Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 16
AKUREYRI
16 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Síðumúla 13, sími 588 2122
www.eltak.is
VOGIR
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum eitt mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
FASTEIGNASALAR á Akureyri
eru ekki allskostar ánægðir með þær
reglur sem Akureyrarbær setur fyr-
ir veitingu svokallaðra viðbótarlána.
Reglur bæjarfélagsins eru öðru vísi
en tíðkast í öðrum stærstu sveitar-
félögum landsins og einn fasteigna-
sali bæjarins segir ótal dæmi um fólk
sem hafi lent í vandræðum eftir að
hafa verið synjað um viðbótarlán. Í
mörgum tilfellum sé að hans mati
klárlega verið að brjóta á fólki. Sá
hinn sami telur einnig að umræddar
reglur minnki samkeppnishæfi sveit-
arfélagsins gagnvart höfuðborgar-
svæðinu.
Þeir fasteignakaupendur sem eru
undir ákveðnum tekju- og eigna-
mörkum geta fengið lán frá Íbúða-
lánasjóði til viðbótar hinu hefð-
bundna húsbréfaláni, allt að 90% af
kaupverði íbúðar. Sveitarstjórnir á
hverjum stað afgreiða umsóknir um
viðbótarlán og vinna eftir ákveðnum
reglum við afgreiðslu þeirra. Sam-
kvæmt athugun Morgunblaðsins eru
starfsreglur stærstu sveitarfélag-
anna á landinu mjög áþekkar. Um-
sækjendur þurfa að vera búnir að
fara í greiðslumat í banka, þar sem
fram kemur m.a. greiðslugeta um-
sækjandans, auk þess sem sett er
ákveðið þak á hámarksfjárhæð við-
bótarláns, eftir fjölskyldustærð. Ef
umsóknin hlýtur jákvæða afgreiðslu
getur umsækjandi farið á stúfana
með lánsloforð upp á vasann og leit-
að sér að heppilegri fasteign. Á Ak-
ureyri er málum öðruvísi háttað. Ak-
ureyrarbær setur þak á hámarks-
kaupverð fasteigna, eftir fjölskyldu-
stærð, en miðar þakið ekki við
hámarksfjárhæð viðbótarláns, eins
og hin sveitarfélögin. Að auki þurfa
umsækjendur á Akureyri að fara öf-
uga leið, miðað við umsækjendur
annars staðar. Fyrst þurfa þeir að
finna sér fasteign og ná samningum
um kaup á henni. Þá fyrst er hægt að
sækja um viðbótarlán.
Benti á annmarka
Sævar Jónatansson hjá Eigna-
kjöri kveðst hafa bent á annmarka
þessara reglna þegar verið var að
vinna þær á sínum tíma. „Áhersla
var lögð á það hjá Íbúðalánasjóði að
þetta ætti að vera öfugt. Fólk hefði
fyrst aðgang að bæjarapparatinu og
fengi vilyrði þar og færi síðan og
gerði kauptilboð. Og ég vildi gjarnan
hafa þann sveigjanleika í kerfinu að
miða viðbótarlánið við hámarksupp-
hæð í staðinn fyrir hámarkskaup-
verð fasteignar.
Pétur Jósefsson hjá Fasteigna- og
skipasölu Norðurlands var aðallega
ósáttur við reglur um hámarkskaup-
verð fasteigna fyrir fimm manna
fjölskyldur og stærri. „Það hámark,
sem er 12,7 milljónir, þyrfti bærinn
að vera liðlegri með að rýmka. Auð-
vitað má segja að það mætti vera
rýmra fyrir minni fjölskyldurnar
líka en mér finnst það sérstaklega
brýnt fyrir þær stærri. Hámarkið
fyrir þær þyrfti að vera dálítið
hærra.“ Og Pétur var heldur ekki
hrifinn af þeirri kröfu að láta fólk
finna sér fasteign áður en það sækir
um viðbótarlán. „Mér finnst það vera
vitlaus pólitík, ég myndi mæla með
að þetta væri haft eins og þeir hafa
þetta í Reykjavík. Veita fólki heimild
til hámarksláns og svo fer fólk bara
og finnur sér íbúð. Það er miklu eðli-
legri gangur málsins.“
Fólk hefur lent í vandræðum
Björn Guðmundsson hjá Byggð
tekur í sama streng og telur fast-
eignakaupendur verða fyrir barðinu
á óþarfa forræðishyggju Akureyrar-
bæjar. „Að mínu mati er eðlilegra að
fólk hafi í höndunum yfirlýsingu frá
bæjarfélaginu um hámarksfjárhæð
þess láns sem það getur fengið, óháð
því hvaða íbúð það ætlar að kaupa.
Að því gefnu að kaupverð íbúðarinn-
ar rúmist innan greiðslumatsins. Til
eru ótal dæmi um fólk sem hefur lent
í vandræðum eftir að hafa verið synj-
að um viðbótarlán og í mörgum til-
fellum er klárlega verið að brjóta á
fólki.“
Björn telur einnig að þessar regl-
ur minnki samkeppnishæfi sveitarfé-
lagsins gagnvart höfuðborgarsvæð-
inu. „Fólk sem kemur að sunnan er
mjög undrandi á þessum reglum.
Það væri skilvirkara, og það er hugs-
unin í húsbréfakerfinu, að menn séu
búnir að ganga frá fjármögnuninni
áður en þeir fara á fasteignasöluna
og gera kauptilboð,“ sagði Björn
Guðmundsson.
Fasteignasalar ekki ánægðir með reglur bæjarins um veitingu viðbótarlána
Reglurnar minnka sam-
keppnishæfi Akureyrar
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
JÓN Heiðar Daðason hjá húsnæð-
isdeild Akureyrarbæjar segir tvær
meginástæður liggja að baki því að
bærinn setji þak á kaupverð.
„Við höfum ákveðnar fjárheim-
ildir á ári og með því að hafa reglur
um hámarkskaupverð er upphæðin
til skiptanna fyrir fleiri. Í öðru lagi
eru þessi lán hugsuð fyrir láglauna-
fólk og með þessu erum við að
stemma stigu við að fólk fari út í
meiri skuldbindingar en nauðsyn-
legt er,“ segir hann við Morgun-
blaðið.
Jón Heiðar telur að vel sé hægt að
fá viðunandi íbúðir innan þessara
hámarka. Þegar sótt er um viðbót-
arlán má einstaklingur kaupa fast-
eign fyrir 8 milljónir að hámarki,
tveggja manna fjölskylda fyrir 9
milljónir, þriggja manna fjölskylda
fyrir 10,3 milljónir, fjögurra manna
fjölskylda fyrir 11,3 milljónir og
fimm manna og stærri fjölskyldur
geta keypt íbúð fyrir 12,7 milljónir
að hámarki þegar sótt er um viðbót-
arlán hjá Akureyrarbæ.
Jón Heiðar segir að með því að
gera þá kröfu að fólk sé búið að
festa sér íbúð áður en það getur sótt
um viðbótarlán sé auðveldara að
halda utan um lánsheimildirnar. „Ef
gefin eru út lánsloforð sem gilda í
ákveðinn tíma vitum við ekkert
hversu mikið af þeim er verið að
nýta á hverjum tíma,“ sagði Jón
Heiðar. Auk þess auðveldi það yf-
irsýn, þegar umsóknir eru af-
greiddar, að vita hvaða fasteignir
fólk er að kaupa og þá getur bærinn
lagt mat á raunverulegan rekstr-
arkostnað íbúðarinnar og hvort fólk
hafi burði til að standa við skuld-
bindingar sínar.
Hvers vegna eru reglur Akureyr-
arbæjar eins og raun ber vitni?
BYGGÐAÁÆTLUN fyrir
Eyjafjörð er yfirskrift fundar
sem Atvinnuþróunarfélag
Eyjafjarðar, Íslandsbanki og
KEA standa fyrir á Fiðlaran-
um í dag, fimmtudaginn 4. sept-
ember. Sigmundur Ernir Rún-
arsson, formaður nefndar um
byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð,
gerir grein fyrir stöðu og vinnu
verkefnastjórnunarinnar og
hvað gera eigi við þær hug-
myndir sem komið hafa fram í
vinnu hennar.
Fundurinn hefst kl. 12 og
stendur til 13.30. Verð er 1.500
kr og er léttur hádegisverður
innifalinn.
Sigmundur
ræðir um
byggða-
áætlun
LÚSAR hefur orðið vart í Glerár-
skóla strax á fyrstu dögum nýbyrjaðs
skólaárs. Hjúkrunarforstjóri Heilsu-
gæslustöðvarinnar á Akureyri segir
vandamálið árlegt og hvetur foreldra
til að fylgjast með.
„Í fyrra kom vandamálið upp í
tveimur skólum, en núna vitum við
aðeins um þennan eina skóla. Árlegar
aðgerðir eru byrjaðar; foreldrar fá
tilkynningu um að lús sé komin í skól-
ann og eru vinsamlega beðnir um að
kemba börnunum og skoða vel og til-
kynna ef finnst lús. En vandamálin
eru alltaf þau sömu; sumir krakkar
gleyma að skila miðanum þegar heim
er komið og sumir foreldrar fara ekki
eftir tilmælum,“ sagði Margrét Guð-
jónsdóttir, hjúkrunarforstjóri á
Heilsugæslustöðinni á Akureyri, í
samtali við Morgunblaðið.
Hún segir reynt að láta foreldra
allra barna vita á sama tíma til þess
að hægt sé að kemba og þvo öllum
börnum í sama bekk á sama tíma.
„En það er ótrúlega erfitt að komast
fyrir þetta; lúsin virðist sums staðar
orðin ónæm fyrir því sjampói sem til
er; lýsnar drepast þá ekki allar og því
þarf að fylgjast mjög vel með börn-
unum og hreinsa nitina sem komin
er.“
Margrét segir þetta vissulega heil-
mikla vinnu fyrir foreldra „en okkar
helsta vandamál er ef til vill það að
fólk virðist ekki hafa áhyggjur af
þessu fyrr en það veit að börn þeirra
sjálfra eru komin með lús“.
Hjúkrunarforstjórinn kveðst mæl-
ast til þess að fólk sé vakandi, sér-
staklega þar sem lúsin var þrálátt
vandamál í fyrra. „Lúsin var þrálátt
vandamál í Glerárskóla í fyrra og í
Lundarskóla fyrir tveimur árum.
Miðað við síðustu ár má búast við að
hún verði á kreiki næstu mánuði. En
við hvetjum foreldra til þess að fylgj-
ast vel með og það eru góð fyrirmæli
á heimasíðu Landlæknis um hvað á
að gera þegar lúsin finnst,“ sagði
Margrét.
Lúsin hefur gert vart við sig enn eitt haustið
„Hvetjum foreldra til
að fylgjast vel með“
TENGLAR
.....................................................
www.landlaeknir.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111