Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 38
DAGBÓK
38 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Rainbow Warrior,
Mánafoss og Zuiho
Maru no 68 koma í
dag. Goðafoss og Arn-
arfell fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Erida kemur í dag.
Morraborg fer í dag.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–12
bað. Handavinnustofan
opin, kl. 9.45–10 helgi-
stund, kl. 10.15 leik-
fimi, kl. 11 boccia. Kl.
13.30 lengri ganga.
Púttvöllur opinn mánu-
dag til föstudags kl. 9–
16.30.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–16 hárgreiðsla, kl.
8.30–14.30 bað, kl. 9–
9.45 leikfimi, kl. 9–12
myndlist, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 13.30–
16.30 bókband, kl. 14–
15 dans.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 opin
handavinnustofan, kl.
9–12 íkonagerð, kl. 10–
13, verslunin opin, kl.
13–16 spilað.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9 aðstoð við
böðun, hárgreiðslu-
stofan opin og postu-
línsnámskeið, kl. 13 op-
in handavinnustofa, kl.
9–16.30 púttvöllurinn
opinn.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–12
bað, kl. 9–16.30 postu-
línsmálning, kl. 9–16
opin vinnustofa, kl.
13.30 söngtími.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9
fótaaðgerð, kl. 10 hár-
greiðsla, kl. 13 föndur
og handavinna.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Glerlist
kl 13 og bingó kl. 13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Brids í dag
kl. 13. S. 588 2111.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Kl. 10.30
helgistund, frá hádegi
vinnustofa og spilasal-
ur opinn. Mánudaginn
8. september hefst
postulínsnámskeið,
þriðjudaginn 9. sept-
ember hefst gler-
skurður. S. 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan op-
in, leiðbeinandi á
staðnum, kl. 9.05 og kl.
9.55 leikfimi, kl. frá kl.
9–15, kl. 17 myndlist.
Kynning á vetr-
arstarfseminni verður í
dag kl. 14. Skráning á
námskeið fer þá einnig
fram.
Gullsmári, Gullsmára
13. Félagsþjónustan er
opin frá kl. 9–17 virka
daga, heitt á könnunni.
Hraunbær 105. Kl. 9
almenn handavinna,
perlusaumur, korta-
gerð og hjúkr-
unarfræðingur á staðn-
um, kl. 10 boccia, kl. 11
leikfimi, kl. 14 fé-
lagsvist.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
10 boccia, 13.30 fé-
lagsvist. Hársnyrting
og fótaaðgerðir.
Norðurbrún 1. opin
vinnustofa kl. 9–16.45.
Kl. 10–11 ganga.
Vesturgata. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–12
bað, kl. 9.15–15.30,
handavinna, kl. 10–11
boccia.
Vitatorg. Kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9.30 morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerð og boccia æfing,
kl. 13 frjáls spil.
Gullsmárabrids hefst í
dag fimmtudaginn 4.
september, skáning kl.
12.45 spil hefst kl. 13 í
Félagsheimilinu Gull-
smára 13, veitingar í
spilahléi.
Minningarkort
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást á eftirtöldum
stöðum á Suðurlandi:
Skóverslun Axel Ó.
Lárussonar, Vest-
mannabraut 23, Vest-
mannaeyjum, s. 481
1826 Mosfell sf., Þrúð-
vangi 6, Hellu, s. 487
5828 Sólveig Ólafs-
dóttir, Verslunin
Grund, Flúðum, s. 486
6633 Sjúkrahús Suður-
lands og Heilsugæslu-
stöð, Árvegi, Selfossi,
s. 482 1300 Verslunin
Íris, Austurvegi 4, Sel-
fossi, s. 482 1468
Blómabúðin hjá Jó-
hönnu, Unabakka 4,
815 Þorlákshöfn, s. 483
3794.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga, fást á eftirtöld-
um stöðum á Reykja-
nesi. Bókabúð Grinda-
víkur, Víkurbraut 62,
Grindavík, s. 426 8787
Penninn – Bókabúð
Keflavíkur, Sól-
vallagötu 2, Keflavík, s.
421 1102 Íslandspóstur
hf., Hafnargötu 89,
Keflavík, s. 421 5000
Íslandspóstur hf., c/o
Kristjana Vilhjálms-
dóttir, Garðbraut 69,
Garður, s. 422 7000
Dagmar Árnadóttir,
Skiphóli, Skagabraut
64, Garður, s. 422 7059.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást í Reykjavík,
Hafnarfirði og Sel-
tjarnarnesi á Skrif-
stofu LHS. Síðumúla 6,
Reykjavík, s. 552-5744,
fax 562-5744, Hjá
Hirti, Bónushúsinu,
Suðurströnd 2, Sel-
tjarnarnesi, s. 561 4256
Bókabúð Böðvars,
Reykjavíkurvegi 66,
Hafnarfirði, s. 565
1630.
Í dag er fimmtudagur 4. sept-
ember, 247. dagur ársins 2003.
Orð dagsins: Varir hins réttláta
vita, hvað geðfellt er, en munnur
óguðlegra er eintóm flærð.
(Ok. 10, 32)
Björn Bjarnason beinirspjótum sínum að
Fréttablaðinu og Sam-
fylkingunni á bjorn.is.
SkoðanakannanirFréttablaðsins um
síðustu helgi og DV, sem
birtist á föstudag, sýna,
að Sjálfstæðisflokkurinn
hefur verulega styrkt
stöðu sína frá því í kosn-
ingunum,“ skrifar Björn.
„Um 40% sögðust styðja
flokkinn í Fréttablaðinu
og um 43% í DV.
Fyrir Fréttablaðinuvakti líklega að gera
könnun, þegar blaðið
taldi Sjálfstæðisflokkinn
standa höllum fæti, en
blaðið hefur haldið því
stíft fram undanfarna
daga og vikur, að flokk-
urinn sé ekki trausts
verður, meðal annars
vegna starfa okkar ráð-
herra hans. Reynir blaðið
til dæmis að halda lífi í
umræðu um, að ég hafi
farið á svig við góða
stjórnsýsluhætti við skip-
un dómara í Hæstarétt.
Skrýtið var að lesa út-leggingu Gunnars
Smára, ritstjóra Frétta-
blaðsins, á því, hvers
vegna Sjálfstæðisflokk-
urinn fengi þrátt fyrir allt
svona mikið fylgi. Taldi
hann stjórnarandstöðuna
sýna of mikla linkind
gagnvart ríkisstjórninni.
Enginn hefur verið í jafn-
mikilli stjórnarandstöðu
undanfarið og einmitt
Fréttablaðið – ritstjórinn
er því að líta í spegil, þeg-
ar hann harmar útlitið á
þeim, sem sækja fastast
gegn Sjálfstæðisflokkn-
um með þessum lélega ár-
angri.
Ingibjörg Sólrún til-kynnti þriðjudaginn
26. ágúst, að hún ætlaði
að bjóða sig fram til for-
mennsku í Samfylking-
unni 2005, og hefur þetta
verið túlkað á þann veg,
að hún hafi gefið Össuri
Skarphéðinssyni næstu
tvö ár til að búa sig undir
brotthvarf sitt.
Þetta er óvenjuleg að-ferð til formanns-
framboðs í stjórnmála-
flokki. Fyrir réttu ári
brást Ingibjörg Sólrún
við niðurstöðu í skoð-
anakönnun um, að hún
ætti að bjóða sig fram til
þings, á þann veg að
bjóða sig ekki fram, af því
að hún þyrfti þá að segja
af sér borgarstjórastarf-
inu, sem hún hafði fáein-
um mánuðum áður lofað
að gegna í fjögur ár. Um
jólin snerist henni hugur
en hélt, að hún gæti boðið
sig fram í 5. sæti á fram-
boðslista Samfylking-
arinnar til þings í Reykja-
vík norður og setið áfram
sem borgarstjóri.
Öllum er kunnugt, aðþetta gekk ekki eftir.
Ingibjörg Sólrún er nú
hvorki borgarstjóri né
þingmaður. Skyldi hún
verða jafnmikill klaufi við
að nálgast formannsstöð-
una af Össuri?“
STAKSTEINAR
Skoðanakannanir og
formannsframboð
Víkverji skrifar...
EIGI alls fyrir löngu heyrði Vík-verji af fyrirtæki sem tók þá
stefnu að loka, beinlínis læsa dyrum
að fundarherbergjum um leið og
fundartími hófst. Þetta átti víst að
eyða allri óstundvísi með því að
starfsmenn lærðu að mæta á hár-
réttum tíma að viðlagðri þeirri nið-
urlægingu að vera læstir úti. Vík-
verji hugsar um þessa stefnu í hvert
skipti sem hann mætir sjálfur of
seint á fund. Hvernig væri ef maður
kæmi að lokuðum dyrum? Gæti
þetta gengið? Hvaða endemis vit-
leysa er þetta eiginlega? Auðvitað
ekki. Þessi bjánalega stefna gerir
beinlínis ráð fyrir að allar orsakir
seinkunar, tvær, þrjár, fjórar, tíu,
tuttugu mínútur, séu vegna slórs í
starfsmönnum. Gott og vel. En
hugsið ykkur vetrarmorgun á Ís-
landi, skítaveður úti og smátafir á
umferð eins og gengur. Bæta má við
ófyrirséðum töfum við leikskólann
þar sem yngsti fjölskyldumeðlim-
urinn bítur allt í einu í sig að vilja
ekki fara inn og foreldrarnir þurfa
að gefa sér smátíma til að róa
ástandið. Allt þetta kostar tíma, sem
gæti leitt til þeirrar niðurstöðu að
foreldrarnir eru komnir kl. 9:02 í
vinnuna. Á fund. En þar er lokað.
Fundurinn byrjaði klukkan 9:00.
Hvað á eiginlega að gera? Hvernig
getur dagurinn hafist án þess að
starfsfélagarnir sjái glærudraslið
sem hvunndagshetjan okkar átti að
sýna? Þetta er beinlínis hlægilegt.
Svona einstrengingsleg fundastefna
gengur ekki án tilslakana. Ómann-
úðleg, hörð og stökk, sem auðvitað
brotnar við minnsta áreiti.
x x x
ÁHUGI Víkverja á kaffi fer vax-andi ár frá ári og nú um daginn
leiddi áhuginn til þess að hann
keypti sér ómalaðar kaffibaunir og
varð sér úti um kaffikvörn. Eftir tvö
skipti var Víkverji farinn að ná tök-
um á möluninni, hvernig kvörnin átti
að vera stillt og hve mikið átti að
fara í könnuna. Hvað ætli rosknu
fólki, sem malaði kaffibaunir sínar
hér áður fyrr af nauðsyn, en ekki
einskærum sælkeraáhuga, finnist
um svona lagað? Þetta minnir Vík-
verja á skiptar skoðanir tónlistar-
manna á því að spila á 200 ára gömul
píanó. Sumum þykir ægilega fínt að
spila á þau og heyra lögin hans Moz-
arts eins og þau hljómuðu í eyrum
hans á 18. öldinni. Aðrir hrista bara
hausinn yfir þessu snobbi. Spila á
eldgamlan píanógarm, hvað á það
eiginilega að þýða? Hvað hefði Moz-
art sjálfur valið ef gljáandi Fazioli
flygill úr nútímanum hefði allt í einu
sprottið upp á stofugólfinu hjá hon-
um? Eða Beethoven? Hann var víst
annars mjög nákvæmur maður og
taldi kaffibaunirnar sínar út í hverja
uppáhellingu. Ekki vegna nísku,
enda örlátur maður. Þetta var ná-
kvæmni.
AP
„Kaffi á morgnana og martíní á
kvöldin,“ syngur píanómaðurinn
Billy Joel og spilar undir á nú-
tímaflygil.
Óvinagjöfin –
rugl á Popptíví
ÉG er vön að horfa 70 mín-
útur á Popptíví öðru hverju
og hef gaman af að fylgjast
með ruglinu í þáttastjórn-
endum. Jafnvel hefur mér
þótt aðdáunarvert hjá þeim
að hafa getað haldið þætt-
inum vinsælum og
skemmtilegum í þetta lang-
an tíma.
En er ég horfði á þáttinn
á miðvikudagskvöld sl. brá
mér nokkuð. Þeir voru með
svokallaðan dagskrárlið
sem heitir Hjartastopp á
fleygiferð. Þar voru þeir
með uppákomu sem þeir
nefndu óvinagjöfin. Þeir
voru með kött sem átti að
gefa Sigurjóni Kjartans-
syni þar sem hann hefur of-
næmi fyrir köttum. Þeir
slepptu kettinum inn á
skrifstofusvæði og eltu
dauðhræddan köttinn með
látum um allt og settu hann
síðan í pokatösku þar sem
hann var borinn um m.a. til
Sigurjóns sem setti hann
ofan í ruslafötu þegar hann
sá hvað var ofan í pokanum.
Ég er kannski bara með
svona lélegan húmor en
mér fannst þetta ekki fynd-
ið að fara svona með lifandi
dýr sem að var stjarft af
hræðslu. Þetta var ill með-
ferð og ég vil gjarnan fá að
vita hvort kisan var dauð
þegar hún var komin ofan í
pokann.
Ég get ekki lýst hve mik-
illi óánægju og vonbrigðum
ég varð fyrir með þáttar-
stjórnendur.
Fyrrverandi áhorfandi.
Góð grein
hjá Gunnari
ÉG vildi þakka Gunnari
Hersveini fyrir grein sem
hqann skrifar í Mbl. 28.
ágúst sl. um flóttafólkið frá
Rúmeníu. Mér finnst að
samtök eins og verkalýðs-
félagið Efling og sambæri-
leg samtök, eigi að láta
svona mál til sín taka meira
en gert er.
Prestastéttin og sérstak-
lega miðborgarpresturinn
sem er eins konar mannúð-
arfulltrúi hjá R-listanum
ætti að láta þetta mál til sín
taka því að hún hefur vænt-
anlega lesið dæmisöguna
um miskunnsama Samverj-
ann.
Jóhann.
Þakkir
MÉR finnst ástæða til að
þakka þeim Samúel Erni
og Sigurbirni Árna fyrir
frábærar lýsingar þeirra
frá Heimsmeistaramótinu í
París.
Áður hafa þeir fært okk-
ur íþróttaáhugamönnum
Gullmótin heim í stofu og
nú bæta þeir við þessu
skemmtilega Parísarmóti.
Kostir lýsinga þeirra að
mínu mati eru hve vel þeir
eru undirbúnir, hafa á tak-
teinum mikinn fróðleik um
keppendur, lýsingarnar lif-
andi og bráðfjörlegar á
köflum svo maður stendur
á öndinni með þeim eins og
maður væri krakki.
Svo mættu margir taka
sér til fyrirmyndar hve
framsögn þeirra beggja er
skýr og allur talandi vafn-
ingalaus, ekkert sko, ha,
þarna, hérna, eða svoleiðis,
sem tröllríður talmáli nú
um stundir.
Bestu þakkir, Samúel og
Sigurbjörn.
Haukur Sigurðsson.
Tapað/fundið
Kvenhattur
tekinn í misgripum
LJÓS kvenhattur var tek-
inn í misgripum í fataheng-
inu í Læknasetrinu við
Þönglabakka 6, 20. ágúst sl.
Vinsamlega skilið honum
þangað aftur eða í af-
greiðsluna.
Gullarmband
týndist á ferðalagi
GULLARMBAND týndist
30. júlí á ferðalagi m.a. um
Hóla í Hjaltadal, Varma-
hlíð, OB bensínstöðina á
Blönduósi og Staðarskála.
Armbandsins er sárt sakn-
að.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 554 5098 eða
899 5098. Fundarlaun.
Eyrnalokkur týndist
GULLEYRNALOKKUR
(hringur) týndist 17. júní sl.
líklegast á Ingólfstorgi.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 554 5098 eða
899 5098.
Gullkross týndist
GULLKROSS; lítill, sér-
smíðaður með brett upp á
brúnirnar, týndist í bún-
ingsklefa Árbæjarlaugar
17. ágúst sl. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
553 8073. Fundarlaun.
Gullarmband týndist
GULLARMBAND með
áhangandi nistum týndist
fyrir nokkru. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
862 6051. Fundarlaun.
Gullhálsmen
týndist
GULLHÁLSMEN týndist
á leiðinni frá Álftahólum 6
yfir stíg milli Vesturbergs
og Arnarbakka og svo nið-
ur í Kóngsbakka. Þeir sem
hafa orðið varir við háls-
menið vinsamlega hafi sam-
band í síma 557 6546.
Fundarlaun.
Gleraugu týndust
GLERAUGU í brúnni um-
gjörð í svörtu hulstri töp-
uðust í miðborginni föstu-
dagskvöldið 29. ágúst.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 895 9256.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 sigrar, 4 hughreysta, 7
lykkju, 8 dylur, 9 stjórn-
arumdæmi, 11 skrifaði,
13 mynni, 14 trylltar,
15 mas, 17 óskert, 20
ambátt, 22 bleyða, 23 ilm-
ur, 24 getur gert, 25 rýja.
LÓÐRÉTT
1 kroppur, 2 farsæld, 3
blóma, 4 fjötur, 5 málms,
6 nytjalönd, 10 móðir, 12
verkfæri, 13 gruna, 15
ríki dauðra, 16 bylgjan,
18 ládeyðu, 19 áma, 20
skordýr, 21 tarfur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 sveimhugi, 8 lítil, 9 megna, 10 uml, 11 tírur, 13
apaði, 15 skegg, 18 sláni, 21 Rán, 22 ruggu, 23 aflar, 24
handlanga.
Lóðrétt: 2 vitur, 3 illur, 4 hamla, 5 gagna, 6 flot, 7 hali,
12 ugg, 14 pól, 15 særa, 16 eigra, 17 grund, 18 snaga, 19
áflog, 20 iðra.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16