Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 40
ÍÞRÓTTIR 40 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK  HELENA Ólafsdóttir, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, hefur gert eina breytingu á leik- mannahópi Íslands gegn Frökkum í undankeppni EM. Björg Ásta Þórðardóttir úr Breiðabliki hefur dregið sig úr hópnum og í hennar stað kemur Laufey Jóhannsdóttir en hún leikur með Val. Leikurinn fer fram 8. september næstkom- andi í París. Ísland er í öðru sæti í sínum riðli með 4 stig eftir tvo leiki. Frakkar eru í þriðja sæti með 3 stig en frönsku stúlkurnar hafa aðeins leikið einn leik í riðlinum. Laugardaginn 13. september leikur Ísland gegn Póllandi á Laugardals- vellinum en Pólland er án stiga í riðlinum.  SIR Bobby Robson, knattspyrnu- stjóri Newcastle, hefur sagt sókn- armanninum Carl Cort að hann eigi enn framtíð hjá Newcastle. Cort hefur leikið mjög lítið með lið- inu síðustu ár en hann hefur glímt við erfið meiðsli síðan hann kom frá Wimbledon. „Cort mun leika mikilvægt hlutverk fyrir okkur í vetur. Ég hef mikla trú á honum en hann hefur verið ótrúlega óheppinn með meiðsli,“ sagði Robson.  ÞRÍR leikmenn úr 1. deild karla í knattspyrnu taka út leikbann í 17. og næstsíðustu umferð deildarinnar um næstu helgi. Það eru Henning Jónasson úr Aftureldingu, Zeid Yasin úr Leiftri/Dalvík og Sveinn Snorri Magnússon úr Stjörnunni.  RIO Ferdinand, leikmaður Man- chester United, getur ekki leikið með enska landsliðinu gegn Mak- edóníu í Skopje á laugardaginn en þjóðirnar mætast þar í undan- keppni EM í knattspyrnu. Ferdin- and hefur glímt við sýkingu í nýr- um að undanförnu og eftir læknisskoðun í gær var ákveðið að hann færi ekki með liðinu til Skopje.  JAMES Beattie, sóknarmaður Southampton, hefur trú á því að hann geti fest sig í sessi sem einn af aðalsóknarmönnum enska lands- liðsins. „Ef ég fæ tækifæri með landsliðinu mun ég standa mig vel. Eina sem ég get gert er að halda áfram að leika vel fyrir Southamp- ton og skora mörk fyrir félagið. Vonandi fæ ég þá tækifæri með landsliðinu,“ sagði Beattie.  RONALDINHO skoraði sitt fyrsta deildamark fyrir Barcelona í fyrrinótt þegar lið hans gerði jafn- tefli, 1:1, við Sevilla á heimavelli sínum, Nou Camp. Leikurinn var einstakur að því leyti að hann hófst 5 mínútum eftir miðnætti en með því gat Barcelona látið leikinn fara fram áður en hollensku landsliðs- mennirnir hjá félaginu færu til síns heima vegna landsleiks. Leikurinn gat ekki hafist fyrir miðnætti því þá hefðu talist of fáir dagar á milli leikja liðsins. Dallas lék í vor til úrslita við SanAntonio Spurs í Vesturdeild NBA-körfuknattleiksins, þannig að ljóst má vera að þarna er á ferðinni eitt sterkasta lið deildarinnar um þessar mundir. „Ég held að Jón hafi verið stutt frá því að komast inn í nýliðavalinu á dögunum. Ef til vill er þessi leið betri fyrir hann. Það er þó rétt að taka fram að þó svo hann sé búinn að gera fimm ára samning þá er það bara byrjunin. Hann er alls ekki kominn í liðið og það er mikið eftir hjá honum. Það er hans að vinna sig inn í liðið – en óneitanlega er þetta mjög góður áfangi hjá honum. Nú er þetta allt í hans höndum og aðeins hans. NBA-liðin mega vera með 17 leik- menn á undirbúningstímabilinu og fimmtán yfir veturinn. Öll eru liðin með fleiri leikmenn á mála hjá sér og það er ekkert óalgengt að þeir sem ekki komast inn í fimmtán manna hópinn fari til stórliða í Evr- ópu.“ - Verður Jón Arnór þá í Evrópu í vetur? „Nei, ég hef enga trú á því. Ég held að hann spili í NBA-deildinni í Bandaríkjunum. Það er ekki flókn- ara en það. Hins vegar er það auð- vitað enginn heimsendir fyrir hann þó hann komist ekki í leikmanna- hópinn núna. Hann er bara 21 árs gamall og það eru hlutir á borðinu sem bíða eftir honum og hægt verð- ur að grípa til komist hann ekki í leikmannahóp Dallas í vetur. Hann er altént ekki á leið í KR verði hann ekki í leikmannahópi Dallas á næstu leiktíð.“ Hefur mikla náttúrulega hæfileika Sigurður er ekki aðeins umboðs- maður heldur hefur hann þjálfað talsvert og þekkir því íþróttina ágætlega. Spurður um hvað það væri sem Jón Arnór hefði fram yfir marga aðra sagði hann: „Fyrir það fyrsta hefur hann mikla náttúrulega hæfileika og er gríðarlega mikill íþróttamaður. Hann hefur mikla tækni og það sem sker hann frá mörgum öðrum ungum leikmönnum er hvað hann á óskaplega auðvelt með að laga sig að leik mótherjanna. Hann leikur venjulega á því plani sem mótherjinn leikur. Þess vegna er ég sannfærður um að hann verði í NBA í vetur. Þegar hann leikur með þannig leikmönnum þá eykur hann við sig og fer upp á þeirra „plan“. Þetta eru ótrúlegir hæfileikar og annað sem má nefna í sambandi við hann er mikill sprengikraftur sem er ekki algengt hjá hvítum mönn- um. Þetta er meðfætt hjá honum, hann hefur ekki náð þessu með lyft- ingum og látum, hann er bara svona – með þennan blökkumannakraft.“ Með báða fætur á jörðunni „Enn eitt kemur honum vel í íþróttum og það er skapgerð hans,“ segir Sigurður um Jón Arnór. „Hann er með mjög gott keppnis- skap. Hann fer aldrei yfirum á stressi, virðist alltaf vera tilbúinn og svo notar hann skapið í leikinn, ekki í einhverja vitleysu. Hann er mjög geðgóður og með báða fætur á jörðunni og hann veit að haldi hann því þá nær hann langt. Jón sagði reyndar í gærkvöldi [þriðjudagskvöld] þegar búið var að skrifa undir að hann vissi ekki í hvorn fótinn hann ætti að stíga og það er auðvitað eðlilegt, en hann kemst fljótt á jörðina aftur.“ Sigurður sagðist ekki vita ná- kvæmlega hvernig launamálum væri háttað í NBA en sagði þó ljóst að vel væri gengið frá öllu varðandi tryggingar og eftirlaunasjóði og annað hjá NBA. „Ég vil nú sem minnst tala um launin, enda þekki ég þau ekki alveg. Það eru ákveðin lágmarkslaun sem allir í NBA fá og þó ég viti ekki nákvæmlega hver þau eru núna þá er óhætt að segja að þau eru vel við unandi.“ - En hvernig byrjaði þetta ferli allt saman? „Ég er svo gleyminn að ég man ekki hvenær þetta byrjaði allt sam- an. Í raun byrjaði þetta fyrir tæpum tveimur árum þegar ég reyndi að koma honum inn í háskóla í Banda- ríkjunum. Það voru nokkur ljón á þeim vegi þannig að ekkert varð af því. Þegar hann gaf það út að hann vildi gerast atvinnumaður fór hann til Skyliner sem bauð honum smán- arsamning. Ég spurði hann þá hvort hann vildi ekki gera þetta af fullri alvöru og sannfærði hann um að það væri traust fyrir hann að fara í gegnum mig og mína tengiliði. Þeg- ar hann sagði já hafði ég samband við umboðsmann sem vinnur á NBA-umboðsskrifstofu og sagði honum frá Jóni og að ég hefði trú á að hann gæti náð langt. Hann vildi vita hversu langt og ég sagði að ef engin breyting yrði á þróuninni hjá Jóni þá teldi ég að hann gæti náð alla leið í NBA. Hann trúði mér enda höfum við unnið lengi og vel saman. Skrifstofan hans tók því Jón Sigurður Hjörleifsson, umboðsmaður Jóns Arnórs Stefánssonar, er sann- færður um að Jón komist í leikmannahóp Dallas Mavericks í NBA-deildinni Jarðbundinn og fékk ríka hæfi- leika í vöggugjöf SIGURÐUR Hjörleifsson er um- boðsmaður Jóns Arnórs Stef- ánssonar körfuknattleiksmanns sem í fyrrakvöld gerði fimm ára samning við Dallas Mavericks í NBA-deildinni. Sigurður segist ánægður með að Jón skuli vera kominn að í NBA, en allt sé ekki búið enn því leikmannahópurinn er stór og aðeins megi nota fimmtán leikmenn yfir veturinn. Morgunblaðið/Jim Smart Jón Arnór Stefánsson körfuknattleiksmaður sem nú hefur komist á samning hjá NBA-liðinu Dallas. Skúli Unnar Sveinsson skrifar JÓN Arnór Stefánsson er fæddur 21. sept- ember árið 1982 og hefur leikið 60 leiki í úr- valsdeild með liði KR, þar af eru 20 leikir í úrslitakeppni. Hann lék fyrst með KR í úr- slitakeppninni vorið 2000, alls 8 leiki, þegar liðið varð Íslandsmeistari. Var lykilmaður liðsins tímabilin 2000-2001, 2001-2002. Meðaltöl með KR. Stig: 17,4 Fráköst: 4,1 Landsleikir. A-lið: 26 U-2- lið: 9 Drengja- og unglingalið:10 Leikir með TBB Trier Meðaltöl með TBB Trier: 25 Stig: 13,2 Fráköst: 2,8 Stoðsendingar: 2,7 Jón Arnór Stefánsson NBA-leikmenn eru á meðal launahæstu íþróttamanna heims en eigendur liðanna 29 sem eru í deildinni verða að halda launakostnaði leik- manna undir ákveðnu launa- þaki en sú upphæð tekur breytingum frá ári til árs. Í samningum samtaka leik- manna við eigendur liðanna er tekið fram að lágmarks- laun leikmanna sem eru að stíga sín fyrstu spor í deild- inni eru rúmlega 30 millj- ónir kr. eða um 367 þúsund Bandaríkjadalir. Sé miðað við það að Jón Arnór verði út samningstíma sinn hjá Dallas, þ.e. næstu fimm ár- in, og á þeim tíma fái hann ávallt lágmarkslaun lítur reiknisdæmið þannig út í milljónum íslenskra króna: 2003–2004: 30 2004–2005: 46,2 2005–2006: 52,4 2006–2007: 54,4 2007–2008: 56,4 Alls 239,4 milljónir ísl. kr. Þess ber að geta að samn- ingar leikmanna við NBA- deildina eru endurnýjaðir með reglulegu millibili og má gera ráð fyrir að þessar tölur verði mun hærri þegar fram líður. Um 240 milljónir kr. á fimm árum? HERBERT Arn- arson, leikmaður úrvalsdeildarliðs KR, fer í speglun á hné á föstudaginn en hann hefur verið meira og minna meiddur frá því í Valsmótinu fyrir ári síðan. Herbert sagði í gær að hann væri tvístígandi um framhaldið hjá sér. „Ég hef ekki verið góður í hnénu í rúmt ár og eftir þessa aðgerð get ég metið stöðuna en vonandi get ég verið með í vetur með liði KR,“ sagði Herbert en hann lék ekkert með KR fyrir áramót á síðustu leiktíð en hóf að leika á ný í byrjun þessa árs. Herbert er 33 ára gamall og hefur leik- ið með liði KR und- anfarin ár en áður lék hann með ÍR, Val og Grindavík hér á landi en hann var einnig atvinnumaður í Belgíu og Hollandi um tíma. Herbert Arnarson Óvissa hjá Herberti um framhaldið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.