Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAMNINGAR voru undirritaðir í gær milli Latabæjar og Nickelod- eon um framleiðslu og sýningu á 40 sjónvarpsþáttum um Latabæ í Bandaríkjunum. Alls munu 100 manns starfa við framleiðslu þátt- anna hér á landi og munu sýningar þeirra ná til 86 milljóna heimila í Bandaríkjunum. Í fréttatilkynningu frá Latabæ segir að Nickelodeon sé vinsælasta barnastöð í Bandaríkj- unum, en hún er hluti af einni stærstu fjölmiðlasamsteypu í Bandaríkjunum, Viacom. Vörur tengdar sjónvarpsefni Nickelodeon velta um 2,5 milljörðum bandaríkja- dala á ári og slái þættirnir um Lata- bæ í gegn má búast við umtals- verðum tekjum af sölu varnings, er tengist þáttunum, í Bandaríkjunum og víðar með frekari útbreiðslu þeirra, að sögn Magnúsar Scheving, aðalhugmyndasmiðs að gerð Lata- bæjar. Magnús undirritaði samninginn fyrir hönd Latabæjar og Brown Johnson, aðstoðarframkvæmda- stjóri barnadeildar Nickelodeon, fyrir hönd bandaríska fyrirtækisins. Í samtali við Morgunblaðið sagði Brown Johnson að umhverfið og að- stæður í Bandaríkjunum væru sér- staklega góðar núna fyrir markaðs- setningu á barnaþáttum þar sem hvatt væri á jákvæðan og skemmti- legan hátt til hollari lífshátta. „Jarðvegurinn fyrir þessar hug- myndir er mjög frjór í Bandaríkj- unum núna, í fullum blóma í raun, því það hafa margar greinar birst í fjölmiðlum undanfarna 6 mánuði um offitu barna í Bandaríkjunum og mataræði þeirra og að Bandaríkja- menn séu almennt of feitir og hreyfi sig of lítið. Ég tel að Latibær slái einmitt rétta tóninn, því mér finnst þættirnir ekki predika yfir börnun- um heldur snúast þeir um að hafa gaman af því að borða hollan mat og hreyfa sig,“ segir Johnson. Stefán Karl Stefánsson leikur Glanna glæp Að hennar sögn kemur Nickelod- eon inn í samstarfið með aðstand- endum Latabæjar með mikla reynslu í gerð sjónvarpsþátta fyrir börn, enda hefur fyrirtækið fram- leitt ótal slíka þætti. Fyrirtækið ákvað að semja um gerð 40 þátta af Latabæ, sem að sögn Johnsons er mjög mikið því yfirleitt semji Nickelodeon ekki um framleiðslu á meira en 13 til 20 þáttum í einu. „Þetta leiðir vonandi til mikillar vel- gengni, og ég held að það verði raunin,“ segir Johnson. Magnús Scheving hefur unnið að hugmyndinni um Latabæ í 11 ár og hefur að sögn lagt gríðarlega vinnu, ásamt aðstoðarfólki sínu, í markaðs- setningu á þessari hugmynd und- anfarin ár. Hann segir samninginn stórkostlegt tækifæri til að koma hugmyndinni áfram og hann gefi ótal tækifæri í framtíðinni. Fram- leiðsla þáttanna hefst nú í nóvember og er þessa dagana verið að ráða fólk til starfa við gerð þáttanna. „Þetta verða 40 hálftíma þættir sem eiga að verða tilbúnir í sjónvarp í júní á næsta ári. Það verða 100 manns sem vinna að þessum þáttum hér á Íslandi, þ.e. tökur fara fram hér á landi. Máni Svavarsson sér um tónlistina og þeir eru að reyna að fá mig til að leika álfinn en það er ennþá spurningarmerki því ég er að reyna að fá einhvern annan til þess. Stefán Karl Stefánsson leikari mun leika Glanna glæp, því það er eng- inn annar sem passar í það hlutverk og það verður skrifað undir samn- ing við hann á morgun [í dag] um að leika í þáttunum.“ Áhersla lögð á að framleiða þættina á Íslandi Að sögn Magnúsar felur samning- urinn í sér að Nickelodeon fær rétt á sölu á vörum, sem tengjast þátt- unum, í Bandaríkjunum en eigendur Latabæjar fá réttindin annars stað- ar í heiminum. „Það gerir þennan samning mjög spennandi. Sjónvarp- ið gefur í raun ekki miklar tekjur, það er einkaleyfið sem gefur tekjur og Nickelodeon er að fá 2,6 millj- arða dollara í sölu á slíkum vörum, þ.e. sölu á leikföngum, bolum, dúkk- um og hverju sem nafni tjáir að nefna. Við fáum hluta af tekjunum í Bandaríkjunum og ef allt gengur vel verður það dágóð summa,“ að sögn Magnúsar. Hann segir að þættirnir verði all- ir framleiddir hér á landi og að gríð- arleg áhersla hafi verið lögð á að vinna þættina hér heima með þeim Íslendingum sem koma að þeim. Að- alhandritahöfundur Rugrats þátt- anna, sem er þekktasti þáttur Nickelodeon, mun starfa við gerð þáttanna og stjórnendur brúða hafa m.a. unnið við fræga brúðuþætti sem gerðir hafa verið af fyrirtæki Jim Henson, sem m.a. framleiddi Prúðuleikarana. Þá er búið að velja stúlku úr hópi 300 umsækjenda til að leika Sollu stirðu og að sögn Magnúsar er því spáð að hún verði stórstjarna í Bandaríkjunum. Framleiðsla þáttanna hefst í nóv- ember og segir Magnús að kvik- myndaverið verði líklega staðsett í Garðabæ en fleiri bæjarfélög hafi lýst yfir áhuga á að fá Latabæ til sín. Sjónvarpsþættir um Latabæ fara inn á 86 milljónir heimila í Bandaríkjunum 100 manns munu starfa við gerð þáttanna á Íslandi Morgunblaðið/Ásdís Brown Johnson og Magnús Scheving við undirritun samninga milli Nickelodeon og Latabæjar um gerð 40 sjónvarpsþátta. MARGARETA Winberg, vara- forsætisráðherra Svíþjóðar, flytur opinn fyrirlestur á ensku undir yfir- skriftinni „Feministic Governance, the Swedish Example“, föstudaginn 5. september kl. 12–13 í Nor- ræna húsinu. Í fréttatil- kynningu kemur fram að Winberg, sem fer með jafnréttismál í sænsku ríkisstjórninni, muni fjalla um hvað felist í jafnrétti kynjanna og hvernig eina ríkisstjórnin í heiminum starfi, sem kennir sig við kvenfrelsi (feminist government). Hún leitast enn- fremur við að svara þeirri spurningu hvort mögulegt sé að samræma hið hefðbundna sænska stjórnkerfi kvenfrels- isáherslum, hvaða aðferðum sænska ríkisstjórnin beiti að þessu leyti og hver sé ávinn- ingur beggja kynja af kven- frelsi. Árni Magnússon félagsmála- ráðherra, sem fer með jafnrétt- ismál af hálfu íslensku ríkis- stjórnarinnar, mun flytja ávarp í upphafi fyrirlestrarins. Fund- arstjóri verður Helga Jóns- dóttir borgarritari Reykjavík- urborgar. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Jafnréttis- stofu og Stofnunar stjórnsýslu- fræða og stjórnmála við Há- skóla Íslands. Margareta Winberg er stödd hér á landi í boði sendiherra Svíþjóðar á Ís- landi, Stígamóta og fleiri aðila, en hún flytur erindi á þeirra vegum nk. laugardag. Fyrirlest- ur um jafn- réttis- stefnu Svía Margareta Winberg RAINBOW Warrior, flaggskip umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace, kom inn á Faxaflóa í gær samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Að sögn Eriku Augustinsson, talsmanns grænfriðunga, mun Rainbow Warrior væntanlega koma til hafnar í Reykjavík á hádegi í dag. Fulltrúar Greenpeace koma hingað til lands til að mótmæla vísindaveiðum Íslendinga á hrefnu og hyggjast þeir halda blaðamannafund um borð í skip- inu á morgun og sigla með blaða- mennina um Faxaflóann. Þá er áætlað að skipið fari hringferð um landið til að kynna málstað samtakanna. Rainbow Warrior kemur til Reykjavík- ur í dag Greenpeace/Grace STJÓRN Fjórðungssambands Vestfjarða ákvað í gær að fela lög- manni sambandsins að kæra fjár- drátt fyrrverandi framkvæmda- stjóra sambandsins til lögreglu. Framkvæmdastjórinn sagði upp störfum á þriðjudag eftir að hann varð uppvís að því að hafa dregið sér hátt í sjö milljónir króna á þessu og síðasta ári. Maðurinn hefur greitt til baka stærstan hluta fjárins, eða rúmar fimm milljónir, og skuldbundið sig til að greiða það sem eftir er innan fárra daga. Endurskoðandi komst að málinu við gerð ársreiknings Upp komst um málið er endur- skoðandi var að ganga frá árs- reikningi fyrir fjórðungsþing Vest- firðinga sem halda á um næstu helgi. Fyrst sáu menn að 2,2 millj- ónir höfðu farið milli reikninga á síðasta ári, og framkvæmdastjór- inn greitt þá upphæð til baka um áramótin, samkvæmt bókhaldinu. Síðan bað stjórnarformaðurinn endurskoðandann að skoða bók- hald þessa árs og þá kom í ljós að 4,6 milljónir höfðu farið milli reikninga. Þetta er í annað sinn sem fjár- dráttur kemur upp hjá fjórðungs- sambandinu. Fyrri framkvæmda- stjóri dró sér rúmar 6 milljónir á tveimur árum og lét af störfum ár- ið 2001. Þess má geta að rekstr- artekjur fjórðungssambandsins hafa síðustu ár verið 16–17 millj- ónir króna á ári þannig að í ljósi þess hefur fjárdrátturinn numið stórum hluta af veltunni. Gríðarlegt áfall Guðni Jóhannesson, stjórnarfor- maður sambandsins, sagði við Morgunblaðið að þetta mál væri gríðarlegt áfall fyrir sambandið og hann persónulega. Fullt traust hefði verið borið til framkvæmda- stjórans og í ljósi fyrri atburða hefðu menn ekki getað ímyndað sér að annað eins gæti gerst. Ljóst væri að ábyrgð stjórnar væri nokkur en ekki hefði verið talin ástæða til að horfa yfir öxl fram- kvæmdastjórans dags daglega. Sagði Guðni það liggja fyrir að breyta yrði vinnubrögðum við rekstur og bókhald Fjórðungssam- bandsins í framtíðinni. Á komandi fjórðungsþingi yrði væntanlega fjallað um það að fela Atvinnuþró- unarfélagi Vestfjarða aukin verk- efni fyrir sambandið. Fjórðungssamband Vestfjarða Fjárdráttur framkvæmda- stjóra kærður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.