Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ágætu viðskiptavinir! Hef hafið störf á Permu Eiðistorgi 13-15 Tímapantanir í síma 561 1160 Sigga HONUM liggur ætíð mikið á hjarta og djúpstæð réttlætiskennd drífur hann áfram sem kvikmyndagerð- armann. Eftir 40 ára feril og næst- um jafnmargar sjónvarps- og bíó- myndir er hinn lögfræðimenntaði Kenneth Loach enn með hugann við óréttlætið í heiminum, raunir þeirra sem undir verða í lífsgæðakapp- hlaupinu. Efnivið nýjustu myndar sinnar, Sextán eða Sweet Sixteen eins og hún heitir á frummálinu, sækir hann á heimaslóðir handrits- höfundar síns, skoðanabróður og ná- ins samstarfsmanns í gegnum tíðina, Pauls Lavertys, sem einnig er lög- fræðingur að mennt og starfaði á sínum tíma sem mannréttinda- lögfræðingur í Níkaragúa. „Þetta er því miður veruleikinn, eins sannur og við mögulega gátum komið honum frá okkur,“ svarar Laverty er blaðamaður Morgun- blaðsins tók þá Loach tali. „Allavega sá veruleiki sem blasir við þeim allra lánlausustu í Glasgow og nágranna- bæjum. Við gerðum saman My Name is Joe þar og eftir að hafa gert Bread And Roses í Los Angeles fundum við á ný fyrir þeirri þörf að glíma við viðfangsefni er lágu okkur nærri. Það voru margar persónur sem ákölluðu mig en háværastur var þessi ungi viljasterki drengur, sem síðar fékk nafnið Liam.“ Draumur um betra líf Sagan segir frá Liam, ungum rót- lausum 15 ára táningi sem á sér stóra drauma en hefur veika von. Draumurinn er að vera búinn að finna húsnæði fyrir þau systkinin og einstæða móður sína áður en hún losnar úr fangelsi þar sem hún af- plánar dóm fyrir glæp sem kærasti hennar framdi, hinn mesti fauti og eiturlyfjasali. Liam finnur tilvalinn griðastað, lítinn húsvagn í hvarfi frá eitraðri stórborginni en til þess að eignast hann þarf hann að safna fé – sem er enginn hægðarleikur fyrir svo ungan mann. En þótt peningana vanti á hann til nóg af viljastyrk og úrræðasemi. Hann kemur sér inn- undir hjá illskeyttum eitur- lyfjasölum og verður brátt þeirra öflugasti sölumaður. En þrátt fyrir allan viljann og bjartsýnina veit hann innst inni að hann er að sökkva dýpra og dýpra í sýki sem enginn kemst upp úr lifandi. Laverty segist hafa varið drjúgum tíma í að vera innan um ungt fólk á svipuðu reki og sögupersónurnar og ræddi jafnframt við marga sem vinna með þessum krökkum, í skól- um, á stofnunum eða á athvörfum. Til þess að auka enn á trúverð- ugleikann reyndi Loach að finna krakka með svipaðan bakgrunn í hlutverkin, þá sem þekkja vel og hafa lifað við aðstæður persóna sinna. Þannig eru flestir leikarar í myndinni með öllu óreyndir, eins og t.d. aðalleikarinn Martin Compston, sem hafði aldrei leikið áður, stundaði nám í menntaskóla og var þá kominn með samning við fótboltaliðið Mort- on Football Club sem leikur í skosku annarri deildinni. „Okkur þótti það kaldhæðni örlag- anna að vonarneistinn skyldi leynast í eiturlyfjasölunni. Það þurfti samt ekki frjótt ímyndunarafl til því þetta er veruleiki mjög margra. Inni við beinið saklausir einstaklingar sem ætla að komast yfir erfiðasta hjall- ann á skjótan og auðveldan máta – að þeir halda,“ segir Laverty. „Fyrir suma er þetta líka eina leiðin og svo ofursjálfsagt, að selja eiturlyf, enda hafa þau alist upp í slíku umhverfi.“ Loach segist einmitt hafa lagt sig mjög fram við að gera Liam sem samúðarfyllstan og þar með fá áhorfandann til þess að vona að hann selji sem mest af eiturlyfjum: „Við finnum til með Liam, höldum því með honum og viljum að sölu- mennskan gangi vel, að honum tak- ist að selja sem flestum eiturlyfin. Komum svo út úr kvikmyndahúsinu og segja við sjálf okkur, „Bíddu við, hvað er ég að hugsa, hvernig varð hann sér úti um féð og hvaða afleið- ingar hafði starfsemi hans í för með sér?“ Þannig vildi ég hafa áhrif á hinn almenna áhorfanda sem í rök- hyggju sinni og réttsýni hefur hing- að til haft einskæra óbeit á eitur- lyfjasölum og skeytt engu um hagi þeirra og bakgrunn. En nú á allt í einu þessu ungi lánlausi piltur, þessi snjalli eiturlyfjasali, fulla samúð – sem hlýtur að vera visst kjafshögg fyrir suma.“ Eins og oft áður fann Loach sig knúinn til að takast á við þetta skelfilega viðfangsefni. Það ákallaði hann. En um leið bendir hann á að þótt sagan sé á vissan hátt skelfileg þá hafi alls ekki verið markmiðið að velta sér upp úr ömurleika þessa lífs, heldur að sýna það í réttu ljósi, bæði hið súra og sæta. Laverty segir viðfangsefnið vissu- lega hafa verið aðkallandi því ung- lingaafbrot fara stöðugt vaxandi á Bretlandi, jafnvel þótt yfirvöld hafi gert átak í að draga úr afbrotum unglinga. „Hvers vegna búa ennþá 4 milljónir barna við fátækt á Bret- landi og hvers vegna er atvinnuleysi svona útbreitt meðal ungs fólks, ekki bara á Bretlandi, heldur í gervallri Evrópu á meðan efnahagurinn hefur batnað svo stórlega í þessum löndum síðustu áratugi? Þetta er eitthvað sem hlýtur að þurfa að vekja athygli á svo eitthvað verði loksins gert í þessu.“ Loach viðurkennir að myndin sé vissulega pólitísk, að því leytinu til að hún veltir upp mörgum pólitísk- um spurningum. Hann segist þó reyna að forðast það eins og heitan eldinn að áhorfandinn geti skynjað það, að verið sé á einhvern hátt að þröngva upp á hann einhverjum pólitískum viðhorfum. Fyrir utan það að slíkt gæfi hreint ekki sanna mynd af lífi þessa fólks sem kærir sig kollótt um allt sem heita mætti pólitík. „Þannig er réttara að ein- blína á hið mannlega drama, líf og örlög einstaklinganna, sem síðan hugsanlega – og vonandi verð ég að viðurkenna – geta vakið upp hjá sumum áhorfendum áleitnar póli- tískar spurningar,“ segir hann. Óráðin örlög Þeir Loach og Laverty ákváðu að beita nýstárlegri aðferð til að halda leikurunum við efnið og draga þá frekar inn í framvinduna. Vísvitandi fengu leikararnir ekki að vita um ör- lög sín nema að litlu leyti hverju sinni. Þeir eru sammála um að það hafi heppnast einstaklega vel, kannski vegna þess að flestir leik- ararnir eru ófaglærðir og með litla reynslu. „Við vildum að leikararnir einbeittu sér að hverju atriði fyrir sig en hugsuðu túlkun sína ekki út frá því sem ætti eftir að gerast. Einnig var augljóst að þau lifðu sig miklu frekar inn í söguna en ella, með því að þeim væri haldið spennt- um.“ Loach segir þetta þó ekki tækni sem hann muni nota hér eftir – heldur bara skemmtilega æfingu. Loach, sem er 67 ára gamall, legg- ur um þessar mundir lokahönd á nýja mynd sem einnig á sér stað í Glasgow og er skrifuð af Laverty. Um hana vilja þeir lítið tjá sig en segja hana eiga eftir að slá suma - eins og annað sem þeir hafa gert. Miskunnsami eiturlyfjasalinn Hann er fimmtán, bráð- um sextán, en með hug- ann við allt annað en að vera á föstu, hvað þá að fríka út. Söguhetja Sex- tán, nýjustu myndar breska leikstjórans Kens Loachs, hefur um aðra hluti að hugsa, að finna fjölskyldu sinni þak yfir höfuðið. Skarp- héðinn Guðmundsson ræddi um myndina við Loach og handritshöf- undinn Paul Laverty. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Paul Laverty og Ken Loach hafa unnið saman að gerð þriggja mynda fyrir utan Sextán; Bread and Roses, My Name is Joe og Carla’s Song. Líf ungs eiturlyfjasala er þyrnum stráð. Hér hlúir systir Liams að sárum hans en þau eru leikin af Annmarie Fulton og Martin Copmston.                            ! "# $%  & '!   $()    $ * +,   -(  * +,      . / / 01() 2    23 + )+, +),( , (     skarpi@mbl.is Sextán er sýnd í Háskólabíói á Breskum dögum sem standa fram til 14. september. Myndin er sýnd í dag kl. 15.50 og 22.15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.