Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 49 FYRIRTÆKIÐ MúsikNet ehf. er nú einn þriggja samstarfsaðila um nýtt Evrópuverk- efni sem miðast að því að fjölga tækifærum fyrir söngvara og lagahöfunda til að koma sér á framfæri í Evrópu. Í tilkynningu segir: „Íslenskum söngvurum og lagahöfundum sem eru 35 ára og yngri gefst kostur á að senda inn umsóknir. Senda skal inn geisladisk með tveimur til þremur lögum og upplýsing- um um viðkomandi á A4-blaði. Skilyrði er að eitt lag sé sungið á íslensku. Heimilisfang sem sent skal á er: MúsíkNet ehf., Keldnaholti, 112 Reykjavík. Umsóknarfrestur rennur út 10. september og tilkynnt verður um þátttakend- ur hinn 15. september. Einn tónlistarmaður/hópur (einn til fjórir geta verið í hverju verkefni) verður valinn til að taka þátt í átta daga tónleikaferðalagi í október og fara síðan í fimmtán daga tónleika- ferð til Ítalíu, Bretlands, Íslands, Frakklands og Hollands í janúar og febrúar 2004 með tón- listarfólki frá Bretlandi og Ítalíu. Tveir aðrir verða valdir til upphitunar í Íslandstúrnum í október og munu þeir jafnframt eiga þess kost að setja lag á safnplötu sem gefin verður út með þátttakendum í verkefninu. Upplýsingar um alla þátttakendur verða birtar á vefsíðu sem sett verður upp í október. Aðrir samstarfsaðilar eru CYC promotion á Ítalíu og New Acoustic Music Association í Bretlandi.“ Talsmaður verkefnisins hérlendis er Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Hillmanage- ment. „Ég hef verið í stjórn EMR í eitt ár núna,“ útskýrir hún. „Ég kom með þá hugmynd að við myndum færa út kvíarnar og gera þetta að Evrópuverkefni. Það lá beint við að kippa Ís- landi inn í slíkt samstarf og þetta er gott tæki- færi fyrir söngvara og lagahöfunda að koma sér á framfæri.“ Anna segir að listamenn eins og Tom McRae og Damien Rice (sem er ansi heitur um þessar mundir) hafi stigið sín fyrstu skref á vegum þessa verkefnis og hún sé farin að sjá árangur af þessu starfi úti. „Þetta er tónlistartegund sem hefur verið vanrækt og tónleikastöðum í Bretlandi í þess- um geira hefur fækkað verulega fyrir þá sem eru að byrja að koma sér á framfæri,“ segir Anna að lokum. „Þessu viljum við breyta því þetta er jú tónlistarsköpun í sinni einföldustu og hreinustu mynd.“ European Music Roadworks til Íslands Tækifæri fyrir söngvaskáld Tom McRae hóf feril sinn með því að spila á vegum EMR. Hann skrifaði seinna undir samning við stórfyrirtæki, á að baki tvær lof- aðar plötur og hefur verið tilnefndur til Mercury-verðlaunanna bresku. Frekari upplýsingar veita Stefán Hjörleifs- son (stefan@tonlist.is) og Anna Hildur Hildibrandsdóttir (hillmanagement- @ntlworld.com). HALLI Reynis, trúbadúrinn góð- kunni, hefur ekki komið fram með gítarinn í um tvö ár. Hann ætlar hins vegar að bæta úr því í kvöld á Kringlukránni og sló blaðamaður því á þráðinn til Halla sem var hinn brattasti og greinilega með vel hlaðin batterí. „Ég bjó í Danmörku þar til fyrir um ári að ég fluttist aftur til Ís- lands,“ segir hann. „Á sínum tíma var ég búinn að vera í þessu stanslaust í níu ár og keyrði mig hreinlega út. Þessi bransi er dálítið varasamur og get- ur verið stressandi. Undir það síð- asta gat ég ekki komið fram án þess að menga á mér heilann áður. Fyrir um einu og hálfu ári ákvað ég svo að breyta um lífsstíl og í því fólst m.a. að koma ekki fram aftur fyrr en ég væri alveg klár. Og tíminn er bara runninn upp.“ Halli segir það gott að hafa starf- að á Íslandi, farið svo út og komið inn aftur. „Fiskurinn verður ekki var við vatnið fyrr en hann er kom- inn úr því,“ eins og segir í máltæk- inu. „Mér fannst t.d. athyglisvert að í Danmörku heyrir maður mikið af tónlist frá hinum Norðurlöndun- um,“ segir hann. „Hér er það aðal- lega breskt og bandarískt popp sem glymur.“ Halli segist vera með fullt af nýju efni og finnist hann loksins vera orðinn einbeittur í því sem hann er að gera. Aðspurður um útgáfu seg- ir hann að það standi til. Síðast gaf hann út plötu árið 2000 (Myndir) með Þorvaldi Flemming. „Ég hef samið mjög mikið í gegn- um tíðina og á núna 100 lög óútgef- in,“ segir Halli. „Það er ýmislegt á döfinni. T.a.m. stendur til að ég taki upp lag með Fræbbblunum en þeir eru búnir að vera með lag eftir mig á efnisskrá sinni í um eitt og hálft ár. Ég er mikill Fræbbblavinur og þeir miklir Hallavinir!“ Halli verður, eins og trúbadúra er jafnan siður, einn með gítarinn í kvöld. Eftir hlé mun þó Örn Hjálm- arsson (Spilafífl, Galileo) leika á gítar með honum. Halli Reynis treður upp á Kringlukránni Þögnin rofin Morgunblaðið/Golli Halli Reynis mun munda gítar og hefja upp rödd á nýjan leik í kvöld. arnart@mbl.is Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL KRINGLAN Sýnd kl. 5.30, og 8.15. B.i. 10. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 10 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50. Með íslensku tali. KRINGLAN Sýnd kl. 5. BASIC SINBAD SÆFARI ÁSTRÍKUR OG KLEOPATRABRUCE ALMIGHTY ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. YFIR 38.000 GESTIR! YFIR 38.000 GESTIR! 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”!  Skonrokk FM 90.9  Skonrokk FM 90.9 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. AKUREYRI Sýnd kl. 6. Með íslensku tali ÁLFABAKKI Synd kl. 4 og 6. Ísl tal ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. Enskt tal Sýnd áklukkutímafresti  KVIKMYNDIR.IS m TÍMARITUMMAT&VÍN27062003 Næsta tölublað af tímaritinu m, sem fjallar um mat og vín, fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 13. september nk. Stærð tímaritsins er 25x36. Pantanafrestur auglýsinga er til þriðjudagsins 9. september kl. 16. Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is Auglýsendur! 13 9 Í A IT UM A Í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.