Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 31 hjarta, en þó gleðjumst við yfir öll- um þeim tíma sem við fengum með henni og minningunum sem við eig- um um hana. Guð geymi þig amma, þín barnabörn Sóley og Sölvi Kristjánsbörn. Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber: Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. (Steingr. Thorsteinsson.) Elsku hjartans amma. Mikið eigum við eftir að sakna þín. Þú varst svo falleg og góð og engin orð fá því lýst hvað við elskum þig heitt. Það er svo margt sem þú skil- ur eftir hjá okkur, svo margar góðar minningar, þú varst engill í manns- mynd. Við vorum svo heppnar að fá að vera svona nánar konu eins og þér. Konu sem hafði svo jákvætt við- horf til lífsins og sá alltaf það góða í öllum. Þú hvattir okkur áfram í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, kenndir okkur að koma fram við náungann eins og við vildum láta koma fram við okkur og fyrst og fremst að trúa á það góða í heim- inum. Elsku amma, með þessum orðum kveðjum við þig og þökkum fyrir all- ar þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Þú munt alltaf eiga stór- an part í hjarta okkar. Guð geymi þig, amma Sísý. Sigríður, Elísabet Inger og Elín. Kæra amma. Vonandi líður þér betur uppi hjá guði. Ég sakna þín af því að þú varst alltaf svo góð við allt og alla. Elsku amma vonandi hittumst við aftur. Ástarkveðja, Avanti Ósk Pétursdóttir. Góð vinkona er látin. Kynni okkar Sísýar eru orðin nokkuð löng. Ég var 18 ára þegar við kynntumst. Við vorum giftar bræðrum. Þau Sísý og Kristján Ingi maður hennar voru að koma frá Ameríku með tvö elstu börn sín, þau Inger og Einar. Inger var einstaklega fallegt barn, hafði unnið fegurðarsamkeppni barna þar yrtra, enda átti hún ekki langt að sækja fegurðina, ég man hvað mér fannst Sísý bæði flott og falleg þegar ég sá hana fyrst. Við urðum fljótlega góðar vinkonur og fórum við oft saman út að skemmta okkur, við Ax- el og Sísý og Ingi. Sísý og Ingi gerðu stuttan stans hér á landi í þetta skipti, þau bjuggu hér í þrjú ár, þá var aftur haldið til Ameríku. Sísý kom í nokkrar heim- sóknir til Íslands áður en hún flutti alkomin heim með fjögur börn. Ing- er var þá gift úti og kom ekki með og Einar, elsti sonurinn, festi ekki yndi hér á landi og fór aftur út. Ég vissi að það var sárt fyrir Sísý að missa hann út en hún huggaði sig við að hann væri hjá systur sinni. Sísý varð síðar fyrir þeirri miklu sorg að vöru- bíll ók á bíl Ingerar og dó hún sam- stundis. Við Sísý höfðum skrifast á meðan hún bjó í Ameríku og þar ytra fædd- ust þrjú yngri börnin, þau Pétur, Kristján og Ellen, sem öll eru búsett með fjölskyldur hér á landi. Mjög gott samband var milli Sísýar, barna hennar og barnabarna, á þeim bæn- um ríkti aldrei neitt kynslóðabil og dótturdætur hennar sóttu mikið í að fá að gista hjá ömmu sinni. Enda var Sísý góð manneskja og einstaklega æðrulaus – sama hvað á gekk. Við Sísý fórum í nokkrar utan- landsferðir með mágkonu okkar Ingibjörgu og svilkonum. Alltaf var jafngaman að vera í návist Sísýar. Margar skemmtilegar ferðir fórum við Sísý upp í Litlu-Skóga í Borgar- firði með allan barnahópinn og hin systkinin fimm komu með sín börn, en tengdaforeldrar okkar keyptu jörðina Litlu-Skóga í Stafholtstung- um árið 1949. Síðustu tvö árin voru Sísý erfið, hún gekkst undir strangar lyfjameð- ferðir og lá á spítala í allt sumar þar sem hún fór í erfiðar rannsóknir. Samt var hún alltaf glöð og þakklát öllum sem heimsóttu hana. Elsku Sísý, þín verður sárt saknað og votta ég börnum, tengdabörnum og barnabörnum mína dýpstu samúð. Sísý mín, far þú í friði. Þín Edda. Kær vinkona, Sigríður Ágústa Söebech, er látin, og á hugann sækir brot úr vísu, sem Bólu-Hjálmar orti á 19. öld: Mínir vinir fara fjöld, feigð- in þessa heimtar köld. Þótt Sísý væri orðin gömul í árum talið var hún enn ung, og ungt fólk kunni vel við sig í návist hennar. Hún elskaði lífið og kunni að njóta þess, og fólkið sitt elskaði hún líka kvaðalaust, börnin sín beggja vegna hafsins, barna- börnin og börnin þeirra, tengdabörn sín elskaði hún líka, og það leyndi sér ekki hve vænt henni þótti um okkur hin, sem vorum svo heppin að mægjast henni. Hún hefur líka vitað, að hún var okkur kær og gekk þess ekki dulin hve mikils virði hún var börnum sínum öllum. Dótturdætr- um sínum, sonardætrum mínum, var hún trúnaðarvinur, næstum önnur móðir, og á vináttu þeirra við hana bar aldrei skugga, Sísý amma varð aldrei nein aukapersóna í lífi þeirra. Litli drengurinn, sem er ekki nema fimm ára, veit, að Sísý amma er ekki heldur vinalaus núna, hann sagði mér um daginn, að Jón afi hefði sótt hana svo þau þrjú, hann, langamma og Sísý, gætu talað meira saman, og er ekki sagt að sannleikann skuluð þér heyra af vörum barna og sak- leysingja? Ég man svo vel eftir fyrstu fundum okkar, ástir höfðu tekist með börnunum okkar, og Ell- en unnið hugi okkar allra. Með kurt- eisi, elskusemi og einstökum sjarma lauk Sísý upp hjörtum fjölskyldunn- ar allrar á fyrsta fundi okkar. Það var gott að koma til þeirra á Óðins- götuna þar sem Sísý og Sveinn mað- ur hennar og Eyþór og Ellen bjuggu í sama túnfætinum, þær voru katta- vinir mæðgurnar og sóttu nöfnin á kisurnar sínar í þjóðsögur Íslend- inga og Persa, kisan hennar Ellenar hét Búkolla en Sísýar Panóra. Þriðja kynslóð þeirrar göfugu læðuættar varð uppáhaldskisa mömmu og pabba, alin á rækjum og rjóma, hét Fífa og dó í hitteðfyrra í hárri heið- urskattaelli. Mæðgurnar höfðu heim með sér frá Ameríku skjaldböku sem heillaði litla telpu, hún dró nafn af sjálfri Kleópötru, sem Cesar og Antóníus unnu á Egyptalandi forð- um og er enn að heilla litlar telpur, á nú heima hjá barnungri sonardóttur Sigríðar austur á Seyðisfirði. Sigríður Söebech átti til merkis- fólks að telja, Elín Eiríksdóttir móð- ir hennar var skáld gott, Eiríkur Kúld faðir Elínar var bóndi og kirkjusmiður á Ökrum. Í sumar tíndi Ellen skeljar handa mömmu sinni í Akrafjöru og færði henni þær í sjúkrastofuna. Mikið var indælt að skoða gömlu kirkjuna hennar Sísýar og fólksins hennar og ganga um fjör- una, sem henni þótti svo vænt um. Í kirkjugarðinum á Ökrum hvílir móð- ir hennar hjá foreldrum sínum, Ei- ríki og Sigríði, nafn hennar og Ágústínu föðurömmu sinnar var Sísý gefið í skírninni og hét hún Sig- ríður Ágústa. Hún ólst að nokkru leyti upp hjá Ágústínu á Akureyri og unni mjög ömmu sinni, föður sinn Pétur Söebech dáði hún ævinlega, og fluttist að norðan til foreldra sinna í Danmörku þar sem Pétur stundaði danskan sjó. Sigríður gafst Kristjáni Einars- syni verkfræðingi, syni Guðrúnar Guðlaugsdóttur bæjarfulltrúa og Einars Kristjánssonar húsasmíða- meistara. Þau settust að í Bandaríkjunum og þar fæddust þeim fjögur mann- vænleg börn. Ellen og Kristján þekkja allir sem yndi hafa af músík, Pétur Pétur þjóðfræðing og lista- mann á Seyðisfirði þekkja líka margir. Einar elsti sonurinn er bú- settur vestan hafs. Elsta barnið Ing- er fæddist hér á landi en átti alltaf heima í Ameríku, öllum fegurri með sitt rauða hár, yndisleg stúlka, svo ljúf og góð. Hún varð móður sinni og systkinum harmdauði þegar hún fórst í bílslysi fyrir nokkrum árum. Allir þekkja harmljóðið sem Krist- ján orti henni og Ellen syngur svo yndislega, When I think of angels I think of you. Elín Eiríksdóttir orti forðum Ef engill ég væri með vængi þá væri ég hjá þér í nótt. Sigríður Söebech var okkur vinum sínum hjartfólgin, hún var mildur mann- vinur og dýravinur, öllum ljúf og hálpsöm og vildi hvers manns vand- ræði leysa. Ég heyrði hana aldrei kvarta en þeim mun oftar gladdi hún mig með brosi og huggunarorðum. Hún var engill í lifanda lífi og þannig lifir hún í minningunni. Ragnheiður Ásta. Elsku Sísý mín. Þú sagðir þegar við kvöddumst síðast uppi á sjúkrahúsi að þér fynd- ist alltaf eins og þú ættir eitthvað í mér. Mér þótti svo vænt um að heyra það. Alveg frá því að ég kynntist þér fyrst, fannst mér eins og ég þekkti þig. Það var alltaf svo einlægt og fal- legt samband á milli okkar, því þannig varst þú. Sparaðir aldrei fal- legu orðin. Varst alltaf elskuleg, kær og hvetjandi. Fólk eins og þú er góð fyrirmynd fyrir okkur hin. Ég tel mig mjög lánsama að hafa kynnst þér og notið þinnar einstöku hlýju og skemmtilegu nærveru í öll þessi ár. Það verður óneitanlega mikið tómarúm þegar kona eins og þú hverfur úr fjölskylduboðunum. Elsku Sísý, Guð gefi þér himneska hvíld og ástkæra móttöku. Þín vin- kona Þórgunna. Sonur okkar, stjúpsonur, bróðir og mágur, BIRGIR LORANGE forritari, lést á heimili sínu Ternehaven 72, Roskilde, Danmörku, hinn 28. ágúst sl. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrk, félag krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, sími 896 5808; Krabbameinsfélag Íslands, sími 540 1990 og Ísblóm, Háaleitisbraut. Kjartan Lorange, Elsa Sig. Lorange, Magnús Jón Sigurðsson, Sigríður Edda Ólafsdóttir, Alda Björk Sigurðardóttir, Hans Pétur Jónsson, Ásta Kristín Lorange, Pétur Jónsson, Linda Guðrún Lorange, Sigurður Birgir Baldvinsson, Kjartan Ingi Lorange, Ingibjörg Svansdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HÁRLAUGUR INGVARSSON, Hlíðartúni, Biskupstungum, lést mánudaginn 1. september. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Hjartkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, BIRGITTA GUÐMUNDSDÓTTIR, Kleppsvegi 30, sem lést aðfaranótt föstudagsins 29. ágúst, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstu- daginn 5. september kl. 13.30. Guðmundur E. Sigvaldason, Halldóra Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, THEODÓR LAXDAL fyrrverandi bóndi í Túnsbergi á Svalbarðsströnd, Melasíðu 2c, Akureyri, verður jarðsunginn frá Svalbarðskirkju föstu- daginn 5. september kl. 14.00. Freydís Laxdal, Ævarr Hjartarson, Sveinberg Laxdal, Guðrún Fjóla Helgadóttir, Helga Laxdal, Svavar Páll Laxdal, Arlene Reyes Laxdal, Lilja Laxdal, Pétur Ásgeirsson, Kristín Alfreðsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RUNÓLFUR ÓTTAR HALLFREÐSSON skipstjóri, Krókatúni 9, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstu- daginn 5. september kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sjúkrahús Akraness eða aðrar líknarstofnanir. Ragnheiður Gísladóttir, Gísli Runólfsson, Soffía Sóley Magnúsdóttir, Sigurveig Runólfsdóttir, Kristján Guðmundsson, Sigurjón Runólfsson, Brynja Guðmundsdóttir, Runólfur Runólfsson, Júlía Jaroensuk, Ragnheiður Runólfsdóttir, Magnús Þór Hafsteinsson, afabörn og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir og dóttir, SALÓME J. JÓNSDÓTTIR, Flateyri, lést á Landspítalanum aðfaranótt miðviku- dagsins 3. september. Fyrir hönd aðstandenda, Grétar Arnbergsson, Ásdís E. Grétarsdóttir, Jón S. Jónsson. Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, ÁRNI GUÐJÓNSSON lögfræðingur, Fjarðarseli 35, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánudaginn 1. september. Steinunn Gunnlaugsdóttir, Sigríður Árnadóttir, Ari Gunnarsson, Elísabet Árnadóttir, Guðjón Árnason, Sólveig Pétursdóttir, Árdís Gunnur Árnadóttir, Stefán Jóh. Baldvinsson, Halldór Árnason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.