Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRETAR sendu í gær 1.200 her- menn til Íraks og eiga þeir að styrkja herliðið sem heldur uppi eftirliti í Basra. Verða þá alls 11.600 breskir hermenn í landinu en í undirbúningi eru áætlanir um enn meiri liðs- auka. George W. Bush Bandaríkja- forseti hvatti í ræðu sinni til Bandaríkjamanna á sunnudagskvöld til þess að þjóðir heims veittu Bandaríkjamönnum og Bretum meiri aðstoð í Írak og sagði þörfina mikla. Hann sagði að íhugað væri að fá þjóðir heims til að leggja fram lið í eina herdeild til viðbótar í Írak. Er líklegt að um yrði að ræða allt að 15 þúsund menn. Bush ræddi í gær í síma við leið- toga Póllands, sem þegar hefur nokk- urt lið í Írak, einnig ræddi forsetinn við indverska og pakistanska leið- toga. Bandaríkjamenn vonast til þess að umræddar þjóðir fáist til að efla hernámsliðið í Írak ef ný ályktun þess efnis verði samþykkt í örygg- isráði SÞ. Rússar, Þjóðverjar og Frakkar voru andvígir innrásinni í Írak og sagði utanríkisráðherra Þýskalands, Joschka Fischer, í gær að ekki yrði sent þýskt herlið til Íraks. „Hlutverk okkar er að koma á friði,“ sagði hann og bætti við að rétt væri að spyrja hvort menn væru á réttri leið í þeim efnum. Frakkar tjáðu sig lítið um áskorun Bush en enn er verið að reyna að ná samkomulagi um orðalag nýrrar ályktunar öryggisráðsins. Vilja Frakkar og fleiri þjóðir að Bandaríkjamenn feli SÞ mikil völd í Írak, ella verði ekki hægt að sam- þykkja að hernámið og uppbyggingin verði framvegis í nafni samtakanna. Noelle Lenoir, ráðherra Evrópumála í Frakklandi, fagnaði því að Bush skyldi leita til alþjóðasamfélagsins um aðstoð og sagði það „tvímæla- laust góðar fréttir“. Lítil viðbrögð í Írak Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, hvatti í gær til þess að skipulag öryggisráðsins yrði stokkað upp og fært nær veruleika heimsmálanna. Fimm þjóðir hafa þar nú fastasæti og neitunarvald, Bandaríkin, Rússland, Kína, Frakkland og Bretland. Hug- myndir hafa verið uppi um að stór- þjóðir í þriðja heiminum, ekki síst Indverjar, fái einnig fastasæti. Ann- an sagði að deilurnar um Íraksstríðið hefðu valdið alvarlegum klofningi og hætta væri á að samtökin misstu alla tiltrú. Viðbrögð manna í Írak voru lítil i gær og ráðherra í bráðabirgðastjórn landsins sagði að ræða Bush hefði fyrst og fremst verið ætluð banda- rískum kjósendum. Utanrík- isráðherra stjórnarinnar, Hoshyar Zebari, hélt í gær til Kaíró þar sem hann hyggst reyna að fá Araba- bandalagið til að heimila að hann taki sæti Íraks á ráðherrafundi banda- lagsins. Biður um 87 milljarða dollara „Óvinir frelsisins reyna nú í ör- væntingu að berjast til þrautar [í Írak] og þar verður að sigra þá. Þetta mun taka tíma og mun kosta fórnir,“ sagði Bush í ræðu sinni á sunnudags- kvöld. „Samt munum við gera allt sem nauðsynlegt er, við munum út- vega það fé sem þarf til að tryggja þennan grundvallarsigur í stríðinu gegn hermdarverkum, til að ýta und- ir frelsi og auka öryggi þjóðar okk- ar.“ Forsetinn beindi máli sínu til þeirra sem voru andvígir stríðinu gegn Saddam Hussein. „Ég við- urkenni að ekki voru allir vinir okkar sammála þeirri ákvörðun að beita valdi til að sjá til þess að menn hlíttu ályktunum öryggisráðsins og til að reka Saddam Hussein frá völdum en við getum ekki látið deilur fortíð- arinnar hindra okkur í að gegna skyldum okkar núna.“ Hann sagðist ætla að biðja þingið um að veita alls 87 milljarða dollara til hernaðar og uppbyggingar í Írak og Afganistan. Verkefnin í Írak væru geysimikil og brýnt að takast strax á við þau. Þótt fjárhæðin sé mun hærri en flestir höfðu gert ráð fyrir er talið víst að þingmenn muni samþykkja ósk for- setans. Bush sagði yfirmenn bandaríska liðsins í Írak segja sér að núverandi liðsstyrkur, nær 130.000 manns, dygði en gaf mönnum engar vonir um að hægt yrði að kalla liðið fljótt heim. Howard Dean, sem keppir að því að verða forsetaefni demókrata á næsta ári, gagnrýndi eins og aðrir frambjóðendur ávarp forsetans. „Við skulum ekki fara í launkofa með að 15 mínútna ávarp dugar ekki til að bæta upp 15 mánuði af blekkingum gagnvart bandarísku þjóðinni um ástæður þess að við þyrftum að fara í stríð gegn Írak eða 15 vikna klúður í uppbyggingarstarfinu eftir að við vorum komnir á staðinn,“ sagði Dean. Reyna að fá fleiri þjóðir til liðs við bandamenn Bretar senda aukinn herstyrk til Íraks og Bush forseti ræðir símleiðis við indverska og pakistanska leiðtoga London, Washington, Bagdad. AP, AFP. George W. Bush stjórn væru tilbúin til að semja við þann palestínskan forsætisráðherra, sem styddi Vegvís- inn, áætlunina um frið, og beitti sér gegn hryðjuverka- mönnum. Á milli steins og sleggju: Arafats og Sharons Ekki virðist fara á milli mála, að Qurei er vel metinn og hæfileikaríkur maður en palest- ínskir fréttaskýrendur minna á, að hann og Abbas séu sama sinnis og vilji berjast fyrir frelsi með samningum en Arafat aftur á móti trúi á byltingarsigur. Þess vegna sé líklegt, að hann lendi brátt í sömu klípunni og Abbas enda kannski ekkert annað í boði þegar við þá er að eiga, Arafat og Sharon. „Sharon kærir sig ekki hætis- hót um Vegvísinn. Það, sem hann vill, er palestínskt land, að upp- ræta Hamas og eyðileggja Fatah, flokk Arafats,“ segir palestínski fréttaskýrandinn Mahdu Abdel Hadi. Qurei er fæddur í Abu Dis, einu hverfa Jerúsalems, og starf- aði sem bankamaður árum sam- an. Hefur hann birt allnokkrar greinar og ritgerðir um efnahags- mál og unnið til nokkurra verð- launa, meðal annars einna 1994, sem kennd eru við Noregskon- ung. AHMED Qurei, sem tilnefndur hefur verið eftirmaður Mahmud Abbas sem forsætis- ráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, er gamalreyndur samn- ingamaður og náinn samstarfsmaður Yass- er Arafats, leiðtoga Palestínumanna, í gegnum árin. Nánir vinir hans segja, að hann sé réttur maður á réttum stað en frétta- skýrendur telja, að eins muni fara fyrir honum og Abbas. Qurei lét fyrst til sín taka í pal- estínskum stjórnmálum 1968 er hann gekk til liðs við Fatah, stærstu hreyfinguna innan PLO, Frelsisfylkingar Palestínumanna. Um hríð var hann iðnaðarráð- herra í palestínsku heimastjórn- inni og hann og Abbas voru helstu fulltrúar Palestínumanna í samningaviðræðunum, sem lauk með Óslóarsamkomulaginu 1993. Qurei, sem einnig er kallaður Abu Ala, tók einnig þátt í öðrum mik- ilvægum viðræðum og hann ásamt Shimon Peres, fyrrverandi utanríkisráðherra í ríkisstjórn Ariels Sharons, stóð að Peres- Abu Ala-áætluninni í febrúar í fyrra. Var hún tilraun til að draga úr ofbeldinu í átökum Ísraela og Palestínumanna. Bandaríkjastjórn hafði lýst yf- ir, að hún myndi „ekki þola“ fall Abbas-stjórnarinnar en Colin Powell utanríkisráðherra sagði þó um helgina, að Bandaríkja- Ahmed Qurei, væntanlegur forsætisráðherra Palestínumanna Ramallah. AP, AFP. Ahmed Qurei Situr í sömu súpunni og Abbas „ÁSTÆÐAN er afar einföld. Sadd- am Hussein er ekki lengur við völd,“ sagði Condoleezza Rice, ráð- gjafi George W. Bush Bandaríkja- forseta í öryggismálum, er hún var spurð hvers vegna hann hefði ekki nefnt gereyðingarvopnin á nafn í Íraksræðu sinni á sunnudag. „Vandinn við gereyðingarvopnin var Saddam Hussein. Það var hann, sem hafði áhuga á þeim. Það var hann, sem hafði notað þau, og það var hann, sem hafði notað þjóð- arauðinn til að framleiða þau,“ sagði Rice og bætti við, að David Kaye, sem stýrir leitinni að gereyðingar- vopnum í Írak, myndi útskýra hvað orðið hefði um gereyðingarvopna- áætlanir Íraka. Hún lagði hins veg- ar áherslu á, að með Saddam hefði hættan af gereyðingarvopnunum horfið. Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, var einnig spurður um gereyðingarvopnin er hann kom við á Shannon á Írlandi á leið heim frá Írak. Benti hann einn- ig á, að Kaye myndi skila af sér skýrslu um þau til George Tenets, yfirmanns CIA, og sagði: „Þetta er spurning fyrir leyniþjónustuna. Ég hef ákveðið með sjálfum mér, að ég þurfi ekki að vera að velta þessu fyrir mér á kortersfresti.“ Gereyðingarvopnin Vandinn hvarf með Saddam Washington, Shannon. AFP. AHMED Qurei, forseti palestínska þingsins sem Jasser Arafat Palest- ínuleiðtogi hefur beðið að taka að sér að verða forsætisráðherra heima- stjórnarinnar, sagði í gær að hann myndi þá aðeins gangast við beiðn- inni ef Bandaríkjastjórn tryggði að ísraelsk stjórnvöld hlíttu skilmálum vegvísisins til friðar, áætlunarinnar að friði í Mið-Austurlöndum sem Bandaríkjamenn hafa haft forgöngu um. Sagðist Qurei verða að fá stuðn- ing bæði frá Evrópusambandinu og Bandaríkjastjórn til þess að eiga er- indi í að taka embættið að sér. „Ég hef verið tilnefndur en hef ekki þekkzt boðið enn þar sem fyrst vil ég sjá hvers konar stuðning ég fæ frá Bandaríkjamönnum og Evrópu- mönnum til að koma í framkvæmd breytingum á vettvangi sem gagnast Palestínumönnum,“ tjáði hann fréttamönnum. „Án slíks stuðnings ætla ég mér ekki að taka verkið að mér og hætta á að mín bíði nýtt skip- brot,“ bætti hann við. Voru þessi orð túlkuð sem vísun í reynslu fráfarandi forsætisráðherrans Mahmouds Abb- as, sem sagði af sér um helgina eftir aðeins fjóra mánuði í embætti, en sú embættistíð hans einkenndist af erf- iðri valdabaráttu milli hans og Ara- fats. Abbas útilokar að taka sæti í nýrri stjórn Heimildarmenn úr röðum náinna samstarfsmanna Qureis segja þó að hann hafi í grundvallaratriðum fall- izt á að taka embættið að sér og bú- ast mætti við að hann þæði það form- lega á næstu dögum. Qurei hitti í gær stjórnarerindreka frá Banda- ríkjunum, Rússlandi og Egyptalandi og ræddi við þá skilmála sína og hugsanlega samsetningu nýrrar heimastjórnar. Abbas útilokaði að taka sæti í heimastjórninni. „Ég vil ekki sitja í neinni ríkisstjórn. Þess vegna sagði ég af mér,“ tjáði hann AP-fréttastof- unni og bætti við að eftirmaður sinn þyrfti á öflugum alþjóðlegum stuðn- ingi að halda til að eiga möguleika á að ná betri árangri en hann sjálfur. Abbas, sem tókst á við Arafat um völdin yfir öryggissveitum palest- ínsku heimastjórnarinnar, hafði áður sagt að Bandaríkjamenn hefðu ekki þrýst nægjanlega fast á Ísraela um að hlíta skilmálum Vegvísisins. Forysta Fatah-flokksins, ráðandi aflsins í palestínsku heimastjórninni, vill að ný stjórn verði mynduð í hvelli, að sögn palestínskra embætt- ismanna til að hindra að valdatóm- arúm myndist sem Ísraelar kynnu að notfæra sér til að koma Arafat á kné. Er talsmenn Ísraelsstjórnar brugðust við fréttinni af afsögn Abbas endurnýjuðu þeir hótanir um að þvinga Arafat í útlegð. Óljóst var í gær hvort Ísraels- stjórn myndi yfirleitt verða reiðubú- in að semja við Qurei, verði hann hinn nýi oddviti heimastjórnarinnar. Tengja árangur stuðn- ingi vesturveldanna Ahmed Qurei setur skilyrði fyrir því að taka að sér palest- ínska forsætisráð- herraembættið Ramallah, Abu Dis á Vesturbakka. AP, AFP. Reuters Ísraelskar landamæralögreglukonur munda hríðskotariffla sína við æfingar í Ma’ale Michmash-búðunum á Vest- urbakkanum í gær, á sama tíma og Ahmed Qurei, forseti palestínska þingsins, fór fram á dyggan stuðning Banda- ríkja- og Evrópumanna við friðarumleitanir áður en hann féllist á að verða forsætisráðherra heimastjórnarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.