Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 15 NÝIR eigendur hafa nú tekið við rekstri einkarekna leikskólans Skerjagarðs í Skerjafirði en á leik- skólanum er lögð áhersla á svokall- að könnunarnám barnanna. Leikskólinn Skerjagarður hét áð- ur Skerjakot og var stofnaður fyrir 14 árum, en nýir eigendur eru Elín Birna Kristinsdóttir leikskólastjóri og Ólafur Pétursson. Þau segja leikskólann lítinn og heimilislegan, en þar eru tvær deildir fyrir rúm- lega 40 börn á aldrinum 18 mánaða til sex ára. Á Skerjagarði er starfað eftir hugmyndafræði Reggio Emilia þar sem megináhersla er lögð á könn- unarnám. Unnið er í litlum hópum þar sem börnin nálgast viðfangs- efnið frá sem flestum sjónar- hornum. Uppeldisstarfið snýst um að hvetja börnin svo þau verði virk- ir, sjálfstæðir og umfram allt ánægðir einstaklingar. Leikskólinn Skerjagarður hefur fengið nýja eigendur. Leikskólinn Skerjagarð- ur skiptir um eigendur Reykjavík HAFNARFJARÐARHÖFN hefur sent Samkeppnisstofnun erindi vegna meints stuðnings Reykjavík- urhafnar við rekstur slippa. Ekki hef- ur verið hægt að meta tap Hafnar- fjarðarhafnar, eða fyrirtækja sem þar starfa, en ljóst er að tapið er um- talsvert. Í kæru Hafnarfjarðarhafnar segir að með ívilnunum Reykjavíkurhafn- ar í garð Stáltaks sé Reykjavíkur- höfn að „raska samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem starfa á sama sviði“ og jafnframt sé þar raskað samkeppnisstöðu þeirra hafna sem bjóða slíka þjónustu. „Við teljum að þarna sé verið að grafa undan sambærilegri starfsemi annars staðar, meðal annars hjá okk- ur,“ segir Már Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Hafnarfjarðarhafnar. „Við höfum lagt út í fjárfestingar og leigjum þær út til þessarar starfsemi, og hún á mjög erfitt uppdráttar vegna þess − að við teljum − að Reykjavíkurhöfn greiðir niður að- stöðu í slippnum.“ Sömu reglur gildi alls staðar „Við sættum okkur ekki við annað en að það gildi sömu reglur alls stað- ar og menn búi við sama rétt og sömu stöðu,“ segir Lúðvík Geirsson, bæj- arstjóri Hafnarfjarðar. „Við viljum auðvitað tryggja það að atvinnulíf og starfsemi í Hafnarfirði geti fengið að þróast með eðlilegum hætti.“ Hafnarfjarðarhöfn hefur lagt hálf- an annan milljarð í að bæta hafnarað- stöðuna, meðal annars til þess að skapa aðstöðu fyrir starfsemi drátt- arbrautar, segir Lúðvík. „Við erum ekkert að styrkja eða styðja þá að- stöðu, þetta er bara eins og hvert annað hafnarmannvirki og menn borga full gjöld fyrir þá aðstöðu.“ Kvörtun Hafnarfjarðarhafnar nær til tímabilsins frá 1999 til dagsins í dag. Ljóst er að hafnfirsk fyrirtæki hafa orðið af talsverðum fjölda verk- efna vegna meintra niðurgreiðslna Reykjavíkurhafnar, en ekki er hægt að segja nákvæmlega fyrir um tapið, að sögn Más. „Þeir bjóða í verkin og það er alltaf spurning hvort þeir hefðu fengið öll verkin. En það er erf- itt að átta sig á tjóninu,“ segir Már. Gengur illa að fá verkefni Lúðvík segir að ljóst sé að fyrir- tækin hafi ekki keppt á sama grunni um skipaviðgerðir og önnur sam- bærileg verkefni. „Menn hafa misst hér fjölda tækifæra og fjölda verk- efna út úr bæjarfélaginu vegna þessa.“ „Aðaltjónið liggur hjá okkar skipa- viðgerðamönnum en okkar tjón [Hafnarfjarðarhafnar] liggur í því að þeir eiga erfitt með að greiða leigu af þessu sem við leigjum þeim vegna þess að þeim gengur illa að fá verk- efni,“ segir Már. Aðrar hafnir á landinu greiða niður á svipaðan hátt og Reykjavíkurhöfn og er gert ráð fyrir styrkjum til upp- tökumannvirkja í til dæmis Vest- mannaeyjum, Akranesi, Stykkis- hólmi og Ísafirði, að sögn Más, en hann segir að erindi Hafnarfjarðar- hafnar til Samkeppnisstofnunar nái eingöngu til Reykjavíkurhafnar. Lúðvík segir að erindið hafi verið sent til Samkeppnisstofnunar í lok júlí, en honum vitanlega hafi stofn- unin ekki svarað því. Hjá Samkeppn- isstofnun fengust þau svör að erindið hafi borist en ekki sé búið að taka það til meðferðar og ekki ljóst á þessu stigi hvenær það verði gert. Niðurgreiðsla skekkir sam- keppnisstöðu Höfuðborgarsvæðið Morgunblaðið/Arnaldur Ójöfn staða slippa í Reykjavík og Hafnarfirði er ástæða erindis sem Hafn- arfjarðarhöfn hefur nú sent til Samkeppnisstofnunar. Hafnarfjarðarhöfn kærir Reykja- víkurhöfn til Samkeppnisstofnunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.