Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 32
SKOÐUN
32 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Vegna skipulagsbreytinga eigum
við eftirfarandi til ráðstöfunar í
þessu glæsilega húsi.
2. Hæð framhús. samtals 336 fm. Skrifstofur
í toppstandi, gott lyftuhús, glæslegt útsýni
yfir Laugardalinn.
Húsnæðið uppfyllir allar kröfur til nútíma
skrifstofureksturs.
Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt
sérhæft fasteignarfélag.
Sanngjörn og hagstæð leiga fyrir rétta aðila.
Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242.
Suðurlandsbraut - til leigu
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Upplýsingar er líka hægt að fá hjá
Ingólfi Gissurarsyni sölumanni í gsm 895 5222.
Mjög góð talsvert endurnýjuð 4ra her-
bergja íbúð í kjallara (mjög lítið niðurgraf-
in) í fjölbýli á góðum stað í vesturbæ
Kópavogs, örstutt í sund og góða þjón-
ustu. 2 góð svefnherbergi og 2 stofur,
(má nýta aðra sem herbergi). Falleg eign
í fínu standi. Áhv. ca 6,5 millj. Verð að-
eins 10,9 millj.
122 fm íb. á 3. hæð (efstu) í litlu vönd-
uðu fjölb. í vesturhlíðum Grafarholts
ásamt stæði í bílskýli. Vandaðar sér-
smíðaðar kirsuberjainnréttingar, skápar
og hurðir. Glæsilegt eldhús og baðherb.
m. hornnuddbaðkari. 3 góð svefnher-
bergi, þvottaherb. í íb., hnotuparket á
gólfum, tvennar svalir með mögul. að
byggja yfir aðrar þeirra. Glæsilegt útsýni
yfir Esju, Sundin, Akrafjall, Snæfellsnes, borgina og fleira. Laus strax. Áhvílandi
8,4 millj. húsbr. (greiðslubyrði ca 41 þ. á mán). Verð 17,8 millj./tilboð. Hægt að fá
lán hjá Netbankanum til 30 ára allt að 4,5 millj. (Greiðslubyrði ca 35 þ. á mán). aft-
an við húsbr.
Guðmundur sýnir íbúðina í dag, sunnudag, milli kl. 16 og 18. Íbúð 0302.
ÁSBRAUT 3 - íbúð 0001
Seljendur verða með opið hús í dag, sunnudag, frá kl. 16-18.
Allir velkomnir.
KRISTNIBRAUT 35 - íbúð 302
Glæsileg ný alveg fullbúin íb.
til afh. strax á frábærum útsýnisstað
Opin hús í dag frá kl. 16-18
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði Nýkomið sérlega gott hesthús við Faxaból. Rúmgóðar stíur fyr-
ir 31 hest. Spónageymsla, hlaða, hnakka geymsla, snyrting.
Mjög rúmgóð og björt kaffistofa á efri hæð, hitaveita vænt-
anleg. Hús sem býður upp á mikla möguleika t.d. fyrir atvinn-
numann eða samhentar fjölskyldur. Frábær staðsetning í Víði-
dalnum. Upplýsingar gefur Helgi Jón.
Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala
Stórt hesthús í Víðidal
NÝLEGA kom út í Bretlandi
bók sem ber heitið „Understand-
ing, preventing and overcoming os-
teoporosis“ (sem
má þýða sem skiln-
ingur, fyrirbygging
og sigur á bein-
þynningu) eftir
Jane Plant og Gill
Tidey (Virgin
Books, London).
Þær eru báðar
jarðfræðingar að
mennt og er Jane bæði prófessor í
jarðefnafræði við Imperial College
í London og aðstoðarforstjóri
bresku jarðfræðistofnunarinnar
(British Geological Survey). Jane
Plant skrifaði bók fyrir þremur ár-
um sem bar heitið „Your life in
your hands“ (eða þitt líf í þínum
höndum) þar sem lýst er áhrifum
mataræðis á framvindu og sigur á
brjóstakrabbameini. Sú bók hefur
selst í meira en tveim milljónum
eintaka og hún hefur verið þýdd á
15 tungumál. Þær stöllur gáfu út
bók með uppskriftum og leiðbein-
ingum um mataræði og breyttan
lífsstíl sem ber heitið „The Plant
Programme“ (eða Plant-áætlunin)
sem einnig hefur selst vel. Fjöldi
kvenna (þar á meðal Jane) hefur
fylgt þessu mataræði og fengið full-
an bata á brjóstakrabbameini. Er
því spennandi að fylgjast með því
hvernig þessari nýju bók verður
tekið.
Sjálf hef ég ekki reynslu af bein-
þynningu en ég velti því oft fyrir
mér sem unglingur hvers vegna
Kristín amma mín ætti stöðugt erf-
iðara með að standa upprétt. Það
var ekki fyrr en seinna sem ég
gerði mér grein fyrir að hún þjáð-
ist af alvarlegum afleiðingum bein-
þynningar og fjölskylduútskýringin
var sú að amma drykki aldrei
mjólk. Beinin sem halda okkur
uppi eru byggð upp af steind
(mineral) sem ber heitið hydrox-
yapatít sem er samansett úr kalsí-
um, fosfati og hydroxíði
((Ca5(PO4)3(OH)). Sem jarðfræð-
ingar vita bæði Plant og Tidey að
stöðugleiki steinda er mest háður
sýrustigi. Einnig höfðu báðar oft
heyrt og lesið að mikilvægt væri að
borða mjólkurvörur til að fá nægi-
legt kalk fyrir sterk og heilbrigð
bein. Á meðan þær skrifuðu fyrri
bækur, sem mæla gegn neyslu
mjólkurafurða, komust þær í tæri
við mikið af upplýsingum sem
bentu til að mjólkurafurðir séu alls
ekki góðar fyrir heilbrigð og sterk
bein. Þær fóru að velta fyrir sér
hvaða sýrustig myndast í þvagi og
blóði þegar mismunandi fæðu er
neytt. Þá fundu þær út að mjólk-
urafurðir valda háu sýrustigi. Sama
gildir einnig fyrir alla dýra-
eggjahvítu (dýraprótín) eins og kjöt
og fisk.
Hydroxyapatít er stöðugast við
hlutlaust (neutral) sýrustig. Efna-
hvörf innan líkamans gera allt sem
hægt er til að dúa (buffer) sýrustig
(pH) blóðs frá 7,35 til 7,40. Lægra
sýrustig veldur syfju, sem getur
þróast í deyfð og meðvitundarleysi.
Hærra sýrustig veldur vöðva-
krampa, pirringi og feikilegum æs-
ingi. Lægsta blóðsýrustig sem
maður getur lifað við í nokkra
klukkutíma er 6,8 og það hæsta er
um það bil 8,0. Það er ekki ein-
ungis hlutlaust sýrustig sem er
mikilvægt fyrir heilbrigð bein held-
ur eru ýmis snefilefni bráðnauðsyn-
leg (t.d. joð, selen, króm, mangan,
kísill, bór og magnesíum) auk víta-
mínanna K, D og fólínsýru (folic-
acid).
Nota má tíðni mjaðmabrota á
100.000 íbúa í mismunandi löndum
sem mælikvarða á beinþynningu.
Sérfræðingar við háskólann í San
Francisco hafa sýnt fram á að
lægst er slík tíðni í Nígeru (0,8,
þ.e. 0,8 mjaðmabrot á 10.000
manns), Kína (2,9), Nýju-Gíneu
(3,1) og Taílandi (5,0). Hæst er
tíðnin í Þýskalandi (199,3), Noregi
(186,7), Svíþjóð (172,0) og Dan-
mörku (165,1). Ekki hef ég tölur
yfir Ísland en tel líklegt að okkar
tíðni sé lík hinum Norðurlöndunum
vegna líks mataræðis. Þegar skoð-
aðar eru tölur um samband
mjaðmabrotatíðni og mjólkurneyslu
kemur í ljós að lægst er tíðnin þar
sem mjólkurafurðaneysla er
minnst. Sú kenning lækna að
mjólkurafurðir séu hollar fyrir bein
er því vísað á bug af Plant og
Tidey. Þær sýna fram á að í lönd-
um þar sem hlutfall grænmetis-
prótíns og dýraprótíns sé hæst
(það er neysla á grænmetisprótíni
er miklu meiri en á dýraprótíni) er
tíðni mjaðmabrota lægst. Þetta
hlutfall er hæst í Nígeríu (5,0 sem
þýðir að neysla á grænmetisprótíni
sé fimmfalt hærri en neysla dýra-
prótíns), Kína (4,8), Nýju-Gíneu
(1,8) og Taílandi (2,3) (þar sem
tíðni mjaðmagrindarbrota er lægst
– sjá hér að ofan) en hutfallið er
lægst í Þýskalandi (0,6), Noregi
(0,6), Svíþjóð (0,5) og Danmörku
(0,5) (þar sem mjaðmagrind-
arbrotatíðni er hæst).
Kúamjólk hefur að geyma mjög
hátt magn af kalsíum á 100 g (119
mg) en hnetur hafa einnig mikið
magn af kalki (allt að 226 mg), svo
og eggjahvíta (140 mg) og appels-
ínur (42 mg). Til samanburðar hef-
ur móðurmjólk miklu minna kalk-
innihald (32 mg) og það magn er
nóg til að byggja upp sterk bein
ungbarna án annarrar fæðuneyslu.
Þetta lága magn af kalki í móð-
urmjólk fannst þeim Plant og
Tidey vera vísbending til þess að
beinþynning sé ekki tengd kalk-
skorti. Þær komust einnig að því
að neysla dýraprótíns veldur því að
gífurlegt magn af kalki skolist út í
þvagi.
Plant og Tidey sýna fram á að
mjög mikilvægt sé að neyta fæðu
sem hvorki veldur of háu né of lágu
sýrustigi í blóði og þvagi. Þýskir
sérfræðingar hafa þróað kerfi til að
mæla það sem þeir kalla líklegt
nýrnasýruálag (potential renal acid
load, PRAL). Gildi PRAL eru sett
fram sem millijafngildiseiningar
(milliequivalent) af X á 100 g af
fæðu, þar sem X er hundraðshluti
af samanlögðum sýruefnum (klóri
(Cl), fosfati (PO4), og súlfati (SO4))
að frádregnum samanlögðum basa-
efnum (natríum (Na), kalíum (K),
kalsíum (Ca) og magnesíum (Mg))
sem er til staðar í fæðunni. Ef X er
hátt, er sýruálagið hátt og ef X er
lágt er sýruálagið lágt. Hæstu
PRAL-gildin eru fyrir harðan ost
með lágu fituinnihaldi (26–34),
harðan ost (19), brún hrísgljón (13),
mjúkan ost (11–14), silung (11) og
haframjöl (11). Þar á eftir koma
kjöt (7–10), mísó og tófú (7–8),
hveiti og spagettí (7) og fiskur (7).
Þegar PRAL-gildin verða neikvæð
verða líkamsvökvarnir basískir.
Lægstu PRAL-gildin eru fyrir
þurrkaða steinselju (-62), þurrkað
basil (-58), engifer (-23), rúsínur
(-21), karríduft (-20), svartan pipar
(-20) og spínat (-14). Þar á eftir
koma sólber (-7), bananar (-6),
sojamjöl (-6) og sellerí (-5). Allar
aðrar fæðutegundir falla þar á
milli. Grænmeti hefur PRAL-gildi
frá -1 til -5, ávextir frá -2 til -5 (að
meðtöldum sítrusávöxtum!). Brauð
og hvít hrísgrjón hafa PRAL-gildi
frá 2 til 5).
Þegar þetta er skoðað nánar
kemur í ljós að því meiri dýraprót-
íns sem er neytt, því meira PRAL-
álag er lagt á líkamann. Eina leiðin
fyrir líkamann til að dúa sýrustigið
er að leysa upp beinin til að ná
sýrustiginu niður. En líkaminn
leysir ekki bara upp beinin. Hann
ræðst einnig á vöðva og leysir þá
upp. Þess vegna er aldrað fólk hok-
ið í baki, með veika beina- og
vöðvauppbyggingu. Þannig er auð-
velt að sjá að fæða eins og við
borðum mest á Íslandi – kjöt, fisk-
ur, mjólkurafurðir og brauð – veld-
ur miklu sýruálagi á líkamann.
Þessu ástandi er hægt að breyta
með breyttu mataræði. Plant og
Tidey hafa þróað fjöldann allan af
uppskriftum og matseðlum sem eru
sett fram í síðari hluta bókarinnar.
Þar er hægt að læra hvernig unnt
er að setja saman rétti þar sem
samanlagt PRAL-gildi fæðu sem
neytt er sé sem næst núlli. Mest
áhersla er lögð á að neyta ekki
mjólkurafurða, borða mikið af
ferskum ávöxtum og grænmeti
(með áherslu á ferskpressaðan safa
úr ávöxtum og grænmeti), að ein-
ungis 20% fæðu sé prótín ef bein-
þynning er hafin og að einungis
40% af fæðunni sé prótín ef verið
er að fyrirbyggja beinþynningu.
Varast ber að minnka ekki prót-
íninnihald fæðu meira en mælt er
með hér að ofan.
Ég er menntaður jarðefnafræð-
ingur en hef í meira en 20 ár haft
áhuga á og lesið mér til um tengsl
næringarfræði og heilsu. Mér
finnst því skemmtilegt að kollegar
mínir úr jarðfræðinni hafi notað
vísindalega hugsun til að byggja
upp kenningar um hvernig unnt sé
að fyrirbyggja og sigrast á bæði
beinþynningu og brjóstakrabba-
meini. Ég hvet alla sem eiga við
beinþynningu að stríða að taka lífið
í sínar hendur og lesa þessa bók.
Tafla númer 4.3 í bókinni, sem inni-
heldur PRAL-gildi fjölda fæðuteg-
unda, ætti að vera uppi á vegg hjá
okkur öllum. Einnig ættu þeir sem
eiga við beinþynningu að stríða eða
vilja fyrirbyggja beinþynningu að
gera tilraun til að ræða efni bók-
arinnar við þá lækna sem sjá um
þá. Ég vil hins vegar benda á að
því miður fær næringarfræðin litla
athygli í námi lækna (hvað þá stöð-
ugleiki steinda!) og þess vegna get-
ur verið að umræðan verði einhliða.
Vert er að geta hér að hinn vel
þekkti dr. Atkins-megrunarkúr
byggist á mikilli kjötneyslu. Ég vil
vara fólk við þessum kúr og tel
hann stórhættulegan vegna þess að
þegar horft er á vigtina og fólk
hefur lést til muna, hefur líkaminn
ekki einungis losað sig við fitu og
vatn heldur einnig heilmikið af
bein- og vöðvamassa. Þess vegna
ættu allir að forðast þennan megr-
unarkúr og þeir sem hafa fylgt
honum ættu að fylgja mataræði
Plant og Tidey til að endurbyggja
sterk og heilbrigð bein.
Efnið í bókinni er stutt með
fjölda heimilda úr ritrýndum al-
þjóðavísindatímaritum. Upplýs-
ingar er að finna á eftirtöldum vef-
síðum:
Nýrnasýruálag fæðutegunda:
http://www.ncbi.nlm.nih.gov:80/
entrez/query.fcgi?cmd=Ret-
rieve&db=Pub-
Med&list_uids=12716680&dopt
=Abstract
Mjaðmabrot og prótínneysla:
http://www.ncbi.nlm.nih.gov/
entrez/query.fcgi?cmd=Ret-
rieve&db=Pub-
Med&list_uids=11034231&dopt
=Abstract
Upplýsingar um bókina:
http://www.virginbooks.com/go/
Books_227182.html
http://www.visit.mind-body-
spirit.co.uk/mag.asp
Fyrir þá sem hafa áhuga er
hægt að panta bókina í bókabúðum
landsins.
Mataræði og beinþynning
Eftir Kristínu Völu
Ragnarsdóttur
Höfundur er prófessor í umhverf-
isjarðefnafræði, Bristol-háskóla,
Englandi – Vala.Ragnarsdott-
ir@bris.ac.uk.