Morgunblaðið - 31.08.2003, Page 29

Morgunblaðið - 31.08.2003, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 29 Innritun hefst á morgun, 1. sept., og fer fram daglega virka daga kl. 14:00 til 17:00 í skól- anum, Síðumúla 17, sími: 588-3730, fax: 588-3731, tölvupóstur: ol-gaukur@islandia.is Heimasíða: www.gitarskoli-olgauks.is Á þessari önn verða í boði þau námskeið sem talin eru upp hér að neðan, miðað við næga þátttöku. Nánari upplýsingar í síma á inn- ritunartíma og einnig sendum við ítarlegan bækling um skólann til þeirra sem þess óska. LÉTTUR UNDIRLEIKUR Hægt að fá leigða HEIMAGÍTARA kr. 3000 á önn Sendum vandaðan upplýsingabækling Heimasíða: www.gitarskoli-olgauks.is HEFÐBUNDINN GÍTARLEIKUR ÖNNUR NÁMSKEIÐ 1. FORÞREP FULLORÐINNA Byrjendakennsla, undirstaða, léttur undir- leikur við alþekkt lög. Geisladiskur með æfingum fylgir. 2. FORÞREP UNGLINGA Byrjendakennsla, sama og Forþrep fullorð- inna. Geisladiskur með æfingum fylgir. 3. LÍTIÐ FORÞREP Spennandi, styttra, ódýrara námskeið fyrir börn 8-10 ára. Geisladiskur með heima- æfingum fylgir. 4. FRAMHALDSFORÞREP Skemmtilegt námskeið í beinu framhaldi af Forþrepi. Geisladiskur með æfingum fylgir. 5. FORÞREP – PLOKK Mjög áhugavert námskeið. Kenndur svo- nefndur „plokk“-ásláttur eftir auðveldum aðferðum. Fyrir þá sem lokið hafa For- þrepi eða Framhaldsforþrepi /eða hafa leikið eitthvað áður. Geisladiskur fylgir. 6. FORÞREP – ÞVERGRIP NÝTT NÁMSKEIÐ. Nauðsynlegt að nem- andi hafi lokið við FORÞREP OG FRAM- HALDSFORÞREP eða hafi töluverða reynslu af undirleik á gítr. Á námskeiðinu eru kennd öll höfuðatriði þvergripanna og hvernig samhengi þeirra er háttað. Aðeins eru notuð þvergrip í námskeiðinu og það þarfnast því töluverðrar æfingar, einkum í byrjun. Ekki ráðlegt nema fyrir þá sem hafa mikinn áhuga. Geisladiskur fylgir. 7. TÓMSTUNDAGÍTAR Byrjendakennsla (sama og Forþrep fullorð- inna, en styttra) fyrir 16 ára og eldri í sam- vinnu við Tómstundaskólann. – Geisladiskur fylgir. 8. FYRSTA ÞREP Undirstöðuatriði nótnalesturs fyrir byrjendur lærð með því að leika léttar laglínur á gítarinn o.m.fl. Forstig tónfræði. Próf. Geisladiskur með heimaæfingum fylgir. 9. ANNAÐ ÞREP Framhald Fyrsta þreps, leikin þekkt smálög eftir nótum, framhald tónfræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. Geisla- diskur með heimaæfingum fylgir. 10. ÞRIÐJA ÞREP Beint framhald Annars þreps. Verk- efnin þyngjast smátt og smátt. Fram- hald tónfræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. 11. FJÓRÐA ÞREP Beint framhald Þriðja þreps. Bæði smálög og hefðbundið gítarkennsluefni eftir þekkt tónskáld. Tónfræði, tón- heyrn, tekur tvær annir. Próf. 12. FIMMTA ÞREP Beint framhald Fjórða þreps. Leikið námsefni verður fjölbreyttara. Tón- fræði, tónheyrn. Tekur tvær annir. Próf. 13. JAZZ-POPP I Þvergrip, hljómauppbygging, tónstigar, hljómsveitarleikur o.m.fl. Einhver nótnakunnátta áskilin. 14. JAZZ-POPP II/III Spuni, tónstigar, hljómfræði, nótnalestur, tónsmíð, útsetning. 15. TÓNSMÍÐAR I/II Byrjunarkennsla á hagnýtum atriðum varðandi tónsmíðar. Einhver undirstaða nauðsynleg. 16. TÓNFRÆÐI – TÓNHEYRN I/II Innifalin í námi. 17. TÓNFRÆÐI – TÓNHEYRN FYRIR ÁHUGAFÓLK Fyrir þá sem langar að kynna sér hið einfalda en fullkomna kerfi nótnanna til þess m.a. að geta sungið/leikið eftir nótum. 18. SJÁLFSNÁM Námskeið fyrir byrjendur á tveim geisladiskum og bók, tilvalið fyrir þá sem vegna búsetu eða af öðrum ástæðum geta ekki sótt tíma í skólanum en langar að kynnast gítarnum. Sent í póstkröfu. INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17 588-3630 588-3730 NÝTT ww w.g itar sko li-o lga uks .is SJÁ BLS. 17 Í ÁRSBÆKLINGI SINFÓNÍUNNAR SEM FYLGIR MORGUNBLAÐINU Í DAG Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN „Börn og dýr skilja tónlist mína best“ KARLAKÓRINN Þrestir í Hafn- arfirði er að hefja sitt 92. starfsár og heldur sína árlegu tónleika laug- ardaginn 4. október í Víðistaða- kirkju og sunnudaginn 5. október í Hafnarborg. Þrestirnir eru að þessu sinni með hausttónleika vegna þess að fresta þurfti vortón- leikunum vegna forfalla. Verkin sem flutt verða eru flest ný í söngskrá Þrastanna, þjóðlög, klassísk verk og nýrómantísk verk frá Ameríku, Svíþjóð, Finnlandi og Frakklandi auk íslenskra sönglaga. Á haustdagskrá Þrasta eru jóla- tónleikar auk tónleika með tveimur kórum sem halda uppá starfs- afmæli sitt á þessu ári, þ.e. Karla- kór Keflavíkur og Samkór Selfoss í október og nóvember. Auk vor- tónleika stefnir kórinn á þátttöku í alþjóðlegri kórakeppni í Wales næsta sumar. Karlakórinn Þrestir er elsti starfandi karlakór landsins og hélt á síðasta ári uppá 90 ára afmæli sitt með hátíðartónleikum og sögusýn- ingu í Hafnarborg. Jón Kristinn Cortez hefur verið stjórnandi Þrastanna frá 1997 og hefur útsett mörg af lögum á efnis- skrá kórsins, bæði íslensk og erlend lög og eru útsetningar og raddsetn- ingar hans víða kunnar. Morgunblaðið/Þorkell Félagar í Karlakórnum Þröstum á æfingu í Hafnarborg. Þrestir hefja starfs- árið á vortónleikum Í menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði stendur nú yfir sýning á hreyfi- og hljóðverkinu Snjóform eftir Guðrúnu Kristjánsdóttur. Snjóform er eitt sex verka úr myndröðinni Hreyfimyndir af landi og er unnið í samstarfi við Dag Kára Pétursson sem semur tónlistina. Flytjendur ásamt hon- um eru Orri Jónsson og Gyða Valtýsdóttir. Í myndlist sinni reyn- ir Guðrún að feta ein- stigið milli natúralisma og abstrakt- listar. Með myndröðinni Hreyfimyndir af landi þróar hún þessa sýn áfram og bætir nýjum þátt- um við: hreyfingu og tónlist. Í apríl sl. dvaldi Guðrún í gesta- íbúðinni í Skaftfelli og tók þá vídeó- myndir af hlíðum fjallanna á Seyð- isfirði. Verkið er 2 mínútur að lengd og leika snjóformin í fjallshlíðum Seyðisfjarðar aðalhlutverkið. Sýningin stendur til 21. septem- ber. Hún er opin alla daga frá kl. 11– 24. Eitt snjóformanna á sýningunni í Skaftfelli. Hreyfi- og hljóð- verk í Skaftfelli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.