Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður RagnarIngimundarson fæddist á Siglufirði 25. maí 1924. Hann andaðist á gjör- gæsludeild Landspít- alans 27. ágúst síð- astliðinn. Sigurður var sonur hjónanna Jóhönnu Arngríms- dóttur, f. 16. júní 1880, d. 4. október 1932, og Ingimundar Sigurðssonar, f. 7. maí 1882, d. 21. des- ember 1941. Systkini Sigurðar eru Sigurð- ur Anton, f. 8. júlí 1907, d. 1924, Sigurbjörg, f. 11. júní 1909, Ein- ara, f. 20. feb. 1911, d. 25. nóv. 1998, Arngrímur, f. 23. nóv. 1912, Ástríður, f. 7. maí 1915, d. 6. nóv. 4. des. 1957, maki hennar er Tonny Espersen, börn þeirra eru Díana, Sandra og Alex Ingi. 4) Gylfi Ingi, f. 27. mars 1960. 5) Berglind, f. 25. des. 1963, sambýlismaður er Atli Sigurðarson, fyrri maki Arnar Helgi Kristjánsson, börn þeirra eru Sigurður Ragnar og Snædís. Sigurður lauk námi á bókbands- vinnustofu Ísafoldar og fór í fram- haldsnám til Danmerkur þar sem hann lagði áherslu á að læra gyll- ingu og marmoreringu. Vegna at- vinnuleysis í stéttinni sneri hann sér að verslunarrekstri, fyrst í smáíbúðahverfinu sem þá var að byggjast upp og síðan í Álfheim- unum, þar sem hann af ótrúlegum dugnaði og með tvær hendur tóm- ar byggði verslunarhúsið og hóf rekstur Álfheimabúðarinnar í maí 1959. Á sama tíma fluttu þau hjón- in inn í íbúð á efri hæð hússins og bjuggu sér og börnum sínum heim- ili, þar sem þau hafa búið síðan. Útför Sigurðar verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 1999, Sigurlína, f. 1. sept. 1917, og Kristín, f. 8. okt. 1922, d. 23. júní 1997. Sigurður kvæntist 31. des. 1951 Dóru M. Ingólfsdóttur, f. 20. okt. 1926. Foreldrar hennar voru Lilja Halldórsdóttir, f. 7. júní 1881, d. 6. nóv. 1956, og Ingólfur Daðason, f. 22. des. 1886, d. 24. júní 1947. Sigurður og Dóra eiga fimm börn: 1) Lilja, f. 10. mars 1951, dóttir hennar er Dóra María og á hún einn dreng, Magnús. 2) Anna, f. 31. janúar 1953, maki hennar er Kon- ráð Jónsson, dætur þeirra eru Sesselja, Lilja og Edda. 3) Erna, f. Elsku hjartans pabbi minn. Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert um ævina, að þurfa að skrifa þessa minningargrein um þig. Ég trúi því ekki að þú sért farinn. Þú varst svo kátur, hress og vongóður þegar ég skildi við þig á Landspít- alanum 24. ágúst. Hjartaaðgerðin var erfiðari en læknarnir héldu í fyrstu og tók um átta klukkustund- ir. Ég vakti yfir þér í tvær nætur. Þú barðist eins og hetja á þriðja sól- arhring. Lífsvilji þinn var alveg ótrúlegur. Ég þakka Guði fyrir að við fjölskyldan náðum öll að kveðja þig áður en yfir lauk. Samt er þetta svo ótrúlega sárt. Þú þráðir svo heitt að fá bót meina þinna og geta lifað betra lífi, en þú þarft ekki að kveljast lengur elsku pabbi minn. Þú elskaðir að ferðast. Við fórum nokkrar góðar utanlandsferðir sam- an, t.d. til Brasilíu, Mexíkó og Hawaii. Þú varst svo mikill athafna- maður og þér féll aldrei verk úr hendi. Ég get ekki látið það ógert að minnast á þann paradísarreit sem þú reistir fjölskyldu þinni í Torre- vieja á Spáni árið ’85. Allur frágang- ur á húsinu ber þess glöggt merki bæði innan og utan hve mikill lista- maður þú varst. Þú varst svo hreyk- inn af þessu listaverki þínu, enda hafðir þú orð á því sjálfur að þetta yrði þinn minnisvarði. Innanlandsferðirnar voru ekki síðri, og var það þér að þakka, því þú varst svo fróður og skemmtileg- ur ferðafélagi. Við fórum í ferð árið ’98 norður á Skagaströnd og Siglu- fjörð, þinn fæðingarstað, sem þér var alltaf kær, og var það ógleym- anleg ferð. Við mamma eigum eftir að sakna þín mikið þegar við förum í okkar árlegu ferð til Þingvalla að skoða haustlitina. Það var sama hvað kom upp á í fjölskyldunni, þú stóðst eins og klettur og studdir við bakið á okkur. Ég væri sjálfsagt ekki á lífi í dag elsku pabbi minn ef ég hefði ekki haft þinn stuðning og kærleik þegar ég veiktist ’87. Þú varst mikill fag- urkeri og smekkmaður á alla hluti, glæsilegur maður og fínn í tauinu svo eftir var tekið. Ófáar voru þær ferðirnar til London sem þú fórst um jólaleytið til að versla á allan barnahópinn þinn. Allir voru svo ánægðir með allt sem þú keyptir og allt passaði svo vel. Þú varst ómissandi þegar um stórveislur var að ræða í fjölskyld- unni. Borðin svignuðu undan kræs- ingunum sem þú sást um að skreyta. Elsku pabbi minn, það verður erf- itt að koma í Álfheimana og finna ekki fyrir þínum hlýju móttökum og hnyttnu tilsvörum. Minninguna um þig elsku pabbi minn mun ég geyma í hjarta mínu alla tíð, því þú veist hvað ég var mikil pabbastelpa. Þú ert fyrirmyndin mín. Ég vil þakka fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum árin elsku pabbi minn. Guð geymi þig. Hvert blóm, sem grær við götu mína, er gjöf frá þér, og á þig minnir allt hið fagra, sem augað sér. Sól og jörð og svanir loftsins syngja um þig. Hvert fótspor, sem ég færist nær þér, friðar mig. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Þín elskandi dóttir, Lilja. Elsku hjartans pabbi minn. Hann er svo miklu, miklu erfiðari en orð fá lýst sá sári söknuður sem nístir inn í hjarta mitt við fráfall þitt. Öll fjölskyldan hafði bundið svo sterkar vonir við að aðgerðin myndi bæta heilsu þína, en engan grunaði þó að þú hefðir verið orðinn svona mikið þjáður og kom þetta því eins og reiðarslag. En góðar minningar um þig milda þá miklu vanlíðan sem gerir nú vart við sig á þessum tíma- mótum elsku pabbi minn. Þú tókst á móti mér í þennan heim, þegar ég fæddist heima á Laugateignum. Þú fylgdir mér óör- uggri í mitt fyrsta atvinnuviðtal. Þú leiddir mig inn kirkjugólfið á brúð- kaupsdegi mínum. Þú fegraðir heimilið okkar Konna með fallegum hlutum sem prýða það enn. Þú gladdist með okkur við fæðingu barna okkar. Þú varst svo smekklegur á allan hátt, með allt sem þú tókst þér fyrir hendur og flott uppfærður með fata- val að ég var alltaf stolt að ganga þér við hlið. Þú bjóst yfir miklum listrænum hæfileikum enda hafðir þú ungur lært bókband og fórst síð- ar í sérnám í skrautgyllingu bóka til Kaupmannahafnar. Ég naut góðs af þessum hæfileikum þínum þegar ég undirbjó jóla- og áramótaveislur í Álfheimum með þér og lærði margt handbragðið af þér elsku pabbi minn. Jólin eru mér sérstaklega minnisstæð í gegnum tíðina með ykkur mömmu. Þá skreyttir þú allt svo fallega, sem gerði allt svo hátíð- legt, og mamma með sína einstöku hæfileika í matseldinni stóð þér við hlið og unnuð þið ætíð svo vel saman sem einn maður. Þó að þú hafir ekki flíkað tilfinn- ingum þínum, þá sýndir þú það á annan hátt hversu vænt þér þótti um allan hópinn þinn með óþrjót- andi gjafmildi til allra. Þú varst mik- ill höfðingi og bjóst okkur yndislegt heimili í Álfheimum, sem þú byggðir upp af dugnaði með tvær hendur tómar. Í dag er heimilið fagurprýtt ótal fögrum listmunum sem bera vott um smekkvísi þína, elsku pabbi minn. En þú lést ekki þar við sitja, heldur bjóstu okkur annað glæsilegt heimili á Spáni sem við höfum öll fengið að njóta í gegnum árin. Þegar þú byrjaðir verslunarrekst- ur við Álfheima með mömmu þér við hlið sem styrka stoð bættust börnin við eitt af öðru og tóku þátt í starf- inu og gleðinni sem fylgdi því að vera saman. Við erum sérlega sam- heldin fjölskylda og mun það núna nýtast okkur sem mikil hjálp í sorg- inni. Við áttum óteljandi ánægjuleg- ar samverustundir með þér elsku pabbi minn og oft var kátt á hjalla í Álfheimum og þú hrókur alls fagn- aðar með þína sérstöku og skemmti- legu kímnigáfu. Allar þínar stóru ákvarðanir sem þú tókst og framkvæmdir af áræði um ævina ásamt elsku mömmu hafa lukkast svo vel að öll megum við vera stolt af, enda varst þú mikill leiðtogi okkar, stoð og stytta og fórst fyrir hópnum líkt og hirðir sem leiðir hjörð sína. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elsku mamma ég bið um Guðs styrk þér til handa og okkur öllum. Vertu Guði falinn, elsku pabbi minn. Þín Anna. Elsku hjartans pabbi minn. Ég trúi því ekki að þú sért farinn frá okkur. Tengslin milli okkar hafa alltaf verið mikil, allt frá því að ég var kornabarn í vagni sofandi fyrir utan búðina þína og þú passaðir mig þar. Seinna fékk ég oft að fara með þér í bæinn þar sem þú þurftir að útrétta og oftast kom ég með eitthvað nýtt heim sem þú hafðir keypt handa mér og mamma átti að finna út hvað það var. Eftir að ég náði þeirri stærð að sjá yfir búðarborðið, kenndir þú mér að afgreiða í sjopp- unni eins og hinum systkinunum og þar unnum við saman fjölskyldan. Í þá daga óskaði ég mér oft að ég þyrfti ekki að vinna þar, en núna þakka ég það og finnst við systkinin hafa verið heppin, því við höfðum ykkur mömmu alltaf hjá okkur. Minningarnar hrannast upp, ferðalög innanlands og utan, þar sem þú hélst fast í hendurnar á okk- ur Inga, ég, átti hægri og Ingi vinstri, sunnudagsbíltúrarnir ómiss- andi þegar við vorum öll saman, bæjarferðirnar þegar þú fórst með okkur Beddý og dressaðir okkur upp. Eftir að ég flutti að heiman og stofnaði mína fjölskyldu, varst þú alltaf á þínum stað, tilbúinn að hjálpa til og gera það sem gera þurfti. Okkur leið alltaf vel saman hvort sem við vorum inni á skrif- stofu að blaða í reikningum eða SIGURÐUR R. INGIMUNDARSON Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, JÓHANN E. ÓSKARSSON, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 5. september kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlegast bent á Hjartavernd. Lydía Edda Thejll, Finnur L. Jóhannsson, Oddný H. Haraldsdóttir, Garðar Jóhannsson, Sólveig Halldórsdóttir, Vilborg E. Jóhannsdóttir, Sigfús B. Sverrisson, Bryndís E. Jóhannsdóttir, Ármann Halldórsson, Óskar G. Óskarsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÁGÚSTA SAMSONARDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis á Patreksfirði, sem andaðist fimmtudaginn 28. ágúst, verður kvödd í Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, fimmtu- daginn 4. september, kl. 15.00. Útförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 6. september kl. 14.00. Stella Gísladóttir, Richard Kristjánsson, Bjarney Gísladóttir, Eyjólfur Þorkelsson, Sigríður Björg Gísladóttir, Jóhann Svavarsson, Snæbjörn Gíslason, Kristín Finnbogadóttir, Guðmundur Bjarni Gíslason, Margrét Jóna Gísladóttir, Hálfdán Þórhallsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGILEIF KÁRADÓTTIR, Droplaugarstöðum, áður Espigerði 2, Reykjavík, sem lést að kvöldi föstudagsins 29. ágúst, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudag- inn 5. september kl. 15. Kolbrún Björnsdóttir, Jón Björnsson, Anna Ottesen, Björn Björnsson, Áslaug Kjartansson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, ÓLAFAR ÓSKARSDÓTTUR, Klettahrauni 15, Hafnarfirði. Jón Gunnarsson, Erla G. Jónsdóttir, Jón Eiríksson, Sigrún Jónsdóttir, Brynjar Ragnarsson, Gunnar Jónsson, Magnea G. Þórarinsdóttir, Sjöfn Jónsdóttir, Sigurjón R. Hrafnkelsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.