Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 27 STJÓRN George W. BushBandaríkjaforseta ákvað ífyrradag að leggja framdrög að ályktun fyrir ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna þar sem ráðið legði blessun sína yfir fjölþjóðaher í Írak. Samkvæmt drögunum eiga Sameinuðu þjóðirn- ar að gegna stærra hlutverki en áð- ur í efnahagslegu og pólitísku upp- byggingunni í Írak. Þessi ákvörðun er mikil stefnu- breyting af hálfu Bush-stjórnarinn- ar og hún var tekin í ljósi mikils mannfalls vegna árása íraskra and- spyrnusveita að undanförnu og mik- ils kostnaðar af hernáminu. Með því að auka áhrif Sameinuðu þjóðanna vonast Bandaríkjastjórn til þess að fá önnur ríki til að leggja til fleiri hermenn og meira fé. Erfið en nauðsynleg ákvörðun Fréttaskýrendur segja að þetta hafi verið erfið ákvörðun fyrir Bush og nánustu samstarfsmenn hans, en þeir hafi áttað sig á því að hún sé nauðsynleg. Fimm mánuðum áður höfðu Bandaríkjamenn neyðst til að draga til baka drög að ályktun sem hefði veitt þeim heimild öryggis- ráðsins til hernaðar í Írak og stjórn Bush hefur streist á móti því að deila völdunum í landinu með Sam- einuðu þjóðunum, meðal annars vegna tortryggni ýmissa samstarfs- manna forsetans í garð samtakanna. Þeir viðurkenna nú að Bandaríkin þurfi á hjálp Sameinuðu þjóðanna að halda. Paul Bremer, æðsti fulltrúi Bandaríkjastjórnar í Írak, sagði ný- lega að Írak væri ekki „land glund- roða“ en atburðir síðustu vikna renna ekki stoðum undir þá fullyrð- ingu. Hernámsliðinu hefur ekki tek- ist að ráða niðurlögum andspyrnu- sveita, tryggja öryggi íraskra borgara og halda uppi lögum og reglu. Bush forseta er mjög í mun að koma í veg fyrir að Írak verði eitt af helstu deilumálunum í forsetakosn- ingunum á næsta ári. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa síðustu vik- urnar gagnrýnt stjórnina harðlega fyrir að fá ekki önnur ríki til að axla byrðarnar og krafist skýrra svara við því hversu mikill kostnaðurinn af hernáminu verði. „Ég tel að stjórnin hafi tekið stór- furðulega og hörmulega ákvörðun með því að leyfa ekki Sameinuðu þjóðunum að gegna mikilvægu hlut- verki í Írak,“ sagði John Kerry öld- ungadeildarþingmaður, sem sækist eftir því að verða forsetaefni demó- krata í kosningunum, í sjónvarps- viðtali á sunnudag. Joe Biden, demókrati í utanríkisnefnd öldunga- deildarinnar, hvatti stjórnina til að „brjóta odd af oflæti sínu og gera það sem þarf; snúa sér aftur að Sameinuðu þjóðunum“. Og þetta er einmitt það sem stjórnin hefur gert. Michael O’Hanl- on, sérfræðingur við Brookings- stofnunina í Washington, sagði að Bush og samstarfsmenn hans hefðu valið besta kostinn í stöðunni til lengri tíma litið. „Þeir geta haldið hernaðarlegu áhrifunum og þetta er snjöll leið til að fá alþjóðlega aðstoð. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að demókratar eins og John Kerry geta sagt að þeir hafi knúið stjórn- ina til að taka þessa ákvörðun og það er nokkuð til í því.“ Undir stjórn bandarísks hershöfðingja Kenneth Adelman, bandarískur sérfræðingur í öryggismálum, segir að Bush og samstarfsmenn hans hafi komist að þeirri niðurstöðu að stjórnin geti tryggt sér aðstoð Sam- einuðu þjóðanna og að miklu leyti samkvæmt skilmálum Bandaríkja- manna. „Þeir héldu að Sameinuðu þjóðirnar myndu taka við og stjórna öllu,“ sagði Adelman. „En við getum fengið hvort tveggja. Við getum fengið umboð Sameinuðu þjóðanna og tryggt að hernámsliðið verði und- ir stjórn Bandaríkjamanna og Breta.“ Bandarískir embættismenn segja að fjölþjóðaherinn verði undir fána Sameinuðu þjóðanna en þeir leggja áherslu á að hann þurfi að vera und- ir stjórn bandarísks hershöfðingja. Gífurlegur kostnaður af hernáminu Fjárlagaskrifstofa Bandaríkja- þings kemst að þeirri niðurstöðu í nýrri skýrslu að Bandaríkin hafi ekki nógu marga hermenn til að ljúka verkefninu í Írak, einkum ef verulegur herafli eigi að vera til taks vegna hugsanlegra aðgerða annars staðar, til að mynda á Kóreuskaga ef deilan við Norður-Kóreustjórn harðnar. Í skýrslunni segir að standi stjórnin við áform sín um að láta bandarískar hersveitir skiptast á um að vera í Írak eftir að ár er liðið frá innrásinni þurfi hún að fækka hermönnum sínum í landinu í 38.000 til 64.000 í mars. Um 180.000 banda- rískir hermenn eru nú í Írak og grannríkinu Kúveit. Að áliti skýrslu- höfundanna gæti stjórnin hins vegar þurft að velja þann kost að fjölga hermönnunum í Írak en kostnaður- inn yrði mjög mikill, eða um 19 millj- arðar dollara (1.500 milljarðar króna). Heildarkostnaðurinn af her- náminu yrði þá 29 milljarðar dollara á ári (nær 2.400 milljarðar króna). Reynt að tryggja einingu Ekki var ljóst í gær hversu mikil völd Bandaríkjastjórn er tilbúin að eftirláta Sameinuðu þjóðunum gegn því að öryggisráðið leggi blessun sína yfir fjölþjóðaherinn. Banda- ríkjamenn ætla að semja um drögin við aðildarríki ráðsins á bak við tjöldin á næstu dögum, reyna að komast hjá deilum og tryggja al- þjóðlega einingu um næstu skref í Írak. Embættismenn í Washington segjast vera vongóðir um að tilslök- unin gagnvart Sameinuðu þjóðun- um verði til þess að Frakkar og Rússar, helstu andstæðingar inn- rásarinnar í Írak í öryggisráðinu, samþykki ályktunina. Vilja hermenn frá múslímalöndum Bandaríkjamenn vonast einnig til þess að ríki á borð við Frakkland og Þýskaland fáist til að senda her- menn til Íraks og taka þátt í kostn- aðinum af endurreisn landsins. Þeir leggja mikla áherslu á að fá her- menn frá múslímalöndum, einkum Pakistan og Tyrklandi, í von um að það verði til þess að Írakar sætti sig við fjölþjóðaherinn. Nokkrir bandarískir embættis- menn og fréttaskýrendur eru þó ef- ins um að tilslökunin dugi til að Bandaríkjamenn fái næga aðstoð. „Ég hef ekki mikla trú á því að um- boð Sameinuðu þjóðanna verði til þess að við fáum fleiri hermenn eða meiri peninga,“ sagði Adelman. Hann taldi að mörg ríki hefðu notað það að öryggisráðið heimilaði ekki hernaðinn sem afsökun til að neita að taka þátt í hernáminu og endur- reisn Íraks. „Of lítið, of seint“ Fréttaskýrandi BBC, Paul Reyn- olds, bendir einnig á að þrátt fyrir tilslökun Bush kunni ríki á borð við Tyrkland, Pakistan og Indland að reynast treg til að senda hermenn til Íraks af ótta við að þeir verði einnig fyrir árásum. Toby Dodge, sérfræðingur í mál- efnum Íraks við Warwick-háskóla í Bretlandi, telur að tilslökun Banda- ríkjastjórnar sé of lítil og komi of seint. „Núna er hættan sú að það nægi ekki lengur að fækka banda- rísku hermönnunum. Gremjan út af hernáminu er svo mikil,“ sagði hann og bætti við að sprengjuárásin á höf- uðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Bagdad sýndi að barátta írösku and- spyrnusveitanna beindist nú einnig að alþjóðasamtökunum, ekki aðeins að hernámsliðinu. Reuters Íraskir fangar, með bundið fyrir augun, færðir í bráðabirgðafangelsi í þorpi norðan við Bagdad þar sem banda- rískir hermenn hafa leitað að stuðningsmönnum Saddams Husseins og vopnum. Bush leitar á náðir Sameinuðu þjóðanna Stjórn Bush Bandaríkjaforseta hyggst nú leita á náðir Sameinuðu þjóðanna, óska eftir því að öryggisráðið leggi blessun sína yfir fjölþjóðaher í Írak, í von um að fleiri ríki samþykki að senda þangað hermenn og leggja til peninga. ðeins eitt okakeppn- u. kjum hafa gert fimm fjölmiðlar ál herji á ekki nógu an í liðinu g þýskum gið á hálsi nir og for- öllu fyrir a. Þar er ilmanna í ð er orðið r langt frá við þýska m rk nendurnir þeir fjalla mlínunni. Í ðið aðeins ra en tvö ádíarabar rsta leikn- og þegar eru hátt nni, voru byrjun. Í dankeppni ska stálið aðeins skorað átta mörk og það sætta kröfuharðir Þjóðverjar sig illa við í riðli sem fyrirfram var talinn sá léttasti í keppninni. Þeir skoruðu tví- vegis tvö mörk gegn Færeyingum, og lentu í miklu basli í báðum leikj- unum, gerðu tvö í sigurleik í Litháen en síðan eitt í jafnteflisleikjum gegn Litháen á heimavelli og Skotlandi á útivelli. Miroslav Klose, sem sló eft- irminnilega í gegn á árinu 2002 með því að skora 11 mörk fyrir landsliðið, þar af þrjár þrennur, hefur aðeins náð að skora tvívegis í þessum fimm leikjum, í bæði skiptin gegn Færey- ingum. Fredi Bobic, maðurinn sem flestir höfðu afskrifað, var kallaður á ný inn í landsliðið eftir góða frammi- stöðu með nýliðum Hannover í þýsku 1. deildinni í fyrra og hann hefur bjargað því sem bjargað verð- ur með því að skora fjögur mörk í sjö landsleikjum á þessu ári. Samt er Rudi Völler gagnrýndur fyrir að stilla þeim Bobic og Klose upp sam- an í þýsku framlínunni á þeim for- sendum að þeir séu of líkir leikmenn. Nokkrar vonir eru bundnar við tvo pilta sem þreytt hafa frumraun sína með landsliðinu á þessu ári, Kevin Kuranyi frá Stuttgart og Benjamin Lauth frá 1860 München og sá fyrr- nefndi gæti komið við sögu á Laug- ardalsvellinum ef hinir standa sig ekki í stykkinu. En það sem hefur fleytt Þjóðverj- um í gegnum þessa „krísu“ er varn- arleikurinn og svo markvarslan hjá Oliver Kahn, sem margir telja besta markmann heims í dag. Þessi sam- anrekni jaxl hefur í vor og haust ver- ið tæpur vegna meiðsla. Frank Rost, markvörður Werder Bremen, hefur leyst hann af hólmi af og til og nú krefst Jens Lehmann, markvörður Arsenal, þess að fá treyju númer eitt afhenta fyrir leikinn á Laugardals- vellinum á laugardaginn. Varnar- leikur liðsins er samt ákveðið spurn- ingarmerki í dag þar sem sterkir varnarmenn á borð við margir fjar- verandi vegna meiðsla. Binda vonir við endurkomu Ballacks Eina virkilega stjarna þýskrar knattspyrnu um þessar mundir, ef Kahn er undanskilinn, er miðjumað- urinn snjalli Michael Ballack frá Bayern München. Hann stjórnar spili liðsins og þykir einn sá besti í sinni stöðu í Evrópu. En hann hefur átt í talsverðum vandræðum vegna meiðsla. Ballack, sem skoraði í tveimur fyrstu leikjum Þjóðverja í keppninni, gegn Litháen og Færeyj- um síðasta haust, hefur aðeins spilað einn af sjö landsleikjum ársins, gegn Skotum í Glasgow í júní. Hann er mættur til leiks á ný og verður með á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Þjóðverjar binda miklar vonir við að endurkoma hans dugi til að innbyrða stigin þrjú sem þeir þurfa svo nauð- synlega á að halda. En það er eins og þýskir knatt- spyrnumenn þrífist best í svona um- hverfi. Þegar andstreymið og gagn- rýnin eru sem mest, nær þýska landsliðið yfirleitt sínum besta ár- angri. Það fer hvað eftir annað alla leið í stóru mótunum þrátt fyrir að það þyki spila illa – hin margfræga þýska seigla virðist alltaf vera til staðar þegar mest á reynir. Þjóð- verjar þóttu ekki sýna leiftrandi til- þrif í lokakeppni HM í Japan og Suð- ur-Kóreu á síðasta ári þegar þeir sigldu í gegnum hvern 1:0 leikinn á fætur öðrum. En þeir komust alla leið í úrslitaleikinn á sínum gamal- kunna dugnaði og vinnusemi og þá fyrst mættu þeir ofjörlum sínum, í líki Ronaldos og félaga hans í bras- ilíska landsliðinu. Ásgeir Sigurvinsson sagði í sam- tali við Kicker í vikunni að hann væri viss um að Þjóðverjar stæðu að lok- um uppi sem sigurvegarar í riðlin- um. „Við erum ekki hræddir við þá og það hafa mörg þýsk landslið verið betri en það sem við eigum í höggi við í þessari keppni. En þegar Þjóð- verjar þurfa að vinna, þá vinna þeir,“ sagði íslenski landsliðsþjálfarinn og fyrrverandi fyrirliði Stuttgart sem þekkir þýska knattspyrnuumhverfið betur en flestir Íslendingar. Pínlegt að sjá Íslendinga fyrir ofan sig Frá 20. ágúst hafa Þjóðverjar litið stigatöfluna í 5. riðlinum hornauga. Þeim var spáð auðveldum sigri í þessum riðli, flestir sérfræðingar töldu að þýska liðið ætti greiðustu leiðina af öllum inn í lokakeppnina í Portúgal, en það hefur ekki alveg gengið eftir. Ísland 12 stig, Þýska- land 11 stig, er lesning sem stingur í augu Þjóðverja og særir stolt þeirra. Þýska blaðið Kicker spurði Fredi Bobic í vikunni hvort það væri ekki pínlegt að sjá Íslendinga fyrir ofan sig í töflunni en hann svaraði því til að Þjóðverjar ættu einn leik til góða. Þeir söknuðu þó fyrst og fremst stig- anna sem þeir misstu á heimavelli þegar þeir gerðu jafnteflið við Lithá- en í vor. Þeir mega engan veginn við því að misstíga sig enn frekar á Laugardalsvellinum, frammi fyrir 26 þýskum sjónvarpsmyndavélum og vel á annað hundrað fjölmiðlamönn- um sem fylgja þeim hingað. Hvað þá þýsku þjóðinni sem fylgist með hverju þeirra fótmáli og feilspori. bestir þegar ð er mest yrrver- nds, lék í Stutt- nn sagði org- ðið að erjar u til Ís- til að ekkert ð væri myndinni rra hálfu. óðverjar a aldrei vísi og sem með umfram kmark í engur um. Þeir t að na á Íslend- kari að- g gera eð jafnt leik- Ballack, hver um a leik. Þá formi ljótur og Þýska á því það rakeppn- upp sinni rlega sterkt. Ballack er með á ný, það sást hve mikið munaði um hann þegar Þjóðverjar töpuðu fyrir Ítöl- um á dögunum, enda þótt þeir væru betri aðilinn í leiknum. Deisler verður sennilega ekki í byrjunarlið- inu en hann verður skeinuhættur ef hann kemur inn á, fljótur og leikinn með hættulegar aukaspyrnur. Þá er fyrrverandi félagi minn hjá Herthu, Arne Friedrich, geysilega sókndjarfur bakvörður sem lætur sér varnarleikinn ekki nægja. Þjóðverjar eru vanir því að lenda í basli í undanriðlum stórmóta, þeir koma sér oft í vandræði en gera síðan það sem með þarf til að kom- ast áfram. Fyrir íslenska liðið í þessum leik er dagsformið aðalmálið. Ef allir okkar leikmenn verða í góðu standi og liðið nær að sýna einn af sínum bestu leikjum, er allt hægt hérna á heimavelli. Sjálfstraustið ætti að vera til staðar í okkar liði eftir þrjá sigra í röð en allt snýst þetta um viljann þegar í leikinn er komið og vonandi tekst strákunum að sýna áhorfendum góðan leik. Pressan er ekki á íslenska liðinu, heldur á því þýska sem má ekki misstíga sig. Ís- lenskur sigur er möguleiki, og ef það gerist verður það mikið áfall fyrir Þjóðverja og vekur heims- athygli. Með sigri myndum við ná fjögurra stiga forystu í riðlinum og þá fer fyrst að verða virkilega gam- an að þessu,“ sagði Eyjólfur Sverr- isson. n á Þjóðverjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.