Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 45
BRÉF
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 45
Fyrirtæki til sölu
Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma
Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því
ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og
kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur.
Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er
hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is
Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en
við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:
Traust jarðverktakafyrirtæki á Austurlandi óskar eftir duglegum og heið-
arlegum meðeiganda sem hefur reynslu á þessu sviði. Viðkomandi
verður að leggja fram a.m.k. 10 m. kr. í peningum. Mjög góð verkefna-
staða og mikil tækifæri framundan.
Ein besta lúgusjoppa landsins. Mikil sala í grilli. Góður hagnaður.
Tveir taílenskir skyndibitastaðir ásamt ísbúð. Mikil velta og ört vaxandi.
Vélaverkstæði í Keflavík með alhliða málmsmíði. Vel tækjum búið.
Lítil heildverslun með prenthylki o.fl. Góð framlegð. Fyrirtækið er í dag
með næga veltu til að framfleyta eiganda en auðvelt er að stækka það
verulega.
Gott fjárfestingartækifæri. Stórt hótel á landsbyggðinni í öruggri útleigu.
Skipti á fasteign í Reykjavík koma til greina.
Hálendismiðstöðin Hrauneyjum er fáanleg til rekstrarleigu með kaup-
rétti. Gisti- og veitingastaður með mikla sérstöðu og góðan rekstur.
Mjög gott tækifæri fyrir samhenta fjölskyldu sem hefur gaman af há-
lendinu og langar að eignast eigið fyrirtæki.
Gott fyrirtæki með flúðasiglingar til sölu að hluta eða að öllu leyti. Mikill
vöxtur - miklir möguleikar.
Þekkt heildverslun með tæki og búnað fyrir byggingaverktaka.
Rammamiðstöðin, Síðumúla, óskar eftir sameiningu eða samstarfi við
rekstur sem fer saman við rammagerð - gallerí.
Lítil en þekkt heildverslun með trésmíðavélar o.fl. Góð umboð. Tilvalið
fyrir trésmið sem vill breyta um starf.
Sérverslun með vörur til víngerðar. Eigin innflutningur.
Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í
ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100—1000 m. kr.
Glæsileg snyrtivöruverslun á Laugavegi. Eigin innflutningur að hluta.
Þekkt sérverslun með 100 m. kr. ársveltu. Rekstrarhagnaður 14 m. kr.
Mjög gott bakarí í stóru sveitarfélagi á landsbyggðinni.
Lítil en góð heildverslun með gjafavöru, tilvalið fyrir 1—2 eða sem við-
bót við annan rekstur. Auðveld kaup.
Þekkt og rótgróin gjafavöruverslun með mjög vandaðar vörur.
Gæludýraverslun í Keflavík. Skemmtilegt tækifæri fyrir dýravini.
Vörubílaverkstæði með föst viðskipti. Auðveld kaup.
Rótgróinn lítill matsölustaður í Hafnarfirði. Mjög gott fyrirtæki fyrir kokk
eða fólk sem kann að elda góðan heimilismat.
Höfum ýmis góð sameiningartækifæri fyrir stærri fyrirtæki.
Stór og þekkt brúðarkjólaleiga með ágæta afkomu. Miklir möguleikar.
Ísbúð, myndbönd og grill á góðum stað í austurbænum. Gott tækifæri.
Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu
fyrirtækjadeildar: www.husid.is
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen)
Sími 533 4300, GSM 820 8658
MT stofan, Síðumúla 37, býður upp á hóptíma
í æfingasal stofunnar.
Einstaklingsmiðuð þjálfun.
Fáir í hverjum tíma.
Sértæk styrktarþjálfun sem eykur stöðugleika mjóbaks.
Þjálfað samkvæmt nýjustu aðferðum.
Fyrir viðkvæm ofhreyfanleg bök (instabilitet).
Eftir tognanir.
Eftir brjósklosaðgerðir.
Eftir brjóskþófaröskun.
Við slitgigt.
10 vikna þjálfun. Hádegis- og eftirmiðdagstímar.
Æft tvisvar sinnum í viku — möguleiki á fleiri skiptum.
Skráning hefst 1. september.
Þátttakendur teknir í viðtal og prufutíma vikuna 1.—5. september.
Leiðbeinandi: Oddný Sigsteinsdóttir, sjúkraþjálfari.
Upplýsingar og skráning á MT stofunni í símum 568 3660 og 568 3748.
Bakþjálfun
Þjálfun stöðugleika mjóbaks
Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
AÐALSTYRKTARAÐILI
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR
ÍSLANDS
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
„Fjandinn hirði
þennan vals“
SJÁ BLS. 11 Í ÁRSBÆKLINGI SINFÓNÍUNNAR SEM FYLGIR MORGUNBLAÐINU Í DAG
Einkatímar
Haustönn hefst 15. september
fyrir byrjendur og lengra komna.
Innritun í síma 690 7424
Harmonikukennsla
Í byrjun september hefst hópþjálfun
að nýju í Sjúkraþjálfun Styrk
í Stangarhyl 7, Reykjavík.
Í boði verða:
Vefjagigtarhópar.
Hjartahópar.
Háls-, herða- og bakhópur.
Þrek og teygjur.
Leikfimi fyrir eldri borgara.
Parkinsonshópur og góð leikfimi
fyrir konur.
Takmarkaður fjöldi verður í hópana
og vel er fylgst með hverjum og einum en
leiðbeinendur eru allir sjúkraþjálfarar.
Innifalinn er aðgangur að tækjasal.
Nýir þátttakendur eru velkomnir.
Einnig er hægt að kaupa mánaðarkort/
árskort í vel útbúinn tækjasal.
Nánari upplýsingar og skráning
er í síma 587 7750.
Hópþjálfun - Tækjasalur
VEGNA ummæla og skrifa um
Dalsmynni síðustu mánuði, gátum
við ekki orða bundist lengur.
Óhróðurinn sem Ásta, Tómas og
þeirra dætur hafa þurft að þola frá
fólki, er til háborinnar skammar.
Persónulegar árásir sem ættu ekki
að líðast.
Hefur verið rætt um að hund-
arnir séu gallaðir og standist ekki
ræktunarmið. Það er nú ekki rétt.
Eigum við samtals átta hunda af
ýmsum tegundum, alla frá Dals-
mynni. Eru þeir allir heilbrigðir og
með góða skapgerð og þeirra
ræktunarmið standast. Þetta eru
hundar sem hafa fengið góða dóma
á þeim sýningum sem þeir hafa
farið á.
Höfum við rætt við fólk sem á
hunda frá Dalsmynni og skipta
þeir tugum, ánægðir hundaeig-
enda.
Það hafa komið hvolpar frá
Dalsmynni sem eru ekki heilbrigð-
ir en það á líka við um aðra rækt-
endur. Við vitum að í lífríkinu fæð-
ast bæði menn og dýr sem eru
ekki alveg heilbrigð, það gerist
ekki bara hjá Dalsmynni.
Í bréfi til blaðsins skrifar Berg-
þóra Bachman „að hún hafi ekki
fengið að skoða nokkurn skapaðan
hlut að vild“ eins og hún orðar
það.
Erum við ekki hissa á því, ef
stöðug umferð yrði um herbergin
þar sem tíkurnar eru með hvolpa
yrði ónæði og tíkurnar yrðu bara
hræddar. Teljum við það bera vott
um umhyggju fyrir dýrunum að
vera ekki með stöðugt áreiti. Það
veit hver einasti sem hefur áhuga
á hundum að tíkur sem eru
hvolpafullar eða eru með hvolpa
þurfa sem mesta ró og hvíld.
Höfum við oft komið í Dals-
mynni og hefur alltaf verið tekið
vel á móti okkur, Ásta er hvers
manns hugljúfi og alltaf tilbúin að
aðstoða eftir bestu getu. Aðdáun-
arvert er að horfa á þau hjón
hugsa um og tala við dýrin. Greini-
legt er að hundarnir elska þau
mikið.
Með von um að þau fái frið til
ræktunar í framtíðinni.
GUÐMUNDA H.
BIRGISDÓTTIR, Þorlákshöfn.
SÆDÍS KR. GÍGJA,
Hveragerði.
Dals-
mynni
Frá Guðmundu H. Birgisdóttur og
Sædísi Kr. Gígju:
alltaf á föstudögum
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111