Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR karlmenn á þrítugsaldri eru að verða fremur vonlausir um að ná sér í kvenmann. Eft- ir að hafa farið erindisleysu á skemmtistaðina hverja helgina eftir aðra eru þeir nú staddir á krossgötum og gera upp við sig samskipti sín – eða öllu heldur samskiptaleysi – við konur. Þetta er inntak leikritsins Ráðalausir menn sem verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20. Höfundurinn er nýr á leiklistarsviðinu, Sig- uringi Sigurjónsson, og segir hann að upphaf- lega hafi þetta verið smásaga sem hann síðan færði í leikritsform eftir að hafa ráðfært sig við félaga sinn Sigurð Eyberg leikara. Verkið var frumflutt í fyrravetur af Leik- félagi Keflavíkur í leikstjórn Siguringa sjálfs við góðar viðtökur en hefur nú verið tekið til endurskoðunar og enduruppsetningar með at- vinnuleikurum og atvinnuleikstjóra við stjórn- völinn. Höfundurinn segir að einhverjir hafi lýst verkinu sem „Beðmál í borginni frá sjónarhóli karlmannsins“ en ég vona reyndar að þetta risti aðeins dýpra.“ Leikarar í sýningunni eru tveir, þeir Sig- urður Eyberg og Jón Páll Eyjólfsson. Leikstjóri er Ingólfur Níels Árnason. „Við erum allir af Suðurnesjunum og höfum þekkst í mörg ár. Strákarnir voru allir í Leikfélagi Keflavíkur áð- ur en þeir fóru í leiklistarnám erlendis. Sig- urður og Jón Páll til London og Ingólfur í leik- stjórnarnám til Ítalíu.“ Siguringi segir að karlarnir tveir í leikritinu séu óframfærnir og ofurnærgætnir menn. „Þeir eru svolítið svekktir yfir að því að þeir fái ekk- ert af því sem er í boði. Þeim finnst of margar ágætar konur fara í hundskjaft. Þeir spyrja í ráðaleysi sínu hvort konur viti nokkuð hvað þeim er fyrir bestu. Þeir velta konum mikið fyr- ir sér og reyna að komast að því hvernig þær hugsa. Áhorfendur fá að heyra og sjá hvernig þessi tegund af karlmönnum talar og hugsar. Það var greinilegt af viðbrögðum kvenna sem komu á sýningunni í Keflavík að þeim þótti þetta mjög fyndnar samræður. Samt er þetta skrifað í fúlustu alvöru. Þetta eru bara mjög einlægir og hreinskilnir náungar. Og líklega finna fleiri sig í þeim en vilja viðurkenna það.“ Sýningin er sett upp með styrk frá Reykja- nesbæ og stuðningi ýmissa fyrirtækja á Suð- urnesjum. Ráðgerðar eru sex sýningar í Tjarnarbíói á næstu vikum og segir Siguringi framhald eftir það alls óráðið. „Það kemur bara í ljós hvernig gengur.“ Vita konur hvað þeim er fyrir bestu? Morgunblaðið/Kristinn Ráðalausir menn fyrir utan Tjarnarbíó: Sig- urður Eyberg, Jón Páll Eyjólfsson, Ingólfur Níels Árnason og Siguringi Sigurjónsson. NÚTÍMADANSHÁTÍÐ – Reykja- vík dancefestival 2003 verður haldin í annað sinn dagana 6.–7. og 13.–14. september á Nýja sviði Borgarleik- hússins. Markmið hátíðarinnar er að skapa vettvang þar sem sjálfstætt starf- andi dansarar og danshöfundar kynna verk sín. Þeir sem standa að hátíðinni eru meðal fremstu dansara og danshöf- unda á Íslandi, þau: Ástrós Gunn- arsdóttir, Cameron Corbett, Jóhann Freyr Björgvinsson, Nadia Banine, Ólöf Ingólfsdóttir og Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Danshátíðin var fyrst haldin í fyrra, og segir Jóhann Freyr hug- myndina hafa sprottið af því hve lítið sé að gera fyrir dansara á Íslandi. „Við hittumst í fyrra og fórum að velta því fyrir okkur hvort við ættum að stofna dansflokk. Við vorum ekki alveg tilbúin í það að fara af stað með svo stóra hugmynd, en upp úr því datt okkur í hug að efna til svona há- tíðar, til þess að skapa okkur vinnu, koma verkum okkar á framfæri og fá að dansa sjálf. Planið er að þetta geti orðið stærra í sniðum í framtíðinni, en það byggist á því að við fáum styrki til þess. Fólk gæti þá hugs- anlega sótt um að fá að taka þátt í hátíðinni, við gætum verið víðar um bæinn og jafnvel fengið erlenda gesti og dansflokka.“ Hátíðin í fyrra gekk mjög vel og fékk afar góðar viðtökur. Jóhann Freyr segir að undirbúningur fyrir þessa hátíð hafi líka gengið mjög vel, enda sé hópurinn að vinna með frá- bæru fólki. „Það eru engir styrkir í þessu í ár, þannig að það er verið að snúa upp á eyrun á öllum þeim sem taka þátt í þessu. Fólkið sem sér um auglýsingar fyrir okkur og kynning- armálin er til dæmis alveg frábært, og fleiri – þetta er allt unnið af at- vinnufólki fyrir ekki neitt. Ríkið styrkti okkur danshöfundana hins vegar með listamannalaunum, en all- an kostnað við að koma þessu upp berum við sjálf. Það kostar til dæmis að leigja leikhús til sýninga. Þess vegna ákváðum við að fara í samstarf við Borgarleikhúsið, og við opnum leikárið þeirra um helgina. Leikhús- stjórinn var svo frábær að taka okk- ur inn, og svo stólar hann bara á okk- ur að þetta standi undir sér.“ Jóhann Freyr segir að vegna þess að engir styrkir hafi fengist til hátíð- arinnar í ár, hafi hópurinn ákveðið að hver og einn skyldi semja sólóverk fyrir sjálfan sig. „Það er ofboðslega krefjandi en líka mjög hollt fyrir danshöfunda. Útkoman er mjög spennandi. Við höfum gagnrýnt hvert annað, og þegar ég sá þetta í fyrsta skipti í heild sinni á æfingu um daginn þá sá ég að hvert og eitt okk- ar er að gera eitthvað alveg sérstakt. Það er alltaf erfitt að útskýra ná- kvæmlega fyrir öðrum dönsurum hvað maður ætlar sér í eigin verki – fólk dansar sína dansa best sjálft. Verkin eru öll mjög góð – það er mik- il einlægni í þeim og mikill friður og fegurð yfir þeim. Mér finnst við öll hafa vaxið frá því í fyrra og vera að gera flottari hluti.“ Jóhann Freyr segir að danshöf- undarnir eigi það helst sameiginlegt í verkunum sem verða frumsýnd um helgina að vera persónulegir og kafa svolítið innávið. „Það eru allir hver á sinn hátt að skoða sjálfa sig – hver er ég, hvar stend ég, hvert er ég að fara. Þetta kemur fram í dönsunum.“ Verk Sveinbjargar heitir For I am …, Ástrós Gunnarsdóttir er höf- undur Skissu, Out of Body heitir verk Camerons Corbett, verk Nadiu Banine kallast Transitions, Jóhann Freyr samdi Portrett og verk Ólafar Ingólfsdóttur heitir The Secret Life of a Wallflower. Verkin spanna öll 10–20 mínútur. Sýningar verða fjórar og öll verkin sex sýnd á hverri sýningu, laugardag og sunnudag báðar helgarnar. Jóhann Freyr segir hópinn rétt að byrja og að nú þegar sé farið að leggja drög að næstu hátíð, að ári. Það verður líka látið reyna á það góða orðspor sem fer af íslenskum nútímadansi á erlendri grund. „Við ætlum líka að reyna að selja þessa hátíð erlendis. Við erum komin með mjög flotta vefsíðu með efni um okkur og dansana. Þetta eru allt ungir og efnilegir danshöfundar og frábærir dansarar. Við hljótum að eiga erindi á erlenda grund.“ Vefsíða hátíðarinnar er: http://www.dancefestival.is. Sex ný dansverk frumsýnd á Nútímadanshátíð Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu um helgina Morgunblaðið/Kristinn For I am…: Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Persónuleg einlægni, frið- ur og fegurð Morgunblaðið/KristinnPortrett: Jóhann Freyr Björgvinsson. ÞESSA dagana stendur yfir sýning á verkum Bjarna Bernharðs á Mokka. Um er að ræða þriðju einka- sýningu hans og sýnir hann nú fimm- tán verk, öll í framúrstefnulegum stíl. Sýningin stendur til 12. október. Endurútgefin ljóð Þá hefur Bjarni endurútgefið ljóðabók sína Náttglöpin. Í henni má finna eldri endurskoðuð ljóð höfund- ar í bland við ný. Bókin fæst í helstu bókabúðum en hægt er að nálgast hana á sérkjörum með því að senda tölvupóst á deus- @internet.is eða hjá höfundi, sem gjarnan situr á Mokka þessa dagana. Útgefandi er Deus. Málverk á veggjum Mokka ♦ ♦ ♦ SAMSÝNING á myndverkum Sig- urdísar Hörpu Arnarsdóttur og Stefáns Berg verður opnuð í Jóns- húsi í Kaupmannahöfn kl. 17 á morg- un, föstudag, að staðartíma. Sigurdís Harpa sýnir teikningar auk olíumál- verka á striga og Stefán Berg teikn- ingar. Þau hafa dvalið í Kaupmanna- höfn síðastliðinn mánuð og unnið að þessari sýningu. Þetta er í fyrsta sinn sem þau sýna saman en hafa bæði sýnt heima og erlendis. Þetta er sölusýning og stendur til mánaðamóta. Samsýning í Jónshúsi Óvinurinn eftir Emmanuel Carrère er kominn út í kilju. Þýðandi er Sigurður Pálsson. Sögupersónan Jean-Claude Rom- and var manna ólík- legastur til voða- verka. Hann var virtur læknir hjá Alþjóða heilbrigð- ismálastofnuninni, mikilsmetinn vís- indamaður og heimagangur hjá heimsfrægum mannvinum. Hann var fyrirmyndar sonur í daglegu sambandi við aldraða foreldra, snjall pen- ingamaður með fjármál fjölskyldu og tengdafólks á sinni könnu. Á yfirborðinu var allt í sóma, en síð- ar kom sannleikurinn í ljós; hann hafði aldrei tekið læknapróf; var ekki í neinu starfi; þekkti engar frægar per- sónur; hann hafði sólundað sparifé tengadaforeldranna. Þegar segja átti foreldrum hans tíðindin þá fundust þau einnig í blóði sínu – myrt af fram- andi manni, syni þeirra. Höfundurinn verður gestur Bók- menntahátíðar í september. Kilja ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.