Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 35
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 35 FRÉTTIR Í DAG, fimmtudag- inn 4. september, hefjast aftur kyrrð- arstundir í hádeginu í Hallgrímskirkju. Kyrrðarstundirnar hefjast kl. 12.00 með orgelleik eða annarri tónlist, þá er stutt hugvekja og bæn. Kyrrðarstundin stendur í 30 mínútur, en þá er boðið upp á létta máltíð á vægu verði. Þessar kyrrðar- stundir hafa verið í kirkjunni til margra ára og oft mjög fjöl- mennar, enda frá- bært að geta tekið sér stutt hlé frá amstri dagsins og sest inn í helgidóm- inn. Á fyrstu kyrrð- arstund vetrarins mun Hörður Áskels- son kantor leika á orgel kirkjunnar og sr. Sigurður Árni Þórðarson hafa hug- leiðingu. Kyrrðarstundir hefjast aftur í Hallgrímskirkju Morgunblaðið/Jim Smart Áskirkja. Opið hús fyrir unga sem aldna er á fimmtudögum kl. 14–17 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Organisti Áskirkju leiðir söng. Allir hjartanlega velkomnir. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12:00. Orgelleikur, hugvekja, bæn. Hörður Áskelsson leikur og orgelið og sr. Sigurður Árni Þórðarson hefur hug- leiðingu. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi. Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið frá kl. 12. Þjónustu annast sr. Bjarni Karlsson. Kl. 12.30 er léttur málsverður í boði í safnaðarheimilinu. Óháði söfnuðurinn. Tólf sporin – and- legt ferðalag. Fyrsti kynningarfundur á Tólf spora starfi vetrarins er í kvöld kl. 19. Allir hjartanlega velkomnir. Umsjón í höndum Ragnars Kristjánssonar, s. 690 6694. Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Bænarefnum er hægt að koma til prestsins fyrir stund- ina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðarheimili Strandbergs, kl. 10– 12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safn- aðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn/foreldramorgunn í safnaðarheimilinu. Sr. Þorvaldur Víð- isson. Fíladelfía. Eldur unga fólksins. Allir hjartanlega velkomnir. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í kapellu kl. 12. Léttur hádeg- isverður á vægu verði í Safnaðarheim- ili eftir stundina. Safnaðarstarf ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I R A Ð A U G L Ý S I N G A R TILKYNNINGAR Auglýsing um framboðsfrest í formanns- og vara- formannskjöri Samfylkingarinnar Tilkynningar um framboð til formanns og vara- formanns í Samfylkingunni skulu hafa borist skrifstofu Samfylkingarinnar, Austurstræti 14, fyrir kl. 16 föstudaginn 19. september. Kjörgengur er hver sá sem er félagi í Samfylk- ingunni og er orðinn fullra 18 ára. Framboði skulu fylgja meðmæli 20 flokksmanna úr hverju kjördæmi. Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar. Tilkynning um uppgreiðslu skuldabréfaflokks Snæfellsbær hefur ákveðið að nýta sér heimild til uppgreiðslu á skuldabréfaflokkum útgefnum annars vegar 4. apríl og 5. nóvember 1997 og hins vegar 28. nóvember 1996. Skuldabréfin sem útgefin voru á árinu 1997 verða greidd upp þann 1. nóvember 2003. Skuldabréfin sem útgefin voru á árinu 1996 verða greidd upp þann 5. nóvember 2003. Verða skuldabréfin, sem útgefin voru á papp- írsformi, eyðilögð þegar uppgreiðsla þeirra hefur farið fram. Snæfellsbæ, 3. september 2003, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Fimmtudagur 4. sept. 2003 Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Mikill söngur og vitnisburðir. Predikun Robert Maasbach. Föstudagur 5. sept. 2003 Opinn AA-fundur kl. 20:00. Mánudagur 8. sept. UNGSAM kl.19:00. Uppbyggileg þjálfun fyrir ungt fólk í bata. www.samhjalp.is Í kvöld kl. 20.00 Kvöldvaka í umsjón starfsfólks gistihússins. Veitingar og happdrætti. Allir hjartanlega velkomnir. Nína Margrét leiðbeindi Rangt var farið með nafn Nínu Margrétar Grímsdóttur, eins af leið- beinendunum á Masterclass-nám- skeiðinu í Vestmannaeyjum sem sagt var frá í blaðinu sl. þriðjudag. Beðist er velvirðingar á þessu. Málstofa á röngum degi Rangt var farið með tímasetningu á málstofu sem fara átti fram í Þjóð- arbókhlöðu í dag. Rétt er að hún fer fram eftir viku, þ.e. 11. september. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Gallerí Dvergur Sýning Péturs Más Gunnarssonar verður opnuð í dag, fimmtudag. Mis- ræmis gætti í fréttinni í gær. Beðist er velvirðingar á því. LEIÐRÉTT Danssmiðjan býður upp á ókeypis danstíma í dag Danssmiðjan er 10 ára um þessar mundi og er að hefja vetrarstarf sitt í ellefta sinn. Í tilefni þessara tímamóta hefur verið opnuð heimasíðan www.danssmidjan.is þar sem hægt er að nálgast upplýsingar og fróðleik um skólann, kennarana, námskeiðin, dansana o.fl. Fimmtudagkvöldið 4. september býður Danssmiðjan upp á ókeypis danstíma í línudansi kl. 18.30 og í samkvæmisdönsum kl. 20.30. Í tím- unum verða kennd fyrstu sporin í nokkrum dönsum. Skráning í þessa fríu danstíma er á heimasíðunni www.danssmidjan.is Danssmiðjan verður svo á ferðinni um helgina og býður upp á danssýn- ingar og kynningu í og við verslanir Hagkaups í Smáralind og Kringl- unni. Föstudag kl. 16 –19, laugardag og sunnudag kl. 13 – 16, alla dagana á báðum stöðum í einu. Gestum og gangandi verður boðið í stutta kennslu, línudansarar sýna listir sín- ar og kennarar skólans verða á staðnum og veita upplýsingar. Auk þess mun Brynjar Örn dansari sýna það nýjasta í „free style“ dönsum en hann mun kenna á slíkum nám- skeiðum í Danssmiðjunni í vetur. Málstofa í Umhverfisstofnun um landslag og þjóðgarða verður í dag, fimmtudaginn 4. september kl. 16, í Umhverfisstofnun að Suður- landsbraut 24 í Reykjavík. Ian Shanklin bandarískur landslags- arkitekt mun greina frá hugmyndum og aðgerðum vegna landslags- verndar í Bandaríkjum. Landbún- aðarháskólinn á Hvanneyri, Land- vernd og Umhverfisstofnun boða til þessarar málstofu. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Hekla býður Volkswagen Golf Comfortline á 1.690.000 kr. Í til- efni þýskra daga sem standa til 6. september býður Hekla 20 stykki af Volkswagen Golf Comfortline með 1,6 vél og 15" álfelgum á 1.690.000 kr. Að Þýskum dögum standa sextán fyrirtæki í Reykjavík og á Akranesií samstarfi við Þýsk-íslenska versl- unarráðið. Hekla stendur einnig fyrir Touran landsleiknum sem er reynsluakst- ursleikur á nýja 7 manna bílnum frá Volkswagen. Þátttakandi verður svo dreginn út á laugardag á landsleik Íslands og Þýskalands og vinnur sá hinn sami ferð fyrir 7 á útileik lið- anna sem fram fer í Hamborg þann 11. október. Tourette-samtökin verða með op- ið hús í kvöld, fimmtudagskvöldið 4. sept. kl.20.30 að Hátúni 10b (austasta ÖBÍ-blokkin), í kaffiteríunni á jarð- hæðinni. Opið hús er mánaðarlega að vetrinum, yfirleitt fyrsta fimmtudag hvers mánaðar, þar sem fluttir eru fyrirlestrar eða kynningar, horft á myndband, fjallað um bækur varð- andi TS-heilkennið, og spjalla saman yfir kaffibolla um Tourette-málefni. Í DAG Kennslumálaþing Háskóla Ís- lands verður haldið á morgun, föstudaginn 5. september, í Hátíða- sal. Viðfangsefni þingsins er þróun kennslu í háskólum með hliðsjón af aukinni samkeppni, þörfum þjóð- félagsins og nýjum áherslur í stjórn- un og kennslutækni. Hver er fram- tíðarsýnin? Dagskráin hefst kl. 9 með ávarpi menntamálaráðherra, Tómasar Inga Olrich og lýkur með léttum veitingum í boði rektors, Páls Skúlasonar kl. 16.30. Erindi halda: Páll Skúlason rektor, Jón Sigurðsson frá Samtökum at- vinnulífins, David Way, fræðslu- stjóri kennslumiðstöðvar Cornell- háskóla, stúdentarnir Davíð Gunn- arsson o.fl. Kennslumálanefnd, kennslusvið og Stúdentaráð standa að ráðstefnunni. Harmonikufélag Reykjavíkur verður í Vestmannaeyjum dagana 5. – 7. september. Í ferðinni verða Eyjarnar skoðaðar og farið í sigl- ingu. Þá munu hljóðfæraleikarar leika fyrir bæjarbúa utandyra eftir því sem veður leyfir. Síðdegs á laug- ardag verður dvalaheimili aldraðra, Hraunbúðir heimsótt og mun Létt- sveit félagsins leika þar. Stjórn- endur verða Jóhanna Gunnarsdóttir og Böðvar Magnússon og er Jóhann jafnframt kynnir. Á laugardags- kvöldið stendur félagið fyrir dans- leik í Höllinni frá kl. 22. Margar hljómsveitir munu leika þar og söngvararnir Corina Cubid og Ragn- heiður Hauksdóttir syngja. Dans- stjóri verður Böðvar Magnússon. Elísabet Möller Hansen heldur fyrirlestur er nefnist „Stjörnu- börnin“, á morgun, föstudaginn 5. september, kl. 20 á Marargötu 6. Elísabet er starfandi læknir í Danmörku. Hún stundaði nám í antroposofiskum lækningum auk hefðbundins læknanáms. Fyrirlest- urinn fer fram á dönsku og er að- gangseyrir 500 kr. Hægt er að panta viðtal við Elísabetu í dag, fimmtu- dag, og á morgun, föstuudag, í leik- skólanum Sólstöfum Grundarstíg 19. Antroposofískar lækningar eru þannig að litið er til tengsla manns- ins við steina-, plöntu-, og dýraríkið. Lyf eru unnin með hliðsjón af víxl- verkun líkamlegra, sálrænna og and- legra þátta manneskjunnar, segir í fréttatilkynningu. Á MORGUN Laugavegi 63 • sími 5512040 Vönduðu silkiblómin fást í Útitré - útiker

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.