Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÓTA OR UPPBOÐI Grímsnes- og Grafningshreppur krefur Orkuveitu Reykjavíkur um ógreidd fasteignagjöld vegna eigna í sveitarfélaginu og hefur hótað OR uppboði á eignum Orkuveitunnar á Nesjavöllum verði OR ekki við greiðsluáskorun hreppsins. Um er að ræða skuld upp á 8 til 9 milljónir króna, en OR telur sér ekki skylt að greiða fasteignagjöld í hreppnum. Misstu heimilið í bruna Eldur kom upp í íbúðarhúsi í Flétturima í gær og er íbúðin gjör- ónýt, sem og innbúið. Ekki er talið ólíklegt að kviknað hafi í út frá þurrkara. Þetta er í annað skiptið sem kviknar í hjá fjölskyldunni. Lítið hlaup í Skaftá Lítið hlaup hófst í Skaftá á sunnu- dag, en það var strax í rénun í gær. Vatnamælingamenn frá Orkustofn- un segja að einungis hafi verið um „hálft“ hlaup að ræða þar sem vatns- magnið var einungis um helmingur af því sem venjan er í hlaupi í ánni. Talið er að um leka á jarðhitavatni úr Skaftárkötlum hafi verið að ræða, auk þess sem mikið hefur rignt á svæðinu undanfarið. 50% fleiri í örorkumat Umsóknum um örorkumat hefur fjölgað mikið undanfarið ár og hefur fjölgunin verið um 50% þegar þriggja mánaða tímabil í ár er borið saman við sama tíma í fyrra. Sam- bærileg aukning hefur orðið á um- sóknum um endurhæfingarlífeyri. Tryggingayfirlæknir segir erfitt að átta sig á skýringum á þessari aukn- ingu, en bendir á langtíma- atvinnuleysi sem eina skýringu. Ísraelar breyti afstöðu sinni Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, sagði í gær að Ahmed Qurei, forseti palestínska þingsins, hefði samþykkt að taka við embætti forsætisráðherra palestínsku heima- stjórnarinnar. Qurei sagði að til- gangslaust væri að skipa nýjan for- sætisráðherra ef Ísraelsstjórn breytti ekki afstöðu sinni til Arafats og palestínsku þjóðarinnar. Hann setti einnig það skilyrði fyrir því að taka við embættinu að hann nyti stuðnings Bandaríkjastjórnar. Óskað eftir hjálp í Írak George W. Bush Bandaríkja- forseti hvatti til þess í ræðu í fyrra- kvöld að þjóðir heims veittu Banda- ríkjamönnum og Bretum meiri aðstoð í Írak og sagði þörfina mikla. Bretar sendu þangað 1.200 hermenn til viðbótar í gær. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 28 Viðskipti 12 Kirkjustarf 33 Erlent 13/14 Minningar 28/31 Höfuðborgin 15 Bréf 32 Akureyri 16 Dagbók 34/35 Suðurnes 17 Kvikmyndir 40 Landið 19 Fólk 40/45 Neytendur 20 Bíó 42/45 Listir 21/22 Ljósvakar 46 Forystugrein 24 Veður 47 * * * TRYGGVI Jónatansson, fyrrverandi bóndi á Litla-Hamri í Eyjafirði, er 100 ára í dag. Tryggvi býr nú á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri, sjónin er orðin léleg og heyrnin sömu- leiðis en hann er hins vegar andlega hress. „Ég er nú ekki mikið kalkaður,“ sagði Tryggvi og hló þegar Morgunblaðið heimsótti hann í gær. Tryggvi hefur gaman af því að kasta fram vís- um, en sagði það reyndar há sér að hann væri farinn að gleyma. „Maður er misjafn. Ég þreytist stundum svo fljótt og er eiginlega með verra móti í dag,“ sagði Tryggvi. Hann fór reyndar með einn fyrripart, og sagði blaðamann vessgú verða að botna, en ekkert varð úr því. „Ég var með blandað bú – ég var nú enginn stórbóndi,“ segir Tryggvi þegar hann er spurður út í búskapinn. Hann var sem sagt með kýr og kindur „og svo átti ég góð hross“. Tryggvi hefur orð á því að margt gamalt fólk telji heiminn fara versnandi en tekur hins vegar ekki svo djúpt í árinni. Segir þó slæmt hve gæð- unum er misskipt „og það eru svo margir sem stela af því sem þeim er trúað fyrir“. Tryggvi reyndi sitthvað annað en búskapinn; var til dæmis í eyrarvinnu í Reykjavík á sínum tíma og segir það erfiðustu vinnu sem hann hafi lent í. „Það tók allt upp í sólarhring að losa togarana þegar þeir komu fullir af fiski. Karl- arnir voru svo gigtveikir sumir að þeir sögðust liggja í rúminu heilan sólarhring á eftir.“ Þá kveðst hann hafa verið á Korpúlfsstöðum þegar húsið þar var byggt. „Ég vann reyndar ekki við bygginguna heldur úti. Ég var talinn verkstjóri og man að kaupið var 25 krónur á mánuði.“ Tryggvi var tvö ár syðra, þá var hann um tíma á Siglufirði en hefur lengst af dvalið í Eyjafirði. Þegar Tryggi er spurður hvort hann hafi verið heilsuhraustur í gegnum tíðina svarar hann: „Ja, ég veit ekki hvað ég á að kalla það. Ég hef lík- lega verið fjórtán sinnum á sjúkrahúsi. Ég varð fyrir slysi og hrundi bæði á líkama og sál. Það fór í sundur görn og ég fékk lífhimnubólgu og þurfti þá að vera lengi á sjúkrahúsi. Ég var lengi að ná mér.“ Hann segir langt síðan þetta var en kveðst sannfærður um að hann hafi fengið lækn- ingu þessa meins frá þeim fyrir handan, eins og hann segir. „Einu sinni kvaddi ég hjúkrunarkon- una og þegar ég sleppti á henni hendinni var eins og einhver straumur færi um mig.“ Þá var hann á sínum tíma á Landspítalanum í fótaðgerðum. Tryggvi er nefnilega með staurfót og búið er að skipta um lið í hinum. „Það er býsna mikil bæklun að vera með staurfót. Ég var hestamaður og við tamningar og eftir að ég fékk staurfótinn var erfitt að fara á bak. Ég átti að vísu góðan hest sem var eins og hugur manns og hann gat ég teymt að þúfu og komst þannig á bak. En ég hætti að keyra bíl, sem var auðvitað vitleysa.“ Hefur lengi fylgst með fréttum Tryggvi segist lengi hafa fylgst með fréttum. Nú getur hann hins vegar ekki lengur horft á sjónvarp en hann hlustar á útvarp og spólur. Eiginkona Tryggva var Rósa Kristjánsdóttir frá Hrísey og varð þeim fjögurra barna auðið. Eldri sonurinn er látinn, sá yngri býr á Akureyri og tvær dætur búa í sveit, önnur meira að segja á Litla-Hamri. „Hin býr í Grænuhlíð sem er lengst frammi í Saurbæjarhreppi. Nei, ég má víst ekki taka svona til orða lengur – þetta er allt orðið sameinað,“ segir gamli maðurinn og hlær hátt. En hvers vegna skyldi hann vera orðinn svona gamall? Tryggvi svarar því: „Ja, hver veit það? Maður var hraustur, ég var grenjaskytta og lá úti; var mikið úti og svo át ég líka góðan mat í gamla daga. Það var nú ekki verið að neita fit- unni þá!“ Tryggvi segist alltaf hafa gengið mikið og þakkar því meðal annars hve gamall hann er orð- inn. „Ég hef nú verið talinn hálfsérvitur. Hef til dæmis stundum verið í óbyggðum á afmælum mínum; á sjötíu ára afmælinu var ég inni í Grána, hann er við Geldingsá. Ég vildi bara kom- ast burt frá heimsins glaumi! Það veit enginn hve mikil hvíld er í því að vera laus frá öllum hávað- anum.“ Morgunblaðið/Kristján Tryggvi er hinn hressasti þrátt fyrir árin 100. Tryggvi Jónatansson á Akureyri er 100 ára í dag Það er hvíld í því að vera laus við hávaða Akureyri. Morgunblaðið. SALA og áhugi á póstsíunarþjón- ustu hjá Friðriki Skúlasyni ehf. hefur vaxið mjög að undanförnu eftir að illskeyttir tölvuormar trufluðu tölvusamskipti. Friðrik Skúlason segir að fólk og fyr- irtæki geri sér í auknum mæli grein fyrir að nauðsynlegt sé að verjast veirum og tölvuormum. Óþægindin sem þessi óværa valdi geti verið það mikil að nauðsyn- legt sé að grípa til ráðstafana í tíma áður en skaðinn sé skeður. Friðrik segir að sú holskefla tölvuorma sem helltist yfir í lok ágúst sé ekki alveg yfirstaðin. Daglega hafi fyrirtækinu borist meira en 100.000 tilkynningar frá því tölvuormurinn W32/Sobig.- F@mm gerði vart við sig og bú- ast megi við óbreyttu ástandi til 10. september, þegar hann eigi að hætta að virka. Friðrik sagði að áhrif ormsins væru þó miklu minni nú en í upphafi vegna þess að búið væri að hreinsa flestar sýktar tölvur sem hefðu sent orm- inn frá sér. Hann sagði að til- kynningar væru sendar á alla vef- þjóna um sýktar tölvur og nú væru mjög fáar tölvur sýktar á Íslandi. Þorrinn af öllum tilkynn- ingum sem bærust í dag kæmi að utan. Friðrik sagði að engar nýjar út- færslur hefðu enn borist af Sobig- tölvuorminum, en menn hefðu vissar áhyggjur af því að höfund- ur ormsins, sem virtist vera nokk- uð snjall forritari, færi aftur af stað. Hann hefur ekki enn fundist. Hins vegar er búið að handtaka tvo menn sem búið hafa til nýjar útfærslur af Msblaster-tölvuorm- inum. Annar var handtekinn í Bandaríkjunum en hinn í Rúmen- íu. Talið er að þeir eigi yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi. Sobig-tölvuormurinn veldur ennþá skaða hjá fólki Stóraukin sala og áhugi á póstsíunarþjónustu Mjög fáar tölvur eru enn sýktar hér á landi LÖGREGLA og tollgæsla í Vest- mannaeyjum fundu um 50 grömm af amfetamíni og eitt gramm af hassi eftir leit á tveimur skipverjum togar- ans Stíganda VE á sunnudagskvöld. Mennirnir voru með efnið í pakkn- ingum innvortis, en það fannst eftir röntgenmyndatöku á Heilbrigðis- stofnun Vestmannaeyja. Fíkniefnahundurinn Tanja fann lykt í einum klefa togarans og voru þrír skipverjar færðir í röntgen- myndatöku á Heilbrigðisstofnun- inni. Tveir þeirra reyndust vera með aðskotahluti innvortis sem síðar kom í ljós að voru pakkningar sem inni- héldu fíkniefni. Voru þeir handteknir en þeir hafa áður komið við sögu lög- reglu vegna fíkniefnamála. Togarinn Stígandi VE var að koma úr ferð frá Englandi. 50 grömm af amfetamíni tekin af skipverjum NETNOTKUN landsmanna var mjög mikil í síðustu viku, sam- kvæmt upplýsingum frá fyrirtæk- inu Modernus, sem gerir vikuleg- ar mælingar á umferð á íslenskum vefjum. Uppsöfnuð notkun miðlanna í samræmdri vefmælingu fyrirtæk- isins mældist rétt tæplega 740.000 heimsóknir í vikunni. Þar af tengdust rúmlega 143 þúsund gestir, eða tölvur, mbl.is, sem er 7,3% aukning frá vikunni á undan. Segir á heimasíðu Modernus að um sé að ræða Íslandsmet í áhorfi á einn vef. Alls tengdust 143.324 tölvur vef- setrinu www.mbl.is í liðinni viku í 761.669 stökum innlitum. Fjöldi sóttra síðna nam alls 2.653.080, sem gerir 18,51 síðu á gest. Sama tölvan aðeins mæld einu sinni innan vikunnar Um er að ræða svonefnda ein- kvæma gestamælingu innan vik- unnar, sem þýðir að sama tölva er einungis mæld einu sinni innan vikunnar. Þess skal getið að annar stærsti vefur landsins, leit.is, sem oftast fylgir mbl.is eins og skugginn, fékk 102.269 gesti í vikunni. Á heimasíðu Modernus segir að mbl.is sé á stærð við Politiken.dk og aðeins 10.078 gestum muni nú á vefjunum. Í ljósi stöðu mbl.is á íslenska netmarkaðinum beri þó fremur að bera mbl.is saman við tölur efsta vefjarins í Danmörku, en það er vefur Microsoft þar í landi, msn.dk, sem 826.158 manns sóttu heim. Íslands- met hjá mbl.is í netnotkun  Mæling Modernus/27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.