Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 47
ELDS SAGA Harðar Torfasonarer tuttugusta plata hans, en fyrstu plötuna gaf hann út árið 1970. Eftir rúma viku er svo komið að hin- um árlegu hausttónleikum Harðar, þar sem lög af plötunni nýju verða frumflutt ásamt eldra efni að vanda. Þetta er í 27. skiptið sem hausttón- leikarnir eru haldnir en þeir hafa verið óslitið á dagskrá Harðar allan þennan tíma. Elds saga lýtur sumpart nokkuð öðrum lögmálum en fyrri verk Harð- ar. Platan er hugsuð sem fyrsta verkið af fimm með heildstæðum söguþræði, þótt möguleiki sé einnig á því að líta á diskana sem sjálfstæð- ar einingar. „Þetta er svona tilfinningalegt uppgjör eða lífsviðhorf,“ segir Hörð- ur. „Þetta er ekki sett í fyrstu per- sónu eintölu í raun og veru, heldur er ég að skapa ákveðna sögupersónu. Þessi hugmynd er sprottin úr verki sem ég flutti fyrst fyrir átta árum og heitir Vitinn. Það er saga um mann sem fer yfir líf sitt og það sem hann upplifir.“ Hörður segir að sögupersóna Vit- ans takist m.a. á við eldinn og hún fari í gegnum frumefnin fjögur; eld, jörð, loft og vatn. „Hugmyndin er sú að gefa út síð- asta diskinn þegar ég verð sextug- ur,“ segir Hörður. „Lögin eru tólf á disknum. Og þá er þetta orðið fimm sinnum tólf sama sem sextíu. Ég er svona að leika mér að þessu (hlær).“ Plötuna hefur Hörður unnið með Vilhjálmi Guðjónssyni sem mun koma fram með honum á tónleikun- um ásamt Þóri Úlfarssyni sem einn- ig kemur við sögu á plötunni. „Ég er reyndar að gæla við þá hugmynd að fá fimm ólíka útsetjara til að vinna með á þessum plötum. Hvert frumefni hefur auðvitað sitt yfirbragð. En þar fyrir utan hef ég verið yfir mig hrifin að vinna með Villa. Hann hefur haft mikil áhrif á mig og kennt mér mikið.“ Það er að vonum hugur í Herði fyrir hausttónleikana. „Þessir þúsundþjalasmiðir, Villi og Þórir, gæða dauða hluti lífi bara með því að spila á þá,“ segir hann með andakt. „Svo verð ég þarna líka stóran hluta einn með gítarinn.“ Elds saga er komin út. Hausttón- leikarnir verða föstudagskvöldið 12. september og hefjast kl. 21.00. Tón- leikastaðurinn er Austurbær. Miða- verð er 2.700 kr. og er hægt að panta miða í gegnum heimasíðu Harðar. Morgunblaðið/Þorkell Hörður Torfason hefur gefið út sína tuttugustu plötu með Elds sögu. Eldsálin Hörður arnart@mbl.is www.hordurtorfa.com Ný plata og hausttónleikar með Herði Torfasyni MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 47 BERGLIND Ólafsdóttir fer með hlutverk í nýjum sjónvarpsréttarþætti sem hóf göngu sína í Banda- ríkjunum á dögunum. Þátturinn heitir Style Court, eða Tískuréttur- inn, og gengur út á að draga annálaða tísku- þrjóta fyrir rétt þar sem viðkomandi er tekinn í gegn fyrir eindæma smekkleysi í klæðaburði í gegnum tíðina og hann dæmdur til útlitsbreyt- ingar. Dómarinn er Henry Roth, en réttar- vörðurinn, sem sér um að halda friðinn í réttarsaln- um, er af íslensku bergi brotinn og heitir Berg- lind Ólafsdóttir. Berglind, sem auk eig- in skírnarnafns hefur notað listamannanöfnin Burgland Icey og Icey Berglind, hefur starfað í Los Angeles í nokkur ár, leikið í nokkrum kvik- myndum og nokkrum sinnum tekið þátt í Óskarsverðlaunaathöfninni eins og greint hefur verið frá hér- lendis. Berglind hefur farið með lítil hlutverk í gamanmyndunum Dýri (Animal) og Svaka gella (Hot Chick) með Rob Schneider og Meistari dulargervanna (Master of Disguise) með Dana Carvey og komið fram í sjónvarpsþættinum Skelfingin uppmáluð (Scare Tact- ics) sem nú er sýndur á Stöð 2. Íslenskur réttar- vörður tískunnar Berglind Ólafsdóttir í fullum skrúða réttar- varðarins, með handjárnin til taks. Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. Tvær löggur. Tvöföld spenna. Tvöföld skemmtun. Sýnd kl. 5.30. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 6 og 8.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Mestu illmenni kvikmyndasögunnar mætast í bardaga upp á líf og dauða. Sýnd kl. 5.45, 8. og 10.15. B.i. 16 ára.  Skonrokk FM 90.9 TVÆR VIKUR Á TOPPNUM Í USA Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í svakalegustu hasarmynd sumarsins! Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. J I M C A R R E Y Sýnd kl. 6. Með íslensku tali. FORSÝND Í KVÖLD Almenn forsýning kl. 8. Miðasala opnar kl 5.30. MEÐ ÍSLENSKU TALI ATH! Munið eftir Sinbað litasamkeppninni á ok.is SV. MBL Fullkomið rán. Svik. Uppgjör. Ein skemmtilegasta spennumynd ársins. Miðasalan hafin!i l i ! FORSÝND Í KVÖLD KL. 20:00 Miðasalan opnar kl. 17:30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.