Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 41
að sér án þess að hafa séð hann spila – reyndar sá hann Jón 15 ára gaml- an á æfingu í Hagaskóla og mundi eftir því. Við lögðum mikla áherslu á það í fyrra að hann færi í lið þar sem hann fengi góða umönnun og mikið að spila. Það voru önnur lið sem vildu hann en við töldum skynsam- legra að fara frekar í lakara lið og spila en að fara í sterkt lið og sitja á bekknum eða uppi í stúku. Þess vegna lenti hann ef til vill í liði sem var í neðri hluta deildarinnar, Trier í Þýskalandi.“ Fram úr væntingum umboðsskrifstofunnar „Jón Arnór er ekki að fara fram úr mínum væntingum, ég veit alveg hvað hann getur. Hins vegar hefur hann farið töluvert fram úr vænt- ingum skrifstofunnar úti í Banda- ríkjunum. Þeir eru með marga stráka sem verið er að reyna að koma fyrir hjá liðum um allan heim og gera sér í hugarlund í hvaða röð mennirnir komist að. Jón Arnór er kominn fram úr fullt af mönnum sem skrifstofan átti von á að kæm- ust að á undan honum. Hann fór út eftir tímabilið í Þýskalandi. Áhugi Dallas kom upp seinni hlutann í vetur. Umboðs- skrifstofan sem ég skipti við er í Dallas og í sömu götu og skrifstofa Mavericks þannig að það voru hæg heimatökin ef þannig má að orði komast. Dallas fékk myndband af Jóni og félagið fékk strax áhuga á honum og sá áhugi hefur aukist stöðugt. Í raun má segja að félagið hafi reynt að fela Jón Arnór þannig að önnur félög hafi ekki komist að hon- um. Það má ef til vill orða það svo að Dallas hafi ekkert verið að flagga honum of mikið til að geta sjálfir setið að honum.“ Spurður hvort umboðsmaðurinn verði ekki ríkur af þessu sagði Sig- urður: „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég veit ekki einu sinni hvað ég fæ stóra prósentu af umboðsmanna- laununum. Það er búið að vera það mikið að gera í þessu undanfarna viku að ég hef ekki hugsað um það. Aðalatriðið var að koma honum að. Ef ég fæ eitthvað fyrir minn snúð þá er það fínt, nú ef ég fæ lítið eða ekk- ert þá verður það örugglega líka í lagi. Jón Arnór er kominn á rétt ról – það er fyrir mestu,“ sagði Sigurð- ur Hjörleifsson, umboðsmaður og hægri hönd Jóns Arnórs Stefáns- sonar. Morgunblaðið/Sverrir Jón Arnór Stefánsson á fullri ferð með íslenska landsliðinu í körfuknattleik. ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 41 Firmakeppni Golfklúbbsins Keilis verður haldin laugardaginn 6. september nk. Ræst verður út frá kl. 8.00. Keppnisfyrirkomulag: Punktakeppni með fullri forgjöf, þó að hámarki 1 punktur á holu. Tveir keppa saman fyrir hvert fyrirtæki og telur betri bolti. Verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin er 30.000.00 kr. gjafabréf fyrir hvorn keppanda upp í utanlandsferð. Fyrirtæki sem ætla að taka þátt í firmakeppni Keilis eru vinsamlegast beðin að tilkynna þátttöku í síma 565 3360 fyrir kl. 13.00 fimmtudaginn 4. september nk. Innifalið í mótsgjaldinu er grillveisla að hætti Brynju. Að sjálfsögðu bjóðum við forsvarsmönnum fyrirtækjanna upp á kaffiveitingar meðan á keppninni stendur. Þátttökugjald er kr 15. 000 á lið. Firmakeppni Keilis 2003 Golffatnaður Lokamót Golfleikjaskólans verða haldin á æfingavelli Golfklúbbsins Setbergs sunnudaginn 7. sept 2003 Opið stelpumót Golfleikjaskólans og U.S. Kids Golf 13 ára og yngri Mótið hefst kl. 9 Keppt verður í 3 flokkum og flokki fatlaðra Mótsgjald kr. 1000. Kvennamót fyrir alla þátttakendur sumarsins Keppt verður í byrjenda- og framhaldsflokki Mótið hefst kl. 12 Mótsgjald kr. 1500. Léttar veitingar innifaldar Allir þátttakendur fá teiggjafir Skráning á bæði mótin eru hjá Golfleikjaskólanum í síma 691 5508 Paul Freier, félagi Þórðar ogBjarna Guðjónssona hjá Boch- um, spilar ekki með þýska landslið- inu í knattspyrnu gegn því íslenska á laugardaginn. Freier gat ekki æft með þýska liðinu þegar það kom saman til æfinga fyrir leikinn fyrr í vikunni og í gær kom í ljós að hann er með brotið bein í fæti. Freier er 24 ára miðjumaður og hefur spilað síðustu átta landsleiki Þjóðverja. „Þetta er mikið áfall, Freier hefði spilað þennan leik,“ sagði Rudi Völler landsliðsþjálfari, en Freier lék mjög vel í vináttulands- leik Þjóðverja gegn Ítölum í síð- asta mánuði. Sebastian Deisler, miðjumaður- inn öflugi frá Bayern München, tekur líklega stöðu Freiers í byrj- unarliðinu en Deisler hefur ekki spilað með landsliðinu vegna meiðsla í hálft annað ár. Varnarmaðurinn Marko Rehmer og sóknarmaðurinn Fredi Bobic, sem báðir leika með Herthu Berlín, eru tilbúnir í slaginn með þýska landsliðinu í knattspyrnu gegn Ís- lendingum næsta laugardag. Tví- sýnt var með þátttöku þeirra beggja, Rehmer var með sýkingu í maga og Bobic glímdi við tognun í fæti, en nú er ljóst að þeir komast með til Íslands. Freier ekki með Þjóð- verjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.