Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍTALSKA verkefnið er nokkurs konar endurvinnsla á samnefndri breskri spennumynd frá árinu 1969, sem fjallaði um stórkostlegt gullrán og skartaði hinum orðheppna og sjálfsörugga Michael Caine í aðalhlut- verki. Í nýju útgáfunni hafa nokkrir vel valdir leikarar verið kallaðir til, Mark Wahlberg kemur í stað Caines í hlutverki aðalræningjans en honum til stuðnings er eðalleikarinn Edward Norton, auk Donalds Sutherlands og smærri stjarna, s.s. Charlize Theron, Seths Greens, Jasons Stathams og Mos Defs. Þessi leikarahópur myndar uppistöðuna í spennumynd, sem á í raun lítið sameiginlegt með forveran- um annað en gullránið og tilkomu- mikinn kappakstur nokkurra Austin Mini-bíla, sem færir virðast í flestan sjó. Það er einna helst þessi skemmti- legi leikarahópur og þétt spennu- framvinda sem gera kvikmyndina að sæmilegri afþreyingu, en þó ber að varast að rýna um of í fléttuna. Þar eru nefnilega stórar gloppur sem lítið vit reynist í þegar nánar er að gáð. Kvikmyndin hefst á tilkomumiklu ránsatriði, sem á sér stað í Feneyjum. Þar hefur hópur atvinnuræningja lagt á ráðin um stórkostlegt gullrán og er útfærslan öll hin flóknasta. Úr eru samstillt, húfur dregnar yfir höf- uð, göt boruð á veggi og áður en áhorfandinn veit af er ræningjahóp- urinn stunginn af á hraðbát með gull- ið innanborðs. Í þessu lipurlega ráns- atriði er sviðsetningin í Feneyjum nýtt skemmtilega og líflegur hetju- hópur kynntur til sögunnar. Já, hetju- hópurinn segi ég, því eins og í öðrum ránsmyndum eru ræningjarnir nefni- lega hetjur, og hér er reyndar gengið lengra en góðu hófi gegnir í að búa til þessi líka einstöku ljúfmenni úr ræn- ingjunum. Þó svo að þeir hafi stundað atvinnuglæpamennsku allt sitt líf virðist sem þeir hafi aldrei þurft að beina byssu að nokkurri lifandi veru, og í þeirra hópi eru það tryggð og vin- átta sem gilda. Aðalpaurinn og gæða- blóðið Charlie (Mark Wahlberg) á sér meira að segja trausta föðurfyrir- mynd í elsta meðlimi grúppunnar, hinum reynda John (Donald Suther- land). Það kemur því á óvart þegar einn meðlimur hópsins, Steve (Edward Norton), snýr baki við fé- lögum sínum með hrikalegum afleið- ingum. Það sem eftir lifir spennumyndar- innar fer síðan í að undirbúa og út- færa uppgjörið á milli Steves og ráns- félaganna, en þá hefur Stella (Charlize Theron), strangheiðarleg og fögur dóttir Johns, bæst í hópinn. Uppgjörið er dregið á langinn með einkar langsóttum úrlausnum, og nær órökvísin í handritinu í raun hámarki þegar hópurinn leggur á ráðin með inngöngu í lúxusvillu Steves, sem af einhverjum ástæðum reynist nú hin- um reyndu innbrotsþjófum óvinnandi vígi (enda er villan útbúin þýsku ör- yggiskerfi). Tíminn er þó nýttur að hluta til í að byggja upp tengsl sögu- persóna og útfæra flókinn eltingaleik þar sem Austin Mini-bílarnir koma sterkir inn. En þar sem óvænt og þétt flétta er kjarninn sem góðar glæpa- myndir verða að hafa reynist fremur lítið spunnið í Ítalska verkefnið, þrátt fyrir alla fyrirhöfnina og vandaða áferðina. Leikararnir eiga stóran þátt í að halda framvindunni gangandi en þó aðeins að hluta til. Sérstaklega er það Edward Norton sem veldur von- brigðum en hann virðist ganga að hlutverki dusilmennisins Steves með hálfum huga, og ólíkt því sem maður á að venjast þegar Norton er annars vegar er túlkun hans hér kraftlaus. KVIKMYNDIR Háskólabíó, Laugarásbíó Leikstjórn: F. Gary Gray. Handrit: Donna og Wayne Powers, byggt á handriti eftir Troy Kennedy-Martin. Aðalhlutverk: Mark Wahlberg, Edward Norton, Charlize Theron, Seth Green, Jason Statham, Mos Def, Donald Suther- land. Lengd: 106 mín. Bandaríkin. Paramount Pictures, 2003. Ítalska verkefnið /The Italian Job Charlize Theron, Mark Wahlberg og Jason Statham á kafi í Ítalska verkefninu. Heiða Jóhannsdóttir Rýr afrakstur VERT er taka þessa plötu, sem inniheldur tónlist við kvikmynd Frið- riks Þórs Friðrikssonar, Fálka, til sérstakrar umfjöllunar enda inniheld- ur hún nokkur lög sem mér vitandi hafa ekki komið fyr- ir almenningseyru annars staðar. Ber þar hiklaust hæst lag sem Megas syngur á ensku en einnig frumsamið lag aðalleikara myndarinnar, Keiths Carradines, sem hann samdi sérstaklega fyrir myndina. Ber það nafnið „Northern Light“. Diskurinn hefst á sönglausu þema- lagi eftir Hilmar Örn Hilmarsson sem best er hægt að lýsa sem „Sigur Rós- ar-legu“. Fremur átakalítil smíð. Heyra má betur útfært tilbrigði við stemmuna í enda plötunnar. Öllu kjötmeira er verkið „Terra Firma“ sem finna má um miðbik hennar. Lag Carradines er svo hér í tveimur út- gáfum, sunginni og ekki sunginni. Ósköp tilþrifalítið en um leið ágæt- lega snoturt og settlegt, Lennonlegt þriggja gripa popp. Lag Megasar er hins vegar hiklaust það besta sem hér er að finna. Það fyrsta sem maður tekur eftir – merkilegt nokk – er snjall trommuleikurinn sem lyftir lag- inu upp. Lagið sækir þægilega á mann og er eftirminnilegt. Og ensk- an? Jú, pínu skrýtið en söngurinn jafn „Megasarlegur“ og meistarinn á vanda til. Eftir þetta koma þrjú raf- væn popplög, það fyrsta runnið undan rifjum Barða Jóhannssonar og Bang Gang-verkefnis hans. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að fyrsta breiðskífa Bang Gang, You, hafi komið út 1998. Það hefur tekið tímann sinn að koma annarri plötu út! En af laginu hér að dæma, „Something Wrong“, hefur biðin verið vel þess virði. Flott raf- popp, raunar mjög flott. Rokkandi tæknópopp Atingere er þá bara ágæt- lega kalt og svalt. Lag Daníels Ágústs Haraldssonar, „Sparks Fly“, er tor- melt og stórt, þar sem óperuröddum, rafhljóðum og strengjum ægir sam- an, toppað af seiðandi rödd Daníels. Forvitnilegt svo ekki sé nú meira sagt og hitar mann dálítið fyrir bráðkom- andi sólóplötu pilts, sem beðið hefur verið eftir lengi, líkt og með Bang Gang. Einnig eiga múm, Mínus og Leaves lög hér sem áður hefur verið fjallað um. Í heild hið sæmilegasta samansafn af framsækinni íslenskri dægurlaga- tónlist – og framlag Megasar og Carradines gefur plötunni söfnunar- lega vigt. Tónlist Fálka- söngvar Ýmsir Fálkar Smekkleysa Tónlist úr kvikmyndinni Fálkum. Flytjendur eru Hilmar Örn Hilmarsson, múm, Keith Carradine, Mínus, Megas, Leaves, Bang Gang, Hilmar Örn Hilm- arsson, Atingere og Daníel Ágúst Har- aldsson. Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Árni Sæberg Keth Carradine, aðalleikari Fálka, samdi lagið „Northern Light“. FÓLK Í FRÉTTUM Stóra svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Aðalæfing fö 12/9 kl 13 - kr. 1.000 Forsýning lau 13/9 kl 14 - UPPSELT FRUMSÝNING su 14/9 kl 14 - UPPSELT Lau 20/9 kl 14 - UPPSELT, Su 21/9 kl 14. Lau 27/9 kl 14, Su 28/9 kl 14, Lau 4/10 kl 14, Su 5/10 kl 14. ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau 13/9 kl 20, Lau 20/9 kl 20. PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Fö 19/9 kl 20 Fi 25/9 kl 20 Su 28/9 kl 20 Nýja sviðið KVETCH e. Steven Berkoff Í samstarfi við Á SENUNNI Mi 10/9 kl 20 - UPPSELT, Fi 11/9 kl 20 - UPPSELT, Fö 12/9 kl 20 - UPPSELT. Síðustu sýningar NÚTÍMADANSHÁTÍÐ - Sex danshöfundar frumflytja sex sólódansa Lau 13/9 kl 20, Su 14/9 kl 20. Aðeins þessar sýningar Litla sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Sala áskriftarkorta og afsláttarkorta stendur yfir Sex sýningar: Þrjár á Stóra sviði, og þrjár aðrar að eigin vali. kr. 9.900 Tíumiðakort: Notkun að eigin vali kr. 16.900 Komið á kortið: Fjórir miðar á Nýja svið/Litla svið. Kr. 6.400 VERTU MEÐ Í VETUR RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT og ÍD Lau 13/9 kl 20. - UPPSELT Allra síðasta sýning IÐNÓ fim, 18. sept kl. 21, sun, 21. sept kl. 21, fim, 25. sept kl. 21. föst, 26. sept kl. 21. Gríman 2003 „BESTA LEIKSÝNING ÁRSINS,“ að mati áhorfenda Félagsheimilið Hnífsdal,Ísafirði lau 13. sept kl. 21. Örfá sæti Miðasölusími í IÐNÓ 562 9700 og sellofon@mmedia.is FÖSTUDAGINN 12/9 - KL. 20 UPPSELT SUNNUDAGINN 14/9 - KL. 20 UPPSELT SUNNUDAGINN 21/9 - KL. 20 UPPSELT MÁNUDAGINN 22/9 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS ATHUGIÐ SÝNINGUM FER FÆKKANDI! Grennri BOGENSE TAFLAN Örugg hjálp í baráttunni við aukakílóin AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.