Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 31 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Droplaugarstöðum, áður til heimilis á Hringbraut 108, sem lést mánudaginn 1. september, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 10. september kl. 15.00. Guðmundur Jónasson, Kristján Jónasson, Sólrún Jónasdóttir, Ólafur Viggó Sigurbergsson, Sigríður Jónasdóttir, Guðmundur Loftsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa LÁRUSAR G. LÚÐVÍGSSONAR, Skólavörðustíg 16a, Reykjavík. Hildur Lárusdóttir von Schilling, Peter von Schilling, Karólína Lárusdóttir Roberts, Lúðvíg Lárusson, Margrét Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Lokað í dag þriðjudag frá kl. 12 til 16 vegna jarðarfarar SIGURBJARTAR GUÐJÓNSSONAR sem verður frá Árbæjarkirkju kl. 13.30. Tanni ehf. Höfðabakka 9. Ástkær eiginmaður minn, HARALDUR SIGURÐSSON, Stífluseli 9, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 6. september. Margrét Margeirsdóttir. Bróðir okkar SVEINUNGI JÓNSSON Frá Tóvegg Hvammi - heimili aldraðra, Húsavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík, fimmtudaginn 4. september, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 10. september kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Adam Jónsson, Rósa E. Jónsdóttir, Sigurður Jónsson. Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURBJÖRN SIGTRYGGSSON fyrrverandi aðstoðarbankastjóri, Reynimel 28, Reykjavík, sem lést laugardaginn 30. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. september kl. 13.30. Ragnheiður Viggósdóttir, Birna Sigurbjörnsdóttir, Jón Gunnlaugur Jónasson, Hilmar Sigurbjörnsson, Marta Jónsdóttir, Hjalti Jónsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Davíð Jónsson. Elskuleg móðursystir okkar, INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Sunnuhlíð 1B, Kópavogi, lést sunnudaginn 31. ágúst sl. á Landspítala, Hringbraut. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda. Ólafur Tómasson, Rannveig Tómasdóttir, Sigurður Björnsson, Margrét S. Björnsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, ÓSKAR INGI MAGNÚSSON bóndi, Brekku, Skagafirði, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 13. september kl. 14.00. Herfríður Valdimarsdóttir, Guðrún Valdís Óskarsdóttir, Magnús Ingi Óskarsson, Signý Jóhannesdóttir, Rósa Margrét Hjálmarsdóttir, Erla Hlín Hjálmarsdóttir, afabörn og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir og dóttir, SALÓME J. JÓNSDÓTTIR, Flateyri, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 11. september kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda. Grétar Arnbergsson, Ásdís E. Grétarsdóttir, Jón S. Jónsson. í þessu daglega amstri, elda, baka, kaupa gjafir eða velja fatastærðir á krakkana. Ég dáðist alltaf að því hvað hún gat „reddað“ öllu, eins og t.d. fyrir jólin þegar hún setti allt í gang. Þá bakaði hún, gerði frúmasí og trifflé og örugglega sitthvað fleira sem ég kann ekki að nefna og endaði svo með að baka tvöfalda uppskrift af vanilluhringjum handa okkur Nonna og allt þetta gerðist á meðan ég sat við eldhúsborðið og velti vöng- um yfir jólafötunum á börnin. Einu sinni sá ég hana setja sósulit og bök- unardropa í súkkulaðikökuna sem hún var að baka í bústaðnum, af því að kakóið var búið. Þegar ég gapti af undrun sagði hún bara: „Við meikum það í sveitinni“. Hún geymdi aldrei neitt til morguns sem hún gat gert samdægurs, heldur framkvæmdi strax. Dilja varð mér fljótt miklu meira en bara tengdamóðir, hún varð minn besti vinur og reyndist mér ávallt vel. Alltaf gátum við leitað til hennar varðandi umönnun barnanna og það var hún sem flutti inn og sá um heim- ilið þegar við fórum utan. Á þeim stundum fór hún sem stormsveipur yfir húsið og garðinn líka og allt varð hreint og fínt. Ótrúleg kona. En við ferðuðumst líka mikið saman, ýmist öll saman eða bara við tvær með krakkana og eru allar sólarlanda- ferðirnar ógleymanlegar í huga mín- um og barnanna. Diljá hélt vel utan um sitt fólk og vildi hafa alla saman. Í því skyni lagði hún ríka áherslu á hinar ýmsu hefðir eins og t.d. á sautjánda júni fyrir hádegi, þá urðu allir að fara nið- ur í bæ og sjá þegar kransinn var settur við styttuna eða þegar kveikt var á jólatrénu á Austurvelli og svo á Ægisíðuna í heitt súkkulaði og jólasmákökur á eftir. Að maður tali nú ekki um lambalærið á sunnudög- um eða páskadagsmorgun í bústaðn- um. Þar var maður vakinn með páskaeggi og allir sem komu í heim- sókn fengu páskaegg með málshætti. Ég mun minnast Diljár tengda- móður minnar með þakklæti í huga fyrir allt sem hún gerði fyrir mig í þau tuttugu og þrjú ár sem við áttum saman, fyrir allt sem hún kenndi mér en ekki síst fyrir vináttuna sem var mér afar mikilvæg og dýrmæt. Hennar er sárt saknað. Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Hrafnhildur (Habbý). Mig langar með nokkrum orðum að þakka þér elsku amma mín fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Á góðum stað í hjarta mínu á ég yndislegar minningar úr barnæsk- unni með ykkur afa vestur á Ægisíðu eða í sumarbústaðnum uppi í Gríms- nesi. Og nú hrannast upp í huga mínum allar þessar fallegu minningar eins og myndbrot á hægum hraða; sam- veran um jólin, eða ferðir okkar í sundlaugina, bakaríið og fiskbúðina, allt saman stórkostleg ævintýri í barnshuganum, af því að þú amma mín varst með í för. Alltaf leyfðir þú okkur krökkunum að máta fínu fötin þín og skartgrip- ina – svo héldum við stórkostlegar tískusýningar fyrir þig og þú hlóst og brostir eins og engill. Ég man líka að eitt sinn þegar við Einar frændi komum rennandi blaut og köld úr fjöruferð niðri við Ægisíðuna þá breiddir þú yfir okkur í sófanum og á meðan hrollurinn var að fara úr okk- ur hélstu í hendurnar okkar og við horfðum á bíómynd í sjónvarpinu og fengum brjóstsykur hjá þér sem þú áttir alltaf til í töskunni þinni. Þannig varst þú alltaf til staðar amma mín, svo blíð og góð. Ég man líka þegar Sigríður Birta kom í heiminn, þá varst þú með þeim fyrstu að koma upp á fæðingardeild og óska okkur Pétri til hamingju og segja mér hvað þú værir stolt af mér. Ég vildi að ég hefði áttað mig á því, hvað þú varst í rauninni orðin lasin og að ég hefði getað kvatt þig betur, amma mín. En ég veit að þú vissir hvað mér þótti ofboðslega vænt um þig og vona að þú vitir að ég vildi að ég hefði komið til þín í heimsókn síð- ustu daga þína, en það þýðir ekki að tala um það núna og ætla ekki að svekkja mig á því, alls ekki, og ég veit að þú hefðir ekki viljað að ég gerði það. Ég á þessa kvöldbæn sem er í uppáhaldi hjá mér og ætla að minn- ast þín í hvert skipti sem ég fer með hana með Birtu minni. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku afi og fjölskylda, megi guð vera með okkur öllum og gefa okkur styrk á þessari erfiðu stundu. Thelma G. Jónsdóttir. Amma Diljá var geislandi og lífs- glöð kona sem naut þess að lifa lífinu. Hún var mikill listunnandi og fag- urkeri í alla staði og lét fátt framhjá sér fara í listviðburðum líðandi stundar. Amma var heimskona, ferð- aðist víða með afa Bjarna og nutu þau þess að skoða, borða góðan mat og vera til. Ávallt smekkleg og óað- finnanleg til fara og í framkomu. Í minningunni er hús ömmu og afa á Ægisíðunni bækistöð stórfjölskyldu. Við ólumst þar upp mörg barnabörn- in og voru það forréttindi að geta hlaupið upp á milli hæða úr kjallar- anum og heimsótt Guðrúnu lang- ömmu með púddurnar sínar á mið- hæðinni, afa og ömmu á efri hæðinni og frændsystkinin í risinu. Þetta var stórt fjölskylduhús við sjóinn. Amma var mikil húsmóðir og hugsaði vel um ungana sína og sá til þess að hefðir skyldu hafðar í heiðri. Með ný- lagt hár, bleikar neglur og varalit í stíl reiddi hún fram dýrindis kræs- ingar við öll tækfifæri á háhæluðum inniskóm. Gestrisni hennar var ein- stök. Hún elskaði að hafa fólk í kringum sig og fólk fann það með hlýrri nærveru hennar. Það er mikill missir að ömmu Diljá. Hún var drottningin okkar og fyrirmynd. Minningin um frábæra ömmu lifir um ókomna tíð. Diljá, Sveinbjörg og Borgþór (Bonni).  Fleiri minningargreinar um Diljá Esther Þorvaldsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.