Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 49 Kvikmyndir Háskólabíó – breskir bíódagar Sweet Sixteen / Sextán Leikstjórn: Ken Loach. Handrit: Paul Lav- erty. Aðalhlutverk: Martin Compston, William Ruane, Annmarie Fulton, Mich- elle Abercromby og Michelle Coulter. Lengd: 106 mín. Bretland. Lions Gate Films, 2003. BRESKI leikstjórinn Ken Loach hefur fyrir löngu sannað snilld sína, á langan feril að baki bæði við sjón- varpsefnis- og kvikmyndagerð í Bret- landi og hefur haft mikil áhrif á sam- starfsmenn sína og samlanda í faginu. En jafnvel eftir allan þennan tíma er eitt öðru fremur sem einkennir list- sköpun hans, þ.e. einhver djúpstæð umhyggja og ástríða gagnvart öllum lifandi verum, ekki síst þeim sem leita hamingju og tilveruréttar í neðstu þrepum samfélagsins. Og sem kvik- myndagerðarmaður hefur Loach fundið leið til að fanga hið tragíska og hið fagra í hráum og gráum hvers- dagsleikanum, og skapa úr því sögur sem eru í senn almennar og sértækar og snerta áhorfandann inn að hjarta- rótum. Í Sextán hefur Loach fengið hand- ritshöfundinn Paul Laverty til liðs við sig, en samstarf þeirra undanfarin ár hefur skilað hverri áhugaverðri myndinni á fætur annarri, s.s. My Name is Joe, Bread and Roses og Carla’s Song. Sextán er að sögn þeirra Loachs og Lavertys annar hlutinn í þríleik sem hófst með My Name is Joe og beinir sjónum að lífi lágstéttarfólks í Glasgow. Aðalsögu- hetja myndarinnar er pilturinn Liam (Martin Compston), sem ekki er orð- inn sextán, en er á góðri leið með að verða fullorðinn fyrir aldur fram í við- leitni við að halda fjölskyldu sinni saman og reyna að skapa sér og ást- vinum sínum betri lífsskilyrði. Ferill fjölskyldunnar hefur þó ekki verið gæfulegur hingað til, atvinnuleysi og fátækt sá veruleiki sem þau þekkja, faðirinn er horfinn út úr jöfnunni, móðirin hefur verið í fíkniefnum og skemmandi ástarsamböndum, og er að afplána fangelsisdóm þegar sagan hefst. Eldri systir Liams, Chantelle (Annmarie Fulton), hefur reyndar tekið sams konar ákvörðun og Liam, er ljónsterk í baráttu sinni fyrir betri tilvist, en fer þá leið sem Liam neitar að feta, þ.e. að horfast í augu við stað- reyndir lífsins. Í félagi við æskuvininn Pinball (William Ruane) lætur Liam sig reka sífellt lengra í þá átt sem „at- vinnutækifærin“ virðist helst vera að finna, þ.e. við sölu og dreifingu eitur- lyfja. Þótt Sextán gæti að efninu til flokkast með mörgum áþekk- um kvikmyndum sem fjalla um inn- vígslu ungs eld- huga í vafasama glæpastarfsemi, hefur hún margt fleira til að bera. Er það sérstak- lega hinn tilfinn- ingalegi kjarni sem gefur kvikmynd- inni gildi og þeir Loach og Laverty leggja mest upp úr. Líkt og í öðrum sögum þeirra félaga, ekki síst My Name is Joe, er hér unnið með sterka raunsæishefð, en þó er örlagasagan allt að því sígild, að því leyti að aðal- söguhetjan ber öll helstu merki harm- leikjarhetjunnar. Hún er kraftmikil, og heillandi en drifin áfram af skap- gerð sem dag einn mun verða henni að falli. Þannig tekst Loach á að því er virðist fyrirhafnarlítinn hátt að tvinna saman tilfinningaþrungnu drama og jarðbundinni raunsæismynd, sem er útfærð og tjáð í gegnum smæstu smá- atriði, allt frá látlausum svipbrigðum leikaranna, til vandlega úthugsaðrar sviðsmyndarinnar. Leikarinn ungi Martin Compston er vel valinn sem miðjan í þessum ljúfsára heimi, og fer hann frábær- lega með hlutverk Liams. Auk þess að sýna kraftmikinn og eðlilegan leik geislar af honum sjarmi sem áhorf- andinn límist við og fylgir í gegnum súrt og sætt. Það verður áhugavert að sjá lokamyndina í þessum Glasgow- þríleik, en My Name is Joe og Sextán mynda þegar mjög sterkt samspil. Frábærar kvikmyndir báðar tvær. Lífsbaráttan í Glasgow Sextán: Kraftmiklir ungir fimmtán ára gamlir dreng- ir sem nýta þau atvinnutækifæri er bjóðast. Heiða Jóhannsdóttir KVIKMYNDIR Háskólabíó – breskir bíódagar Allt eða ekkert / All or Nothing Leikstjórn og handrit: Mike Leigh. Kvik- myndatökustjóri: Dick Pope. Tónlist: Andrew Dickson. Aðalleikendur: Timothy Spall, Lesley Manville, Alison Garland, James Corden, Ruth Sheen, Marion Bailey, Paul Jesson, Sam Kelly, Helen Coker, Sally Hawkins, Kathryn Hunter. 128 mínútur. MGM/UA. Bretland 2002. ÁHORFENDUR sem þekkja til verka breska snillingsins Mikes Leighs gætu hæglega ímyndað sér að titill nýjustu myndar hans eigi sér rætur í vel þekktri kaldhæðni kvik- myndaskáldsins, en svo er ekki. Þó svo að aðalpersónurnar í Allt eða ekkert séu fátækt, breskt alþýðufólk, axlandi sinn hluta af brostnum von- um og kaldranalegum veruleika, eru þær stoltar manneskjur sem reyna að halda í sjálfsvirðinguna og láta ekki baslið knésetja sig. Leigh fæst sem oftar við aðsteðj- andi og uppsöfnuð fjölskylduvanda- mál láglaunafólks þar sem birtuskil- yrðin virðast í fljótu bragði lítil ef nokkur en er fundvís á augnablikin sem gefa lífinu von og gildi. Leigh er meistari í að sniðganga hismið sem skiptir ekki máli: Þó svo að það sé ekki mikið að gerast að því er virðist þá hefur hvert einasta atriði ótrúlegt mikilvægi. Phil (Timothy Spall), er fámáll, þéttholda leigubílstjóri sem á í vand- ræðum með að láta endana ná saman og verður jafnvel að harka út smá- peninga hjá fjölskyldunni til að eiga fyrir bensíni á bílinn. Hann er heim- spekilega sinnaður og hefur tekið að- stæðunum af rósemi, fullmikilli að áliti Pennyar (Lesley Manville), konu sinnar. Hún vinnur í stórmarkaði og í sameiningu tekst þeim „að forðast hungurvofuna“, eins og Phil orðar það. Þau eiga tvö börn um tvítugt, bæði eru offitusjúklingar og búa heima hjá foreldrum sínum í blokkar- íbúð á vegum félagslega kerfisins. Dóttirin Rachel (Allison Garland), er bljúg og feimin og vinnur við ræst- ingar á elliheimili en sonurinn Rory (James Corden), er viðskotaillur leti- haugur sem liggur öllum stundum í sófanum og glápir á sjónvarpið. Einn daginn veikist sonurinn hast- arlega og þá sannast máltækið að „fátt er svo með öllu illt …“, því lífs- reynslan verður til þess að þjappa fjölskyldunni saman og leiðir til upp- gjörs sem hreinsar rykfallið and- rúmsloftið á milli hjónanna. Allt eða ekkert gefur bestu verk- um Leighs lítið eftir, hann heldur áfram að draga upp fjölbreytt por- trett á hvíta tjaldið með einföldum en sterkum dráttum. Hver og einn ein- staklingur er með sín áberandi per- sónueinkenni góð og slæm, ekkert framúrskarandi en er ósköp venju- legt fólk sem af einhverjum ástæðum er um megn að rífa sig upp úr djúp- um hjólförum hversdagsgrámans. Sækir efniviðinn í almúgann sem er yfirleitt ekki til umfjöllunar og Holly- wood kann hreinlega ekki að með- höndla öðru vísi en að koma að ein- hverju óvæntu láni áður en yfir lýkur, gjörsamlega á skjön við raun- veruleikann. Hér er hins vegar engin glansmynd dregin, bjartsýnin sem ríkir í myndarlok er í rökréttu fram- haldi af því sem á undan er gengið. Phil og Penny eru einfaldlega gott og raunsætt fólk sem brýtur sín vanda- mál til mergjar á svo sönnum og mannlegum nótum að uppgjörsatr- iðið á milli þeirra á eftir að fylgja áhorfandanum út í lífið, svo sterkt er það og á eðlilegum og skynsamlegum nótum. Rachel og Rory, líkt og mislit hjörð nágrannanna, fá öll sinn skerf af minnisstæðum línum og litlum en sláandi atriðum sem eru engu síður það mikilvæg, vel skrifuð, unnin og stórkostlega leikin af hverjum og ein- um að maður hefur á tilfinningunni að það sé heimildarmynd en ekki skáldskapur sem rennur eftir tjald- inu. Kreppa í fjölskyld- unni Allt eða ekkert: Brostnar vonir og kaldranalegur veruleiki bresku alþýðunnar. Sæbjörn Valdimarsson Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr. Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.