Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 37 STÓRMEISTARINN Hannes Hlífar Stefánsson (2.560) hefur tryggt sér sigur á Íslandsmótinu í skák þótt enn sé einni umferð ólokið. Hann sigraði Róbert Harðarson (2.285) í tíundu og næstsíðustu umferð í lands- liðsflokki og er 1½ vinningi fyrir ofan næsta mann, stór- meistarann Þröst Þórhallsson (2.444). Sigur Hannesar á mótinu var verðskuldaður, en þetta er fimmti Íslandsmeistaratitill hans. Hann hefur sigrað á mótinu öll árin 1998–2003, að undanskildu árinu 2000 þegar Jón Viktor Gunnarsson varð Íslandsmeistari. Þröstur Þór- hallsson sigraði einnig í sinni skák í tíundu umferð, en andstæðingur hans var Björn Þorfinnsson (2.349). Þröstur er einn í öðru sæti á mótinu og aftur er 1½ vinnings bil frá hon- um í næstu menn þar fyrir neðan. Eins og í mörgum fyrri umferðanna var lítið um jafntefli í tíundu umferð: Sævar Bjarnason – Sigurður D. Sigfússon 1–0 Hannes Hlífar – Róbert Harðarson 1–0 Þröstur Þórhallsson – Björn Þorfinnsson 1–0 Davíð Kjartanss. – Guðmundur Halldórss. ½–½ Stefán Kristjánsson – Ingvar Ásmundsson 1–0 Ingvar Þ. Jóhanness. – Jón V. Gunnarsson 1–0 Mesta athygli vekur sigur stiga- lægsta keppandans á mótinu, FIDE-meistarans Ingvars Þórs Jó- hannessonar (2.247), gegn alþjóð- lega meistaranum Jóni Viktori Gunnarssyni (2.411). Frammistaða Ingvars á mótinu í heild er reyndar afar góð og mun hann fá dágóða stigahækkun fyrir árangurinn. Staðan fyrir lokaumferðina í lands- liðsflokki er þessi: 1. Hannes H. Stefánsson 9 v. 2. Þröstur Þórhallsson 7½ v. 3.–4. Ingvar Þór Jóhannesson, Sæv- ar Bjarnason 6 v. 5.–6. Stefán Kristjánsson, Róbert Harðarson 5½ v. 7. Jón Viktor Gunnarsson 4 v. 8.–11. Björn Þorfinnsson, Davíð Kjartanss., Guðm. Halldórsson, Ingvar Ásmundsson 3½ v. 12. Sigurður D. Sigfússon 2½ v. Að mati hins nýbakaða Íslands- meistara var eftirfarandi skák hans besta á mótinu. Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Jón Viktor Gunnarsson Enski leikurinn 1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6 4. g3 Bc5 5. Bg2 d6 6. d3 h6 7. a3 a6 8. b4 Ba7 9. 0–0 0–0 10. Bb2 Bg4 11. h3 Be6 12. Hc1 Dd7 13. Kh2 Hab8 14. e3! b5 15. Rd2 Re7 16. e4! Re8?! (Nýr leikur. Þekkt er 16 … Bd4 17. cxb5 axb5 18. Rf3 c5 19. Rxd4 cxd4 20. Rb1 Hfc8 21. f4 De8 22. Rd2 Kh8 23. Rf3 Hxc1 24. Bxc1 Rc6 25. De1 Rh7 26. g4 f6 27. Dg3 og hvítur vann (Jobava-Dydyshko, León ’01). Til greina kemur fyrir svart að leika 16 … bxc4!? 17. dxc4 Bd4 o.s.frv.) 17. f4 exf4 18. gxf4 f5 19. Rd5 bxc4 20. Rxc4 – (Sjá stöðumynd 1) 20 … fxe4? (Best er 20 … Rg6, t. d. 21. Dh5 Kh7 22. Hce1 (22. Rde3 Re7) 22 … Bxd5 23. exd5 Rf6 24. Df3 Re7 25. Bxf6 Hxf6 26. He2 (26. Ra5) Bd4 og hvítur á þægilegra tafl.) 21. dxe4 Rxd5 (Eftir 21 … Bxd5!? 22. exd5 Rf6 á svartur betri varnarmöguleika.) 22. exd5 Bf5 23. Ra5 Bb6 24. Rc6 Ha8 25. He1 Hf7 26. Dd2 Rf6 27. a4 a5 (Svörtu mennirnir eru komnir í óvirka stöðu. Hann má ekki leyfa hvíti að leika a4-a5, því að þá verður hrókurinn bundinn við að valda biskupinn á a7.) 28. bxa5 Bc5 (Nú fær hvítur tækifæri til að leysa skákina upp á snotran hátt, en 28. – Ba7 gaf ekki miklar vonir um björgun.) 29. Hxc5! dxc5 30. Re5 Dxa4 31. Rxf7 Kxf7 32. d6! Hd8 (Eftir 32 … He8 33. Bxf6 Hxe1 34. Dxe1 Kxf6 (34. – gxf6 35. Bd5+) 35. De5+ Kg6 36. dxc7 verður fátt um varnir hjá svarti.) 33. Bd5+ – (Sjá stöðumynd 2) og svartur gafst upp. Eftir 33. Bd5+ Kg6 34. He7 Dc2 35. Dxc2 Bxc2 36. Bxf6 gxf6 37. a6 (eða 37. Bf7+) á hvítur auðunnið tafl. Lenka efst í kvennaflokki Lenka Ptácníková (2.215) er efst í kvennaflokki fyrir lokaumferðina eftir sigur gegn Önnu Björgu Þor- grímsdóttur í níundu umferð móts- ins. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (2.058) hleypti hins vegar mikilli spennu í baráttuna um Íslands- meistaratitilinn með því að sigra Hörpu Ingólfsdóttur (2.057). Þær eru nú jafnar að vinningum og úrslit lokaumferðarinnar ráða því hvor þeirra hreppir titilinn, þar sem Lenka keppir sem gestur á mótinu. Í þriðju skák níundu umferðar átt- ust við ungu stúlkurnar Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Elsa María Þorfinnsdóttir og lauk skák- inni með sigri þeirrar fyrrnefndu. Staðan fyrir lokaumferðina: 1. Lenka 7½ v. 2.–3. Lilja og Harpa 6½ v. 4. Hallgerður H. Þorsteinsd. 3½ v. 5. Anna Björg Þorgrímsdóttir 2½ v. 6. Elsa María Þorfinnsdóttir ½ v. Stefán stigahæstur 20 ára og yngri Á nýjum stigalista Skáksam- bands Íslands er Stefán Kristjáns- son stigahæsti skákmaðurinn í flokki 20 ára og yngri, en 10 efstu eru: 1. Stefán Kristjánsson 2.420 2. Halldór B. Halldórsson 2.140 3. Sigurður Páll Steindórsson 2.115 4. Guðni Stefán Pétursson 2.065 5. Björn Ívar Karlsson 2.065 6. Dagur Arngrímsson 2.060 7. Guðmundur Kjartansson 2.025 8. Stefán Bergsson 2.025 9. Guðjón Heiðar Valgarðsson 1.905 10. Skúli H. Sigurðsson 1.850 SKÁK Hafnarborg, Hafnarfirði SKÁKÞING ÍSLANDS 2003 24.8.–4.9. 2003 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Hannes Hlífar tryggði sér meistaratitilinn dadi@vks. is Stöðumynd 1 Stöðumynd 2 Hannes Hlífar Í SUMAR hófst nýr kafli í stuðn- ingsstarfi Vímulausrar æsku – Foreldrahúss til þess að hjálpa unglingum og foreldrum þeirra. Stuðningurinn er fyrir alla ung- linga sem lokið hafa langtímameð- ferð vegna vímuefnaneyslu eða annarra erfiðleika. Lögð er áhersla á að styrkja þann árangur sem náðst hefur. Unnið er mikið sjálfsræktarstarf í hópum og lögð áhersla á fræðslu sem kemur til með að nýtast við að byggja upp bjartari framtíð. Unnið með tilfinningar Fræðslan felur í sér m.a. al- menna tjáningu, unnið er með til- finningar, aðstoðað við að sækja um vinnu, kynntar eru námsbraut- ir, hagsýni í fjármálum, hreyfing og hollusta, að setja sér raunhæf markmið og vinna að þeim. Menn- ingarlífið er einnig skoðað og farið í ævintýraferðir. Boðið er upp á stuðning í sex mánuði til allt að tveggja ára, segir í fréttatil- kynningu. Dagskrárstjóri er Oddur H. Bragason. Allar nánari upplýsing- ar er að fá í Foreldrahúsinu eða á heimasíðu þess, www.foreldrahus- .is. Stuðningsstarf Vímulausrar æsku MEÐLIMIR fimmta flokks KR í knattspyrnu fengu óvænta heim- sókn á æfingu nýlega. Þar var á ferðinni Eyjólfur Sverrisson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmaður, sem færði hverjum þeirra vegg- spjald með mynd af íslenska knattspyrnulandsliðinu, auk þess sem hann brá á leik og sýndi strákunum atvinnumannatakta. Veggspjaldið er gjöf frá Heklu hf. sem er einn aðalstyrktaraðili íslenska landsliðsins. Eyjólfur áritaði veggspjöldin og ræddi við piltana um fyrri landsleik Íslands og Þýskalands í riðlakeppni Evrópumeistaramóts- ins í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli laugar- daginn 6. september nk. Í tengslum við hann hefur Hekla efnt til happdrættis sem kallast „Touran-landsleikurinn“ og er vinningurinn ferð fyrir sjö á síð- ari landsleik liðanna í Hamborg í október. Allir þeir sem reynsluaka Volkswagen Touran hjá Heklu geta tekið þátt í happdrættinu en vinningshafinn verður dreginn út þegar fyrri leikurinn fer fram, segir í fréttatilkynningu. Eyjólfur heimsækir unga KR-inga NÚ um helgina verða seldir pennar til styrktar starfi aðildar- félaga Krabbameinsfélags Ís- lands, en slík sala er orðin árviss. Selt verður við verslanir og geng- ið í hús þar sem því verður við komið. Allur ágóði rennur til að- ildarfélaga Krabbameinsfélags Íslands en það eru svæðisbundin krabbameinsfélög og stuðnings- hópar sem stofnaðir hafa verið til að sinna fræðslu og félagslegri þjónustu við þá sem hafa fengið krabbamein. Undanfarin ár hefur verið unn- ið að því að efla starf svæðis- bundnu félaganna. Hafa nokkur þeirra þegar tekist á við verkefni í heimabyggð sinni, einkum á sviði fræðslu og forvarna. Hefur það gefið mjög góða raun og fleiri fé- lög hafa hug á að fara út á þessa braut. Stuðningshóparnir hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra og hefur það haft ómetanlega þýðingu, segir í fréttatilkynningu. Pennasölunni er ætlað að styðja við þessa starfs- þætti. Pennasala Krabba- meinsfélagsins er um helgina MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá AFLI Starfsgreinafélagi Austurlands: „Stjórnarfundur AFLS Starfs- greinafélags Austurlands, haldinn á Egilsstöðum þriðjudaginn 2. sept- ember 2003, harmar þá stöðu sem komin er upp á vinnusvæðinu við Kárahnjúka. Mikið áhyggjuefni er að aðstæður starfsmanna eru í engu samræmi við íslensk lög og reglu- gerðir og einnig að kjarasamningar skuli vera brotnir, sérstaklega á er- lendum starfsmönnum á svæðinu. Ljóst er að þrátt fyrir mikla vinnu verkalýðshreyfingarinnar við að tryggja að kjarasamningum sé fylgt, hvað varðar lágmarkskjör, aðbúnað og fleira, þá bendir allt til að verk- takar séu ennþá að brjóta á starfs- mönnum. Ennfremur er það áhyggjuefni að eftirlitsaðilum á svæðinu hafi ekki verið búin þau skilyrði sem nauðsyn- leg eru til að fylgjast með að lög og reglugerðir séu virtar. Því er skorað á stjórnvöld, sérstaklega ráðherra dóms- og kirkjumála, félagsmála og umhverfismála að auka fjárveitingar til þeirra eftirlitsaðila á Austurlandi sem sinna þurfa þessu gríðarstóra verkefni.“ Harmar stöðu við Kárahnjúka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.