Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 25 SÖGULEG skáldsaga, Öxin og jörðin, eftir Ólaf Gunnarsson er væntanleg hjá JPV forlaginu í haust og fjallar um píslarvættis- dauða Jóns bisk- ups Arasonar. Í frétt frá for- laginu segir m.a.: „Öxin og jörðin geyma þá best.“ Þessi fleygu orð réðu í senn örlög- um Hólafeðga og íslensku þjóðar- innar á sextándu öld. Einn kaldan nóvembermorgun var Jón Arason biskup hálshöggvinn ásamt sonum sínum tveimur, Birni og Ara. Með þessu grimmdarlega ofbeldisverki hvarf öll mótspyrna gegn hinum nýja lúterska sið og danska kon- ungsvaldinu á Íslandi. Í þessari viðburðaríku sögu er brugðið er birtu á veraldlega höfðingja eins og Erlend Þorvarðarson, lögmann, hinn kvensama Daða í Snóksdal og skörunginn Þórunni biskupsdóttur. Synir biskups þurfa að velja hvort þeir fylgi föður sínum, eigin sann- færingu eða leysi höfuð sitt.“ Ólafur Gunnarsson hefur sent frá sér fjölda bóka, m.a. Trölla- kirkjuna, Blóðakur og Vetrarferð- ina. Ný skáld- saga eftir Ólaf Gunn- arsson Ólafur Gunnarsson Á HEIMASÍÐU Bókmenntahátíð- arinnar www.bokmenntahatid.is er nú að finna upplýsingar um erlenda og innlenda höfunda gesti hátíð- arinnar, dagskrána 7. - 13. sept- ember auk almennra upplýsinga um aðra þátttakendur, sögu hátíð- arinnar og aðstandendur hennar. Nú hefur verið birt þar ítarlegt viðtal við Saramago. Viðtalið tók ítalski bókmenntafræðingurinn Massimo Rizzante, sem kennir bókmenntir við háskólann í Fen- eyjum. Næstu daga og vikur verður nýju efni bætt inn á síðuna eftir því sem tilefni gefst til. Heimasíða Bómennta- hátíðar HELGA Kristmundsdóttir hefur opnað sýningu á olíumálverkum í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðar- árstíg 14-16. Einnig hefur verið opn- uð sýning á ljósmyndum Sigríðar Bachmann í Ljósfold. Helga stundaði nám við keramik- deild Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands 1972-76, vefnaðardeild sama skóla 1982-86 og málaradeild Århus kunstakademi í Danmörku 1991-95. Helga hefur haldið fjölda einkasýn- inga víðsvegar um Danmörku, svo og í Þýskalandi, Austurríki, Færeyjum, Noregi, Belgíu og Svíþjóð. Hún hef- ur fengið viðurkenningar fyrir list sína í Danmörku, en þar er hún bú- sett. Þetta er önnur einkasýning Helgu Kristmundsdóttur á Íslandi. Sigríður Bachmann hefur rekið eigin ljósmyndastofu um árabil. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum. Sýningarnar standa til 14. september. Í Rauðu stofunni er glerlistasýn- inga Jónasar Braga Jónassonar og lýkur henni 31. ágúst. Fold er opin daglega frá kl. 10-18, laugardaga til kl. 17 og sunnudaga frá kl. 14-17. Olíumálverk og ljósmyndir í Fold Helga Kristmundsdóttir með eitt verka sinna. JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér tvær nýjar bækur um Skúla skelfi í þýð- ingu Guðna Kol- beinssonar. Þær heita: Skúli skelf- ir gabbar tannálf- inn og Skúli skelf- ir fær lús. Skúli er grallari af guðs náð og svo mikill óþekkt- arangi að hann er eiginlega hálfgerð plága. Foreldrar hans reyna vissu- lega að siða hann til en án nokkurs árangurs. Skúla hefur þó hvar- vetna tekist að sigra hug og hjörtu lesenda jafnt sem gagnrýnenda með stríðni sinni og strákapörum. Fyrstu tvær bækurnar um Skúla skelfi komu út á síðasta ári og hlutu góðar viðtökur. Skemmtun fyrir krakka á aldrinum 5-9 ára. Höfundur bókanna um Skúla skelfi er breski höfundurinn Francesca Sim- on en bækur hennar um þennan grall- ara hafa notið gríðarlegra vinsælda víða um heim. Bækurnar eru gefnar út í kiljuformi og leiðbeinandi útsöluverð hvorrar bókar er einungis 980 kr. Krakkagrín ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.