Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 17
Polyolframleiðslan jákvæð VGK verkfræðistofa er einn aðal- eigenda Polyolverksmiðjunnar ehf., sem stofnuð var nýlega í því augna- miði að framleiða svokallað polyol í verksmiðjum víða um heim. Aðrir innlendir hluthafar eru Nýsköpun- arsjóður atvinnulífsins, Hitaveita Suðurnesja, Samtök iðnaðarins, ís- lenska ríkið og einstaklingar. Polyol er samnefnari yfir nokkur efni, sem unnin yrðu úr sykri og sykurafurð- um í stað olíu- og gasefna, sem þykja óvæn umhverfinu. Efnin eru m.a. nýtt sem hráefni fyrir plast- framleiðslu, einnig er unninn úr þeim frostlögur og ýmiskonar pól- íesterþræðir auk þess sem þau eru notuð sem fylliefni í matvæli, lyf og snyrtivörur. „Upphafsmaður þess- arar nýju framleiðslutækni er bandarískur frumkvöðull. Við kom- umst á snoðir um þetta hjá honum og æ síðan tekið þátt í að þróa að- ferðina. Við höfum m.a. rekið til- raunaverksmiðju í Suður-Afríku undanfarin tvö ár. Niðurstöðurnar eru mjög jákvæðar og mun betri en björtustu vonir manna gerðu ráð fyrir í upphafi. Ljóst er að menn hafa fylgst með þessum tilraunum okkar úr fjarlægð því þessa dagana erum við að semja við kínverskt fyr- irtæki, skráð á Hong Kong-markaði, sem heitir Global Biochem, um kaup á framleiðslutækninni.“ Að sögn Runólfs er nú verið að ganga frá drögum að samningi milli þeirra aðila, erlendra sem íslenskra, sem komið hafa að þróun tækninn- ar, en síðan sé stefnt að markaðs- væðingu hennar og uppbyggingu verksmiðja víða um heim. „Það sem fyrir okkur í VGK vakir er að afla okkur verkefna án þess að þurfa að treysta alfarið á hinn hefðbundna útboðsmarkað og stefnum við að því að fá helst að hanna allar polyol- verksmiðjur, sem kunna að verða byggðar. Við höfum staðið í und- irbúningsvinnu talsvert lengi og höfum sett í verkefnið talsvert af fjármunum, en gera má ráð fyrir að tilkoma Kínverjanna geti flýtt fram- kvæmdum fremur en hitt.“ Ógn við olíuiðnaðinn Hagkvæmnisathuganir fara nú fram á því hvort fýsilegt sé að reisa polyolverksmiðju á Húsavík þar sem jarðhiti á Þeistareykjum yrði nýttur í framleiðsluferlinu samfara góðri hafnaraðstöðu. Kynningar- fundur hefur þegar verið haldinn um fyrirhugaða verksmiðju, en talið er að kostnaður við byggingu slíkr- ar verksmiðju getið numið allt að 10 milljörðum íslenskra króna. „Húsavík er fljótt á litið kjörin staðsetning og við erum sannfærð um að hér geti verið um mjög arð- bæra fjárfestingu að ræða. Um- hverfisverndarsinnar ættu ekki að þurfa að standa í veginum fyrir slíkri framkvæmd, heldur þvert á móti gæti þeir hjálpað okkur við að koma þessu á koppinn þar sem hér yrði um mjög svo umhverfisjákvæða verksmiðju að ræða. Gera má hins- vegar ráð fyrir því að framleiðslan geti orðið ógn við olíuiðnaðinn, sem leysir út heilmikið af koltvísýringi sem allir eru að reyna að forðast. Framleiðsla polyola úr sykurafurð- um í stað olíuefna er umhverfisvæn vegna þess að þegar sykur er rækt- aður bindur hann koltvísýringinn og flokkast því undir græna fram- leiðslu. Hvergi í heiminum hefur polyol verið unnið með þessari nýju aðferð hingað til að undanskilinni tilraunastarfsemi okkar í S-Afríku. En þrátt fyrir að viðskiptastríð sé ekki skollið á, teljum við, sem að verkefninu stöndum, affærasælast að fá aðila, sem hafa ítök í markaðs- málunum, um að selja vöruna á meðan við ætlum að einbeita okkur að tækninni,“ segir Runólfur. Endurvinnanlegur jarðvarmi Verkfræðistofan VGK hefur ásamt Húsvíkingum stofnað einka- hlutafélagið Exorku, sem á að leit- ast við að koma svokallaðri Kalina- tækni á framfæri hér heima og er- lendis, en fyrirtækið hefur leyfi frá einkaleyfishöfum tækninnar til að selja aðferðina í Evrópu. Kalina- tæknin er kennd við uppfinninga- manninn dr. Alexander Kalina og er Orkuveita Húsavíkur sú eina í heim- inum sem notar jarðhitavatn til raf- orkuframleiðslu með tækninni. Run- ólfur, sem sjálfur ráðlagði Húsvíkingunum að nota tæknina, segir að hún geri mönnum kleift að nota jarðhitasvæði með lægra hita- stigi en ella. „Raforkuframleiðslan á sér stað í lokaðri hringrás þar sem vatn og ammoníak myndar amm- oníakgufu, sem fer í gegnum hverfil og framleiðir raforku. Áður hafði hreint ammoníak verið notað en Kalina fann út að með því að blanda vatni við ammoníakið væri hægt að auka nýtnina í hringrásinni verulega. Húsvíkingar eiga t.d. 120 gráða heitt vatn í jörðu sem er of heitt fyrir hitaveituna og þarf því að kæla vatnið niður í um 80 gráður. Sú orka, sem losnar við það, er nýtt í annarri lokaðri rás með ammoníaki og vatni svo úr verður raforka. Hægt er að hugsa sér marga nýt- ingarmöguleika fyrir umframorku ef menn búa yfir tækni, sem nýtt getur afgangsvarma, sem verk- smiðjur henda nú út í umhverfið. Það má t.d. nota hana til baða og fiskeldis. Lengi stóð til að ala krókó- díla í affallsvatni við Húsavík og stefnir Orkuveita Reykjavíkur nú að því að setja niður fiskeldisker við Nesjavelli og ala þar vatnarækju. Á Grundartanga er fjölmörgum mega- vöttum af varma hent út í andrúms- loftið, en segja má að þó nokkur vakning sé orðin í Evrópu um að nýta orkuna betur en áður. Þýsk stjórnvöld hafa til að mynda farið þá leið að setja reglugerðir og lög um að greiða hærra verð fyrir orku, sem unnin er með þessum hætti til að fá fyrirtækin til að nýta alla af- gangsorku með einhverjum hætti. Þetta er liður í að ýta undir þá hugsun að draga úr losun kolefn- issambanda út í umhverfið.“ Víðfeðmt hugtak Runólfur hóf störf hjá VGK árið 1975 eftir að hafa lokið námi í véla- verkfræði frá Tækniháskólanum í Kaupmannahöfn og tók hann síðan við forstjórastarfinu í upphafi árs 1989. Hann segist lengi hafa reynt að átta sig á því hvers vegna hug- takið „vélaverkfræði“ væri svo fjar- lægt Íslendingum sem raun bæri vitni. „Mestar tækniframfarir í heiminum hafa orðið samfara stríðs- rekstri enda hefur hönnun og smíði vopna verið í höndum vélaverkfræð- inga. En þar sem Íslendingar hafa aldrei átt her og ekki hefur reynt á íslenskan framleiðsluiðnað fyrr en í seinni tíð, hefur starfsumhverfi vélaverkfræðinga verið að breytast mjög hratt á nýliðnum árum. Af þessum ástæðum hafa Íslendingar litið mjög þröngt á starf vélaverk- fræðinga. Hugtakið er á hinn bóg- inn mjög víðfeðmt og spannar nán- ast allan iðnað eins og hann leggur sig. Það er ljóst að spennandi tímar eru framundan hjá okkur ef eitt- hvað af þessum áætlunum ganga eftir. Persónulega tel ég að laun manns birtist ekki aðeins í launa- umslaginu, heldur er ekki síður mikilvægt að fá tækifæri í lífinu til að fást við hluti, sem eru svolítið óvenjulegir og ekki skemmir það svo fyrir að fá síðan smá viðurkenn- ingu um að manni hafi kannski ekki tekist alilla upp.“ VGK-verkfræðistofa átti snaran þátt í að hanna Kröfluvirkjun, en upphaf virkjunarframkvæmda á háhitasvæðum hér á landi má rekja aftur til 1974. VGK kom einnig mikið við sögu við hönnun og frágang Nesjavallavirkjunar, sem hér sést, og fer fyrir alíslenskum ráð- gjafahópi vegna Hellisheiðarvirkjunar. join@mbl.is Ljósmynd/Birkir Fanndal Haraldsson Ljósmynd/Mats Wibe Lund MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.