Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 23
ÞAÐ er mikil ábyrgð sem hvílir
á herðum eins manns að veita for-
stöðu Listasafni Reykjavíkur og
ráða yfir Hafnarhúsi og Kjarvals-
stöðum, tveimur af þremur
stærstu sýningarhúsum borgarinn-
ar, auk þess að hafa Ásmundar-
safn undir sínum umráðum og
vera helsti listráðanautur borgar-
innar. Þessa ábyrgð hefur Eiríkur
Þorláksson borið undanfarin ár og
sætt gagnrýni fyrir enda þykir
mörgum vald þetta fullmikið í
höndum eins manns.
Þeir sem hafa fylgst með mynd-
listarumræðunni muna væntanlega
eftir blaðaskrifum fyrr á árinu
varðandi starfsemina á Kjarvals-
stöðum og vangaveltum um það
hvort leigja ætti vestursalinn und-
ir sýningar. Blessunarlega virðist
menningarmálanefnd Reykjavíkur
hafa ákveðið að taka ekki þann
forna hátt upp að nýju en að sama
skapi hefur nefndin heldur ekki
lagt fram neinar breytingar á
rekstri Kjarvalsstaða. Eftir að
Hafnarhúsið tók til starfa og skrif-
stofur listasafnsins fluttar þangað
hafa Kjarvalstaðir setið dálítið á
hakanum og hinar furðulegustu
sýningar ratað þangað inn sem
tæplega standast þær kröfur sem
slíku safni sæmir. Margt gott hef-
ur líka sést þar en staðurinn er
samt sem áður illa nýttur. Eitt
sem forstöðumaður safnsins hefur
verið gagnrýndur fyrir er að
hleypa ekki íslenskum myndlist-
armönnum að með einkasýningar í
vestursalinn. Þessi gagnrýni eða
athugasemd er réttmæt að mínu
mati. Hér er verulegur skortur á
stórum sýningarsölum fyrir einka-
sýningar samtímalistamanna, bæði
fyrir almenning að njóta og svo
þurfa listamenn að hafa einhverjar
gulrætur í sýningarhaldi því það
er þreytandi að veltast um á milli
smárra gallería og leigusýningar-
sala til lengdar og auðvelt að
brenna þar upp. Einkasýningar
hafa þó slæðst inn í vestursalinn. Í
fyrra sýndi þar Hannes Lárusson
metnaðarfulla innsetningu og fyrr
á þessu ári prýddu ný málverk
Helga Þorgils Friðjónssonar veggi
salarins. Báðir eru þetta lykilmenn
við upphaf póstmódernismans á
Íslandi, en á afar ólíkan hátt.
Á föstudaginn opnaði svo sýning
í vestursalnum á nýjum olíumál-
verkum eftir Eyjólf Einarsson
undir yfirskriftinni „Hringekjur
lífsins“. Þótt undirritaður beri
taugar til málverka Eyjólfs, sökum
skyldleika þeirra við verk Banda-
ríkjamannsins Alex Katz, annars-
vegar, og Belgans Réne Magritte,
hinsvegar, sem ég er mikill aðdá-
andi að, þá kemur upp sú spurning
hvers vegna Eyjólfi Einarssyni
hlotnist einkasýning í vestursal
Kjarvalstaða? Eyjólfur er sæmi-
lega kunnur listmálari og væri
kannski ekkert óeðlilegt að hann
sýndi í salnum ef einkasýningar
þar væru tíðar. En raunin er önn-
ur og því brennur þessi spurning í
huga mínum. Kannski er þetta vís-
ir að breyttum áherslum forstöðu-
mannsins eða þá er þetta dæmi um
það hve tilfallandi sýningar eru í
safninu og sýningarstefnan mark-
lítil.
Tilvistarleg fantasía
Ekki vil ég þó dæma sýningu
Eyjólfs út frá vandamálum sem
snúa að Kjarvalsstöðum því hér er
á ferðinni ágætis listamaður á sjö-
tugsaldri sem enn er í þróun eins
og raunin var (og er) með áð-
urnefndan Alex Katz sem sló í
gegn í alþjóðlegum myndlistar-
heimi snemma á síðasta áratug, þá
einmitt á sjötugsaldri.
Málverk Eyjólfs sýna fantasíu-
heima. Myndmál listamannsins ber
auðvitað hverjum að túlka eftir
eigin höfði en hann hefur tileinkað
sér táknmyndir sem leiða áhorf-
andann í tilvistarlegar vangavelt-
ur. Má þar nefna hringekjur, skrá-
argöt, glerhjúp og strengi í
brúður. Listamaðurinn blandar
saman ólíkum heimum hvort sem
þeir vísa til myndheims, hugar-
heims eða eftirlífsins. Skráargötin
eru svarthol eða inngangur í tóm-
ið, óvissuna o.s.fv. Hringekjur
skreyttar með íslenskum lands-
lagsmyndum eru sem táknmyndir
jarðlífsins þar sem fólk bíður hálf-
dapurt eftir framhaldinu eins og
eftir strætó, glerhjúparnir af-
marka þröngan heim manneskj-
unnar og brúðustrengirnir minna
okkur á að við sitjum ekki við
stjórnvölinn. Einnig eru nokkrar
myndir á sýningunni sem sýna
samskonar lögun vatns og skýja,
einskonar „svo á jörðu sem á
himni“-þema sem listamenn á borð
við Sigurð Árna Sigurðsson og
Gerhard Richter hafa einnig tekið
fyrir áður. Skemmtileg viðbót Eyj-
ólfs við þetta þema er málverkið
„Snerting“ sem á skoplegan hátt
vísar til „sköpunar mannsins“ eftir
Michelangelo, sbr. Bruce „Al-
mighty“ veggspjaldið.
Eyjólfi fer vel að vinna á stóran
myndflöt og vera sparsamur á
pensilförin, s.s. í verkunum „Dög-
un“, „Svarthol“ og „Biðstöð I“ og
„II“. Þetta er reyndar spurning
hvort hefur yfirhöndina, stílfærð
efnistök eða myndheimurinn. Þyk-
ir mér myndheimurinn vera meg-
inþátturinn í málverkum Eyjólfs
og táknræn fantasían jafnframt
sérkenni hans.
Þekkt kennimerki
Málverk má auðvitað nálgast frá
ótal hliðum. Það sem eftir situr er
svo persónuleg upplifun áhorf-
endans á því sem fyrir hann ber.
Áhorfandinn eða listneytandinn er
samt sem áður uppfullur af upp-
lýsingum og hugmyndum sem hafa
áhrif á nálgun hans við listaverkin.
Í mínu tilfelli get ég ekki neitað
því að fyrir liggur nokkuð skýr af-
staða og kröfur til myndlistarinnar
sem skapar viss óþægindi þegar
fjalla á um sýningar sem spila að-
allega inn á listgjafamarkaðinn,
eins og málverk Helgu Krist-
mundsdóttur, sem nú eru til sýnis
í Galleríi Fold, birtast mér, og
listamaðurinn er jafnvel að reyna
að ná fram frekar takmörkuðum
þekktum kennimerkjum í mynd og
efni en að huga að framvindu og
sérkennum. Ég ætla þó ekki að
fara að drita á verk Helgu út frá
þessu sjónarhorni, enda væri það
frekar ódýrt og óþarft þar sem
undirritaður gerir augljóslega aðr-
ar kröfur til myndlistarsköpunar
en sá sem fjallað er um.
Málverk Helgu eru annars
ósköp saklaus, sumar myndirnar
alveg ágætar og verðið á þeim við-
ráðanlegt. Þetta eru málverk á
mörkum náttúrustemmninga og
landslagsmynda, hlutbundinna og
óhlutbundinna mynda og sem slík
eiga þau marga forvera og fyr-
irmyndir í myndlistarsögunni, allt
frá Claude Monet og Jóhannesi
Kjarval til Pers Kirkebys og
Kristjáns Davíðssonar. Liggur
formskynjunin betur fyrir lista-
konunni en efnisnotkunin að mínu
mati.
Bestu myndirnar eru þegar
listakonan leggur meiri áherslu á
landslagið en litastemmningu og
þegar landslagsform brjóta upp
gegnsæja litarfleti svo myndirnar
nái jarðfestu.
Að gera kröfur
MYNDLIST
Listasafn Reykjavíkur
– Kjarvalsstaðir
Opið alla daga frá 10–17. Sýningu lýkur
12. október.
OLÍUMÁLVERK
EYJÓLFUR EINARSSON
Gallerí Fold
Opið virka daga frá 10–18, laugardaga til
17 og sunnudaga frá 14–17. Sýningu lýk-
ur 14. september.
OLÍUMÁLVERK
HELGA KRISTMUNDSDÓTTIR
„Náttúrubrot (22)“ eftir Helgu Kristmundsdóttur. „Biðstöð II“ eftir Eyjólf Einarsson á Kjarvalsstöðum.
Jón B.K. Ransu
DILBERT mbl.is
Byrjenda- og framhaldsnámskeið:
6 - 9 ára
10 - 11 ára
Innritun í síma
861-6722
Kennsla hefst
8. september
12 - 13 ára
14 - 16 ára
17 - 19 ára
20 ára og eldri
Agnar Jón
Egilsson
LEIKLIST
+ =SÖNGUR
Bjóðum upp á 13 vikna söng- og leiklistar-námskeið
ásamt einkatímum fyrir Idol-keppendur.
Nemendum gefst kostur á að fara í hljóðver
og syngja inn á geisladisk.
Heimasíða: http://songlist.ismennt.is
Kennsla fer fram í
Borgarleikhúsinu
Netfang: songlist@ismennt.is
Fagmenntaðir
kennarar
Ragnheiður HallSöngkennari(Söngskólinn í Reykjavík)
Þrúður
Vilhjálmsdóttir
Leiklistarkennari
(Leiklistarskóli Íslands) Aino Freyja Jarvela
Leiklistarkennari
(Bretton Hall College
of University of Leeds)
Erla RuthHarðardóttirLeiklistarkennari(Guildford School of Acting and Dance)
Hrefna
Hallgrím
sdóttir
Leiklist
arkenna
ri
(Univer
sity of
West Fl
orida)
Agnar Jón Egilsson
Leiklist rken ari
(Leiklistarskóli Íslands)