Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í UMRÆÐUM um fátækt á Ís- landi hafa einstæðir foreldrar oft verið teknir sem dæmi, og jafnvel bent á að þeir séu gjarnan fjölmennir í biðröðum hjá mæðrastyrksnefnd og öðrum. Í um- ræðuþáttum sjón- varps og útvarps ásamt blaðagreinum hefur verið látið að því liggja að hluti af vanda þessara einstaklinga liggi meðal annars í því hversu lágar með- lagsgreiðslur eru og er stundum sér- staklega tekið fram að meðlagið dugi ekki einu sinni fyrir dagvistar- gjöldum. Ég vil benda á að báðum for- eldrum er skylt að sjá um fram- færslu barna sinna, hvort sem for- eldri hefur forsjá eða ekki. Forsjárforeldrið sér barninu fyrir húsnæði, fötum og öðru því sem barnið þarf dagsdaglega, en skv. lögum fullnægir forsjárlausa for- eldrið framfærsluskyldu sinni með greiðslu meðlags. Í dag er einfalt meðlag 15.558 krónur á mánuði. Skv. ráðgjaf- arstofu um fjármál heimilanna kost- ar 19.000 krónur að framfæra eitt barn á mánuði. Sé barn á bleyju bætast 4.700 krónur við. Að auki bætist við kostnaður vegna dagvist- ar, sem er fyrir níu tíma vistun 15.300 krónur á mánuði. Samtals eru þetta kr. 39.000 á mánuði fyrir fram- færslu barns þegar um ungt barn er að ræða. Auðveldlega má sjá að skv. ráðgjafarstofu um fjármál heim- ilanna er því heildarkostnaður á ári við framfærslu barnsins í þessu dæmi ásamt dagvist í ellefu mánuði (ekki þarf að greiða fyrir dagvist meðan barn er í sumarfríi) kr. 452.700. Sé einstætt foreldri í það miklum fjárhagslegum vandræðum að það þurfi að leita á náðir mæðrastyrks- nefndar má gera ráð fyrir að tekjur þess séu undir skerðingarmörkum barnabóta og því fái þetta foreldri fullar og óskertar barnabætur sem eru 235.703 krónur á ári (með barni undir sjö ára aldri). Nú má líka gera ráð fyrir að umrætt einstætt foreldri hafi ekki efni á að kaupa sér íbúð, þ.e.a.s. eigi ekki það stofnfé sem þarf og neyðist því til að leigja hús- næði. Þetta foreldri fær húsa- leigubætur fyrir sig en vegna barns- ins fær það einnig 7.000 krónur á mánuði aukalega. Þetta gerir 84.000 krónur á ári. Séu barnabætur (235.703), húsaleigubætur vegna barns (84.000) og meðlög (186.696) reiknuð saman fær einstæða for- eldrið í greiðslur frá hinu opinbera og forsjárlausa foreldrinu vegna barnsins samtals 506.399 krónur á ári. Eins og sjá má fær einstæða for- eldrið bætur og meðlög sem duga bæði til fullrar framfærslu og dag- vistar barnsins – og á auk þess af- gang upp á 53.699 krónur á ári. Sé gert ráð fyrir að forsjárlausa for- eldrið njóti eðlilegrar umgengni við barn sitt er barnið á framfæri þess (bleyjur, matur o.s.frv.) aðra hverja helgi, jól, páska og a.m.k. fjórar vik- ur að sumri, sem samtals má gera ráð fyrir að nemi a.m.k. 86 dögum á ári. Þetta eykur enn afgang forsjár- foreldrisins vegna barnsins. Ennfremur má benda á að for- sjárlaust foreldri þarf einnig að búa barni sínu heimili hjá sér með rúmi, leikföngum og öðru því sem börn þurfa, þar sem barnið er hjá forsjár- lausa foreldrinu a.m.k. 86 daga á ári. Oft er rætt um það að for- sjárlausir foreldrar sleppi við að vera með börn heima í veikindum og tapa úr vinnu af þeim sökum. En er það nokkuð á við að vera ekki þess aðnjótandi að ala upp og umgangast barnið sitt, heldur fá það bara í heimsókn? Meðlag og fram- færsla Eftir Þorstein Erlingsson Höfundur er gjaldkeri Félags ábyrgra feðra. Í DAG fimmtudaginn 4. september eru liðin fimm ár frá stofnun Háskól- ans í Reykjavík. Aldur háskóla er gjarnan talinn í öldum en ekki árum. Fimm ára háskóli krefst því umhyggju og athygli. En það má einnig segja um ungan háskóla að fyrstu kynni gleymist seint, að upp- hafsskrefin ráði þeim byr sem skólinn þarf á að halda til að ná flugi. Upphafið lofar góðu fyrir Háskólann í Reykjavík, starfsfólk og nemendur skólans. Einkaframtakshugsjónin á ekki upp á pallborð allra og um það leyti sem Verslunarráð Íslands vann að stofnun skólans voru þeir til sem sáu ekki mikilvægi aukinnar fjöl- breytni háskólanáms fyrir áframhaldandi þróun blómlegs samfélags á Íslandi. Jafnvel kvað svo við að sumir töldu þetta stóra skref í menntamálum vega á einhvern hátt að því skólastarfi sem fyrir var, þar sem ekki væri svigrúm fyrir fleiri skóla á háskólastigi. Þó starfsár skólans séu aðeins 5, hefur samt komið í ljós að slíkar efasemd- ir áttu ekki við rök að styðjast. Sívaxandi fjöldi nemenda við skólann er mikið ánægjuefni, en ánægjulegust er þó tvímælalaust sú almenna breyt- ing sem hefur átt sér stað á menntun á háskólastigi. Það er engum vafa undirorpið að sú samkeppni sem Háskólinn í Reykjavík hefur veitt öðrum skólum hefur orðið þess valdandi að fjölbreytni í háskólanámi hefur aukist og viðbrögð annarra skóla við þörfum atvinnulífsins hafa eflst til muna. Stofnun Háskólans í Reykjavík hefur vissulega verið allra hagur. Þau fimm ár sem liðin eru frá upphafi Háskólans í Reykjavík lofa góðu um framhaldið. Frá skólanum fær atvinnulífið hæfileikaríkt starfsfólk sem hlotið hefur þjálfun í öguðum og kröfuhörðum verkefnum, háskóla- menntun með stoð í atvinnulífinu. En til Háskólans í Reykjavík getur at- vinnulífið einnig sótt þá menntun sem kannski er hvað mikilvægust þegar öllu er á botninn hvolft, símenntun. Verslunarráð væntir mikils af Háskólanum í Reykjavík í framtíðinni og veit að skólinn mun standa undir þeim væntingum. Háskólanum í Reykja- vík og starfsfólki hans óska ég til hamingju með frábæran árangur á þess- um upphafsárum skólans. Til hamingju með daginn. Háskólinn í Reykjavík 5 ára, afmæliskveðja Eftir Boga Pálsson Höfundur er formaður Verslunarráðs Íslands. Haustlitirnir komnir í verslanir Einnig kynnum við nýjan maskara „Mascara Allogeant Recourbant“ sem lengir og sveigir augnhárin. Útsölustaðir: Clara Kringlunni, Snyrtiverslunin Glæsibæ, Andorra Hafnarfirði, Snyrtistofan Neroli Skólavörðustíg, Stella Bankastræti, Snyrtistofan Guerlain Óðinsgötu, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Hygea Smáralind og Hár og heilsa Akureyri. Kynning í dag, fimmtudag, á morgun föstudag og laugardag. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396. HEIÐARGERÐI - HVASSALEITI Mér hefur verið falið að leita eftir 200-250 fm sérbýli. Æskilegt að eignin sé með fjórum eða fleiri svefnherbergjum, í góðu ástandi utan sem innan. Afhendingartími getur verið ríflegur. Verðhugmynd 25-30 millj. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hafðu samband - það kostar ekkert! MIKIÐ var gert úr þeirri frétt ríkisstjórnarinnar, að Bandaríkin hefðu ákveðið að afturkalla tilkynn- ingu sína um að kveða á brott frá Ís- landi fjórar herþot- ur varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Var þó aðeins um bráðabirgða- ákvörðun að ræða, sem gildir þar til viðræðum er lokið um nýja bókun við varnarsamning- inn. En þá fyrst kemur í ljós hvort umræddar herþotur verða áfram á Keflavíkurflugvelli eða ekki og raunar fæst þá fyrst niðurstaða varðandi framtíð varnarliðsins á Ís- landi. Þá verður ljóst hvort varn- arliðið verður áfram á Íslandi að öllu leyti eða að hluta til. Banda- ríkjastjórn kveðst ætla að skoða málið í samhengi við breytingar á bandarískum herafla í Evrópu. Lík- legt er, að viðræður um bókun við varnarsamninginn haldi áfram í haust. Það hefur verið ljóst um langt skeið að Bandaríkin hafa viljað fækka í varnarliðinu á Íslandi. Bandaríkin hafa einnig íhugað að flytja varnarliðið með öllu á brott frá landinu. Hvers vegna? Jú, vegna þess að mun friðvænlegra er nú í heiminum en var þegar varn- arliðið kom hingað fyrst 1951 fyrir frumkvæði NATO og Bandaríkj- anna. Ógnin sem Íslandi var talin stafa frá Sovetríkjunum er horfin. Rússar eru nú bandamenn NATO. Í dag er talið að mest hætta stafi af hryðjuverkamönnum. Fjórar herþotur á Keflavíkurflugvelli skipta litlu máli í viðureign við hryðjuverkamenn. Bandaríkin tilkynntu í byrjun maí sl., að þau hefðu ákveðið að kalla á brott frá Íslandi herþot- urnar fjórar, sem hafa verið á land- inu. Mundi sú ákvörðun koma til framkvæmda eftir einn mánuð. Þetta var einhliða ákvörðun Banda- ríkjamanna. Hún var tekin á með- an viðræður Íslands og Bandaríkj- anna um nýja bókun við varnarsamninginn stóðu yfir. Þau vinnubrögð Bandaríkjanna að ákveða þetta einhliða á meðan við- ræður ríkjanna voru í gangi eru mjög óeðlileg og nánast ókurteisi í garð Íslendinga. Virðist Bush Bandaríkjaforseti hafa gleymt greiðanum, þ.e. þeim, að ríkisstjórn Íslands skyldi ákveða upp á sitt eindæmi að láta Ísland styðja inn- rás Bandaríkjanna og Breta í Írak! Ríkisstjórnin leyndi því í kosninga- baráttunni að Bandaríkin hefðu ákveðið að kalla herþoturnar á brott. Er það furðuleg framkoma og mjög gagnrýnisverð. Bandaríkin hafa nú leiðrétt mistök sín í þessu efni og afturkallað einhliða ákvörð- un sína um þoturnar en hvort það þýði varanlega stefnubreytingu á eftir að koma í ljós. Er raunar ólík- legt að svo sé. Er þörf á herþotunum hér á landi í dag? Er þörf á varnarliðinu? Eðlilegast væri að láta NATO svara þessum spurningum. Íslend- ingar hafa aldrei viljað hafa her- setu í landinu á friðartímum. Varn- arliðið kom hingað upphaflega vegna Kóreustríðsins fyrir frum- kvæði Bandaríkjanna og NATO. Eðlilegast er að NATO meti nú hver lágmarksvarnarviðbúnaður á Íslandi sé. NATO á að svara því hvort unnt sé að tryggja varnir landsins á annan hátt en gert er í dag. NATO á að svara því hvort herþoturnar gætu annast eftirlits- hlutverk á Íslandi þótt þær væru staðsettar á Bretlandseyjum. Svo virðist sem Bandaríkin telji, að ekki sé lengur þörf á því að stað- setja herþoturnar á Íslandi til þess að tryggja varnir Íslands. En okk- ur dugar ekki mat Bandaríkjanna í þessu efni. Við þurfum einnig að fá mat NATO. Ríkisstjórnin hefur enn ekki vilj- að leita álits NATO á málinu. Hún lætur sem hún hafi nægilegt vit á þessu sjálf og fullyrðir, að nauðsyn- legt sé að hafa fjórar herþotur á Íslandi! Ekki hefur komið fram neitt sérfræðilegt álit til stuðnings þeirri skoðun. Svo virðist sem mál þetta sé rekið meira á tilfinninga- legum grundvelli en sérfræðilegum. Herþoturnar hafa í huga rík- isstjórnarinnar og í umræðunni orðið „symbol“ (tákn) varna Ís- lands. Óeðlilegt er að umræður um varnarmál Íslands fari fram á slík- um grundvelli. Herþoturnar fjórar á Íslandi Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.