Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ U m daginn komst ég að því hvað það er sem gerir mann að manni, og það er hæfileikinn að geta tekið ákvarðanir. Þessi stóri sannleikur rann upp fyrir mér þegar ég stóð fyrir framan speg- ilinn á ganginum heima hjá mér og sá þar í mínu líki puntstrá sem bifaðist í vindinum og í bak- sýn var gúmmíbátur sem velktist á opnu hafi. Erfiðleikarnir við það að vera ekki maður birtast með hvað átakanlegustum hætti þegar ég þarf að fara út í sjoppu að kaupa mér súkkulaði til að maula yfir vídeóspólu. Ég smakka í hug- anum nánast hverja einustu teg- und í hillunni, velti bitanum fram og til baka í munninum, tek svo þann næsta og svo koll af kolli. Svara síðan afgreiðslu- konunni sem er farin að tvístíga fyrir framan mig, já, heyrðu ég er aðeins að skoða, afgreiddu bara þennan hérna við hliðina á mér á meðan, og held svo áfram. Enda kannski með því að sleppa því að kaupa mér súkkulaði. Eða þá að ég spyr næsta mann: Af- sakaðu, hvað ætlar þú að fá þér? Holly, já. Hmmm. Með salt- hnetum eða heslihnetum? Salt- hnetum já. Sný mér síðan að af- greiðslukonunni og segi: Ég held ég fái bara Holly með salt- hnetum – risa. Sama vandamál birtist með enn sorglegri hætti þegar ég þarf að velja vídeóspólu. Ég get reyndar ekki sagt að ég hafi eng- ar skoðanir á því hvaða vídeó mér finnast skemmtileg og hver ekki, mig langar til dæmis oft að sjá einhverja gamla Chevy Chase mynd, en tilhugsunin um að valda konunni vonbrigðum með því að birtast með Fletch í enn eitt skiptið, er nánast óbæri- leg. Þessvegna hringi ég núna alltaf af vídeóleigunni og ber undir konuna hvað okkur langi nú að horfa á. En nú er ég orðinn að manni. Maður með skoðun, maður sem getur tekið ákvarðanir. Ég er farinn að marka mér stefnu í hin- um ólíkustu málum og vinn sam- kvæmt henni. Nú hef ég þrjú súkkulaði á stefnuskránni; Lindumarsipan, risa Yankee og Holly (risa líka). Og með vídeó- spólurnar þá tók ég einfaldlega þá ákvörðun að ég væri hættur að velja vídeóspólur uppá mitt einsdæmi, og sendi konuna út á leigu, henni til ómældrar ógleði. „Því miður elskan, ég bara get ekki valið spólu. Ég skal vaska upp á meðan þú skreppur,“ segi ég og reyni þannig að sýna fram á að ég geri meira gagn í eldhús- inu en úti á leigu. En ég lét ekki staðar numið. Nú þýddi ekki lengur að vera með eitthvert hálfkák í þjóð- málaumræðunni. Ég sá að það þýddi ekki lengur að halda áfram að vera góði gæinn sem var aldr- ei á móti neinu, maðurinn sem reikaði stefnulaust, eins og gúmmíbáturinn græni og segði svo þegar hann var beðinn um álit: Já, það er erfitt að segja, það er ýmislegt sem mælir með þessu, en jú vissulega, það mælir ýmislegt á móti líka. En þá er spurt: „Ertu með eða á móti?“ – Tja, það er erfitt að segja, þetta er þannig mál, það eru kostir og gallar. Nei, nú er nóg komið. Skoð- analaus maður er ekki maður. Það dugir ekki að vera bara með stefnuskrá í súkkulaði- og vídeómálum, nú eru önnur mál og meira aðkallandi á dagskrá. Ég mótaði mér skoðun á máli Árna Johnsen, á Kárahnjúka- málinu, álverinu, íslenskum land- búnaði, stjórnmálum, trúmálum, flugvallarmálum og skatta- málum. Ég lagði meira að segja töluverða vinnu í að móta mér stefnu í málefnum aldraðra og þegar öll stærstu málin voru komin í höfn var ég orðinn að manni – eins og Gosi. Og nú þeg- ar einhver kemur til mín og spyr: Doddi, hvað finnst þér um þenn- an skrípaleik í Samfylkingunni, get ég hikstalaust svarað og sagt: Augnablik, blaða svo í stefnuskránni undir S og segi: Hún er ekki á réttri leið. Sam- fylkingin er að mínu mati flokkur sem hefur það eitt á stefnu- skránni að verða flokkur. Sam- fylkinguna vantar stefnu. Og þetta er hún, stefna mín í málefnum Samfylkingarinnar. Útfrá þessari yfirlýsingu minni geta svo spunnist upp áhuga- verðar samræður þar sem ég hvika hvergi frá skoðun minni, bæti einungis í og gríp í hitt og þetta skoðun minni til stuðnings sem ég hef viðað að mér í að- draganda skoðunarinnar. Viðmælandinn gæti verið á sömu skoðun, eða jafnvel á ann- arri skoðun, eða kannski engri skoðun og yrði þá fljótur að beina talinu að boltanum. Um það leyti sem ég gerði þessa miklu uppgötvun um hvað gerir mann að manni, lá í loftinu að ráðist yrði inn í Írak til að koma ógnarstjórn Saddams Hussein frá völdum. Ég vissi að í þessu máli væri enginn maður með mönnum nema hann hefði afstöðu. Ég lá yfir umræðunni, las það sem ég komst yfir og svo var það einn daginn að spurning- unni var varpað fram, nánast í hálfkæringi, viðkomandi líklega alls óviðbúinn því að hann ætti nú í höggi við mann með skoð- anir, mann með fullmótaða og vel ígrundaða stefnuskrá á taktein- um – og hvað finnst þér nú um stríðið í Írak? Og án þess að þurfa að hugsa mig um sagði ég að ég væri fylgjandi innrásinni. Það væri enginn vafi í mínum huga, hún er réttlætanleg. Og þar við sat. Síðan þá hafa mörg vötn runn- ið til sjávar og ekki fór allt í þess- um átökum eins og ætlað var. En ég held mig við mína skoðun og hvika hvergi, rétt eins og Tony Blair sem lagt hefur pólitíska framtíð sína að veði fyrir þessa sömu skoðun sína. Ég lagði ekk- ert að veði svo sem, nema vin- sældir mínar ef einhverjar eru, og þá erum við Blair á sama báti. Annars held ég að við ættum bara að vera góð hvert við annað og komast að samkomulagi um hlutina, það hlýtur að vera best. Svo lengi sem allir eru á sömu skoðun og ég. Að verða að manni Tilhugsunin um að valda konunni von- brigðum með því að birtast með Fletch í enn eitt skiptið var nánast óbærileg. VIÐHORF Eftir Þórodd Bjarnason tobj@mbl.is ✝ Sigríður ÁgústaSöebech fæddist í Reykjavík 14. mars 1922. Hún andaðist á Landspítalanum mánudaginn 25. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Pétur Ágúst Pétursson Söebech trésmiður, f. 12. nóvember 1898, d. 23. janúar 1956, og Elín Eiríks- dóttir skáldkona frá Ökrum, f. 26. októ- ber 1900, d. 26. mars 1987. Sigríður átti tvær al- systur og einn hálfbróður sam- feðra og var elst systkinanna. Systkini hennar eru Kristjana Ragnheiður, f. 4. september 1924, Hulda Fjóla, f. 7. júlí 1928, d. 20. ágúst 1980, og Örn Söebech, f. 25. ágúst 1940, d. 18. nóvember 1982. Sigríður giftist Kristjáni Inga Einarssyni byggingatæknifræð- ingi, f. 1. ágúst 1922, d. 3. febr- úar 1977. Foreldrar hans voru Einar B. Kristjánsson bygginga- meistari og Guðrún Guðlaugs- dóttir. Börn Sigríðar og Kristjáns eru: 1) Inger Ágústa, f. 14. apríl 1945, d. 24. október 1992. Maki maí 1959. Eiginmaður hennar er Eyþór Gunnarsson, f. 9. septem- ber 1961. Þau eiga fjögur börn, Sigríður, f. 22. júlí 1981, Elísabet, f. 19. september 1986, Elín, f. 20. nóvember 1990, Eyþór Ingi, f. 23. september 1997. Sigríður og Kristján Ingi slitu samvistum. Seinni maður Sigríðar var Sveinn Einarsson, sjómaður, f. 24. nóvember 1932, d. 2. maí 1982. Foreldrar hans voru Einar Sveinsson og Ólöf Sigurjónsdótt- ir. Barnabarnabörn Sigríðar eru átta talsins. Sigríður sleit barnsskónum á Akureyri. Fjölskylda hennar fluttist til Kaupmannahafnar um 1930 en Sigríður dvaldist lang- dvölum hjá Ágústínu ömmu sinni á Akureyri eftir það. Hún var þó stödd í Kaupmannahöfn þegar Þjóðverjar hernámu landið, en komst heim til Íslands með Petsamoförunum 1940. Árið 1945 fluttist hún til Bandaríkjanna ásamt Kristjáni Inga eiginmanni sínum og fyrsta barni þeirra, Ing- er. Hún flutti aftur heim til Ís- lands með yngstu börnin sín fjög- ur 1965. Hún starfaði við verslun og þjónustu eftir það. Lengst af var hún í Húsgagnahöllinni og síðar hjá Seðlabankanum og Landsbanka Íslands. Á efri árum tók hún virkan þátt í félagsstarfi aldraðra, ferðaðist mikið og stundaði útivist og sund ötullega. Útför Sigríðar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. hennar var Robert Cordeiro. Þau skildu. Börn þeirra eru Lopaka Cordeiro, f. 20. mars 1968, og Nani Sigrid, f. 13. apríl 1970. 2) Einar Benedikt Söebech, f. 12. apríl 1948. Eig- inkona hans var Car- ol Einarsson. Þau skildu. Þau eiga fjög- ur börn, Leif, f. 26. september 1970, Kristian, f. 20. janúar 1972, Crystal, f. 14. ágúst 1976, og Inger, f. 10. ágúst 1978. Seinni eigin- kona Einars er Suzanne Einars- son. Hún á þrjár uppkomnar dæt- ur, stjúpdætur Einars, Kristin, f. 5. mars 1972, Michelle, f. 20. nóv- ember 1973, og Jamie, f. 20. nóv- ember 1973. 3) Pétur, f. 31. júlí 1952. Eiginkona hans er Þóra Ingvaldsdóttir, f. 17. febrúar 1957. Þau eiga eina dóttur, Av- anti Ósk, f. 1. júlí 1995. 4) Krist- ján Jónas, f. 26. mars 1956. Eig- inkona hans er Þórunn Rannveig Þórarinsdóttir, f. 8. febrúar 1957. Þau eiga þrjú börn, Sóley, f. 31. ágúst 1978, Sölvi, f. 12. septem- ber 1980, Kristján Steinn, f. 26. júní 1996. 5) Ellen Rósalind, f. 8. Auðvitað hef ég verið að hugsa um Sísý tengdamóður undanfarnar vik- ur. Ég á margar góðar minningar, sem munu alltaf fylgja mér, en mér er minnistæðast þegar ég sá og hitti hana í fyrsta skipti fyrir 20 árum síð- an. Einar og ég tókum á móti henni og Sveini á flugvellinum í Orlando, þau voru að koma til að heimsækja okkur og vera viðstödd brúðkaup okkar. Það geislaði af Sísý, bláu aug- un hennar tindruðu, hún gekk á sinn sérstæða máta og var, að mér fannst, einstaklega falleg. Hún var yfir sig ástfangin af Sveini og svo augljóslega glöð. Hún faðmaði mig að sér og snerti andlit mitt varfærn- islega og faðmaði mig aftur. Hún og Sveinn undu sér vel með- an á heimsókninni stóð. Við bjugg- um í Cape Canaveral, stutt frá ströndinni og á hverjum morgni vöknuðu Sísý og Sveinn snemma og gengu niður á strönd. Ástfangna parið leiddist hönd í hönd og þau höfðu ekki augun af hvort öðru. Það var virkilega gaman að sjá þau sam- an. Þau kynntust öllum vinum okkar, sem fannst Sísý líta meira út eins og systir Einars en móðir. Sísý hafði gaman af því. Við borðuðum humar og McDon- alds-hamborgara og Sísý gerði kleinur og við töluðum út í eitt. Hún var svo stolt af öllum börnunum sín- um og hún talaði mikið um hæfileika þeirra. Ég elskaði að hlusta á rödd- ina hennar, ég get heyrt hana fyrir mér núna, alveg eins og ég get séð hana fyrir mér læðast á tánum frammi á gangi, alveg eins og ég get séð hana reigja til höfuðið og strjúka varlega aftur hárið með handarbak- inu. Ég sakna hennar, ég elska hana og ég veit hún elskar mig ennþá. Og ég veit að við öll sem elskum hana eigum einhversstaðar sérstakan engil sem fylgist með okkur. Bless bless Sísý, Suzanne. Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdamóður minnar og vinkonu Sigríðar Ágústu Söebech eða Sísýar eins og hún var kölluð af ættingjum og vinum. Er ég kom inn í fjölskylduna 19 ára gömul skynjaði ég strax að Sísý var sérstök og merkileg kona, hún hafði þann hæfileika að geta sett sig inn í heim barnanna sinna, hún talaði þeirra tungumál, fylgdist með því sem þau höfðu áhuga á, eins og t.d. hvað var að gerast í tónlistarheim- inum og hafði skoðun á því hvernig gítarleikari eða söngvari stæðu sig í hljómsveitum þessa tíma, ég gapti. Sísý hafði lifað stórbrotnu lífi og fátt var skemmtilegra en að hlusta á hana segja frá ýmsum viðburðum úr því. Eins og þegar hún sem ung- lingsstúlka á Akureyri söng á skóla- balli hjá Menntaskólanum með hljómsveit, notaði lúður sem hljóð- nema og var klædd síðum kjól og með blóm í hárinu. Hlusta á hana rifja upp Kaupmannahafnarárin og er stríðið braust út í Danmörku og þær mæðgur flúðu heim með Esj- unni, sem sigldi frá Petsamó í Finn- landi og yfir hafið til Íslands. Þessi ferð var fræg og var tekin mynd af öllum farþegunum fyrir framan Há- skóla Íslands, og þegar við Kristján kynntumst og Sísý kom upp á Skaga með okkur í heimsókn til foreldra minna rifjaðist þessi saga upp, því að faðir minn var líka með í þessari för. Hún hafði yndi af að segja okkur frá sumrunum sem hún átti á Dröngum á Ströndum hjá Rögnu föðursystur sinni og Eiríki manni hennar, er hún var sex ára og fjórtán ára gömul. Hún átti að læra að synda og Eiríkur reri með krakkana aðeins frá landi, henti þeim út fyrir borð og svo áttu þau að synda í land. Það var farið á hestum upp á Drangjökul, og stelp- urnar á bænum ákváðu að sofa á beru eldhúsgólfinu kvöldið áður, því það myndi herða þær fyrir ferðina. Á toppi Drangjökuls skrifaði Sísý nafn sitt í bók sem er geymd í hólki inn undir vörðu. Ég hef alltaf verið stolt af að eiga tengdamóður sem talaði góða ensku eða öllu heldur amerísku eins og Sísý talaði á sinn sjarmerandi hátt, og þótti gaman að sjá undrun er- lendra vina okkar Kristjáns á því, er þeir sátu með henni til borðs á heim- ili okkar. En Sísý bjó í Ameríku í 20 ár og það hefur alltaf verið viss ljómi yfir frásögnum hennar frá þessum árum, ég hefði getað setið endalaust með henni og hlustað á hana segja frá þeim, slík var skemmtunin. Minningarnar frá Ameríku voru margar ánægjulegar og margar voru síður ánægjulegar, en hún átti ekki erfitt með að tala um þær, því Sísý kunni að fyrirgefa og hefur ver- ið mér fyrirmynd í þeim málum. Fyrstu árin á Íslandi eftir að hún kom alkomin heim frá Ameríku voru án efa oft erfið, að vera einstæð móð- ir með þrjú börn á Ísland voru engin kostakjör fyrir tæpum 40 árum, frekar en það er í dag, stundum voru bara kartöflur í matinn. Sísý vann í mörg ár í Húsgagnahöllinni, auk þess sem hún tók að sér að vélrita verkefni fyrir fólk sem hún vann á kvöldin heima, hún tók að sér að spá í bolla og í kompaníi með Heiðu syst- ur sinni gerðu þær skreytingar fyrir jólin, sem krakkarnir gengu með í hús og seldu. Hún bjó börnum sínum kærleiks- ríkt heimili, þar sem gleði ríkti, en Sísý var ótrúlega lísfglöð kona og gædd mikilli manngæsku, nærvera hennar snart allt og alla sem í kring- um hana voru. Ég á eftir að sakna Sísýar mikið, hún var góð vinkona mín og góður félagi. Við höfum farið saman á ófáa tónleika gegnum árin og á dans- skemmtanir, og gleymi ég seint er við dönsuðum fyrst saman á blústón- leikum úti í Lundi, ég kasólétt að frumburðinum. Síðustu tónleikarnir sem við fór- um saman á voru Gospeltónleikar í Langholtskirkju síðastliðið vor, ég virti hana fyrir mér þessa einstöku konu sem var komin yfir áttrætt, lif- andi og stelpuleg í fasi, klædd í hálf- sítt gallapils og með svolítið hippa- legan hatt. Tilvera okkar er fátækari, Sísý er farin og skilur hún eftir sig stórt skarð, en við erum rík af góðum minningum um hana, sem eiga eftir að gleðja okkur um ókomna tíð. Kveðja Þórunn Rannveig. Amma okkar er ein besta kona sem við höfum kynnst. Hún sá alltaf það góða í öllum og kenndi okkur að trúa á það góða sem í heiminum er. Hún var ólík öðrum ömmum, pantaði með okkur pizzu, hitti okkur á kaffi- húsi og hljóp útí bakarí þegar von var á okkur í heimsókn. Hún hafði bara svo mikið að gera að ekki gafst tími til að vera dæmigerða amman, í staðin var hún nútíma amma með allt á hreinu. Þegar hún fór á eft- irlaun tók hún þátt í starfi leikfélagi eldri borgara, ferðaðist með vin- konum sínum til sólarlanda, lærði á tölvu og internetið. Amma naut þess virkilega að vera til. Fyrirmynd okkar að fullkomnu lífi á gamals- aldri! Alltaf var spennandi að kíkja til hennar í kaffi, þegar bollinn var orð- inn tómur las hún úr honum fyrir okkur. Hún sá alltaf bjart í kringum okkur og fullt af vinum, þið eruð svo vinsæl sagði hún alltaf og kímdi. „Þröngt mega sáttir sitja“ átti vel við hvern jóladag heima hjá ömmu. Þá komum við öll saman í litlu íbúð- ina hennar í Breiðholtinu og borð- uðum hangikjöt með uppstú og laufabrauði. Mikil gleði ríkti því þar var fjölskyldan komin saman. Elsku amma kenndi okkur að vera þakklát fyrir það sem við höfum og taka á móti heiminum með jákvæðu hug- arfari. Við kveðjum hana með sorg í SIGRÍÐUR ÁGÚSTA SÖEBECH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.