Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 39
Föðuramma mín,
Margrét Lilja Egg-
ertsdóttir, lést eftir
stutta sjúkdómslegu
hinn 14. ágúst. Hún
hafði árum saman átt
við margvísleg og oft erfið veikindi
að stríða, en samt kom andlát hennar
mér á óvart. Hún hafði verið hressari
en oft áður í vor og fyrr í sumar þeg-
ar við Ragnhildur heimsóttum hana
til þess að sýna henni nýja lang-
ömmubarnið, Ernu. Amma var hrifin
af börnum og var afar stolt af afkom-
endum sínum.
Faðir minn var elsta barn ömmu
og var það henni að sjálfsögðu mikið
áfall þegar hann lést aðeins 22 ára
gamall. Sjálfur var ég aðeins fimm
mánaða þegar það gerðist og í upp-
vextinum skipti það mig miklu máli
að halda góðum tengslum við föður-
fólk mitt. Er ég afar þakklátur bæði
ömmu og móður minni, sem mótuðu
þau traustu tengsl í upphafi og
gættu þess vel að viðhalda þeim.
Flestar minningarnar um ömmu
tengjast heimsóknum til hennar og
afa í Drápuhlíð 13, þar sem þau
bjuggu öll sín búskaparár. Ár eftir ár
voru þessar heimsóknir í afar föstum
skorðum. Ég kom á staðinn fljótlega
eftir skóla, drakk síðdegiskaffi með
ömmu, beið eftir að afi kæmi úr
vinnunni og borðaði svo með þeim
kvöldmat. Veitingarnar voru aldrei
af verri endanum enda vissi amma
upp á hár hvað féll í kramið hjá son-
arsyninum.
MARGRÉT LILJA
EGGERTSDÓTTIR
✝ Margrét LiljaEggertsdóttir
fæddist í Reykjavík
12. ágúst 1920. Hún
lést á vistheimilinu
Seljahlíð 14. ágúst
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Fossvogskirkju
26. ágúst.
Í þessum heimsókn-
um kynntist ég ömmu
og afa afskaplega vel,
ekki síst eftir að ég
komst á unglingsárin
og kaffispjallið tók al-
farið við af leikjum og
lestri dönsku Andrés-
blaðanna. Ég er ekki í
vafa um að það hefur
verið mjög þroskandi
fyrir mig á þessum ár-
um að spjalla við þau
um alla heima og geima
og vera tekinn alvar-
lega í samræðunum.
Amma var ekki í hópi
þeirra sem allt þykjast vita eða gera
sér upp skoðanir á öllum málum og
eftir á að hyggja lét hún mig oftast
hafa orðið þegar ég heimsótti hana.
Hún var hins vegar náttúrugreind
og skaut oft inn skarplegum spurn-
ingum og athugasemdum.
Amma mín var fædd og uppalin í
Reykjavík og bjó þar til dauðadags.
Foreldrar hennar voru Sigurlaug
Sigvaldadóttir og Eggert Theodórs-
son kaupmaður og var hún eina barn
þeirra. Fyrir giftingu vann hún með-
al annars við verslunarstörf en eftir
að hún giftist afa, Sveini Sveinssyni
múrarameistara, einbeitti hún sér að
heimilishaldi og barnauppeldi, eins
og algengt var um konur af hennar
kynslóð. Heimili hennar og afa var
afar myndarlegt, enda var amma
mjög nákvæm og vildi hafa allt í röð
og reglu. Hún hafði unun af fallegum
hlutum, skrautmunum, skartgripum
og þess háttar og má jafnvel segja að
hún hafi verið glysgjörn þegar þann-
ig lá á henni. Amma var glæsileg
kona á velli og hafði óvenju þykkt og
fallegt dökkt hár. Augnaráðið var
líka áberandi sterkt og ákveðið.
Það er með miklu þakklæti sem ég
minnist ömmu Margrétar. Við Ragn-
hildur sendum öðrum aðstandendum
kærar kveðjur nú þegar hún hefur
verið til grafar borin en við gátum
ekki verið við útförina vegna dvalar
erlendis.
Birgir Ármannsson.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
FANNEY ÁRMANNSDÓTTIR,
sem lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja miðviku-
daginn 27. ágúst, verður jarðsungin frá Landa-
kirkju laugardaginn 6. september kl 14.00.
Jóel E. Gunnarsson, Inga Steinunn Ágústsdóttir,
Sigurður Jóelsson, Telma Róbertsdóttir,
Fanney og Júlía Jóelsdætur,
Sara Sól og Arna Sigurðardætur.
AFMÆLIS- og minningar-
greinum má skila í tölvupósti
(netfangið er minning@mbl.is,
svar er sent sjálfvirkt um leið
og grein hefur borist) eða á
disklingi. Ef greinin er á disk-
lingi þarf útprentun að fylgja.
Nauðsynlegt er að tilgreina
símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusíma og heima-
síma). Ekki er tekið við hand-
skrifuðum greinum.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein aðalgrein af hæfi-
legri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar séu um 300 orð
eða 1.500 slög (með bilum) en
það eru um 50 línur í blaðinu
(17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmark-
ast við eitt til þrjú erindi. Einn-
ig er hægt að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–
15 línur, og votta virðingu án
þess að það sé gert með langri
grein. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Minningargreinum þarf að
fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar
og hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu
greina, enda þótt þær berist
innan hins tiltekna frests.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför elskulegs föður míns,
tengdaföður og afa,
GUTTORMS SIGURBJÖRNSSONAR
fyrrverandi forstjóra.
Ingvi Kristján Guttormsson, Herdís Þórisdóttir,
Guttormur Arnar Ingvason,
Eva Írena Ingvadóttir,
Áki Elí Ingvason,
Hilmir Már Ingvason.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærs föður míns, tengdaföður, afa og
langafa,
GUNNLAUGS HANNESSONAR,
Krummahólum 10,
Reykjavík.
Séstakar þakkir færum við starfsfólkinu á
Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki fyrir alúð og góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Þrúður Ólöf Gunnlaugsdóttir, Óskar Smith Grímsson,
Hanna Þrúður Þórðardóttir, Guðmundur Guðmundsson,
Gunnþór Tandri Guðmundsson.
Alúðarþakkir þeim er sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
MARGRÉTAR INGVARSDÓTTUR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Kristján Kristjánsson,
Vilborg Inga Kristjánsdóttir,
Ingvar Kristjánsson, Erla Nielsen,
Gíslína S. Kristjánsdóttir, Guðjón Oddsson,
Unnur Þ. Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát
móður okkar,
SÓLVEIGAR B. GUÐMUNDSDÓTTUR
VIKAR,
Bugðulæk 10.
Sérstakar þakkir til alls hjúkrunarfólks og
lækna sem önnuðust hana í veikindunum.
Þórhildur Lilja Þorkelsdóttir,
Jón Gunnar Þorkelsson, Sigrún Haraldsdóttir,
Herdís Þorkelsdóttir, Einar Einarsson,
Ágústa Þorkelsdóttir, Ólafur H. Óskarsson,
Páll Þorkelsson,
Lilja Þorkelsdóttir, Garpur Dagsson
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR ÓLAFS BÆRINGSSONAR,
Höfðagötu 17,
Stykkishólmi.
Kristbjörg Hermannsdóttir,
Hermann Guðmundsson, Sigurlína Sigurbjörnsdóttir,
Bæring Jón Guðmundsson, Jóna Gréta Magnúsdóttir,
Sigurþór Guðmundsson, Sigrún Hrönn Þorvarðardóttir,
Kristinn Breiðfjörð, Elísabet Kristjánsdóttir,
Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir, Jón H. Gunnarsson,
Ágústína I. Guðmundsdóttir, Gunnar Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð, hlýhug, vináttu og
stuðning við fráfall og útför ástkærs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
GRÉTARS NÖKKVA EIRÍKSSONAR
kaupmanns,
Miðleiti 2,
Reykjavík.
Þorgerður Arnórsdóttir,
Jón Páll Grétarsson, Margrét Jónsdóttir,
Eiríkur Grétarsson, Anna Lilja Flosadóttir,
Dagur Ingi, Nína og Alda Karen.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við
andlát og útför okkar ástkæra bróður,
ÁGÚSTS GUÐLAUGSSONAR,
Hafnarstræti 33,
Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar
C á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, fyrir frá-
bæra umönnun og góðvild.
Guð blessi ykkur öll.
Jóhann Guðlaugsson,
Lilja Guðrún Guðlaugsdóttir,
Jón Guðmundur Guðlaugsson.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
stuðning og veittu okkur styrk vegna fráfalls
okkar ástkæra
ÓLAFS KRISTINS SVEINSSONAR,
Sellátranesi.
Sérstakar þakkir fá Þyrlusveit Landhelgis-
gæslunnar og þeir sem aðstoðuðu við leitina.
Guð blessi ykkur öll.
Guðni Ólafsson, Inga Jóhannesdóttir,
Kristín Ólafsdóttir,
María Ólafsdóttir, Guðjón Bjarnason,
Sveinn Ólafsson, Steinunn Rán Helgadóttir
og aðrir aðstandendur.