Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 21
Í ljósi þessa rifjaðist upp frá því í umræðunni í vetur hversu margir óvissuþættir þjaka þessa stærstu og dýrustu framkvæmd Íslandssögunn- ar eins og t.d. hversu traust er Impr- egilo? Hversu traust er bergið undir stíflustæðinu? Hversu traustar eru spár um álverð, sem Landsvirkjun byggir arðsemismat sitt á? Mun ál- verð örugglega snarhækka árið 2007? Vonandi, því verðið á rafork- unni okkar er beintengt því. Hversu traustar eru mótvægisaðgerðirnar gegn uppblæstri og jarðvegseyðingu af völdum Hálslóns, sem ógnar öllu gróðurlendi á stórum hluta Norð- austurlands? Hversu sterk er fé- lagsgerðin og aðrar atvinnugreinar á Austurlandi að taka á móti stóriðju og öllu þessu erlenda vinnuafli? Einn nefndi Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, þar sem Kárahnjúkavirkjun kom út sem einn alversti virkjunarkosturinn á land- inu vegna umhverfisskemmda. Ekki furða að Skipulagsstofnun hafi ein- dregið lagst gegn virkjuninni. Hvað um ímynd Íslands? spurði einn í hópnum, og hvað um sjálfs- mynd okkar? Hefðum við eignast Halldór Laxness, Kjarval, Björk án ósnortins hálendisins? Ein úr hópn- um skrifaði nú eftir að við komum heim: ,,Hingað til höfum við, kynslóð eftir kynslóð greipt óbyggðirnar í undirmeðvitundina. Það að eiga ósnerta óræða stærð af víðáttu, óbyggðum, hefur verið ákveðinn hornsteinn að íslenskum þjóðar- karakter sem hefur mótast af þess- ari vitund um óbyggðir, þetta stóra yfirnáttúrulega svæði sem getur verið hvort heldur sem er himnaríki eða hvelvíti. Eftir því sem við dvöld- um lengur á þessum yndislega stað varð tilhugsunin um að hann myndi brátt hverfa nánast óbærileg.“ Beðið fyrir hálendinu Við tókum fimmta daginn snemma. Það hafði rignt um nóttina og enn rigndi. Nú var að hafa hrað- ann á, vera rösk því framundan var að ganga aftur yfir jökul og var leiðin lengri en síðast. Tíu klukkustunda dagleið fram undan þar af 9 km á jökli. Við náðum fljótt að jökulbrún. Nú var að nesta sig og broddbúa.Viti menn, sólin braust fram úr skýjun- um. Hún ætlaði sér greinilega að fylgja okkur yfir jökulinn. Geislar hennar yljuðu kinn og léttu lund. Gengið var í vesturátt og stefnan tekin á Grágæsadal. Upp með sól- gleraugu, derhúfur og sólvörn mak- að á nefbrodda, kinnar og varir. Á móti okkur streymdi ferskur svali jökulsins og óvænt gleði yfir þeim litum og formum sem ásjóna hans býður upp á. Oft var staðnæmst til að njóta og varð maður hljóður yf- ir rausn útsýnisins – við blöstu Kverkfjöllin, Fagradalsfjall, Herðu- breið, Snæfell og öll Brúaröræfin. Við jökulrótina komum við að jökulá sem við óðum undir styrkri stjórn leiðsögumannanna og þaðan gengum við síðasta spölinn að rútunni. Ekið var inn í Grágæsadal, sem reyndist vera unaðsfagur reitur mitt í upp- blásnu hálendinu, sem er svo ein- kennandi fyrir hálendið vestan Jök- ulsár á Brú. Þar hittum við fyrir Völund Jóhannesson, sem hafði dregið íslenska fánann að húni og tók okkur fagnandi með heitt á könn- unni. Hann bauð hópnum að dvelja eina nótt á þessum griðastað þar sem hann hefur ræktað garð með jurtum og blómum í um 640 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar mátti m.a. finna rabarbara, stjúpur og fjólur, skessujurt og risavalmúa. Í garði sínum hefur Völundur reist um 6 fer- metra bænahús í torfbæjarstíl og þangað fór allur hópurinn, sjö og sjö í einu, og bað fyrir hálendinu. Hver veit nema við verðum bænheyrð? Að góðum sið var slegið upp grillveislu um kvöldið, skrafað, rætt og sungið fram á rauðan morguninn. Það tapa allir á virkjun Hálendið norðan Vatnajökuls – stærstu ósnortnu víðerni Evrópu – býr yfir töfrum, líkt og Þingvellir búa yfir helgi. Þarna uppi á hálend- inu er eins og náttúran ein ríki, við erum hennar börn og tilfinningin er hamingja. Þetta er hamingju-auð- lind, endurnýjanleg auðlind sem er stöðugt að verða fágætari, eftirsókn- arverðari og dýrmætari. Tilgangurinn með Kárahnjúka- virkjun er að hún beri arð, en miklar efasemdir hafa komið fram um arð- semismat Landsvirkjunar. Raun- sætt mat hagfræðinga, sem þó miða við forsendur Landsvirkjunar, sýnir tap upp á 40–50 milljarða. Því viljum við, sem eigendur/hluthafar í Lands- virkjun, að birt verði reglulega 6 mánaða uppgjör, líkt og gert er hjá öðrum fyrirtækjum. Ef í ljós kemur að verkefnið verður ekki arðbært og að við töpum að lágmarki 40–50 milljörðum króna skorum við á til- heyrandi yfirvöld að gefa okkur landsmönnum, eigendum hálendis- ins, tækifæri á að velja milli eftirfar- andi kosta í þjóðaratkvæðagreiðslu: Kostur A) Borga a.m.k. 40–50 miljarða með rafmagninu til Alcoa eða Kostur B) Nota hluta af þessari sömu upphæð til að rifta samningn- um við Alcoa og kaupa þar með til baka það landsvæði sem selt hefur verið undir Hálslón. Í kaupbæti munum við hlífa Norð- austurlandi við náttúruhamförum og landauðn vegna uppblásturs af völd- um hins 57 ferkm. lóns. Afganginn af 40–50 miljörðunum getum notað til að styðja við atvinnulífið á Austfjörð- um. Til eru hugmyndir um að reisa þar háskóla, efla má ferðamennsku auk alls þess frumkvæðis sem Aust- firðingar búa sjálfir yfir. Gönguferð okkar í hjarta þessa stærsta ósnortna víðernis Evrópu hafði djúpstæð áhrif á okkur, meiri en við gátum átt von á. Hverfi þetta land, getum við vitnað um að Ísland, og þeir sem það munu byggja, mun missa mikið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Að lokum viljum við þakka Ástu og Ósk fyrir næma og skemmtilega leiðsögn. Þessi grein er sett saman úr mörgum mismunandi greinum. Í ritstjórn voru: Þóra Leósdóttir iðjuþjálfi, Þuríður Ein- arsdóttir kvikmyndagerðarmaður og Anna Líndal myndlistarmaður og pró- fessor við Listaháskóla Íslands.                                           ! ! " # $            #     &     '(    *     +    )     &  &     &*  #  " # $     - .-/ Dagleiðir gönguhópsins. Ferðafélagar Augnabliks á Kringilsárrana. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 21 Heimsferðir kynna nú sína glæsilegustu vetraráætlun frá upphafi og nýir spennandi ferðamöguleikar á hagstæðari kjörum en áður hafa sést á íslenskum ferðamarkaði. Nú getur þú valið um beint flug til Kanaríeyja í allan vetur á stórlækkuðu verði, en Heims- ferðir lækka verðið frá því í fyrra um allt að 30% milli ára, eða einstök tilboð í sérflug okkar til Kúbu og Jamaica í Karíbahafinu. Nú bjóðum við annað árið í röð bein flug til Salzburg í Austur- ríki, sem er örstutt frá bestu skíðasvæðum Austurríkis, Zell am See, St. Anton og Lech á betra verði en nokkru sinni fyrr og úr- val frábærra hótela. Njóttu heimsins í vetur og tryggðu þér gott frí á frábærum kjörum. Vetrar- ævintýri Heimsferða Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Kanarí Vikulegar ferðir í vetur Verð kr. 27.762 Beint flug til Jamaica Nú í fyrsta sinn frá Íslandi er í boði beint leiguflug til paradísar- eyjunnar Jamaica í Karíbahafinu. Hér upplifir þú einstakt andrúms- loft og ótrúlega stemmningu sem á engan sinn líka. Glæsilegur að- búnaður í boði fyrir Heimsferða- farþega. Sjá bækling Heimsferða með Morgunblaðinu í dag. Beint flug til Salzburg Nú bjóða Heimsferðir beint flug til Salzburg, en borgin liggur rétt við bestu skíðalönd Austurríkis og örstutt að fara til Zell am See, St. Anton eða Lech, sem eru með bestu skíðasvæðum heimsins. Kúba Frá kr. 98.150 Beint leiguflug til þessarar heillandi eyju. Jamaica Frá kr. 89.950 Beint leiguflug í fyrsta sinn á Íslandi til einnar fegurstu eyju í Karíbahafinu. Siglingar Frá kr. 145.750 Glæsisiglingar með Costa Cruises í Karíbahafinu. í Karíbahafinu Skíði Frá kr. 39.950 í Austurríki Beint flug til Salzburg Beint flug til Salzburg þar sem þú finnur vinsælustu áfangastaðina í Austurrísku ölpunum, Zell am See, St. Anton eða Lech. M.v. hjón með 2 börn, Agaeta Park, vikuferð, 6.janúar. Símabókunargjald, kr. 2.000. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Metbókanir til Kanarí Heimsferðir hafa nú stórlækkað verðið til Kanarí í vetur og nú þegar hafa á þriðja þúsund manns tryggt sér ferðina þangað á ótrú- legum kjörum. Kynntu þér bestu verðin og bestu hótelin. Lægra verð á netinu Nú getur þú tryggt þé lægsta verðið til Kanaríeyja með því að bóka á netinu, en þú sparar 2.000.- kr. á mann, ef þú bókar og greiðir á www.heimsferdir.is. Einfalt og öruggt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.