Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FLEIRI BIÐJA UM AÐSTOÐ Samkvæmt sex mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar stefnir í að út- gjöld til fjárhagsaðstoðar fari 191,5 milljónir fram úr fjárheimildum og nemi 1,1 milljarði króna, saman- borið við 954 milljónir króna á síð- asta ári. Hækkunin milli ára nemur 17,1%. Seiðin mörg og stór Vísitala þorskseiða, í nýafstöðum seiðarannsóknarleiðangri Hafrann- sóknastofnunar, var sú sjötta hæsta sem mælst hefur frá því seiðarann- sóknirnar hófust árið 1970. Þá var seiðavísitala ýsu sú langhæsta síðan mælingar hófust og var stærð seið- anna talsvert yfir meðallagi. Seiða- vísitala loðnu var hins vegar mjög lág eða sú lægsta sem mælst hefur. Reynt að afvopna lífverði Bandarískir hermenn voru í gær sendir að húsi hins herskáa sjíta- klerks Moqtada Sadrs í Najaf í Írak. Sagði fulltrúi hans að reynt hefði verið að afvopna lífverði Sadrs. Reynt var að myrða sjítaklerk í Bagdad á þriðjudag en hann slapp. Sjítar segja að erlendir flugumenn reyni að sá misklíð milli sjíta og súnníta. Latibær til Bandaríkjanna Samningar voru undirritaðir í gær milli Latabæjar og Nickelodeon um framleiðslu og sýningu á 40 sjón- varpsþáttum um Latabæ í Banda- ríkjunum. Alls munu 100 manns starfa við framleiðslu þáttanna hér á landi og munu sýningar þeirra ná til 86 milljóna heimila í Bandaríkjun- um. Stefán Karl Stefánsson mun leika Glanna glæp og líklegt er að Magnús Scheving leiki íþróttaálfinn. Nefnd vill bæta hlut araba Nefnd sem falið var að rannsaka dráp ísraelskra lögreglumanna á 13 ísraelskum aröbum í óeirðum árið 2000 sakar ríkisvaldið um að hafa vanrækt að bæta hlutskipti arabíska minnihlutans. Um fimmtungur þjóðarinnar er arabískumælandi. Ísraelskir arabar hafa lengi kvartað undan því að þeim sé mismunað. 4. september 2003 Spjaldadælur Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar Stærðir: 6 - 227 cm3/sn. T6 240 bar, T7 300 bar Spilverk ehf. Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi, sími. 544 5600, fax. 544 5301 Trefjar selja sífellt fleiri báta til út- landa, Íslendingar vinna síldarmarkaði af Norðmönnum í Póllandi. Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu VEIÐAR úr íslenska sumargots- síldarstofninum máttu hefjast við upphaf fiskveiðiárisins, 1. septem- ber sl. Engin skip hafa þó ennþá haldið til veiðanna. Fimm fyrirtæki ráða yfir nærri helmingi síldar- kvóta fiskveiðiársins. Leyfilegur heildarafli á fiskveiði- árinu er 110 þúsund tonn, auk þess sem tæplega 21 þúsund tonn var fært frá fyrra fiskveiðiári. Veiði- heimildir fiskveiðiársins eru því tæplega 131 þúsund tonn. Upphafsúthlutun í síld á síðasta fiskveiðiári var um 105 þúsund tonn en veiðiheimildirnar urðu engu að síður um 130 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári þar sem um 25 þúsund tonn voru færð frá ver- tíðinni 2001/2002. Alls veiddust rúm 96 þúsund tonn af íslensku síldinni á síðasta fiskveiðiári en veiðarnar þótt ganga treglega lengst af, síldin var óvenju smá og því nokkuð um svæðalokanir. Aflahæsta síldveiði- skip síðustu vertíðar var Sighvatur Bjarnason VE sem veiddi alls 8.460 tonn. Samherji með mestan kvóta Samherji hf. fékk stærstu úthlutun úr íslenska sumargotssíldarstofnin- um á fiskveiðiárinu sem nú er ný- hafið, alls 15.859 tonn eða rúm 14% kvótans. Skinney-Þinganes hf. á Hornafirði hefur yfir um 14.640 tonna síldarkvóta að ráða og Síld- arvinnslan hf. í Neskaupstað um 9.758 tonna kvóta. Saman hafa Samherji og Síldarvinnslan og önn- ur félög tengd þeim yfir að ráða hátt í 30% af heildarkvótanum í ís- lensku sumargotssíldinni. Af einstökum skipum fékk Vil- helm Þorsteinsson EA úthlutað mestum síldarkvóta á fiskveiði- árinu, alls 8.539 tonn. Þorsteinn EA fékk um 6.100 tonn og Sig- hvatur GK 4.880 tonn. „Síldarfiðringur“ eystra Síldarvertíðin hefst jafnan með nótaveiðum fyrir austan land í september en eftir því sem næst verður komist höfðu engin skip hafið veiðar í gær. Aðalsteinn Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Skinneyjar-Þinga- ness á Hornafirði, gerði þó ráð fyr- ir að Steinunn SF héldi á miðin fyrir helgi og að Jóna Eðvalds SF myndi hefja veiðar um eða eftir helgina. Hann sagði undirbúning fyrir vertíðina á Hornafirði á loka- stigi og þar væru menn að fá gamla góða síldarfiðringinn. „Það er aldrei hægt að gefa sér neitt fyrirfram þegar síldin er annars- vegar. En við erum alltaf bjartsýn- ir og vonandi fáum við góða ver- tíð,“ sagði Aðalsteinn. Fimm fyrirtæki með nærri helming síldarkvótans                                  !  "#     $ %&   '  (# )#& *  +%, -   "    " &#%,    '#   -. % '     /& 0#   #) *   (#                1 2 3- *&#  ÞÓTT hann Hinrik Pálsson sé kominn af léttasta skeiðinu, slær hann ekki slöku við beitningunna, og byrjar dagurinn hjá Hinna Páls, eins og hann er gjarn- an kallaður, klukkan fimm á morgnana og tekur Hinni að jafnaði fimm bjóð yfir daginn, og fer létt með enda vanur maður. Hinrik beitir fyrir bátinn Gunnar afa SH frá Ólafsvík, og hefur verið nóg að gera við beitn- inguna í allt sumar, enda stíft róið og aflabrögðin góð, og þá er gott að hafa beitningajaxla eins og Hinrik til að hafa undan. Morgunblaðið/Alfons Slær ekki slöku við beitninguna LOÐNUVINNSLAN hf. á Fáskrúðsfirði hef- ur tekið á móti um 105 þúsund tonnum af hrá- efni það sem af er árinu eða meira en nokkru sinni fyrr frá því fiskimjölsverksmiðja félagsins tók til starfa árið 1996. Árið 1997 tók Loðnuvinnslan á móti um 103 þúsund tonnum af hráefni en þá var uppistaðan loðna. Nú bregður svo við að meira en helm- ingur þess hráefnis sem tekið hefur verið á móti er kolmunni eða alls um 66 þúsund tonn. Þar af hafa um 42 þúsund tonn komið frá erlendum skipum, einkum skipum frá Færeyjum. Auk þess hefur Loðnuvinnslan tekið á móti um 34 þúsund tonnum af loðnu á árinu og um 5 þúsund tonnum af síld. Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri Loðnu- vinnslunnar, segir að kolmunninn sé þannig kærkomin búbót, einkum yfir þann tíma þegar loðnuveiðin er treg. Hann segir að nánast hafi verið samfelld vinnsla í verksmiðjunni frá apríl- mánuði og fram í ágúst en kolmunnaveiðin hafi reyndar aðeins tregast síðustu daga. Hann von- ast til að að enn meira eigi eftir að berast af kol- munna til Fáskrúðsfjarðar, í ljósi nýjustu frétta af ástandi kolmunnastofnsins, enda aðeins búið að veiða rúmlega helming af úthlutuðum kol- munnakvóta. Þannig eigi skip félagsins, Hoffell SU, eftir um 3.000 tonn af kolmunnakvóta sín- um. „Þó má reikna með að kolmunninn fari að hreyfa sig í suðurátt hvað úr hverju og haust- brælur að byrja og þá verði erfiðara að ná í hann en verið hefur undanfarið.“ Gísli segir að á árinu sé búið að framleiða um 26.600 tonn af afurðum, um 21.400 tonn af mjöli og 5.200 tonn af lýsi. „Við höfum fengið þokka- legt verð fyrir afurðirnar fram til þessa. En framboðið af mjöli til Vestur-Evrópu er mjög mikið og það hefur verið erfiðara að selja það nú seinni part sumars,“ segir Gísli. Metmóttaka hjá Loðnuvinnslunni Ljósmynd/Albert Kemp Hoffell SU, skip Loðnuvinnslunnar hf. SAMHERJI hf. hefur gengið frá kaupum á frystitogaranum Akrabergi frá Fram- herja Spf. í Færeyjum, en Samherji á þriðj- ungshlut í því félagi. Í kaupsamningi um skipið er ákvæði um skilarétt innan þriggja mánaða frá undirritun. Hið nýja skip fær einkennisstafina GK 210. Í áhöfn skipsins eru 28 menn og skipstjóri er Eydunn á Bergi, sem verið hefur skipstjóri skipsins um árabil. Skipið hélt í gær á úthafskarfaveiðar. Að sögn Þor- steins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja hf., er tilgangur kaupanna að nýta úthafskarfaheimildir, sem Samherja og Íslendingum hefur verið úthlutað, utan lögsögu Íslands. Samherji kaupir nýjan togara SJÓMENN í Alaska uppfylla skil- yrði til opinberra bóta, samkvæmt nýrri leið til að rétta hlut þeirra sem bera skarðan hlut frá borði vegna erlendrar samkeppni. Verið er að setja upp sjóð með 90 milljónum dollara, 7,5 milljöðrum króna, til að aðstoða verkamenn, sem misst hafa vinnuna vegna samkeppni frá öðr- um löndum. Sjómenn í Alaska gætu sam- kvæmt þessu fengið árlega styrk upp á 10.000 dollara, 830.000 krón- ur, reynist það svo að aukinn inn- flutningur á eldisfiski hafi valdið verulegri verðlækkun og verð á fiski sé minna en 80% af meðalverði síð- ustu fimm ára, en hvort tveggja er staðreynd. Öldungadeildarmaðurinn Lisa Murkowsky segir að sjómenn eigi rétt á slíkum bótum eins og aðrir verkamenn, sem standi frammi fyrir tekjulækkun vegna samkeppni frá öðrum löndum. Sjómennirnir hafa frest til mánaðamóta til að sækja um. Forystumenn í sjávarútvegi í Alaska segja hins vegar að þessi stuðningur sé ekki nægjanlegur til að mæta hinum efnahagslega vanda. Þeir benda á að laxveiðarnar standi verulega höllum fæti vegna innflutn- ings á eldislalxi frá Chile og Kanada. Við opinbera rannsókn á stöðunni í Juneau í Alaska sögðu fulltrúar sjávarútvegsins að ekkert gagn væri í þessari aðstoð, en henni er ætlað að bjóða starfsþjálfun og möguleika á nýrri vinnu fyrir þá sem misst hafa vinnuna. Viðurkennt er að laga þurfi áætlunina betur að þörfum sjávar- útvegsins í Alaska. Fylkinu sé útveg- urinn lífsnauðsynlegur enda skili hann því næstmestum tekjum á eftir útflutningi á olíu. Bætur í Alaska PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  ÚRVALSVÍSITALA Kaup- hallar Íslands ICEX-15 hækk- aði um 16,6% í ágúst sl. en það er næstmesta hækkun vísitöl- unnar á einum mánuði frá upp- hafi. Mesta hækkunin varð í apríl 1997 og nam rúmum 23% en næstu tólf mánuði þar á eftir lækkaði vísitalan hins vegar aft- ur um 22% þrátt fyrir almenna bjartsýni á markaðnum. Verð hlutabréfa í Pharmaco hækkaði um 30,4% í ágúst en vægi félagsins í Úrvalsvísitöl- unni er 17% og skýrir hækkun á Pharmaco um þriðjung hækk- unar vísitölunnar í mánuðinum. Þetta kemur fram í ritinu Til- efni frá greiningardeild Kaup- þings-Búnaðarbanka þar sem farið er yfir 6 mánaða uppgjör fyrirtækja í Kauphöll Íslands. Sjóvá hækkar um 40% og Pharmaco um 36% Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur verið með líflegasta móti að undanförnu og verð sumra fyrirtækjanna sem skráð eru á hlutabréfamarkað hefur hækk- að talsvert á árinu. Meðfylgj- andi er tafla sem sýnir breyt- ingar á verði hlutafjár í nokkrum skráðum félögum frá 1. júlí sl. og þar til í gær. Hlutabréf í Sjóvá-Almennum hafa hækkað mest í verði á þessu tímabili eða um 40% og má m.a. rekja það til góðrar af- komu og væntinga um gott ár vegna mikils söluhagnaðar af hlutabréfum í Skeljungi. Þá hafa bréf í Pharmaco hafa hækkað um 36% á sama tíma- bili. Sú hækkun er sömuleiðis rakin til góðrar afkomu auk þess sem horfurnar eru góðar í rekstri félagsins. Í Tilefni segir að hækkun Pharmaco í ágúst skýri 5,2 prósentustig af 16,6% hækkun Úrvalsvísitölunnar í ágúst. Markaðsverð félagsins miðað við lokagengi í gær er orðið 83 milljarðar króna. Bakkavör fer lækkandi Gengishækkun hlutabréfa í Bakkavör er aðeins 2% nú en bréfin hækkuðu um 11% í ágúst og höfðu þá hækkað um 30% frá áramótum. Hins vegar hefur gengið lækkað aftur það sem af er september. Bent er á það í Tilefni að þau félög sem hafi haft hvað mest áhrif á Úrvalsvísitöluna í ágúst, þ.e. Pharmaco og Bakkavör, hafi litla sem enga starfsemi á Íslandi og séu nánast óháð ís- lenska hagkerfinu. Hið sama megi segja um Össur auk þess sem núverandi verðmat bank- anna virðist vera bundið við trú á útrás þeirra og hagræðingu. „Þeir þættir sem knýja fram hækkunina á hlutabréfamark- aðinum virðast því frekar eiga rætur sínar í útlöndum en hér heima.“ Verð bankanna of hátt Viðskiptabankarnir þrír hafa allir hækkað mikið í verði á árinu en frá því í byrjun júlí hefur gengi Landsbankans hækkað mest eða um 27%, gengi Íslandsbanka hefur hækkað um 10% og Kaupþings- Búnaðarbanka um 9%. Mark- aðsvirði þess síðastnefnda er 71,4 milljarðar króna miðað við gengi gærdagsins og er það tvö- falt markaðsvirði Landsbanka Íslands. Greiningardeild Kaupþings- Búnaðarbanka segist telja að verð bankanna sé orðið of hátt, þrátt fyrir að bjart sé fram- undan í rekstri þeirra. Til að bankarnir standi undir núver- andi mati sé meginvandi þeirra að vaxa en jafnframt halda góðri arðsemi. „Greiningardeild telur því að þótt það kunni að vera að einhverjir bankanna muni standa undir núverandi verði, geti þeir aldrei gert það allir, nema þá að til verulegra landvinninga komi á erlendum vettvangi.“ Enn fremur er lýst áhyggjum af miklum verðhækkunum á hlutabréfum fyrirtækja sem telja megi til Kolkrabbans, s.s. Eimskips, Sjóvár-Almennra og Fjárfestingarfélagsins Straums. Greiningardeild Kaupþings- Búnaðarbanka telur að ekki sé innistæða fyrir þessum hækk- unum og þrátt fyrir töluverða hagræðingarmöguleika í þess- um fyrirtækjum þá sé þegar bú- ið að verðleggja verulegan af- komubata í verði þeirra. Mælt er með sölu á hælutabréfum í öllum þessum félögum. Næstmesta hækkun ICEX-15 frá upphafi Greiningardeild Kaupþings-Búnaðarbanka segir það félög sem höfðu hvað mest áhrif til hækkunar hafi mjög litla starfsemi hérlendis og séu nánast óháð íslenska hagkerfinu                        !" #$  %  & ' (  ) ( *    !   ) (  *   + ,#    -   . /  012 1 310 12 21 3122 241 0132 313 /   * 51 515 21 2 31 212 21 51 51 315 /                              6       10 417 21 514 3712 12 5 13 01 13 VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS FLUGLEIÐIR hafa stofnað nýtt dótt- urfyrirtæki, Íslandsferðir, til að sinna markaðssetningu og sölu á íslenskri ferða- þjónustu erlendis. Framkvæmdastjóri fé- lagsins verður Hannes Hilmarsson. Í fréttatilkynningu segir að undir hið nýja fyrirtæki falli rekstur á ferðaskrif- stofum í níu Evrópulöndum og rekstur inn- anlandsdeildar Ferðaskrifstofu Íslands. Erlendu ferðaskrifstofurnar sérhæfa sig í sölu á ferðum til Íslands en þessi fyrirtæki starfa í dag sem dótturfyrirtæki Icelandair. Um áttatíu manns munu starfa hjá Ís- landsferðum ehf. Höfuðstöðvar fyrirtæk- isins verða á Íslandi, en starfsemi verður til að byrja með í tíu löndum „Markmið Flugleiða með þessum breyt- ingum er tvíþætt: Í fyrsta lagi að efla enn frekar sölu á íslenskri ferðaþjónustu á er- lendum mörkuðum. Flugleiðir, Icelandair, Ferðaskrifstofa Íslands og Íslandsferðir hafa náð góðum árangri í markaðssetningu á ferðum til Íslands undanfarin ár, en eiga í harðnandi samkeppni á alþjóðamarkaði þar sem sífellt fleiri ferðamöguleikar eru í boði til annarra landa. Í þeirri samkeppni telja Flugleiðir brýna þörf á að beita samein- uðum kröftum til að efla sölu- og markaðs- starfið, og stuðla þannig að áframhaldandi vexti og uppbyggingu íslenskrar ferðaþjón- ustu sem einkennt hefur síðasta áratug,“ að því er segir í fréttatilkynningu. Í fréttatilkynningunni segir að breyt- ingin sé einnig liður í að skilja betur að rekstrarþætti innan Flugleiðasamstæð- unnar, með það að markmiði að ná betri rekstrarárangri, auka ábyrgð stjórnenda og gera heildarstarfsemina gegnsærri. Hannes Hilmarsson er viðskiptafræð- ingur. Hann er nú svæðisstjóri Icelandair í Skandinavíu. Hann hefur starfað hjá Flug- leiðum í fjórtán ár, m.a. í hagdeild fyrirtæk- isins, hjá Flugleiðahótelum, sem sölu- og markaðsstjóri í Bandaríkjunum og svæð- isstjóri á Bretlandi. F E R Ð A Þ J Ó N U S T A Flugleiðir stofna nýtt dótturfélag Starfar í tíu löndum með áttatíu starfsmenn S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Samskip á siglingu Viðtal við forstjóra félagsins 2 Ráðherrafundur WTO Landbúnaðarmál helsta viðfangsefni fundarins 6 VIÐSKIPTASÉRLEYFI RYÐJA SÉR TIL RÚMS Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 30 Erlent 12/14 Minningar 30/34 Höfuðborgin 14/15 Kirkjustarf 35 Akureyri 16 Myndasögur 36 Suðurnes 17 Bréf 36 Austurland 18 Dagbók 38/39 Landið 19 Staksteinar 38 Neytendur 20 Íþróttir 40/43 Listir 21/23 Fólk 44/49 Umræðan 24/25 Bíó 46/49 Forystugrein 30 Ljósvakamiðlar 50 Þjónusta 29 Veður 51 * * * STJÓRN AcoTæknivals hf. telur að opinber skýrslugjöf félagsins við samruna Tæknivals hf. og Aco hf. á árinu 2001 hafi verið aðfinnsluverð og að efnahagur Aco hf. hafi verið ofmetinn um a.m.k. 100 milljónir króna. Þetta var tilkynnt Kauphöll Íslands í gær. Skarphéðinn B. Steinarsson, stjórnarformaður AcoTæknivals, segir stjórnina telja að óeðlilega hafi verið staðið að skýrslugjöf félagsins til Kaup- hallarinnar árið 2001, eða í kringum samruna fé- laganna tveggja. Hann vill ekki fara nákvæmlega í þá efnahagsliði Aco sem stjórnin telur aðfinnslu- verða eða hverjir þeir liðir eru en játar því að birgðir og viðskiptakröfur Aco hafi verið ofmetnar við samrunann. Skarphéðinn settist í stjórn AcoTæknivals um áramót í kjölfar þess að Búnaðarbankinn seldi Baugi ID og Feng alls tæpan 48% eignarhlut í fé- laginu. Hann segir að þegar kaupin fóru fram í desember sl. hafi kaupendurnir óskað eftir kost- gæfnisathugun á félaginu en af því hafi ekki orðið. „Það var ekki fallist á þetta á þeim grundvelli að um skráð félag væri að ræða og allar upplýsingar lægju fyrir á markaði sem ættu að ráða verðmynd- uninni. Þegar við hins vegar fórum að kynna okk- ur þessar upplýsingar eftir kaupin kom í ljós að sumar þeirra voru ekki alveg í lagi.“ Skarphéðinn nefnir sem dæmi að Baugur og Fengur hafi talið sig vera að kaupa í félagi sem hefði umboð fyrir Apple-tölvur en í ljós hafi komið að sá samningur var löngu útrunninn og hafi meira að segja verið útrunninn við sameiningu fé- laganna 2001. „Það lá hvergi fyrir að svo væri og hafði aldrei nokkurn tíma verið greint frá því.“ Við samruna Tæknivals og Aco voru skiptahlut- föllin á þá leið að hluthafar í Tæknivali eignuðust 62% hlut í sameinuðu félagi á móti 38% sem féllu í skaut hluthafa í Aco. Skarphéðinn segir að staðan sé nú á þann veg að mjög lítið sé eftir af þeim rekstri Aco sem var sameinaður Tæknivali. „Heid- elberg-umboðið fór fljótlega, Apple-umboðið er farið og hluti af Sony-umboðinu. Það er því heldur lítið eftir.“ Lítið eftir af rekstri Aco Skarphéðinn segir að seinnipart sumars hafi Ernst & Young verið falið að fara yfir ákveðin at- riði varðandi samrunaferlið og greinargerð þeirra hafi borist fyrir fáeinum dögum. Hann segir að fé- lagið standi nú frammi fyrir því viðamikla verkefni að fara í gegnum allan samrunann. „Rekstur félagsins er ekki sá sem við töldum hann vera. Þess vegna þykir okkur rétt að upplýsa Kauphöllina og markaðinn um það. Hins vegar hefur heilmikið verið gert á þessu ári og það eru batamerki á rekstrinum.“ Ekki er vitað hvort nánari athugun hefur áhrif á reikninga félagsins en Skarphéðinn segir að til- kynnt verði ef svo reynist. Um réttarstöðu hluthafa félagsins í þessu máli segir hann að það sé einn þátta málsins sem stjórnin þurfi að skoða vandlega. Birgðir og kröfur Aco ofmetnar í samruna 2001 Búnaðarbankinn féllst ekki á kostgæfnisathugun við sölu á AcoTæknivali Morgunblaðið/Golli ÓVENJU samrýnt andarnefjupar rak á Krossfjöru í Austur-Land- eyjum á dögunum. Þorvaldur Gunnlaugsson og Árni Alfreðsson frá Hafrannsóknastofnun komu á staðinn til að skoða dýrin en er þeir ætluðu að kanna þau betur daginn eftir voru þau horfin, hafði tekið út. Síðar fundust þau þó í fjörunni, um kílómetra frá staðnum þar sem þau fundust fyrst. Enn voru þau skammt hvort frá öðru sem sýnir að ástin getur sigrað dauðann. Andarnefja getur kafað hátt í tvær klukkustundir, allra hvala lengst. Líklegt er að andarnefju- parið sem fannst á Krossfjöru hafi ruglast og synt óvart í land. Ljósmynd/Árni Alfreðsson Saman inn í eilífðina SEIÐAVÍSITALA ýsu á þessu ári hefur aldrei verið hærri frá því að mælingar hófust. Seiðavísitala þorsks er sú sjötta hæsta frá upphafi mælinga. Forstjóri Hafrannsókna- stofnunarinnar segir mikilvægt að hinir sterku seiðaárgangar síðustu ára fái að vaxa úr grasi. Árlegum rannsóknum Hafrann- sóknastofnunarinnar á fjölda og út- breiðslu fiskseiða lauk þann 24. ágúst sl. Seiðavísitala segir til um fjölda seiða á fyrsta aldursári í til- teknum fiskistofni. Mikið var af þorskseiðum og var vísitalan sú sjötta hæsta sem mælst hefur frá því seiðarannsóknirnar hófust árið 1970 en er um helmingi lægri en seiða- vísitala þorsks á síðasta ári og nærri fjórum sinnum lægri en vísitala árs- ins 1999 sem er sú langhæsta sem mælst hefur. Útbreiðsla þorskseiða var mikil og voru seiðin með norðlægari út- breiðslu en verið hefur undanfarin ár og endurspeglar það vafalítið út- breiðslu hlýsjávar fyrir Norðurlandi. Stærð seiðanna var meiri en sést hefur áður. Seiðavísitala ýsu var sú langhæsta síðan mælingar hófust og var stærð seiðanna talsvert yfir meðallagi. Dreifing seiðanna var mikil en norð- lægari en að venju. Fyrstu vísbend- ingar um stærð ýsuárgangsins 2002 benda því til þess að hann geti orðið yfir meðallagi eða stór. Seiðavísitala loðnu var mjög lág, eða sú lægsta sem mælst hefur. Mjög lítið fannst af seiðum nema á einni stöð nyrst á athugunarsvæð- inu. Stærð loðnuseiðanna var tals- vert undir langtímameðaltali. Sunnan og vestan Íslands var sjór hlýr og selturíkur og upphitun yf- irborðslaga mikil. Flæði hlýsjávar vestur og norður fyrir land var mjög mikið og náði lengra norður og aust- ar en á sama tíma síðan 1970. Hinn kaldi Austur-Íslandsstraumur fyrir Norðaustur- og Austurlandi var langt undan landgrunnsbrún og þar af leiðandi var sjávarhiti og selta úti fyrir Norðaustur- og Austurlandi vel yfir langtímameðaltali. Ákjósanlegt árferði Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, segir ánægjulegt að enn komi fram sterk- ur seiðaárgangur í þorski. Þá sé ekki síður ánægjulegt að ástand seiðanna virðist gott. „Það verður spennandi að sjá hvernig seiðunum reiðir af í vetur en það sjáum við ekki fyrr en í mars þegar gerð verður fyrsta raun- verulega mælingin á þessum ár- gangi. Hinir sterku árgangar síðustu ára hafa ekki komið nema miðlungs sterkir inn í veiðina en frá árinu 1997 höfum við hins vegar séð mikla breytingu á seiðavísitölunni. Árferð- ið í hafinu virðist vera ákjósanlegt og vonandi hjálpar það að koma þessum árgöngum á legg. Grundvallaratriðið er að leyfa þessum árgöngum að vaxa úr grasi og nýta þá skynsam- lega,“ segir Jóhann.  4 4 4 4  4  4  4  4 4 4  4 4 4  4   4  4  4  4                                      Aldrei meira af ýsuseiðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.