Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skuggaleg framtíð? Við þökkum frábærar móttökur á Energy Drops andlitslínunni frá MARBERT og nú hefur rannsóknarstofa MARBERT þróað einstaka nýjung í þessa línu, orkusprey, sem gefur góðan raka, hressir og frískar líkama og sál. BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra heimsótti Land- helgisgæsluna ásamt fylgdarliði á mánudag. Ráð- herrann skoðaði varðskipið Tý og hélt þaðan í höfuð- stöðvar Landhelgisgæslunnar að Seljavegi í Reykjavík og heilsaði upp á starfsfólk og skoðaði stofnunina. Þá var haldið út á Reykjavíkurflugvöll og fluggæslan skoðuð. Ráðherra lauk heimsókninni á þyrluflugi með TF- LÍF og var myndin tekin að lokinni flugferð, ráðherra sést hér fremstur á mynd ásamt Hafsteini Hafsteins- syni, forstjóra Landhelgisgæslunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimsótti Land- helgisgæsluna Ráðstefna um klasa Klasar og sam- keppnishæfnin NÁMSKEIÐ um„hvernig nýta eigiklasa til aukinnar samkeppnishæfni fyrir- tækja og svæða“ verður haldið dagana 9. og 10. september. Það eru verk- efnisstjórn um byggðaþró- un við Eyjafjörð og iðnað- arráðuneytið ásamt Iðntæknistofnun, Útflutn- ingsráði, Byggðastofnun og Rannís sem standa að námskeiðinu og fenginn var sérfræðingur í klösum, Ifor Flowcs-Williams frá Nýja-Sjálandi, til að hafa framsögu. Morgunblaðið ræddi við Baldur Péturs- son deildarstjóra í iðnaðar- ráðuneytinu. Hvað er klasi? „Klasa má skilgreina á mismun- andi hátt, en best þykir mér að styðjast við útlistun Michaels E. Posters, prófessors við Harvard- háskóla og ráðgjafa fjölda fyrir- tækja, en hann talar um klasa sem landfræðilega samþjöppun fyrir- tækja, þar sem tengsl fyrirtækja, einkum sérhæfðra fyrirtækja, má nýta öllum til hagsbóta, m.a. til efl- ingar samkeppnishæfni svæðis- ins.“ Það er líka talað um tengslanet í sambandi við þetta námskeið? „Klasi og tengslanet eru skyldir hlutir, en tengslanet er kannski meira um tengsl fyrirtækja, en klasi er heildstæðara fyrirbæri þar sem fleiri koma við sögu. Dæmi um klasa er t.d. Silicon Vall- ey í Kaliforníu og dæmi um klasa mætti einnig nefna t.d. New York, París og Kaliforníu. Þetta eru því mjög teygjanleg hugtök og ná yfir mismikil svið, allt eftir aðstæðum á hverjum stað.“ Segðu okkur meira. „Námskeiðið byggir á stefnu- mörkun og áherslum iðnaðar- og viðskiptaráðherra Valgerðar Sverrisdóttur á sviði byggðamála og samkeppnishæfni, sem m.a. kemur fram í nýlegri byggðaáætl- un, en sérstök áhersla hefur verið lögð á þessa málaflokka á umliðn- um misserum á vegum ráðuneyt- isins, m.a. í margvíslegum verk- efnum og athugunum.“ Hvernig kemur byggðaþróun við Eyjafjörð að þessu námskeiði? „Á vegum Verkefnisstjórnar um byggðaþróun við Eyjafjörð hefur verið unnið sérstaklega að ýmsum verkefnum, er miða að því að efla samkeppnishæfni byggða- kjarna og fyrirtækja. Þetta hefur verið gert með margvíslegu starfi, s.s. gagnaöflun, rannsóknum og starfsemi fjölmargra starfshópa á hinum ýmsu sviðum sem og öðrum verkefnum. Einn þáttur í starfi verkefnisstjórnarinnar er að miðla til landsins þekkingu og upplýsingum um erlenda ráðgjöf á sviði byggða- og samkeppnis- hæfni, er skilað hefur árangri er- lendis og líklegt er að nýta megi hér á landi. Í þessu sambandi hef- ur m.a. verið horft til mikillar reynslu og þekkingar erlendra að- ila á sviði klasa, en víða erlendis hafa klasar gegnt veigamiklu hlutverki við að auka samkeppnishæfni fyrirtækja á einstaka svæðum erlendis, þar sem tengslanet fyrirtækja skipta oft verulegu máli. Klasar þessir hafa orðið til með ýmsu móti, en nýlegar rannsóknir hafa einnig sýnt að ákveðin aðferðafræði fyr- irtækja, einstaklinga, samtaka og opinberra aðila getur einnig haft veigamikil áhrif á þróun og árang- ur af klösum.“ Og þið eru að fá til ykkar er- lendan sérfræðing? „Já, af þessu tilefni mun reynd- ur erlendur sérfræðingur, Ifor Fflowcs-Williams frá Nýja-Sjá- landi, halda tveggja daga nám- skeið um uppbyggingu og eflingu klasa og hvað er hægt að gera til að auka samkeppnishæfni fyrir- tækja og svæða með markvissum aðgerðum á þessu sviði. Hann hef- ur haldið fjölda námskeiða um þessi mál víða um heim fyrir fyr- irtæki, opinbera aðila og alþjóða- stofnanir s.s. OECD og Alþjóða- bankann. Námskeiðið er ætlað fyrirtækjum, stofnunum, opinber- um aðilum, sveitarfélögum, bæj- um, samtökum, atvinnuráðgjöfum og öðrum er fást við að auka sam- keppnishæfni atvinnulífs og svæða.“ Eru til einhverjir íslenskir klas- ar? „Já, hér eru dæmi um klasa og ég undirstrika, þetta er ekki eitt- hvað sem opinberir aðilar búa til, heldur er klasi miklu frekar hug- tak sem menn hafa fundið og leit- ast við að skilgreina til þess að hægt sé að betrumbæta. Dæmi um íslenskan klasa er t.d. íslensk- ur sjávarútvegur og fyrirtæki sem tengd eru honum. Samskonar klasamyndun er einnig að verða í lyfjaiðnaðinum. Klasar eru líka úti á landi, en þar minnkar stærðin. Umfjöllun um klasa hef- ur aukist mjög mikið í samkeppnislöndum okk- ar og alls staðar er leitast við að efla þessar einingar. Það má kalla þetta nýjung á sviði byggðamála og eflingar á samkeppnishæfni.“ Fyrir hverja er námskeiðið? „Það er fyrir breiðan hóp, t.d. stjórnendur í atvinnulífinu, at- vinnuráðgjafa, rekstrarráðgjafa og opinbera aðila sem koma að byggðamálum. Þetta er hins vegar námskeið fyrir takmarkaðan fjölda, 30–40 manns.“ Baldur Pétursson  Baldur Pétursson er fæddur 11. janúar 1958. Viðskiptafræð- ingur frá HÍ 1985. Stundaði fram- haldsnám í alþjóðaviðskiptum við Colombia University í New York og síðar Boston University og hef- ur nýlega meistaragráðu í al- þjóðaviðskiptum. Var sjálfstæður rekstrarráðgjafi 1983–85 og síð- an deildarstjóri í iðnaðarráðneyt- inu. 1998–2002 var hann við sendiráðið í Brussel á vegum iðn- aðar-, viðskipta-, umhverfis- og landbúnaðarráðuneyta. Deild- arstjóri í iðnaðarráðuneytinu frá 2002 og hefur setið í ótal nefnd- um, m.a. á vegum OECD, EFTA, ESB o.fl. Maki er Salóme Herdís Viggósdóttir listakona og eiga þau þrjú börn. Klasar eru líka úti á landi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.