Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞJÓÐVERJAR verða, envið viljum.“ Þetta eru ein-kunnarorð íslensku lands-liðsþjálfaranna í knatt- spyrnu fyrir leikinn mikilvæga gegn Þjóðverjum sem háður verður á Laugardalsvellinum síðdegis á laug- ardaginn. Þau endurspegla muninn sem er á þessum tveimur knatt- spyrnuliðum sem þá hefja leik, og þjóðunum sem að baki þeim standa. Annars vegar er það þýska stórveld- ið, ein sigursælasta knattspyrnuþjóð allra tíma sem sjö sinnum hefur leik- ið til úrslita um heimsstyttuna eft- irsóttu og hampað henni þrisvar. Hinsvegar er það „fótboltadvergur- inn“ íslenski, eins og Þjóðverjar orða það sjálfir, sem aldrei hefur komist í úrslitakeppni á stórmóti og einungis einu sinni komist svo langt að lykta örlítið af þeim réttum sem þar eru í boði. Það var haustið 1999 sem íslenska landsliðið, undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, reyndist stórveldunum Frakklandi, Rússlandi og Úkraínu skeinuhættur keppinautur í undan- keppni Evrópumótsins; tók stig af þeim öllum og var með í baráttunni um efstu sætin allt til síðasta leiks. Þá vaknaði sú von í brjóstum ís- lenskra knattspyrnuáhugamanna að einhvern tíma rynni upp sú stund að „strákarnir okkar“ færu alla leið og yrðu meðal þátttakenda í úrslita- keppni á stórmóti sem hingað til hef- ur ávallt verið fjarlægur draumur. Haustið 2001 var Ísland aftur með í baráttunni og eygði von um að kom- ast í umspilið fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins þegar tveir leikir voru eftir. Skellur í Belfast gerði þá von að engu og keppninni lauk á stóru tapi í Kaupmannahöfn. Þegar dregið var í riðla þeirrar undankeppni EM sem þessi slagur gegn Þjóðverjum tilheyrir voru flestir á þeirri skoðun að ef Ísland ætti einhvern tíma möguleika á að komast langt í stórmóti, væri það nú. „Það er ekkert leyndarmál að við höfum sett stefnuna á annað sætið í riðlinum, við viljum ná árangri og ég tel að það sé raunhæft markmið,“ sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ, við Morgunblaðið áður en riðla- keppnin hófst síðasta haust. Þegar þremur leikjum var lokið var ekki útlit fyrir að draumur Egg- erts myndi rætast. Tvö töp fyrir Skotum og sigur á Litháum skildu aðeins þrjú stig eftir á reikningi Ís- lands. Atli Eðvaldsson sagði starfi sínu sem landsliðsþjálfari lausu í maí og við tóku Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson. Þeir settu stefnuna á níu stig í þremur leikjum í sumar, og eftir sigurinn í Þórshöfn þann 20. ágúst lá fyrir að það takmark hafði náðst – og Ísland var í fyrsta skipti í sögunni komið í efsta sæti í riðla- keppni stórmóts. Engin krafa um sigur á Þjóðverjum Við viljum: Íslendingar mæta til- tölulega afslappaðir til leiks á laug- ardaginn. Það hafa fáir trú á því að íslensku leikmennirnir veiti þeim þýsku alvöru keppni þegar á hólm- inn er komið en það sem ræður úr- slitum um hvernig til tekst er hug- arfarið. Miðað við frammistöðu Þjóðverja í keppninni til þessa er engin ástæða til að bera of mikla virðingu fyrir þeim, leikmenn ís- lenska liðsins eru flestallir atvinnu- menn hjá erlendum félögum og eru margir hverjir með mikla reynslu. Í þýska liðinu hefur aðeins Oliver Kahn leikið meira en 50 landsleiki en í því íslenska er Rúnar Kristinsson með 101 landsleik og þeir Arnar Grétarsson, Birkir Kristinsson og Hermann Hreiðarsson eru allir komnir yfir 50 leiki fyrir Íslands hönd. En, öfugt við þá þýsku, eru ís- lensku landsliðsmennirnir fæstir lykilmenn í sínum liðum. Af þeim at- vinnumönnum sem tóku þátt í leikn- um í Færeyjum á dögunum hafa að- eins Hermann, Arnar Þór Viðarsson, Heiðar Helguson, Helgi Sigurðsson, Rúnar og Arnar Grét- arsson leikið reglulega með sínum félögum að undanförnu. Aðrir hafa verið meiddir, eða setið meira og minna á varamannabekknum hjá sínum félagsliðum. Það krefst enginn þess af íslensku leikmönnunum að þeir sigri Þjóð- verja. Íslenskir knattspyrnuáhuga- menn lifa hinsvegar í voninni um að það geti gerst. Leikmenn íslenska liðsins mæta til leiks með því hug- arfari að vilja ná árangri, vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að standa uppi í hárinu á hinum vold- ugu mótherjum sínum, og þeir vita að á góðum degi getur allt gerst í knattspyrnunni. Ekki síst þegar sjálfstraust mótherjanna hefur beðið hnekki þar sem það hefur að und- anförnu ekki staðið undir þeim miklu væntingum sem til þess eru gerðar. Óánægja þrátt fyrr aðeins eitt tap í 15 leikjum Þeir verða: Þjóðverjar tefla fram lykilmönnum úr öllum fremstu liðum Þýskalands, nema hvað varamark- vörðurinn þeirra er aðalmarkvörður Arsenal, efsta liðsins í ensku úrvals- deildinni. Þeir munu ekki sætta sig við neitt annað en sigur á Laugar- dalsvellinum á laugardaginn. Þeirra stolt er í húfi, og meira en það: Við þeim blasir sá ótrúlegi möguleiki að tapi þeir í Reykjavík gæti farið svo að þeir kæmust ekki í lokakeppni EM, nema í gegnum aukaleiki í nóv- ember. Og þá væru þeir jafnvel komnir í þá hættu að missa líka af þeim möguleika. Óhugsandi? Í aug- um flestra Þjóðverja, en samt mögu- leiki sem þeir munu velta óspart upp ef leikurinn á Laugardalsvellinum tapast. Til marks um þær kröfur sem gerðar eru til þýska landsliðsins má benda á að frá því í október árið 2001 hefur það aðeins tapað einum af fimmtán mótsleikjum sínum, í heimsmeistarakeppni og Evrópu- keppni. Þessi eini tapleikur var úr- slitaleikur heimsmeistarakeppninn- ar í Yokohama í Japan þann 30. júní á síðasta ári, þegar þýska liðið beið lægri hlut fyrir því brasilíska, 0:2. Þar á undan fékk það að mark á sig í sex leikjum í lo inni í Japan og Suður-Kóreu Af þessum fimmtán leik Þjóðverjar unnið níu og g jafntefli. Samt klifa þýskir f á því að fjölmörg vandam þýska landsliðið. Það skori e mikið af mörkum, samstaða sé ekki sú sama og áður, og knattspyrnumönnum er leg fyrir að vera ekki jafntilbún verar þeirra til að fórna málstaðinn og ættjörðina m.a. bent á tíð forföll lyki vináttulandsleikjum en það alþjóðlegt vandamál sem er því að vera einskorðað v landsliðið. Eiga í erfiðleikum með að skora mör Vissulega hafa gagnrýn nokkuð til síns máls þegar þ um kraftleysið í þýsku fram þessum 15 leikjum hefur lið tvívegis náð að skora meir mörk. Það var þegar Sá voru kjöldregnir, 8:0, í fyr um á HM í fyrrasumar, Kanadamenn, sem ekki skrifaðir í knattspyrnun lagðir að velli, 4:1, í júní fimm leikjum í þessari und Evrópumótsins hefur þýs Þjóðverjar eru andstreymið Viðureign Íslendinga við Þjóðverja í knatt- spyrnulandsleik hér á laugardag er að líkind- um hin mikilvægasta í knattspyrnusögu Ís- lands. Íslendingar leiða riðilinn, stigi á undan Þjóðverjum. Víðir Sig- urðsson segir að ólíkar kröfur séu gerðar til lið- anna fyrir þennan leik. EYJÓLFUR Sverrisson, fy andi landsliðsfyrirliði Íslan tólf ár með þýsku liðunum gart og Herthu Berlín. Han við Mo unblað Þjóðv kæmu lands sigra, annað inni í m af þeir „Þjó hugsa öðruv þeirra stíll er að gera það s þarf til að sigra, og ekkert það. Þrjú stig er þeirra tak Íslandsförinni, og ef það ge eftir eru þeir í góðum málu vilja af öllum mætti forðast þurfa að enda riðlakeppnin hreinum úrslitaleik gegn Í ingum. Þjóðverjar telja sig sterk ilann í þessari viðureign, o það með réttu. Þeir eru me og sterkt lið og mjög góða menn innanborðs, eins og B Schneider og Deisler, sem sig getur gert út um svona er Oliver Neuville í hörkuf þessa dagana en hann er flj ávallt erfiður viðureignar. liðið er gott, lítið breytt frá vann silfrið í heimsmeistar inni í fyrra, og ef það nær u liðsheild verður það gríðar Eyjólfur Sverrisson Pressan SAMKOMULAG UM SKÓLABYGGINGAR Samkomulag ríkisvaldsins og Reykja-víkurborgar um skiptingu kostnað- ar vegna nýbygginga við gömlu fram- haldsskólana í borginni næstu fimm árin er verulegt fagnaðarefni. Samkvæmt samkomulaginu, sem Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Þórólfur Árna- son borgarstjóri kynntu í fyrradag, mun ríkið veita 150 milljónir króna á ári til stækkunar á framhaldsskólum næstu fimm árin, en borgin 100 milljónir á ári. Alltof lengi hafa ríki og borg deilt um þessi efni, með þeim afleiðingum að bráðnauðsynlegar framkvæmdir við framhaldsskólana hafa setið á hakanum og skólar í höfuðborginni hafa búið við þröngan kost, á sama tíma og glæsilegar byggingar hafa verið reistar yfir fram- haldsskóla á landsbyggðinni. Víðast hvar hafa sveitarfélög litið á það sem brýnt hagsmunamál sitt að standa myndarlega að uppbyggingu framhaldsskóla og talið það mikilvægan þátt í að skjóta stoðum undir lífvænlegt samfélag. Reykjavíkurborg hefur hins vegar, með vísan til lagaákvæða, viljað koma sér undan kostnaðarþátttöku í framkvæmdum við þá framhaldsskóla sem fyrir voru í borginni, þótt hún hafi talið sér skylt að taka þátt í uppbygg- ingu nýrra skóla samkvæmt framhalds- skólalögum. Þetta hefur ríkisvaldið ekki viljað sætta sig við og ekki lagt fé til fram- kvæmda, sem það taldi að borgin ætti að taka þátt í. Því var málið í einum hnút, sem nú hefur verið leystur með því að báðir hafa gefið nokkuð eftir. Borgin greiðir 40% af kostnaðinum við nýbygg- ingar gömlu framhaldsskólanna næstu fimm árin. Ríki og borg ætla sér síðan 5–7 ár til að leysa endanlega deilu sína um kostnaðarskiptingu og verður að ætla að sá tími dugi til að komast að niðurstöðu. Því ber að fagna að sérstakt sam- komulag náðist um húsnæðismál Menntaskólans í Reykjavík. Eins og Morgunblaðið hefur áður bent á, nýtur hann nokkurrar sérstöðu í þessu tilliti vegna þess að á Menntaskólareitnum hafa sumar sögufrægustu og merkustu byggingar landsins verið að grotna nið- ur vegna fjárskorts, fyrir utan það að á þessum stærsta vinnustað miðborgar- innar hefur aðbúnaður nemenda og kennara verið allsendis óviðunandi. Nú liggur fyrir að ríkið mun eitt standa straum af viðhaldi við gömlu skólahúsin næstu fimm árin, en að þeim tíma lokn- um mun borgin leggja 200 milljónir króna til nýframkvæmda við skólann. Samkomulag ríkis og borgar er ánægjuefni fyrir alla, sem vilja veg höf- uðborgarinnar sem mestan og stuðlar að bættu starfsumhverfi fyrir bæði starfsfólk og nemendur í gömlu fram- haldsskólunum. VÖLD OG VIÐSKIPTI Björgólfur Guðmundsson, for-maður bankaráðs Landsbank-ans, sendi fjölmiðlum yfirlýs- ingu í byrjun vikunnar þar sem hann segir að stór hluti fjárfestinga á Ís- landi þjóni þeim tilgangi að vernda völd og áhrif á kostnað góðrar ávöxt- unar og hagkvæmni í rekstri. „Það sem fyrir okkur vakir með kaupum á hlutabréfum í Straumi er að hleypa lífi aftur í verðbréfamarkaðinn hér á landi, rjúfa stöðnun sem verið hefur og láta fjárfestingar á markaði ráðast af von um hagkvæman rekstur og há- marksávöxtun,“ segir Björgólfur í yfirlýsingu sinni. Eins og gefur að skilja hefur þessi yfirlýsing Björgólfs vakið mikla at- hygli. Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa og einn helsti leiðtogi hins svokallaða S-hóps fjárfesta, sem flest- ir tengjast með einum eða öðrum hætti gamla Sambandsveldinu, segir í samtali við Morgunblaðið í gær að lýs- ing Björgólfs eigi vel við um ákveðinn hluta íslensks atvinnulífs. „Það er mikið þjóðþrifamál að þessi hugsun verði aflögð og þessi fyrirtæki verði rekin með arðsemi hluthafanna einna að leiðarljósi en ekki fyrir einhverja óskilgreinda hagsmuni,“ segir Ólafur. Hann segir jafnframt að forvitnilegt verði að sjá hvort Björgólfur Guð- mundsson standist þá freistingu sjálf- ur að fjárfesta vegna valdanna. Ólafur B. Thors, formaður stjórnar Fjárfestingarfélagsins Straums, seg- ist telja að það heyri til undantekninga að fjárfestingar í íslensku viðskiptalífi þjóni þeim tilgangi að vernda völd. „Það eru eflaust til dæmi um slíka fjárfestingu en í vaxandi mæli held ég að fjárfestingar miði að því að ná ásættanlegri arðsemi,“ segir Ólafur. Keppni eftir völdum og áhrifum hef- ur verið ríkur þáttur í íslensku við- skiptalífi og sviptingum þar á undan- förnum áratugum. Blokkamyndun hefur einkennt stóra hluta viðskipta- lífsins. Að hluta til má eflaust skýra þetta með smæð íslenska efnahags- kerfisins. Sömuleiðis er ljóst að hafta- kerfi það er einkenndi íslenskt við- skiptalíf stóran hluta síðustu aldar brenglaði þau viðmið er gilda í við- skiptum. Skilin milli stjórnmála og viðskipta voru oft óskýr. Þótt það hafi breyst eimir enn eftir af hinum gamla blokkahugsunarhætti. Þetta er alvarleg hindrun í vegi þess að hér byggist upp eðlilegur hluta- bréfamarkaður. Morgunblaðið hefur margoft bent á þá hættu, sem felst í samþjöppun eignarhalds og flóknum eigna-, stjórnunar- og hagsmuna- tengslum fyrirtækja og stjórnenda þeirra. Blaðið hefur m.a. bent á að ein forsenda þess að öflugur og virkur hlutafjármarkaður verði til hér á landi sé að almenningur hafi traust á hon- um. Slíkt gerist ekki, ef litlir hluthafar í almenningshlutafélögum fá þá mynd af fjárfestingum á markaðnum að þær séu fyrst og fremst tæki í valdabar- áttu, en síður til þess fallnar að tryggja arðsemi hlutafjár þeirra. Þá velur fólk frekar aðrar leiðir til að ávaxta fé sitt. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum og skiptir einkavæðing ríkis- bankanna þar miklu máli. Nýir og fjár- sterkir aðilar hafa komið inn á mark- aðinn og breytt landslagi viðskipta- lífsins. Hvort þeir muni jafnframt breyta þeim lögmálum sem þar hafa gilt, líkt og nú er boðað, eða hvort nýj- ar viðskiptablokkir verða til, verður tíminn að leiða í ljós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.