Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 14
ERLENT
14 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Vantar eignir strax
Sölufulltrúi:
Sandra Guðmundsdóttir
sandra@remax.is
s: 899 42 55
Vantar eignir strax fyrir ákveðna kaupendur.
Tvær tveggja herb. 8-10 millj.
Þriggja herb.m/sér inngangi 12-14.5 millj.
Vantar einnig eignir á skrá -mikil sala.
Vantar eignir á skrá þ.á.m í neðra Breiðholti
MJÓDD
Hans Pétur Jónsson,
lögg. fasteignasali
Hans Pétur Jónsson lögg. fastsali
Sigríður Sigmundsdóttir,
s: 848 6071, 520 9558, sirry@remax.is
• Tveggja til þriggja herb. verð 8-10 millj, allt kemur til greina
• 100 fm snyrtilega hæð í lyftuhúsi eða á jarðhæð
Vantar allar gerðir eigna á skrá
Allar nánari upplýsingar veitir
Sigríður Sigmundsdóttir, sölufulltrúi RE/MAX Mjódd
Símar: 848 6071, 520 9558.
Sirry@remax.is
VANTAR EIGNIR STRAX
FYRIR ÁKVEÐNA KAUPENDUR
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
UNNIÐ er nú hörðum höndum
að því að gera upp gamla vita-
varðarhúsið í Gróttu, en þar verð-
ur væntanlega starfrækt starf-
semi sem gerir húsið að lifandi
parti af bæjarsamfélaginu, líkt og
fræðasetrið við hlið þess.
Endurbygging hússins hefur
gengið mjög vel, segir Jónmund-
ur Guðmarsson, bæjarstjóri Sel-
tjarnarnesbæjar. „Nú er verið að
vinna þar innanstokks en einnig
eru garðyrkjumeistarar að vinna
að frágangi og snyrtingu um-
hverfisins í kring.“ Vel gengur að
gera upp vitavarðarhúsið og er
það nú tilbúið undir tréverk.
Húsinu hefur ekki enn verið
fundið framtíðarhlutverk, og
margt kemur til greina þegar
hugmyndir um framtíðarnotkun
hússins eru reifaðar, segir Jón-
mundur. „Ein hugmyndin er að
þetta verði fræðasetur þar sem
fræðimenn gætu dvalist. Svo er
líka spurning um hvort ekki sé
hægt að nýta húsið betur í þágu
íbúanna þannig að þetta sé opið
og aðgengilegt þeim sem hér búa
eða fara um nesið.“
Jónmundur segir að ákvörðun
um nýtingu hússins sé að vænta
bráðlega: „Meginhugmyndin er
sú að í stað þess að þetta sé af-
lokað fyrir einn og einn í senn, sé
þetta meira opið fyrir fólk, bæði
vitavarðarhúsið sjálft og svo um-
hverfið í kring frágengið til að
njóta útivistar eða slaka á á með-
an Gróttan er opin á sumrin.
Einnig mætti hugsa sér að þarna
yrði safn. Einhverjir hafa nefnt
að þetta gæti orðið staður fyrir
menningarviðburði, hugsanlega
einhver lítil kaffisala yfir sum-
arið. Eitthvað sem dregur Grótt-
una sjálfa inn í bæjarlífið. Það
kom mér á óvart fyrir tveimur ár-
um þegar við héldum sérstakan
Gróttudag og fengum um 500
manns út í eyjuna, hvað það virt-
ust margir Seltirningar ekki
komið út í Gróttu áður.“
Grótta verði eftirsóknarvert
útivistarsvæði
Jónmundur segir að nánasta
umhverfið við húsin tvö verði lag-
að til á næstunni: „Það þarf að
klára að leggja stéttar, setja upp
útibekki og leggja skemmtilega
grjótgarða til að afmarka húsið
frá umhverfinu, að sjálfsögðu
með tilliti til náttúrunnar sem
ræður þarna ríkjum að mestu
leyti.“ Breytingarnar miða að því
að gera Gróttu eftirsóknarverðari
sem útivistarsvæði.
Fræðasetrið í Gróttu er í
næsta húsi við vitavarðarhúsið,
en það var gert upp og tekið í
notkun árið 2000. Því er fyrst og
fremst ætlað að styðja við nátt-
úrufræðikennslu og -umfjöllun í
grunn- og leikskólum Seltjarnar-
ness.
Í húsinu er aðstaða til að vinna
verkefni er tengjast náttúrufræð-
um, einkum þeim er snúa að fjör-
unni og sjónum, og hefur aðsókn
þangað verið vaxandi frá opnun.
Einnig er í húsinu aðstaða fyrir
fundi og kennslu auk þess hópar
nemenda geta gist á staðnum.
„Fræðasetrið hefur nýst alveg
feikilega vel,“ segir Jónmundur.
„Í fyrsta lagi í náttúrufræði-
kennslu fyrir grunnskólana, hóp-
ar fara út í Gróttu og rannsaka
fjöruna og fara svo með það sem
þau finna inn í fræðasetrið í þar
til gerða aðstöðu þar sem hægt er
að skoða þetta í víðsjám og fleira.
Einnig erum við með ýmsa fundi,
kynningar, námskeið og aðrar
uppákomur sem tengjast bæn-
um.“ Hópar nemenda hafa gist á
svefnloftinu í setrinu, en það
rúmar 40 manns. Það hefur verið
mjög vinsælt meðal nemenda,
segir Jónmundur: „Ég mundi
telja nokkuð víst að hver einasti
árgangur sem lýkur námi í
grunnskóla á Seltjarnarnesi ný-
verið hafi gist að minnsta kosti
einu sinni, og einhverjir hafa gert
það oftar.
Ég mundi sjálfur telja að ef við
gætum hagað því þannig til að
vitavarðarhúsið verði líka svona
lifandi partur af okkar bæjarsam-
félagi, með því að þetta væri opið
og aðgengilegt fyrir bæjarbúa og
aðra, þá væri það mjög gott
markmið. Ég hef heldur trú á því
að niðurstaðan með framtíð þess
húss verði í þá áttina,“ segir Jón-
mundur að lokum.
Vitavarðarhúsið á Gróttu gert upp
Verður lifandi
partur af bæj-
arsamfélaginu
Vitavarðarhúsið, til hægri á myndinni, verður sennilega gert að-
gengilegt almenningi eins og fræðasetrið við hlið þess.
Seltjarnarnes
STJÓRNVÖLD í Ísrael hafa kerfis-
bundið vanrækt arabíska minnihlut-
ann í landinu, að því er fram kemur í
skýrslu nefndar sem skipuð var til að
rannsaka dráp lögreglunnar á þrett-
án aröbum í óeirðum fyrir þremur
árum. Í skýrslunni er lögreglan einn-
ig gagnrýnd fyrir að beita skotvopn-
um gegn arabískum mótmælendum.
Skýrslan er 830 síðna löng og
byggist á þriggja ára rannsókn og
vitnisburði 377 vitna. Skýrsluhöf-
undarnir, tveir dómarar og háskóla-
maður, hvöttu stjórnina til að leggja
fram nákvæma áætlun um ráðstaf-
anir til að bæta samskipti gyðinga og
araba sem eru um fimmtungur íbúa
landsins.
Ísraelskir arabar segja að þeir
hafi lengi verið beittir misrétti. Þeir
segja að gyðingum sé gert hærra
undir höfði í skólakerfinu og atvinnu-
lífinu, fáir arabar hafi til að mynda
fengið störf í opinbera geiranum og
erfiðara sé fyrir araba en gyðinga að
fá land til ræktunar eða byggingar.
Þá séu fjárveitingar stjórnarinnar til
arabískra bæja mun minni en til
bæja gyðinga.
Rannsóknarnefndin tekur undir
þetta og segir að ríkisvaldið hafi van-
rækt arabíska minnihlutann og látið
hjá líða að binda enda á mismun-
unina.
Nefndin var skipuð eftir að lög-
reglumenn skutu þrettán araba til
bana í vikulöngum óeirðum í október
2000. Gyðingur lét einnig lífið þegar
hann varð fyrir grjóti sem mótmæl-
endur köstuðu á bíl hans. Þúsundir
araba tóku þátt í mótmælum á þess-
um tíma til að sýna stuðning við Pal-
estínumenn sem höfðu hafið upp-
reisn á Vesturbakkanum og Gaza-
svæðinu.
Yfirmenn lögreglunnar
verði saksóttir
Ehud Barak, þáverandi forsætis-
ráðherra, skipaði rannsóknarnefnd-
ina vegna vaxandi óánægju meðal
araba með stjórn hans. Barak hafði
notið mikils stuðnings meðal araba í
kosningum sem fram fóru rúmu ári
fyrir óeirðirnar.
Nefndin komst að þeirri niður-
stöðu að Barak hefði vanmetið ólg-
una meðal araba í Ísrael og síðan lát-
ið hjá líða að koma í veg fyrir að
byssukúlum eða gúmmíhúðuðum
stálkúlum yrði skotið á mótmælend-
ur. Hún sagði að ekki ætti að beita
slíkum kúlum til að kveða niður
óeirðir nema líf lögreglumanna væri
í hættu.
Leiðtogar araba sögðust ekki vera
ánægðir með niðurstöður og tillögur
nefndarinnar og vona að yfirmenn
lögreglunnar yrðu sóttir til saka.
Nefndin lagði til að nokkrir af yf-
irmönnum lögreglunnar yrðu ekki
hækkaðir í tign og að tveimur lægra
settum lögregluforingjum yrði vikið
úr starfi. Tillögurnar eru ekki bind-
andi en hafa mikið vægi og ríkissak-
sóknari Ísraels kann að komast að
þeirri niðurstöðu að sækja beri
nokkra yfirmenn lögreglunnar til
saka.
Skýrsla um dráp lögreglunnar í Ísrael á þrettán aröbum
Vanrækslu stjórnvalda
kennt um óeirðirnar
Lögreglan
gagnrýnd fyrir
að skjóta á
mótmælendur
Jerúsalem. AP.
Reuters
Móðir ísraelsks araba með mynd af syni sínum en hann var einn hinna 13
sem ísraelska lögreglan drap í vikulöngum mótmælum í október 2000.
BRESKIR vísindamenn hafa öðlast
nýjan skilning á því hvers vegna
brjóstakrabbamein dreifist til ann-
arra hluta líkamans. Ástæðan er
sú, að sumar tegundir krabba-
meinsfrumna dragast að ákveðnu
og eðlilegu próteini á öðrum svæð-
um.
Komið hefur í ljós við tilraunir,
að sé framleiðsla þessa próteins,
sem kallast uPA, stöðvuð, dreifist
krabbameinið ekki. Segja vís-
indamennirnir í grein í tímaritinu
Journal of Cell Biology, að þessi
uppgötvun geti leitt til nýrra að-
ferða í baráttu við sjúkdóminn.
Kom þetta fram á fréttavef BBC,
breska ríkisútvarpsins.
Clare Isacke prófessor og sam-
starfsmenn hennar rannsökuðu
brjóstakrabbameinsfrumur, sem
framleiða próteinið Endo180, og
komust að því, að það gegnir
lykilhlutverki í myndun „filopod-
ia“ eða þráða, sem ganga út úr
frumunni og gera henni kleift að
hreyfa sig. Einnig sýndi það sig,
að frumur með þetta prótein dróg-
ust að uPA. Vantaði annað hvort
þessara próteina, dreifðist krabba-
meinið ekki.
Vísindamennirnir vita ekki enn
hvaða hluti brjóstakrabbameins-
frumunnar hefur Endo180 en
Isacke segir alveg ljóst, að frum-
ur, sem það hafa, séu miklu lík-
legri en aðrar til að dreifast.
Á Bretlandi greinast rúmlega
40.000 konur og 300 karlmenn ár-
lega með brjóstakrabbamein. Ef
meinið greinist snemma er unnt
að lækna það en annars er hætt
við, að það búi um sig annars
staðar.
Aukinn
skilningur
á brjósta-
krabba-
meini