Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, HALLFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Halla frá Helgafelli, Svarfaðardal, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 23. ágúst, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 2. september kl. 13.30. Hulda Steingrímsdóttir, Ingvar Engilbertsson, Halla Ingvarsdóttir, Engilbert Ingvarsson, Aðalbjörg Rósa Sigurðardóttir, Adda Soffía Ingvarsdóttir, Sigrún María Engilbertsdóttir. Elskuleg dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, STEFANÍA GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR, Prestastíg 11, Reykjavík, lést af slysförum á Spáni miðvikudaginn 27. ágúst. Útförin auglýst síðar. Sigrún Edda Sigurðardóttir, Pétur Emilsson, Edda Marý Óttarsdóttir, Bergur Tómasson, Ósk Laufey Óttarsdóttir, Gunnlaugur Jónsson, Jónbjörn Óttarsson, Bella Freydís Pétursdóttir, Gunnar Örn Arnarson, Bjartur Blær og Bergdís María. Faðir okkar, JÓN GUÐMUNDSSON, húsasmíðameistari, hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Þóra Valgerður, Anna Björg, Ólafur Helgi, Jóna og Ágúst Haukur. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, MAGNÚS RAGNAR ÞÓRARINSSON, Eyjabakka 5, Reykjavík, lést á Landspítalanum Landakoti fimmtu- daginn 28. ágúst. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 4. september kl. 15.00. Jón Arnar Magnússon, Jónína Pálsdóttir, Þorkell Diego Jónsson, Bryndís Diego Jónsdóttir, Magnús Páll Jónsson. ✝ Margrét Ingi-björg Sigur- geirsdóttir fæddist á Seyðisfirði 27. ágúst 1931. Hún lést á heimili sínu á Seyð- isfirði 18. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigrún Matthildur Einarsdóttir, f. á Unaósi í Hjaltastaða- þinghá í N-Múla- sýslu 29. júní 1897, d. 17. október 1991, og Vigfús Sigurgeir Þórðarson, ættaður úr Berufirði, f. 16. júní 1885, d. 1. desember 1953. Margrét Ingi- björg var fimmta í röð sjö syst- kina, hin eru Guðmundur Har- aldur, f. 4. júlí 1924, Björg Guðbjört, f. 9. september 1926, d. 4. júní 2001, Einar, f. 29. maí 1928, Jón Bjartmar, f. 19. mars 1930, d. 4. apríl 1956, Hreinn, f. 1. maí 1933, og Sigurður, f. 2. febrúar 1935, d. 12. október 1991. Margrét Ingi- björg giftist 16. jan- úar 1960, Aðalsteini Einarssyni frá Seyð- isfirði, f. 9. júní 1929. Börn þeirra eru: 1) Jónbjört, f. 26. júlí 1957, gift Snorra Jónssyni, f. 22. júlí 1952. Þau eru búsett á Seyðis- firði. Börn þeirra eru Páll Thamrong, f. 1. apríl 1991, og Friðþjófur Vífill Ruparn, f. 27. febrúar 1998. 2) Einar, f. 27. september 1959, kvæntur Katrínu Bjarnadóttur, f. 10. desember 1960. Börn þeirra eru Aðalsteinn, f. 25. september 1985, Þórunn, f. 8. febrúar 1988, og Inga Karen, f. 7. ágúst 1992. Útför Margrétar Ingibjargar fór fram frá Seyðisfjarðarkirkju 25. ágúst. Elsku mamma, amma og tengda- mamma, eða Inga eins og þú varst alltaf kölluð, þú varst okkur öllum sem mamma, þú tókst þátt í lífi okk- ar af áhuga og hlýju, þó að langt væri á milli okkar, þú á Seyðisfirði en við í Hafnarfirði, sambandið var í gegnum síma en ef okkur vantaði einhverja hjálp varst þú fljót að koma og hjálpa okkur. Það var svo gott að fá ráðleggingar frá þér og hvatningu, þú hafðir áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, þú varst svo full af krafti og áhuga á lífinu að það var ekki hægt annað en að smitast af þér, til dæmist fékkst þú mig til að fara að mála á postulín sem tengdi okkur sterkum böndum. Þegar við komum í fríum okkar á Seyðisfjörð var stjanað við okkur á alla lund, við máttum helst ekki gera neitt, því við vorum í fríi eins og þú sagðir oft. Eitt af mörgu sem maður lærði af því að vera með þér var að geyma ekki til morguns það sem hægt er að gera í dag enda var þetta í fullu gildi hjá þér. Það verður erfitt að lifa lífinu án þín en við verðum að gera það sem við getum, orna okkur við allar góðu og yndislegu minningarnar sem við eigum um þig og muna að lífið held- ur áfram, eða eins og þú sagðir oft, það þýðir ekkert að gefast upp þótt á móti blási. Takk fyrir allt, elsku Inga. Einar, Katrín, Aðalsteinn, Þórunn og Inga Karen. Það er ekki alltaf auðvelt að ætla að skrifa um látna vini sína. Mig setti hljóða er mér var sagt frá láti vinkonu minnar Ingibjargar Sigur- geirsdóttur,eða Ingu eins og hún var ætíð kölluð. Það var erfitt að trúa því að Inga væri dáin, hún sem nokkrum dögum áður hafði verið í fullu fjöri. En eins og segir; „enginn ræður sínum næturstað“. Ég ætla af veik- um mætti að minnast hennar með fáeinum orðum. Við höfðum í rauninni þekkst frá því við mundum eftir okkur, lékum okkur saman og vorum í sama bekk í skólanum. Um árabil unnum við á sama vinnustað eða þar til við létum af störfum vegna aldurs. Ekki lagði Inga þó árar í bát, því þá snéri hún sér af enn meiri krafti að alls kyns handverki, sem hún hafði mikinn áhuga á, því henni var margt til lista lagt. Bar heimili Ingu og Alla, eig- inmanns hennar, vott um mikinn myndarskap og smekkvísi þeirra beggja. Síðustu tíu sumur höfum við fjór- ar vinkonur rekið handverksmarkað saman og var Inga ein af hópnum og átti þar drjúgan hlut að máli, því það var með fádæmum hversu afkasta- mikil hún var, þannig var það, að hverju sem hún gekk. Nú söknum við vinar í stað og minnumst hennar með þakklátum huga og söknum þess að sjá ekki framar gleðiglampann í augum hennar og kímna brosið. Ég bið eiginmanni Ingu og fjöl- skyldum þeirra huggunar Guðs í sorg þeirra og kveð kæra vinkonu með söknuði og þakklæti í huga og geymi ljúfar minningar. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald. hinum megin birta er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér (Sigurður Kristófer Pétursson.) Inga Hrefna. MARGRÉT INGIBJÖRG SIGURGEIRSDÓTTIR ✝ Erna Ingólfs-dóttir Sepe fæddist í Reykjavík 9. maí 1924. Hún lést 28. júlí síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Ingólfur Daðason verkstjóri og Lilja Halldórs- dóttir húsfreyja. Systkini Ernu eru Fríða, f. 1908, Krist- ín Laufey, f. 1910, Elín Fanney, f. 1912, Örn, f. 1917, Hrefna Sólveig, f. 1920, og Dóra María, f. 1926. Systkinin eru öll fædd í Reykja- vík, nema Fríða, sem er fædd í Setbergi á Skógarströnd, og Kristín Laufey, sem er fædd í Stykkishólmi. Laufey og Dóra lifa systkini sín. Sonur Ernu og Roberts Hooper er Róbert Róbertsson, f. 27. maí 1943, hann á fjögur börn. Erna giftist Bandaríkja- manninum Michael Sepe slökkviliðs- manni, fluttist með honum til Banda- ríkjanna og á með honum þrjú börn: 1) Vincent (f. á Ís- landi); 2) Michael; 3) Lilju. Barnabörn- in í Bandaríkjunum eru þrjú. Erna var húsmóðir á Long Isl- and í New York þar sem hún bjó mestan hluta ævi sinnar. Útför Ernu fór fram á Long Island 1. ágúst síðastliðinn. Erna móðursystir mín er látin. Hún lést í Bandaríkjunum sem voru orðin hennar annað föðurland. En að- eins í landfræðilegum skilningi. Hjarta hennar tilheyrði alltaf Íslandi. Erna lenti í því andlega reiptogi að togast á milli fósturjarðarinnar og nýs heimalands. Oftar en ekki mynd- ast slíkt ástand ástand þegar makinn er af erlendu bergi brotinn. Erna giftist Bandaríkjamanninum Michael Sepe og flutti alfarin til Bandaríkjanna á sjötta áratugnum þar sem hún eignaðist nokkur börn og síðar barnabörn. Erna hélt börn- um sínum og barnabörnum tengdum við Ísland alla tíð; þau voru mörg skírð íslenskum nöfnum og hún fór oft í heimsóknir með þau til Íslands. Erna hafði eignast son á Íslandi, Róbert, með Bandaríkjamanninum Robert Hooper. Sonurinn Róbert flutti ekki með móður sinni þegar Erna fluttist til Bandaríkjanna og giftist Michael Sepe, heldur var kom- ið í fóstur hjá ættingjum. Það var efa- lítið þungbær ákvörðun fyrir móður og son. Róbert eða Bibbi, eins og hann var alltaf kallaður, varð að myndarmanni; hárið hrafnsvart eins og móðurinnar og augun hin sömu; brún og geislandi. Ég öfundaði oft Bibba frænda að eiga mömmu í Am- eríku og bandarískan pabba þótt samskipti feðganna væru engin. Am- eríka var draumaland minnar kyn- slóðar. Ég átti þó Ernu móðursystur í draumalandinu. Og hún var aldeilis betri en enginn; gullfalleg, lifandi, fyndin og góðhjörtuð. Ég heimsótti hana einu sinni til Long Island í New York þar sem þau hjónin bjuggu með börnum sínum. Ég var íslenskur ung- lingur á sjöunda áratugnum og var skyndilega kominn til himnaríkis; hamborgarar, pitsur, litasjónvarp og skýjakljúfar! Var hægt að biðja um meira? Allt þetta voru óþekkt fyrir- bæri á Íslandi á þessum árum. Erna bjó ekki í ýkja farsælu hjóna- bandi og þær hjónaerjur ýttu ugg- laust undir heimþrá hennar. En hug- urinn þráir oft hið óraunverulega og sem ekki er fast í hendi. Það var auð- vitað orðið of seint að snúa við til Ís- lands; heimahagarnir horfnir eða gjörbreyttir og óþekkjanlegir. Eigin- maðurinn bandarískur, börn og barnabörn orðin að Bandaríkjamönn- um. Tíminn var hlaupinn frá móður- systur minni. Engu að síður var föð- urlandsástin óbifanleg og tengslin við fjölskylduna heima voru alltaf jafn- sterk. Milli okkar Ernu voru alltaf hlý og sterk bönd. Mér þótti afskaplega vænt um hana og ég held að það hafi verið gagnkvæm tilfinning. Okkur leið alltaf vel í návist hvort annars og gátum talað um allt milli himins og jarðar. Erna var lifandi, fróð og víð- sýn. Hún og faðir minn voru einu heimsborgararnir í fjölskyldunni. Ég á eftir að sakna sárt stundanna með Ernu. Hennar verður einnig sárt saknað af ættingjum og vinum á Ís- landi og í Bandaríkjunum Okkur til huggunar skilur hún eftir sig sterkan ættarstofn beggja megin Atlansála. Guð blessi minningu Ernu Ingólfs- dóttur. Ingólfur Margeirsson. ERNA INGÓLFS- DÓTTIR SEPE MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upp- lýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Formáli minn- ingargreina Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ANTON LÍNDAL FRIÐRIKSSON, sem lést föstudaginn 22. ágúst á heimili sínu, Vesturgötu 7, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju mánudaginn 1. september kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Krabbameins- félag Íslands. Guðrún Antonsdóttir, Gunnar Steinþórsson, Eyrún Antonsdóttir, Sverrir Agnarsson, Arnrún Antonsdóttir, Ingvi Sigfússon, Dóróthea Sturludóttir Hartford, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.