Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 18
AUSTURLAND 18 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KOSIÐ verður um nýja sveitarstjórn í sameinuðu sveit- arfélagi Búða- og Stöðvarhrepps 20. september nk. Þá verður einnig kosið um nafn á hið nýja sveitarfélag. Eins og gengur hafa verið deildar meiningar um hvort sameiningin væri hreppunum til hagsbóta og menn einkum tilgreint bága fjárhagsstöðu Stöðv- arhrepps í því sambandi. Búðahreppur hefur hins veg- ar verið að ná sér á strik fjárhagslega eftir örðugleika vegna byggingar íþróttamannvirkja í bænum. „Þessi rök voru fyrst og fremst notuð af þeim sem þekktu ekki reikninga sveitarfélaganna,“ segir Guð- mundur Þorgrímsson, oddviti Búðahrepps. „Þeir sem vissu um hvað var verið að tala vita að við hér í Búða- hreppi erum komin á réttara ról fjárhagslega en und- anfarið, en samt sem áður svo langt frá að teljast það vel í sveit sett að við höfum næga peninga til að gera allt milli himins og jarðar. Það er ekkert sveitarfélag þannig í dag. Ég er sannfærður um að við hér á Búðum erum ekki verr sett eftir sameiningu heldur en fyrir. Það er mín bjargfasta trú og vissa að samfélagið í Búðahreppi og Stöðvarhreppi er mörgum sinnum betur í stakk búið eftir sameiningu vegna þess að við fáum mikla peninga inn í þetta frá Jöfununarsjóði sveitarfélaga á næstu þremur til fjórum árum sem ekki hefðu komið ella. Hvort það er til að bjarga anganum hér eða á Stöðv- arfirði skiptir ekki máli í mínum huga.“ Guðmundur segir sparnað í yfirstjórn verða verulegan, en hún verður á Fáskrúðsfirði. Uppbygging í sjónmáli Íbúar á Fáskrúðsfirði eru nú um 600 talsins og segir Guðmundur hafa fjölgað í bænum á árinu. „Ég finn vaxandi bjartsýni hjá bæjarbúum vegna framkvæmdanna hér fyrir austan. Leiguíbúðir eru all- ar fullar og bið er eftir húsnæði. Eitt hús er nú í bygg- ingu, það fyrsta í ein sautján ár.“ Guðmundur segir uppbygginguna hefjast fyrir al- vöru þegar Fáskrúðsfjarðargöng verða tekin í notkun. „Þá verður vendipunktur hjá okkur,“ segir hann. „Ég held að þá fari menn að togast á um búsetu fólks sem ætlar að búa hér fyrir austan og vinna við álverið á Reyðarfirði. Ég sé fyrir mér að okkar sveitarfélag muni koma sér á framfæri sem fyrsta flokks fjöl- skylduvænt sveitarfélag. Við höfum mjög góða þjón- ustu á mörgum sviðum og verðum þannig í sveit sett að vera aðeins til hliðar við hringveginn fyrir austan og ekki í þeirri hringiðu sem maður upplifir til dæmis á Egilsstöðum. Hér verður áfram rólegt og samfélagið þétt.“ Einhæft atvinnulíf heyrir sögunni til með tilkomu Fáskrúðsfjarðarganga Atvinnulífið á Fáskrúðsfirði skortir fjölbreytni að mati oddvitans. Fyrir utan landbúnaðinn í sveitinni stendur Loðnuvinnslan undir miklum meiri hluta byggðarlagsins. „Það er ekki gaman fyrir konur sem vilja komast út á vinnumarkaðinn að hafa þann eina möguleika að binda á sig hanskana og labba út í frysti- hús,“ segir Guðmundur. „Með því að göngin opnast myndast þó fjölbreytnin og það er ekki víst að við þurf- um endilega að hafa hana hér heima fyrir, hún kemur á svæðið og við sköpum svo fólki skilyrði til að búa í fjöl- skylduvænu sveitarfélagi.“ Fáskrúðsfirðingar ósáttir við þjónustu olíufélaganna Búðahreppur sendi nýlega erindi til Samkeppnis- stofnunar þar sem spurt er um réttmæti þess að olíufé- lögin þrjú, Shell, Olís og Esso reki sameiginlega bensín- og olíusölu á Fáskrúðsfirði og bjóði ekki upp á sjálfsölu á bensíni, eins og er í öllum öðrum bæjarfélögum eystra, utan Eskifjarðar. Nota Fáskrúðsfirðingar tæki- færið og taka bensín í öðrum sveitarfélögum á ferðum sínum til að njóta afsláttar sem þeim stendur ekki til boða heima fyrir. Að sögn Guðmundar setur Skeljungur kostnað við uppsetningu sjálfsala fyrir sig, en Esso hefur lýst bréf- lega að það sé ekki í veginum af þeirra hálfu. „Spurningin er hvort olíufélögin telji það ekki skipta máli að setja hér upp sjálfsafgreiðslu af því þau eru öll um einu bensínstöðina á staðnum. Það er alveg klárt að þessi gagnrýni beinist ekki að Söluskála Stefáns Jóns- sonar hér í bænum, heldur viljum við að olíufélögin rétti okkar hlut. Samkeppnisstofnun er nú með málið á sínu borði samhliða víðtækri athugun sinni á samráði olíufélaganna.“ Breytingar í nýju sveitarfélagi Búða- og Stöðvarhrepps Fjölbreytnin kemur með göngunum Fáskrúðsfjörður Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Guðmundur Þorgrímsson, oddviti Fáskrúðsfirðinga, segir sameininguna við Stöðvarhrepp jákvæða og gefa mikla möguleika. FLUGFÉLAG Íslands hefur aukið sætaframboð milli Egilsstaða og Reykjavíkur um ríflega 50% frá því fyrir ári. Nú eru flognar fjórar ferðir á hverjum virkum degi og þrjár á helgidögum. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að eftirspurn eftir flugi á þessari flugleið hafi aukist mjög eftir að framkvæmdir fóru í gang eystra. Þá hafi almennur áhugi vaxið á svæðinu ásamt eftirspurn í dags- ferðir á Kárahnjúkasvæðið, svo dæmi sé tekið. Forsvarsmenn Flugfélagsins gera ráð fyrir að eftirpurn eigi enn eftir að aukast þegar framkvæmdaþungi á Austurlandi vex á næstu mánuðum og misserum. Tæplega fjörutíu prósenta aukning milli mánaða Í ágústmánuði var slegið met í far- þegaflutningum um Egilsstaðaflug- völl. 9.165 farþegar fóru þá um völl- inn og er það 36,9% aukning á milli mánaða. 52.184 farþegar hafa farið um Egilsstaðaflugvöll það sem af er árs og er það 22% aukning frá fyrra ári. Lendingar hafa aukist um rúm 9% og vöruflutningar einnig aukist markvert. Met í flutning- um í ágúst Sætaframboð Flugfélagsins milli Egilsstaða og Reykjavíkur aukið Egilsstaðir ÞAÐ er ýmislegt sem grær á há- lendinu. Þannig hefur lengi verið rækt- aður hvítlaukur í garði landvarða í Drekagili og hér vaxa furur og litaglaður blómgróður framan við búðir Arnarfells við Kárahnjúka. Þar um slóðir vex að öðru leyti venjulegur íslenskur fjallalág- gróður. Blómlegt hjá Arnarfells- mönnum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Kárahnjúkar Í FYRRAKVÖLD hélt Norðlenska matborðið hf. (Norðlenska) fund með sauðfjárbændum á Austur- landi. Tilefni fundarins var að skýra frá því að ekki verður slátrað í slát- urhúsinu á Fossvöllum í haust. Sigurjón Bjarnason er fram- kvæmdastjóri Sláturfélags Austur- lands. „Ástæðan er sögð sú að ekki fæst nægilega mikið sláturfé af svæðinu Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og Austurlandi til að bæði sé hægt að reka sláturhús á Fossvöllum og Húsavík, segir Sigurjón. „Þar sem Húsavíkurhúsið hefur útflutningsleyfi og slátrun þar er verulega hagkvæmari pr. kíló en á Fossvöllum, verður Fossvallaslátur- húsinu lokað.“ Sigurjón segir aðdraganda ákvörðunarinnar ekki langan, því stefnt hafi verið að því að slátra í báðum húsunum og ekki betur vitað en að fé myndi skila sér frá nægi- lega mörgum til að það yrði nauð- synlegt. Ástæður þess að svona hafi farið séu margþættar. „Í fyrsta lagi hafa nokkrir austfirskir bændur ekki skipt við Sláturfélag Austur- lands og Kaupfélag Héraðsbúa síð- ustu árin og þannig komið nokkur skörð í hópinn fyrir. Í öðru lagi er sama sagan í Eyjafirði, þar fer bændum fækkandi sem slátra hjá Norðlenska. Féð af Austurlandi er samt sem áður um 50% af heildarinnleggi á Húsavík og vegur því þungt hjá Norðlenska.“ Austfirskir bændur verða að fara með fé sitt norður Egilsstaðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.