldið 13. september nk. Tónleikarnir eru haldnir af Stuðmönnum og Iceland- air sem býður sérstök fargjöld á tón- leikana. Mörg hundruð manns hafa nú þegar bókað sig og vegna hins mikla áhuga ákvað Icelandair að bæta við áætlun félagsins einni ferð til Kaup- mannahafnar og til baka. Aukaflugið er frá Íslandi fimmtudag 11. sept- ember klukkan 18 og frá Kaup- mannahöfn sunnudaginn 14. septem- ber klukkan 18 að staðartíma. Aukaferð vegna tón- leika Stuð- manna ÍBÚAR Akraness mættu vel í bæj- arþingssalinn í síðustu viku þar sem skipulags- og umhverfisnefnd Akra- neskaupstaðar stóð fyrir opnum fundi þar sem framkomnar tillögur að framtíðarskipulagi Miðbæjarreits voru kynntar en sá reitur gengur undir nafninu Skagaverstún á Akra- nesi. Fullt var út úr dyrum í bæjar- þingssalnum og mátti m.a. sjá þar stofnanda Bónuss, Jóhannes Jóns- son, á fundinum auk margra kaup- manna af Akranesi. Björn S. Lárusson, fulltrúi Skaga- torgs ehf., kynnti framkomnar til- lögur um deiliskipulag á svæðinu norðan Stillholts. Þar er gert ráð fyrir tveimur 10 hæða íbúð- arblokkum, með um 84 íbúðum, verslunarmiðstöð á einni hæð en á efri hæðum þjónustuhúss er gert ráð fyrir hóteli, fundasölum, veit- ingastað, skrifstofuhúsnæði og fleiru. Eftir að kynningunni lauk fóru fram pallborðsumræður en þar bar Sveinn Knútsson, verslunarmaður í Skagaveri, formlega upp mótmæli um að ekki hefði verið haft samráð við hann vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda. Í máli fundarmanna kom fram að margir voru vantrúaðir á að Akranes stæði undir framkvæmd á stærð við þessa, auk þess sem skiptar skoðanir voru um hæð fyrirhugaðra íbúðarblokka. Fundarmenn ræddu einnig um áhrif framkvæmdanna á verslunar- og þjónustufyrirtæki í gamla miðbænum en fulltrúi verk- taka sem standa að framkvæmd- unum lagði á það áherslu að byggt yrði í áföngum á svæðinu og að fyr- irhuguð stækkun Norðuráls hefði einnig áhrif á framkvæmdirnar. Skiptar skoðanir um mið- bæjarreit Morgunblaðið/Sigurður Elvar Nú hillir undir að fleiri verslanir flytjist á miðbæjarsvæðið því Gnógur ehf., hefur hug á því að byggja á öllum lóðunum sem í boði eru. Gangi áætlanir Gnógs ehf. og fasteignasölunnar Eign.is eftir munu fram- kvæmdir á Miðbæjarreit Akurnesinga hefjast næsta vor. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar fimmtudaginn 28. ágúst klukkan 12:17. Þar rákust saman silf- urgrá Toyota-fólksbifreið, sem ekið var norður Kringlumýrarbraut og beygt til vinstri áleiðis vestur Miklu- braut, og græn Toyota-jeppabifreið, sem ekið var suður Kringlumýrarbraut eftir vinstri ak- rein. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um stöðu umferðarljósanna þegar áreksturinn varð eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 569 9020 eða 569 9014. Lýst eftir vitnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.