Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 43
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 43 Sporthúsið opið Laugardaginn 6. september 2003 á golfvelli Oddfellowa Glæsileg verðlaun frá Sporthúsinu. Skráning í síma 565 9092 eða á netinu www.golf.is/go Mótsgjald er 3.000 kr. Punktakeppni með og án forgjafar. Opið kvennamót hjá Golfklúbbnum Setbergi F í t o n F I 0 0 7 7 6 4 Haldið á Setbergsvelli í Hafnarfirði, laugardaginn 6. september. Ræst út frá kl. 09:00 til 11:00 Punktakeppni með fullri forgjöf Leikið verður í tveimur flokkum, forgjöf 28,5 og hærri og 28,4 og lægri Nándarverðlaun á 2/11 og 5/14 Dregið úr skorkortum Þátttökugjald 3000 kr. Skráning á www.golf.is og í síma 565-5690 Styrktaraðilar mótsins: ÞÝSKU landsliðsmennirnir sem mæta Íslandi á Laugardalsvell- inum á laugardaginn fá ágætis vasapeninga ef þeim tekst að tryggja sér sæti í lokakeppni Evr- ópumótsins sem fram fer í Portú- gal næsta sumar. Leikmannaráð landsliðsins samdi á þriðjudag við þýska knattspyrnusambandið um bón- usgreiðslur vegna keppninnar. Komist þýska liðið áfram, fær hver leikmaður 10 þúsund evrur fyrir hvern leik í undankeppninni þar sem hann er í leikmannahópn- um, eða um 880 þúsund krónur. Þeir sem spila alla átta leikina fá því um 7 milljónir króna í vasann ef þýska liðið kemst áfram. Þetta er á svipuðum nótum og fyrir síðustu heimsmeistarakeppni en þeir leikmenn sem fóru með þýska liðinu til Japans og Suður- Kóreu í fyrrasumar fengu um 6,3 milljónir króna hver fyrir að kom- ast í lokakeppnina. Það voru fyrirliðinn Oliver Kahn, Michael Ballack, Jens Jer- emies, Carsten Ramelow, Marko Rehmer og Christian Wörns sem sátu samningafundinn fyrir hönd leikmanna en hann var haldinn í æfingabúðum liðsins í Graven- bruch í Þýskalandi á þriðjudag- inn. Þess má geta að þeir Kahn og Ramelow eru þeir einu í leik- mannaráðinu sem geta fengið full- an bónus, 7 milljónir króna, því hinir fjórir hafa allir misst af ein- um eða tveimur leikjum í und- ankeppninni. Auk Kahns og Ramelows eru það Miroslav Klose og Bernd Schneider sem eiga möguleika á að fá þessa upphæð en þessir fjórir hafa verið með í öllum fimm leikjum Þýskalands í keppninni til þessa. Hver leikmaður þýska liðsins fær 7 milljónir króna Tvö efstu liðin í Landsbankadeildkvenna mættust í síðustu um-ferð Íslandsmótsins í Vestmannaeyj- um í gær. KR hafði þó þegar tryggt sér titilinn en liðið var mætt til Eyja stað- ráðið í að fara í gegn- um mótið án þess að tapa leik. Raun- ar var veðrið ekki til þess fallið að spila knattspyrnu, suðaustan rok og rigning og í rauninni skrýtið að leik- urinn skyldi fara fram við þessar að- stæður. Gestirnir spiluðu undan vind- inum í fyrri hálfleik en reyndu mikið langskot og úr einu slíku skoraði Embla Grétarsdóttir fyrsta mark leiksins á fimmtándu mínútu. KR stúlkur náðu ekki að nýta sér vindinn til frekari forystu. Elena Einisdóttir jafnaði þó fyrir ÍBV á 65. mínútu eftir góðan undir- búning Mhairi Gilmour. KR stúlkur svöruðu fljótt fyrir sig og á 72. mínútu skoraði Embla annað mark sitt með skalla eftir hornspyrnu. Þegar tíu mínútur voru eftir skoraði Olga Fær- seth mark og það var svo á lokamín- útum leiksins sem dramatíkin réði ríkjum. Olga kom ÍBV yfir þegar ein mínúta var komin fram yfir venjuleg- an leiktíma og virtist hafa tryggt ÍBV sigur í leiknum. En KR-liðið var ákveðið að fara ekki tómhent frá Eyj- um, tók miðjuna og sendi knöttinn inn fyrir varnarmenn ÍBV og Hólm- fríður Magn þrumaði knettinum í blá- hornið. Lið ÍBV fékk afhent silfurverðlaun að leik loknum og má vel við una, besti árangur liðsins frá upphafi stað- reynd, silfurverðlaun, bæði í deild og bikar. Frábært sumar „Það var ekkert erfitt að spila fót- bolta í dag,“ sagði markadrottning Ís- landsmótsins, Hrefna Jóhannesdóttir að leikslokum í andstæðri meiningu. „Það á eiginlega ekkert að spila í svona veðri, þetta er algjört rugl og það hafði enginn gaman af þessu, held ég, ekki einu sinni við leikmenn- irnir. En það var dramatík í lokin og það var mjög gaman að ná jafntefli hérna og fara í gegnum mótið tap- lausar. Sumarið er búið að vera stór- kostlegt hjá okkur, fyrir utan tapið í bikarnum hérna í Eyjum þá er þetta búið að vera frábært og í raun er ár- angurinn stórkostlegur miðað við allt sem við höfum gengið í gegnum.“ KR tapaði ekki leik Sigursveinn Þórðarson skrifar HELENA Ólafsdóttir hefur ákveðið að hætta sem þjálfari Vals í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu. Helena tilkynnti Valsstúlkum ákvörðun sína í gærkvöldi. Helena er þjálfari kvennalandsliðsins en hún hef- ur þjálfað Valsstúlkur síðustu tvö tímabil og gerði liðið að bik- armeisturum í síðasta mánuði. Forráðamenn Vals vildu hafa Helenu áfram en hún ætlar ekki að þjálfa neinn meistaraflokk á næsta tímabili. Jörundur Áki Sveinsson, fyrr- verandi landsliðsþjálfari kvenna og Breiðabliks, er í viðræðum við Valsmenn um að taka við þjálfun liðsins. Jörundur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að forráðamenn Vals hefðu haft samband við sig og hann væri að hugsa málið, hvort hann ætti að taka við Valsliðinu. Helena hætt með Val Rudi Völler, landsliðsþjálfariÞjóðverja í knattspyrnu, þarf að glíma við ýmis vandamál hjá leik- mönnum sínum í undirbúningi liðsins fyrir leikinn gegn Íslendingum á laugardaginn. Völler kemur til lands- ins með lið sitt í dag en hann hefur undanfarna daga haft hópinn saman í æfingabúðum í Þýskalandi. Meðal þess sem hann þarf að fást við er að hughreysta Dortmund-leik- mennina Christian Wörns og Sebast- ian Kehl eftir að lið þeirra var óvænt slegið út úr forkeppni Meistaradeild- ar Evrópu á dögunum. Hann þarf að byggja upp sjálfstraust hjá sóknar- mönnum sínum, Fredi Bobic og Mir- oslav Klose, sem hafa ekki sýnt mikið með liðum sínum, Herthu Berlín og Kaiserslautern, það sem af er tíma- bilinu í Þýskalandi. Þá þarf hann að róa Arsenal-markvörðinn Jens Leh- mann, sem krefst þess að fá að spila á Íslandi, en til þess þyrfti Völler að setja fyrirliða sinn, Oliver Kahn, út úr liðinu. „Það koma aldrei allir áhyggju- lausir til æfinga með landsliðinu,“ sagði Völler við netmiðilinn Netzeit- ung þegar hann var spurður um and- legu hliðina á undirbúningnum fyrir leikina gegn Íslandi og Skotlandi. „En um leið og þeir eru mættir í okk- ar hóp verða þeir að leggja önnur vandamál til hliðar, helst að gleyma þeim alveg. Öll okkar einbeiting verður að snúast að þessum tveimur leikjum. Hinsvegar reyni ég eftir mætti að hjálpa þeim sem eru í vand- ræðum og við höfum oft upplifað það að leikmenn styrkjast af dvöl sinni með landsliðshópnum og koma öfl- ugri til baka til sinna félagsliða,“ sagði Völler. Hann vonar að endurkoma Mich- aels Ballacks og Sebastians Deislers í landsliðið muni hjálpa þeim Bobic og Klose að finna netmöskvana á ný. „Það er alveg ljóst að við ætlum okkur að komast aftur í efsta sæti rið- ilsins strax á laugardaginn. Við erum með okkar örlög í eigin höndum. Það besta væri að vera komnir með EM- farseðlana í hendurnar eftir leikinn gegn Skotlandi, en núna einbeitum við okkur að því að stíga fyrsta skref- ið á farsælan hátt,“ sagði Rudi Völler. AP Þýska landsliðið æfði í gær og í fyrradag í Frankfurt áður en það hélt til Íslands árdegis í dag. Christian Woerns og Oliver Neuville kljást en þeir Michael Ballack og Arne Friedrich fylgjast með. Völler þarf að fást við ýmis vandamál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.