Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 20
NEYTENDUR 20 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LÝÐHEILSUSTÖÐ hefur gefið út handbók fyrir starfsfólk skólaeld- húsa í formi möppu með upplýsing- um um matseðlagerð, næringu og hollustu, hreinlæti, innkaup og fleira. Starfshópur á vegum Mann- eldisráðs vann bókina og í ágústlok voru haldin námskeið fyrir starfs- fólk skólaeldhúsa í samvinnu við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Til stendur að bjóða námskeiðin í ná- grannasveitarfélögum og á lands- byggðinni og geta þau sem þess óska snúið sér til Manneldisráðs, segir Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur og ritstjóri bók- arinnar. „Handbókin er fyrst og fremst ætluð sem kennslugagn, en upplýsingar sem í henni eru gagnast í raun öllum sem gefa börnum að borða,“ segir Anna Sigríður. Í tillögum handbókarinnar er gert ráð fyrir að heit máltíð sé í boði fyr- ir börnin í hádegi að minnsta kosti fjóra daga vikunnar en köld máltíð ekki oftar en einu sinni í viku. „Í hádeginu ætti að vera heitur matur flesta daga, en ágætt er að hafa graut eða súpu einu sinni í viku eða kalda brauðmáltíð með mjólk- urmat, til dæmis jógúrti, súrmjólk eða skyri,“ bendir Anna Sigríður á. Athuga saltmagn Mikilvægt er að hráefnisvali og matargerð sé hagað þannig að magn fitu, próteina, sykurs og annarra kolvetna sé í samræmi við manneld- ismarkmið. Einnig er rétt að nota fitu sparlega, ekki síst í sósugerð, og velja unnar kjöt- og fiskvörur með tilliti til saltmagns og fitu. „Þar sem fiskmáltíðir eru yfirleitt heldur orkuminni en kjötmáltíðir má sósa með fiski hins vegar vera heldur feitari en kjötsósa, til dæmis einhvers konar jafningur eða köld sósa úr sýrðum rjóma. Til þess að fiskmáltíð fullnægi orkuþörf barna þarf auk þess yfirleitt að hafa létt- mjólk að drekka, eftirrétt og/eða brauð með matnum. Saltan og reyktan mat á líka að hafa sjaldan á boðstólum, helst ekki oftar en tvisvar í mánuði, og sykur á að nota mjög hóflega í grauta, súpur og eftirrétti,“ segir hún ennfremur. Ef allt er með felldu á skólamál- tíð, ásamt morgunbita í nestistíma, að meðaltali á einni viku að full- nægja þriðjungi af ráðlögðum dag- skömmtum fyrir börn af A- og C- vítamíni, járni og kalki. Eins á hún að veita um það bil þriðjung af með- alorkuþörf og próteinum á dag. Ávallt er gert ráð fyrir annað- hvort ávexti eða einhvers konar grænmeti með hádegisverði, til dæmis hráu grænmeti í bitum, sem oft er vinsælla meðal barna en soðið grænmeti, segir Anna Sigríður jafn- framt. Kalt vatn Til drykkjar er mælt með köldu vatni með flestum heitum máltíðum og léttmjólk eða Dreitli í nestistíma eða með köldum mat. „Til þess að auka líkurnar á fjöl- breytni er gott að bjóða upp á tvo möguleika, til dæmis tvær tegundir grænmetis eða ávaxta. Safaríkir ávextir, svo sem melónur og vínber, auk banana hafa verið vinsælastir hjá þeim skólum sem þegar bjóða upp á mat. Huga þarf að því hvaða stærðir eru hentugar fyrir börn og bjóða upp á bita sem þau geta vel haldið á. Hið sama á við um græn- meti, því skorið grænmeti í hand- hægum bitum með mat er betra en smátt rifið grænmeti, sem sum yngri börn eiga erfitt með að borða með hnífi og gaffli,“ segir hún. Matarsmekkur barna er í mótun og oft annar en hjá hinum fullorðnu. Mörgum börnum er til að mynda illa við að blanda saman fæðutegundum. „Smekkur barna breytist með aldrinum og unglingar hafa allt aðra hugmynd um mat en yngri börnin sem meðal annars stjórnast af um- hverfinu og tískustraumum. Flóknari, samsettir réttir og bragðmeiri sósur verða vinsælli. Þannig hættir soðni fiskurinn, stappaður í tómatsósu, að vera vin- sælasti rétturinn. Viðbótarmeðlæti og önnur sósa getur þó verið allt sem þarf til þess að breyta því. Til dæmis má búa til fiskrétti sem hægt er að bera fram í tortillum eða setja steiktan fisk inn í hamborgarabrauð og leyfið unglingnum endilega að koma með hugmyndir,“ segir Anna Sigríður. Mikilvægt er að foreldrar séu upplýstir um matinn sem börnin fá í skólanum. Þeir þurfa að geta sam- ræmt heimilismatinn við matseðla skólans til þess að fæða barnsins verði ekki einhæf eða leiðigjörn. Nánari upplýsingar um manneld- ismarkmið má lesa á heimasíðu Manneldisráðs, www.manneldi.is. Einnig er hægt að nálgast efni handbókarinnar á síðunni. Heitur matur helst fimm sinnum í viku Handbók um mataræði skólabarna komin út            !"                        !"#   $%  &' (   ) # *   +           #$ %&$ & '" !     (" ,-.  /-  )$ -,  -0  )$* -,  -0  +  ,  (  (  -& &  (  ./ & ( 0  (" ,-.  /-  )$ -,  -0  )$* -,  -0                                                                        #$  $  '" !     (" ,-.  /-  )$ -,  -0  )$* -,  -0  1   . /  1 & 2  &  3  3 )  (" ,-.  /-  )$ -,  -0  )$* -,  -0                                              ) Morgunblaðið/Ásdís Mælt er með fjölbreyttum máltíðum og tveimur tegundum af grænmeti eða ávöxtum á degi hverjum. Svipmynd úr mötuneyti Breiðholtsskóla. ÞEGAR matur er borinn á borð fyrir börn er gott að hafa eftirfar- andi í huga.  Hrátt grænmeti fellur oft betur að smekk barnsins en soðið.  Einfaldir réttir henta betur en samsettir réttir. Börn vilja hafa röð og reglu á diskinum, græn- metið á einum stað og kjötið eða fiskinn á öðrum stað, frekar en á víð og dreif í sósu, svo dæmi sé tekið.  Handhægir bitar eru oft vin- sælli en rifið eða smátt skorið grænmeti sem erfitt er að koma á gaffalinn.  Matur sem hægt er að borða með höndunum er alltaf vin- sæll. Þegar bornir eru fram nýir réttir eða matvæli sem börnin eru ekki vön að borða þarf að byrja á því að skammta þau á diskinn í mjög litlu magni og bera síðan oftar fram á næstum dögum eða vikum til þess að þau venjist bragðinu. Úr handbók fyrir skólamötuneyti. Vilja frekar hrátt grænmeti Dæmi um heppilegt máltíða- mynstur:  Morgunmatur, heima eða í skóla.  Nestistími, til dæmis ávaxtatími. Ef búið er að borða morgunmat er hæfi- legt að börn fái ávöxt en matarmeira nesti þarf fyrir þá sem borða lítinn morg- unmat.  Hádegismatur í skóla- mötuneyti, heitur matur flesta daga.  Síðdegishressing, gjarnan brauðmeti.  Kvöldmatur.  Kvöldhressing. #$   '"  !     -%  ,-.  /-  -,  -0  )$ *$ )$* *$                INNKAUP matvöru á Netinu taka lengri tíma en versl- unarferð, samkvæmt athugun breska tímaritsins Good House- keeping sem fjallað er um á an- anova.com. Tímaritið starfrækir skrifstofu með sama nafni, Good Housekeeping Institute, sem aflar upplýsinga fyrir umfjöllun blaðsins um neysluvöru og neyt- endamál. Er niðurstaðan sú að matvöruinnkaup á Netinu taki að meðaltali 46 mínútur en ferð í hverfisverslun níu mínútum skemmri tíma. „Engin verslananna fimm sem könnunin náði til var með allar vörutegundir af þeim 26 sem ætl- unin var að kaupa. Auk þess bár- ust matvörurnar aldrei heim til viðtakenda í tveimur tilfellum,“ segir ennfremur. Haft er eftir Lindsay Nichol- son, aðalritstjóra Good House- keeping, að ætla mætti að net- verslun væri „draumur hverrar konu“, eins og tekið er til orða. „Kostirnir eru engar biðraðir við kassann, enginn pokaburður og það að þurfa ekki að fara að heiman. Fæstar stórverslanir hafa hins vegar hirt um að full- komna netverslunarhugtakið út frá sjónarmiðum neytendans, þótt hugmyndin sem slík sé orðin tíu ára gömul,“ segir hún. Athugun tímaritsins var gerð í þremur mismunandi lands- hlutum Bretlands og var kannað hversu lengi viðskiptavinur væri að versla á neti viðkomandi verslunar og hversu aðgengileg vefsíðan væri. Auk þess var tekið mið af gæðum vöru og skilvirkni heimsendingar. Bíða eftir útsölum TVÆR af þremur konum hafa gerbreytt verslunarháttum sínum síðastliðin tvö ár, samkvæmt könnun sem gerð var í júnímánuði við Saint Louis háskóla og há- skóla Louisiana-ríkis í Bandaríkj- unum. Greint er frá niðurstöð- unum á heimasíðu Wilmington Star, www.wilmingtonstar.com. Þriðjungur þátttakenda sagði að verslunarferðir gegndu hag- nýtu hlutverki í lífi þeirra og 33% svarenda sögðust ekki kaupa vöru nema með 50% afslætti eða meiri. Einnig kvaðst 51% hafa skipt um skoðun á því hvað teldust „góð kaup“ í seinni tíð. „Afsláttur og kjarakaup eru orðin hluti af upplifuninni,“ er haft eftir sérfræðingi. „Sumir viðskiptavinir kaupa vöru sem þá vantar ekki, bara af því hún er á útsölu. Karlmenn sem horfa á fótbolta upplifa spennu vegna úrslitanna. Konur verða fyrir álíka hughrifum við að reikna út hvað þær hafa sparað við kaup á tilteknu pari af skóm.“ Svarendur voru 753 og skekkjumörk 3%, samkvæmt fyrrgreindri heimild. Persónuupplýs- ingum stolið frá tugmilljónum manna ALRÍKISVIÐSKIPTASTOFNUN Bandaríkjanna, FTC, hefur gert könnun sem sýnir að rúmlega 27 milljónir landsmanna hafi orðið fyrir stuldi á persónuupplýs- ingum síðastliðin fimm ár. Tíu milljónir Bandaríkjamanna urðu fyrir barðinu á slíkum þjófnaði í fyrra, að því er fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar, www.ftc.gov. Tjón fyrirtækja og fjár- málastofnana er talið nema hátt í 4.000 milljörðum króna og tjón neytenda um það bil 410 millj- örðum. Könnunin sýnir að 52% fórn- arlamba hafi uppgötvað misferli með því að fylgjast með reikn- ingum sínum og 26% fengu við- vörun frá banka eða greiðslu- kortafyrirtæki. Fram kemur að að banka- reikningar hafi verið opnaðir í nafni rúmlega 3 milljóna banda- rískra neytenda og persónu- upplýsingar þeirra verið notaðar við kaup á læknisþjónustu, leigu húsnæðis eða í atvinnuleit. Stuldur upplýsinga um ein- staklinga var notaður til fjár- svika í flestum tilfellum en í til- vikum 15% fórnarlamba, 1,5 milljóna manna, voru þær not- aðar á skattskýrslur eða til þess að afla vottorða frá hinu op- inbera. Rúmlega 6,5 milljónir manna, 51% svarenda, urðu fyrir mis- notkun á greiðslukortum í þeirra eigu á síðasta ári og 19% greindu frá því að ávísana- og ávöxt- unarreikningar þeirra hefðu ver- ið misnotaðir. Um 2,5 milljónir manna upp- lýstu að greiðslukortum þeirra, ávísanaheftum og nafnskírtein- um hefði verið stolið á síðasta ári eða að þau hefðu týnst. Í 4% tilvika voru upplýsingar fengnar í stolnum pósti. STUTT Meiri tími í netverslun en innkaupaferð Morgunblaðið/Ómar Margir kaupendur versla bara á út- sölum, samkvæmt nýrri könnun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.