Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 29 Innritun hefst á morgun, 1. sept., og fer fram daglega virka daga kl. 14:00 til 17:00 í skól- anum, Síðumúla 17, sími: 588-3730, fax: 588-3731, tölvupóstur: ol-gaukur@islandia.is Heimasíða: www.gitarskoli-olgauks.is Á þessari önn verða í boði þau námskeið sem talin eru upp hér að neðan, miðað við næga þátttöku. Nánari upplýsingar í síma á inn- ritunartíma og einnig sendum við ítarlegan bækling um skólann til þeirra sem þess óska. LÉTTUR UNDIRLEIKUR Hægt að fá leigða HEIMAGÍTARA kr. 3000 á önn Sendum vandaðan upplýsingabækling Heimasíða: www.gitarskoli-olgauks.is HEFÐBUNDINN GÍTARLEIKUR ÖNNUR NÁMSKEIÐ 1. FORÞREP FULLORÐINNA Byrjendakennsla, undirstaða, léttur undir- leikur við alþekkt lög. Geisladiskur með æfingum fylgir. 2. FORÞREP UNGLINGA Byrjendakennsla, sama og Forþrep fullorð- inna. Geisladiskur með æfingum fylgir. 3. LÍTIÐ FORÞREP Spennandi, styttra, ódýrara námskeið fyrir börn 8-10 ára. Geisladiskur með heima- æfingum fylgir. 4. FRAMHALDSFORÞREP Skemmtilegt námskeið í beinu framhaldi af Forþrepi. Geisladiskur með æfingum fylgir. 5. FORÞREP – PLOKK Mjög áhugavert námskeið. Kenndur svo- nefndur „plokk“-ásláttur eftir auðveldum aðferðum. Fyrir þá sem lokið hafa For- þrepi eða Framhaldsforþrepi /eða hafa leikið eitthvað áður. Geisladiskur fylgir. 6. FORÞREP – ÞVERGRIP NÝTT NÁMSKEIÐ. Nauðsynlegt að nem- andi hafi lokið við FORÞREP OG FRAM- HALDSFORÞREP eða hafi töluverða reynslu af undirleik á gítr. Á námskeiðinu eru kennd öll höfuðatriði þvergripanna og hvernig samhengi þeirra er háttað. Aðeins eru notuð þvergrip í námskeiðinu og það þarfnast því töluverðrar æfingar, einkum í byrjun. Ekki ráðlegt nema fyrir þá sem hafa mikinn áhuga. Geisladiskur fylgir. 7. TÓMSTUNDAGÍTAR Byrjendakennsla (sama og Forþrep fullorð- inna, en styttra) fyrir 16 ára og eldri í sam- vinnu við Tómstundaskólann. – Geisladiskur fylgir. 8. FYRSTA ÞREP Undirstöðuatriði nótnalesturs fyrir byrjendur lærð með því að leika léttar laglínur á gítarinn o.m.fl. Forstig tónfræði. Próf. Geisladiskur með heimaæfingum fylgir. 9. ANNAÐ ÞREP Framhald Fyrsta þreps, leikin þekkt smálög eftir nótum, framhald tónfræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. Geisla- diskur með heimaæfingum fylgir. 10. ÞRIÐJA ÞREP Beint framhald Annars þreps. Verk- efnin þyngjast smátt og smátt. Fram- hald tónfræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. 11. FJÓRÐA ÞREP Beint framhald Þriðja þreps. Bæði smálög og hefðbundið gítarkennsluefni eftir þekkt tónskáld. Tónfræði, tón- heyrn, tekur tvær annir. Próf. 12. FIMMTA ÞREP Beint framhald Fjórða þreps. Leikið námsefni verður fjölbreyttara. Tón- fræði, tónheyrn. Tekur tvær annir. Próf. 13. JAZZ-POPP I Þvergrip, hljómauppbygging, tónstigar, hljómsveitarleikur o.m.fl. Einhver nótnakunnátta áskilin. 14. JAZZ-POPP II/III Spuni, tónstigar, hljómfræði, nótnalestur, tónsmíð, útsetning. 15. TÓNSMÍÐAR I/II Byrjunarkennsla á hagnýtum atriðum varðandi tónsmíðar. Einhver undirstaða nauðsynleg. 16. TÓNFRÆÐI – TÓNHEYRN I/II Innifalin í námi. 17. TÓNFRÆÐI – TÓNHEYRN FYRIR ÁHUGAFÓLK Fyrir þá sem langar að kynna sér hið einfalda en fullkomna kerfi nótnanna til þess m.a. að geta sungið/leikið eftir nótum. 18. SJÁLFSNÁM Námskeið fyrir byrjendur á tveim geisladiskum og bók, tilvalið fyrir þá sem vegna búsetu eða af öðrum ástæðum geta ekki sótt tíma í skólanum en langar að kynnast gítarnum. Sent í póstkröfu. INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17 588-3630 588-3730 NÝTT ww w.g itar sko li-o lga uks .is SJÁ BLS. 17 Í ÁRSBÆKLINGI SINFÓNÍUNNAR SEM FYLGIR MORGUNBLAÐINU Í DAG Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN „Börn og dýr skilja tónlist mína best“ KARLAKÓRINN Þrestir í Hafn- arfirði er að hefja sitt 92. starfsár og heldur sína árlegu tónleika laug- ardaginn 4. október í Víðistaða- kirkju og sunnudaginn 5. október í Hafnarborg. Þrestirnir eru að þessu sinni með hausttónleika vegna þess að fresta þurfti vortón- leikunum vegna forfalla. Verkin sem flutt verða eru flest ný í söngskrá Þrastanna, þjóðlög, klassísk verk og nýrómantísk verk frá Ameríku, Svíþjóð, Finnlandi og Frakklandi auk íslenskra sönglaga. Á haustdagskrá Þrasta eru jóla- tónleikar auk tónleika með tveimur kórum sem halda uppá starfs- afmæli sitt á þessu ári, þ.e. Karla- kór Keflavíkur og Samkór Selfoss í október og nóvember. Auk vor- tónleika stefnir kórinn á þátttöku í alþjóðlegri kórakeppni í Wales næsta sumar. Karlakórinn Þrestir er elsti starfandi karlakór landsins og hélt á síðasta ári uppá 90 ára afmæli sitt með hátíðartónleikum og sögusýn- ingu í Hafnarborg. Jón Kristinn Cortez hefur verið stjórnandi Þrastanna frá 1997 og hefur útsett mörg af lögum á efnis- skrá kórsins, bæði íslensk og erlend lög og eru útsetningar og raddsetn- ingar hans víða kunnar. Morgunblaðið/Þorkell Félagar í Karlakórnum Þröstum á æfingu í Hafnarborg. Þrestir hefja starfs- árið á vortónleikum Í menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði stendur nú yfir sýning á hreyfi- og hljóðverkinu Snjóform eftir Guðrúnu Kristjánsdóttur. Snjóform er eitt sex verka úr myndröðinni Hreyfimyndir af landi og er unnið í samstarfi við Dag Kára Pétursson sem semur tónlistina. Flytjendur ásamt hon- um eru Orri Jónsson og Gyða Valtýsdóttir. Í myndlist sinni reyn- ir Guðrún að feta ein- stigið milli natúralisma og abstrakt- listar. Með myndröðinni Hreyfimyndir af landi þróar hún þessa sýn áfram og bætir nýjum þátt- um við: hreyfingu og tónlist. Í apríl sl. dvaldi Guðrún í gesta- íbúðinni í Skaftfelli og tók þá vídeó- myndir af hlíðum fjallanna á Seyð- isfirði. Verkið er 2 mínútur að lengd og leika snjóformin í fjallshlíðum Seyðisfjarðar aðalhlutverkið. Sýningin stendur til 21. septem- ber. Hún er opin alla daga frá kl. 11– 24. Eitt snjóformanna á sýningunni í Skaftfelli. Hreyfi- og hljóð- verk í Skaftfelli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.