Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 11 BJÖRN Bjarnason, dómsmálaráð- herra og borgarfulltrúi, fagnar sam- komulagi ríkis og borgar um fjárveit- ingar til framhaldsskólanna í Reykja- vík. Niðurstaðan sýni að borgar- fulltrúar R-listans hafi kúvent afstöðu sinni til málsins. „Áralöng barátta fyrir því að Reykjavík komi að uppbyggingu framhaldsskólanna eins og önnur sveitarfélög hefur skilað þessum ár- angri,“ segir Björn, sem deildi hart við borgarfulltrúa R-listans um málið þegar hann var menntamálaráðherra. Meirihluti R-listans í borgarstjórn hefði hingað til ekki viljað taka þátt í nýbyggingum framhaldsskólanna í Reykjavík þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um það í framhaldsskólalög- um að sveitarfélög leggi fram 40% af stofnkostnaði framhaldsskóla og ríkið 60%. Hafi fulltrúar R-listans talið sig óbundna af þessu ákvæði varðandi eldri skóla þar sem borgin hafi ekki tekið þátt í byggingu þeirra á sínum tíma. Björn segir að nú sé komið í ljós að lögin standi ekki í vegi fyrir að- komu borgarinnar að málinu. Þetta hafi bara verið spurning um vilja. Hann segir það til marks um hve þessi „þvermóðska“ Reykjavíkur- borgar hafi tafið framkvæmdir að í nokkur ár hafi verið heimild til að veita 65 milljónum króna til bygging- ar nýs íþróttahúss við Menntaskólann í Hamrahlíð. „Þá peninga hefur ekki verið hægt að nota því Reykjavíkur- borg neitaði að koma að þessum mál- um,“ segir Björn. Hann telur þetta marka mikilvæg þáttaskil og eiga eft- ir að auðvelda allt skipulag, starfsemi og uppbyggingu framhaldsskólanna. Þvermóðska R-listans tafði framkvæmdir SKÓLASTJÓRNENDUR fram- haldsskóla í Reykjavík eru ánægðir með samkomulag Reykjavíkurborgar og ríkisvaldsins um að veita 1.250 milljónir króna á næstu fimm árum til stækkunar á framhaldsskólum sem fyrir eru í borginni. Samkvæmt samkomulaginu ber ríkið jafnframt kostnað af öllu við- haldi á Menntaskólanum í Reykjavík næstu fimm árin og síðan leggur Reykjavíkurborg fram 200 milljónir króna til nýframkvæmda á tveimur árum. Yngvi Pétursson, rektor MR, segir að almenn ánægja ríki með sam- komulagið. „Þetta þýðir að það verð- ur ráðist í framkvæmdir strax,“ segir hann og bendir á að heildarkostnað- aráætlun hljóði upp á rúman milljarð. „Samkvæmt yfirlýsingunni verður gengið strax í að skipuleggja hvernig gengið verður í þessi verk,“ bætir hann við. Að sögn Yngva er brýnast að ráð- ast í viðhaldsverkefnin en hann segir að síðan þurfi að rífa húsið, sem áður hýsti KFUM&K, því þar verði aðal- kennsluálma skólans reist. Síðan sé gert ráð fyrir að byggja hús í fram- haldi af Casa Nova sem verði samnýtt sem íþróttahús og samkomusalur en samkomulagið sé forsenda þess að farið verði í framkvæmdir, „þannig að þetta eru mikil tímamót í sögu skól- ans“. Löng bið á enda „Ég fagna þesssu mjög,“ segir Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjöl- brautaskólans við Ármúla. Hann seg- ir að skólastjórnendur í Reykjavík hafi beðið lengi eftir svona samkomu- lagi á meðan þeir hafi horft á glæsileg skólahús rísa um allt land. „Nú sjáum við hilla undir lausn hér,“ segir hann. Sölvi segir að sérstaklega þurfi að byggja fyrir heilbrigðisskóla FÁ, þar sem séu allt að 300 nemendur, en við það skapist rými fyrir sambærilegan fjölda í núverandi húsnæði. Eins sé auðvelt að bæta við hæðum, en senni- lega sé enginn skóli með eins fáa fer- metra á hvern nemanda. Meira en 930 nemendur séu við skólann sem þýði rúmlega fimm fermetrar á nemanda. Í sumar hafi verið ráðist í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og þá hafi arkitekt hússins verið fenginn til að huga að framtíðarlausnum. „Við erum því nokkuð vel í stakk búin til þess að hefjast handa strax og peningar koma,“ segir hann. Kristín Arnalds, skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti, segir að samningurinn sé mikið fagnaðar- efni. „Við erum mjög ánægð með þetta,“ segir hún. „Við höfum búið við mikil þrengsli árum saman og það hefur háð mjög starfsemi okkar.“ Að sögn Kristínar var farið fram á að reisa nýja 3.000 fermetra álmu við skólann. Aðstaða nemenda sé einnig mjög slæm en félagsstarfið sé í ófull- komnu húsnæði og auk þess vanti sal fyrir mötuneyti nemenda. Starfs- brautin sé líka mjög illa stödd. „Ráða- menn eru sammála okkur að það sé mjög brýnt fyrir okkur að fá aukið húsnæði en það hefur staðið á þessum deilum.“ Már Vilhjálmsson, rektor Mennta- skólans við Sund, segir að samkomu- lagið sé mjög ánægjulegt. Með þess- um samningi séu ríki og borg komin út úr því öngstræti sem þau voru í varðandi deilur um kostnaðarhlut- deild eldri skóla í Reykjavík, en þetta hafi hindrað eðlilegar framkvæmdir í borginni. „Að því leyti er þessi samn- ingur stórt skref og mjög mikilvægt. Þetta er því mjög gott mál.“ Í samningnum er sérstakur liður um MS. Már segir að skólinn hafi ver- ið í óskaplegum húsnæðisvandræðum í mörg ár og ýmsar leiðir hafi verið ræddar í áratugi. Nefnd um húsnæð- ismál skólanna eigi eftir að forgangs- raða verkefnum en ljóst sé að finna þurfi lausn sem henti bæði MS og Vogaskóla, því Vogaskóli sé líka í miklu húsnæðishraki, og einfaldar lausnir, sem kosti ekki mikið, séu til. Bæði vanti venjulegar kennslustofur og eins þurfi að endurnýja sérstofur fyrir raungreinar. „Það sem er brýn- ast hjá okkur er að við fáum fleiri kennslustofur,“ segir hann og bendir á að 25 nothæfar stofur séu fyrir 32 til 33 bekki. „Þetta þýðir að nemendur okkar eru stundum á ganginum og þeir fá vonda töflu.“ Baldur Gíslason, skólameistari Iðn- skólans í Reykjavík, segist vera mjög ánægður með að búið sé að leysa úr þeim ágreininsgsmálum sem hafi ver- ið milli ríkis og borgar og að opnað hafi verið fyrir stækkun Iðnskólans. Skólinn sé algerlega sprunginn með um 1.700 nemendur í rými fyrir um 1.400 nemendur. „Bygging verk- námsaðstöðu er forgangsmál,“ segir hann og bætir við að þörf sé á fleiri skólastofum. Eins þurfi skólinn að fá nýjan inngang með bókasafni og skrifstofuaðstöðu en hún sé í gömlum kennslustofum. Að sögn Baldurs er hægt að byrja á því að byggja ofan á núverandi verknámshús mjög fljótt, því drög að byggingunni hafi verið gerð fyrir nokkrum árum. Málið sé komið í góðan farveg og það sé fagn- aðarefni. Samkomulag borgar og ríkis um fjárveitingu til framhaldsskólanna Skólastjórnend- ur ánægðir með samninginn OD DI H F K 01 48 Verið velkomin í verslun okkar á Þýskum dögum. Fjöldi tilboða og sérstök afsláttarkjör í ljósadeild. Þýskir dagar! 69.900 kr. stgr. Kæli- og frystiskápur KG 31V421 Glæsilegur skápur. 190 l kælir, 90 l frystir. H x b x d = 175 x 60 x 64 sm. Takmarkað magn = 40 stk. Aktionspreis (tilboðsverð) 79.900 kr. stgr. Þvottavél WXL 1241 Tekur 6 kg, 1200 sn./mín. Stórt lúguop, fjöldi góðra þvottakerfa. Þær gerast vart betri. Takmarkað magn = 70 stk. Aktionspreis (tilboðsverð) 8.900 kr. stgr. Farsími - A50 Frábær kaup. Lítill og léttur farsími með Li-Ion-rafhlöðu, WAP og ýmsu öðru. Takmarkað magn = 50 stk. Aktionspreis (tilboðsverð) 9.900 kr. stgr. Ryksuga VS 51B22 Kraftmikil 1400 W ryksuga, létt og lipur, stiglaus sogkraftsstilling. Takmarkað magn = 100 stk. Aktionspreis (tilboðsverð) 13.900 kr. stgr. Farsími - S45 Glæsilegur farsími frá Siemens. Lítill og léttur. Li-Ion-rafhlaða, WAP/GPRS, raddastýring. Takmarkað magn = 40 stk. Aktionspreis (tilboðsverð) Líka: Þráðlausir GIGASET-símar frá Siemens. 15% afsláttur af öllum þráðlausum símum frá Siemens á Þýskum dögum 69.900 kr. stgr. Þurrkari WTXL 2201 Fyrir gufuþéttingu, enginn barki. Rafeindastýrður rakaskynjari. 11 kerfi, tekur 6 kg. Frábær kaup. Takmarkað magn = 40 stk. Aktionspreis (tilboðsverð) 59.900 kr. stgr. Uppþvottavél SE 34A235 Ný uppþvottavél, einstaklega hljóðlát og sparneytin. Fjögur þvottakerfi, þrjú hitastig. Takmarkað magn = 90 stk. Aktionspreis (tilboðsverð) Þe ss i t ilb oð g ild a ei nu ng is d ag an a 1. – 6 . s ep te m be r o g að ei ns á m eð an b irg ði r e nd as t ( m ag n ge fið u pp ). Umboðsmenn um allt land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.