Morgunblaðið - 31.08.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 31.08.2003, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 19 ICELANDAIR hefur gripið til þess ráðs að efna til aukaferðar til Kaup- mannahafnar vegna tónleika Stuð- manna í Tívolí laugardagskvöldið 13. september nk. Tónleikarnir eru haldnir af Stuðmönnum og Iceland- air sem býður sérstök fargjöld á tón- leikana. Mörg hundruð manns hafa nú þegar bókað sig og vegna hins mikla áhuga ákvað Icelandair að bæta við áætlun félagsins einni ferð til Kaup- mannahafnar og til baka. Aukaflugið er frá Íslandi fimmtudag 11. sept- ember klukkan 18 og frá Kaup- mannahöfn sunnudaginn 14. septem- ber klukkan 18 að staðartíma. Aukaferð vegna tón- leika Stuð- manna ÍBÚAR Akraness mættu vel í bæj- arþingssalinn í síðustu viku þar sem skipulags- og umhverfisnefnd Akra- neskaupstaðar stóð fyrir opnum fundi þar sem framkomnar tillögur að framtíðarskipulagi Miðbæjarreits voru kynntar en sá reitur gengur undir nafninu Skagaverstún á Akra- nesi. Fullt var út úr dyrum í bæjar- þingssalnum og mátti m.a. sjá þar stofnanda Bónuss, Jóhannes Jóns- son, á fundinum auk margra kaup- manna af Akranesi. Björn S. Lárusson, fulltrúi Skaga- torgs ehf., kynnti framkomnar til- lögur um deiliskipulag á svæðinu norðan Stillholts. Þar er gert ráð fyrir tveimur 10 hæða íbúð- arblokkum, með um 84 íbúðum, verslunarmiðstöð á einni hæð en á efri hæðum þjónustuhúss er gert ráð fyrir hóteli, fundasölum, veit- ingastað, skrifstofuhúsnæði og fleiru. Eftir að kynningunni lauk fóru fram pallborðsumræður en þar bar Sveinn Knútsson, verslunarmaður í Skagaveri, formlega upp mótmæli um að ekki hefði verið haft samráð við hann vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda. Í máli fundarmanna kom fram að margir voru vantrúaðir á að Akranes stæði undir framkvæmd á stærð við þessa, auk þess sem skiptar skoðanir voru um hæð fyrirhugaðra íbúðarblokka. Fundarmenn ræddu einnig um áhrif framkvæmdanna á verslunar- og þjónustufyrirtæki í gamla miðbænum en fulltrúi verk- taka sem standa að framkvæmd- unum lagði á það áherslu að byggt yrði í áföngum á svæðinu og að fyr- irhuguð stækkun Norðuráls hefði einnig áhrif á framkvæmdirnar. Skiptar skoðanir um mið- bæjarreit Morgunblaðið/Sigurður Elvar Nú hillir undir að fleiri verslanir flytjist á miðbæjarsvæðið því Gnógur ehf., hefur hug á því að byggja á öllum lóðunum sem í boði eru. Gangi áætlanir Gnógs ehf. og fasteignasölunnar Eign.is eftir munu fram- kvæmdir á Miðbæjarreit Akurnesinga hefjast næsta vor. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar fimmtudaginn 28. ágúst klukkan 12:17. Þar rákust saman silf- urgrá Toyota-fólksbifreið, sem ekið var norður Kringlumýrarbraut og beygt til vinstri áleiðis vestur Miklu- braut, og græn Toyota-jeppabifreið, sem ekið var suður Kringlumýrarbraut eftir vinstri ak- rein. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um stöðu umferðarljósanna þegar áreksturinn varð eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 569 9020 eða 569 9014. Lýst eftir vitnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.