Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 12
Áætlanagerð gagnrýnd í leyniskýrslu bandaríska herráðsins ILLA var staðið að áætlanagerð fyrir uppbyggingarstarf í Írak og leit að gereyðingarvopnum, að því er segir í leynilegri skýrslu sem unnin var fyrir meðlimi bandaríska herráðsins og dagblaðið Wash- ington Times komst yfir eintak af. Í skýrslunni, sem var lögð fyrir herráðið í síðasta mánuði, segir einnig að George W. Bush Banda- ríkjaforseti hafi síðla ágústmánaðar 2002 lagt blessun sína yfir áætl- anagerðina um innrásina í Írak, og að forsetinn hafi allan tímann hald- ið Ísraelsstjórn upplýstri um áformin. Fréttir af innihaldi skýrslunnar, sem ber titilinn „Aðgerðin Íraskt frelsi – lexíur lærðar“, eru líklegar til að eiga eftir að kynda undir gagnrýni á það hvernig ríkisstjórn Bush heldur á málum í Írak, er mannfall í röðum bandaríska setu- liðsins heldur stöðugt áfram og kostnaðurinn við hernámið virðist ætla að fara úr böndum. Ekki nægur tími til undirbúnings Fréttirnar af hinni gagnrýnu leyniskýrslu herráðsins birtust sama dag og fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings gaf út skýrslu þar sem varað er við því að ekki verði hægt að halda úti hernámsliðinu í Írak nema með því að fjölga í hern- um, hætta ann- arri starfsemi á vegum hersins utan Bandaríkj- anna, eða ógilda þær reglur sem nú gilda um út- skiptingu her- sveita sem eru í verkefnum er- lendis. Í leynilegu herráðsskýrslunni er bent á vankanta á undirbúnings- ferlinu fyrir það sem gera þyrfti í Írak eftir að stríðsátökum lyki. Þeir sem falið var að sinna áætl- anagerð fengu ekki nægan tíma til að setja saman nógu vel undirbúna aðgerðaáætlun fyrir endur- uppbygginguna. „Það hversu seint skipulagðir hópar voru myndaðir innan varn- armálaráðuneytisins takmarkaði tímann sem til umráða var til að vinna nákvæmar áætlanir og skipu- leggja ráðstöfun hersveita,“ skrifar Washington Times upp úr skýrsl- unni. Um leit að gereyðingarvopnum í Írak segir í skýrslunni, að „áætl- anagerð hófst ekki tímanlega…til að CentCom [yfirstjórn Banda- ríkjahers á Persaflóasvæðinu sem hafði herstjórnarlega umsjón með innrásinni] væri í stakk búin að sinna verkinu sem skyldi.“ Illa staðið að und- irbúningi hernáms Washington. AFP. George W. Bush ERLENT 12 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ haustlitirnir komnir í verslanir 2 nýjar spennandi palletur fyrir augu og varir Gréta Boða kynnir það nýjasta í vetrarförðun fimmtudag, föstudag og laugardag CHANEL útsölustaðir: • Clara Kringlunni • Hygea Kringlunni • Hygea Laugaveg • Hygea Smáralind • Snyrtivöruverslunin Glæsibæ Smáralind ÞÝSKA listakonan Claudia Rogge stillir sér upp inni í gagnsæja vörubílnum sínum sem ber heitið iL2 en í honum eru 66 myndir af nöktum karlmannslíkömum sem krjúpa. Stytturnar eru úr trefjaplasti en Rogge hefur ferðast með sýningu sína um margar helstu borgir Evr- ópu, til dæmis í Þýskalandi og Frakklandi. Myndin var tekin í London í gær. Reuters List í gagn- sæjum vörubíl ENN dregur saman með stuðn- ingsmönnum og andstæðingum evrunnar í Svíþjóð en lands- menn munu kjósa um upptöku hennar 14. þessa mánaðar. Könnun, sem Demoskop annað- ist og birt var í gær, sýndi, að þá ætluðu 44% að greiða atkvæði gegn evrunni, prósentustiginu færri en fyrir viku, en 39% hugðust samþykkja hana, fimm prósentustigum fleiri en í síð- ustu viku. Óákveðin voru 16% en 20% fyrir viku. Á mánudag sýndi Gallup-könnun, að 44% voru á móti en voru 49% mánu- deginum áður. 36% studdu evr- una í stað 34%. Gert var ráð fyr- ir, að yrði evran samþykkt, kæmi hún í umferð í Svíþjóð 1. janúar en Göran Persson for- sætisráðherra sagði um síðustu helgi, að yrði henni hafnað, kæmi næsta tækifæri ekki fyrr en 2010. Kona for- maður presta- félagsins INGEBORG Midttømme hefur verið kjörin formaður norska prestafélagsins og er hún fyrsta konan til að gegna því embætti í 103 ára langri sögu þess. Í kosn- ingum innan félagsins bar hún sigurorð af annarri konu, Britu Hardeberg. Midttømme, sem er prestur í Ósló, hefur í raun haft forystu fyrir félaginu síðasta misserið en aðild að því eiga 2.400 prestar. Fyrsti norski kvenpresturinn var vígður 1961 og töldu þá margir, að það bryti í bága við kenningar Biblíunn- ar. Af 11 biskupum norsku þjóð- kirkjunnar eru nú tvær konur. Loka sendiráði BRESKA stjórnin lokaði í gær sendiráði sínu í Teheran í Íran eftir að skotið hafði verið á það. Áður hafði íranska stjórnin kall- að heim sendiherra sinn í Lond- on til skrafs og ráðagerða en mikil spenna er í samskiptum ríkjanna vegna handtöku ír- anska sendimannsins Hade Sol- eimanpours í Bretlandi. Hefur Argentínustjórn krafist þess, að hann verði framseldur henni en hún sakar Soleimanpour, sem var sendiherra Írans í Buenos Aires 1994, um aðild að sprengjutilræði í menningar- miðstöð gyðinga í borginni það ár. Varð það tugum manna að bana. Trufflurnar brugðust UPPSKERAN á jarðsveppum eða trufflum í Frakklandi hefur brugðist að miklu leyti vegna hitanna í sumar og mikilla þurrka. Telja sérfræðingar, að hún muni ekki ná sér á strik fyrr en eftir tvö ár og þá að því gefnu, að aðstæður verði skap- legri en á þessu ári. Þarf svepp- urinn góðan raka til að þrosk- ast. Ekki er enn ljóst hve mikil uppskeran verður en á síðasta ári var hún alls 35 tonn. Ástand- ið nú gæti leitt til mikils inn- flutnings á kínverskum truffl- um en franskir matunnendur segja, að þær séu ekki miklu síðri en þær frönsku. STUTT Evran í sókn í Svíþjóð BREZKIR leyniþjónustusérfræðing- ar höfðu áhyggjur af því að í skýrslu ríkisstjórnarinnar um gereyðingar- vopnaeign Íraka, sem birt var í sept- ember í fyrra, væri hættan sem af þeim væri talin stafa nokkuð ýkt. Kom þetta fram í vitnisburði fyrrver- andi leyniþjónustustarfsmanns fyrir Hutton-nefndinni svonefndu, sem rannsakar tildrög andláts efnavopna- sérfræðingsins Davids Kellys. Leyniþjónustumaðurinn, sem kominn er á eftirlaun, Brian Jones að nafni, tjáði rannsóknarnefndinni að hann hefði gripið til þeirra „mjög svo óvenjulegu“ ráða að skrifa yfirmönn- um sínum bréf til að koma á framfæri áhyggjum síns starfshóps af því að sjónarmið hans myndu ekki skila sér í lokagerð skýrslunnar. Jones, sem þar til fyrir skömmu stýrði deild innan leyniþjónustu brezka varnarmálaráðuneytisins sem sinnti greiningu á leyniþjónustuupp- lýsingum um efna-, sýkla- og kjarn- orkuvopn, sagði sitt lið ekki hafa beð- ið um að umdeildasta fullyrðingin í skýrslunni – um að Írakar gætu beitt efna- og sýklavopnum á innan við 45 mínútum – yrði fjarlægð úr texta hennar. „Á engu stigi málsins fórum við fram á að þessar upplýsingar yrðu ekki hafðar með í skýrslunni. Við töldum þetta mikilvægar upplýsing- ar,“ sagði Jones. En bætti við, að sér hefði fundist orðalagið á fullyrðing- unni „svolítið sterkt“. Jones sagði að sumir í hans starfs- hópi hefðu talið að í skýrslunni, sem var unnin af Sameiginlegu leyniþjón- ustunefndinni (JIC) sem sótti ráð um framsetningu hennar á skrifstofu Tonys Blairs forsætisráðherra, hefðu „viss atriði“ verið „brýnd um of“. „Það sem ég hafði áhyggjur af var að efna- og sýklavopnaeign Íraka væri ekki alveg rétt lýst […] Það voru ekki nægjanlegar upplýsingar fyrir- liggjandi um að umtalsverð fram- leiðsla [á þessum vopnum í Írak] hefði farið fram,“ bar Jones. Jones sagði að á sinni deild hefðu menn haft á tilfinningunni að skrif- stofa Blairs hefði haft áhrif á gerð skýrslunnar. Blair og fulltrúar hans hafa haldið því mjög ákveðið fram, að leyniþjónustumenn hafi stýrt gerð skýrslunnar. Kelly gleypti verkjatöflur Réttarlæknirinn Richard Allan bar fyrir rannsóknarnefndinni í gær að Kelly hefði gleypt hugsanlega ban- vænan skammt af verkjatöflum. Michael Page, lögreglufulltrúi sem átt hefur þátt í lögreglurannsókninni á andláti Kellys, bar að hann væri „eins viss og ég get verið“ um að Kelly hefði svipt sig lífi og að enginn annar hefði aðstoðað hann við sjálfs- vígið. Höfðu áhyggj- ur af orðalagi Lundúnum. AP. Leyniþjónustumenn vitna í Kelly-máli ♦ ♦ ♦ AÐ minnsta kosti fimm létust og meira en þrjátíu særðust þegar tvær sprengjur sprungu í lestarvagni í bæ í Suður-Rússlandi skammt frá landa- mærum Tétsníu. Talsmaður ráðu- neytis fyrir neyðartilvik sagði að a.m.k. 32 hefðu brennst og fengið í sig sprengjuflísar og að margir af þeim hefðu verið táningar á leið í háskólann í bænum Pjatígorsk. „Allt hristist og skalf. Hið eina sem ég man er að það var mikið af ryki alls staðar og allt skalf,“ sagði Ílja Kam- yshanov, ein hinna særðu, í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð. Yfirvöld höfðu í gær ekki enn kennt tétsneskum uppreisnarmönnum um árásina en þeir hafa staðið fyrir fjölda tilræða að undanförnu sem hafa kost- að meira en 150 manns lífið. ITAR-TASS-fréttastofan greindi frá því að tveimur heimatilbúnum sprengjum hefði verið komið fyrir undir lestinni og að lögregla hefði handtekið særðan mann sem reyndi að flýja af vettvangi en hann er grun- aður um tilræðið. Fimm létust er lest var sprengd Moskvu. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.