Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 21
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 21
LÆKNAVÍSINDIN leitafrekar að hlutlægumsannleika en listir oftar aðsannleika sem er hug-
lægur, skynjaður fremur en skil-
greindur. Á sá sannleikur eitthvað
erindi við hinn vísindalega sann-
leika? Gæti komið fram heildstæðari
sýn á vandamál ef þau eru skoðuð
samtímis frá listrænu og vísindalegu
sjónarmiði?“
Sú sem hér spyr er Helga Hans-
dóttir öldrunarlæknir, en í dag verð-
ur opnuð allsérstæð sýning í Lista-
safni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, á
innsetningu sem Magnús Pálsson og
Helga hafa unnið og kalla Viðtöl um
dauðann. Helga segir hugsunina um
verkið hafa tekið langan tíma að
þróast. „Hún á rætur í rannsóknar-
verkefni í öldrunarlækningum sem
ég gerði í Bandaríkjunum. Þar
ræddi ég við aldraða einstaklinga
um viðhorf þeirra til dauðans og
endurlífgunar og fékk mjög opin og
skemmtileg svör og miklu meira en
hægt var að setja fram í vísindalegri
grein. Á svipuðum tíma sá ég verk
eftir Magnús í frekar drungalegu
porti í Þingholtunum, þar sem mað-
ur heyrði raddir fólks lýsa draumum
sínum. Ég skynjaði einhvern raun-
veruleika í þessu verki sem minnti
mig á mitt starf og viðtöl mín við
fólkið.“
Helga segir að á svipuðum tíma
hafi hún áttað sig á því að þótt vís-
indalegar aðferðir séu frábærar og
gefi gagnleg svör, þá hafi þær þrátt
fyrir allt sínar takmarkanir. Þá
vaknaði spurningin hvort list gæti
komið þar að og hjálpað til við að
skilja viðfangsefni þar sem vísinda-
legar aðferðir duga ekki. Og þar
kom Magnús Pálsson til sögunnar
og fékk frjálsar hendur um það
hvernig hann nýtti viðtöl Helgu.
Magnús segir að fyrsta skrefið hafi
verið að þýða viðtölin á íslensku og
láta leikara lesa þau þannig inn á
band ásamt Helgu. „Þetta lá nú
mjög beint við, því ég vinn yfirleitt
alltaf á einhvern máta með texta. Ég
var strax spenntur fyrir þessu og
fannst ég geta gert eitthvað úr hug-
mynd Helgu, eitthvað sem sýndi ein-
hvern nýjan flöt á verkefni hennar
eða velt upp nýjum viðhorfum.“
Helga segir hugmyndina að nota
listaverk sem tæki til vísindaskoð-
unar sjaldan framkvæmda af mörg-
um ástæðum. „Með því að gera þetta
svona er farið algjörlega öfugt að. Á
þennan hátt er hægt að taka inn
miklu meira af upplýsingum – ekki
bara hugsuðum upplýsingum heldur
líka öðrum skynjunum og upplif-
unum, og upplifunin er einmitt lyk-
illinn að listaverkinu. Ætlun mín er
svo að skrifa einhvers konar grein-
argerð um það sem ég hef lært af
þessu og þá sýn sem þetta verkefni
hefur veitt mér á viðfangsefnið.“
Magnús segir að viðtölin séu í
senn persónuleg og mjög dramatísk.
„Sumt þetta fólk hefur gengið í
gegnum mikla erfiðleika og sorgir
og tilfinningalega erfiða reynslu. Ég
reyni að búa til nýja tilfinningu eða
aðra en akkúrat felst í orðunum, til
þess að reyna að gefa þeim nýja
vídd. Mér finnst fólkið ekki kvíða
dauðanum, en vera frekar sátt við
hann.“ Helga tekur undir það og
segir fólkið þrátt fyrir allt yfirleitt
jákvætt gagnvart sínu lífi. „Það fyllir
mann frekar bjartsýni og von að vita
að hægt er að taka á erfiðleikum á
þann hátt sem þetta fólk hefur gert.“
Sýningin á innsetningu Magnúsar
og Helgu stendur aðeins í 10 daga
eða til 14. september.
Helga Hansdóttir öldrunarlæknir og Magnús Pálsson myndlistarmaður í Hafnarhúsinu
Morgunblaðið/Ásdís
Magnús Pálsson myndlistarmaður og Helga Hansdóttir læknir vinna saman að heldur óvenjulegri innsetningu.
Listin sér
annað en
vísindin
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða þér glæsiferðir með sérflugum sínum í Karíbahafið í
vetur á hreint ótrúlegum kjörum. Þú getur valið um fegurstu eyjar
Karíbahafsins og vinsælustu áfangastaðina, hvort sem þú vilt kynnast
Kúbu, Dóminíska lýðveldinu eða Jamaika. Glæsileg 4 og 5 stjörnu
hótel í boði og í öllum tilfellum nýtur
þú traustrar þjónustu fararstjóra
Heimsferða sem bjóða þér spennandi
kynnisferðir á meðan á dvölinni
stendur.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 79.950
Flugsæti og skattar.
Verð kr. 89.950
Flug, skattar, gisting á Arenas Doradas ****.
Íslensk fararstjórn.
Kynntu þér glæsilega gististaði
á www.heimsferdir.is
Karíbahafið
í vetur
frá kr. 79.950
Sérflug Heimsferða
Kúba
· 4. nóv. – 7 nætur
· 2. mars – 7 nætur
Verð kr. 79.950
Flugsæti og skattar.
Verð kr. 98.590
Flug, skattar, gisting á Barcelo Talanquera
– Allt innifalið. Íslensk fararstjórn.
Dóminíska lýðveldið
· 13. nóv. – 7 nætur
Verð kr. 79.950
Flugsæti og skattar.
Verð kr. 89.950
Flug, skattar, gisting Sancaste,
íslensk fararstjórn.
Jamaíka
· 22. feb. – 7 nætur Ráðherrar og þingmenn
sitja fyrir svörum
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Opinn stjórnmálafundur með þingmönnum og
ráðherrum Framsóknarflokksins verður haldinn á
Hótel Héraði á Egilsstöðum í dag, fimmtudaginn
4. september, klukkan 14:00.
Dagskrá:
1. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins,
ræðir stjórnmálaviðhorfið.
2. Þingflokkur framsóknarmanna svarar fyrirspurnum
fundarmanna.
Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Opinn fundur
á Egilsstöðum í dag