Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 15
!
"#$%&
!
!
!"
# ! $
%
#
&
' ('
)
$ (
'
&
& (
)
*&
+ #& &
&
*& *$ +
$#,-./
TIL stendur að stækka hús-
næði Fjölbrautaskólans í
Garðabæ en fjöldi nemenda er
kominn í það hámark sem
skólanum var ætlað með nýju
húsnæði. Viðbyggingin er
fyrst og fremst hugsuð til að
taka við nemendum á list-
námsbraut sem fyrir liggur að
setja á stofn.
„Aðsóknin er mikil og við
gætum tekið við mun fleiri
nemendum ef húsrými væri
meira,“ segir Þorsteinn Þor-
steinsson, skólameistari FG.
Nemendafjöldinn er nú vel
á sjöunda hundrað en Þor-
steinn segir algengt að vísa
verði frá um 70–80 manns í
hvert skipti. Hann bendir á að
málið sé þó allt saman einung-
is á undirbúningsstigi og að
næsta skref verði að skoða
húsrýmisþörf og kostnaðar-
áætlun.
Fjöl-
brauta-
skólinn
stækkaður
Garðabær
SKEMMDARVARGAR hafa hvað eft-
ir annað gert sér að leik að brjóta bláar
glerrúður sem skreyta þrjá veggi
Hólabrekkuskóla, síðan hið nýja hús-
næði skólans var tekið í notkun fyrir
um ári.
Sigurjón Fjeldsted skólastjóri segist
hafa reynt að fá því framgengt að ann-
ars konar efniviður verði settur í stað
glersins fyrst rúðurnar fái ekki að vera
í friði. Ekki bæti úr skák að glerið sé
dýrt, það þurfi að panta erlendis frá
sem tekur um 3 mánuði. „Nýja hús-
næðið er glæsilegt en hins vegar finnst
okkur vonlaust að vera með þessar
bláu skrautrúður fyrst þær eru alltaf
brotnar. Það er engin prýði að því að
vera alltaf með neglt fyrir þar sem þær
eiga að vera.“
Búið er að brjóta að minnsta kosti 50
rúður en þær eru ógagnsæjar og í raun
eingöngu til skrauts. Í þeim er svokall-
að óbrjótandi gler sem brotnar í perlur
og virðast þær einkar freistandi í aug-
um skemmdarvarga því aðrar rúður í
skólanum eru alveg látnar í friði.
Sigurjón segir að strax eftir að hið
nýja húsnæði var tekið í notkun í fyrra-
haust hafi verið brotist inn í skólann og
margar rúður brotnar, síðan hafi rúðu-
brot endurtekið sig hvað eftir annað í
vetur. „Um verslunarmannahelgina
keyrði svo um þverbak þegar 30 rúður
voru brotnar,“ segir Sigurjón.
Hann bendir á að skólinn hafi nýlega
fengið verðlaun frá Reykjavíkurborg
fyrir fallegt umhverfi og góða um-
gengni og því sé einkar leiðinlegt að
horfa upp á þá óprýði sem er af brotnu
rúðunum. Nemendunum finnist einnig
mjög leiðinlegt að hafa brotnar rúður
þar sem þeir séu áhugasamir um verð-
launin. „Ég vil gjarnan að fundið verði
annars konar efni í stað þessa dýra
illfáanlega glers sem ekki fær að vera í
friði.“
Dýrar skrautrúður í Hólabrekkuskóla brotnar hvað eftir annað
Fá aldrei
að vera
í friði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Að minnsta kosti 50 rúður hafa verið brotnar í Hólabrekkuskóla frá því nýtt húsnæði var tekið í notkun.
Breiðholt
ARKITEKTA- og verkfræðistof-
urnar Línuhönnun og Studio
Granda hlutu nýlega fyrstu verð-
laun í hönnunarsamkeppni Reykja-
víkurborgar og Vegagerðarinnar
um hönnun þriggja göngubrúa í
Reykjavík, tveggja yfir Hringbraut
og einnar yfir Njarðargötu.
Á næsta ári er fyrirhugað að
færa Hringbraut suður fyrir
Læknagarð og Umferðarmiðstöð
og verða brýrnar settar upp í
tengslum við þá framkvæmd. Sam-
keppnin var í tveimur þrepum, hið
fyrra var nafnlaust og öllum opið
og bárust níu tillögur. Fjögurra
manna dómnefnd skipuð fulltrúum
frá Reykjavíkurborg og Vegagerð-
inni valdi síðan þrjár af þeim til
frekari hönnunar og kostn-
aðarmats á öðru þrepi. Tillaga
Línuhönnunar og Studio Granda
þótti best en auk hennar komu til-
lögur VSÓ ráðgjafar og Teikni-
stofu Ingimundar Sveinssonar og
Hönnunar og hornsteina, til
greina.
Gert er ráð fyrir að ein brúin
verði yfir Hringbraut vestan við
Njarðargötu, önnur fyrir sunnan
Læknagarð, þar sem hún á að
tengjast inn í nýja Hlíðarenda-
hverfið og íþróttasvæði Vals, og sú
þriðja yfir Njarðargötu. Meðal
þess sem dómnefnd lagði til grund-
vallar var útlit og ásýnd, aðlögun
að gönguleiðum og landi, og kostn-
aðarmat. Í niðurstöðu dómnefndar
segir að lausnin sé „hefðbundin og
sannfærandi“ og að brýrnar teng-
ist vel gönguleiðum svæðisins.
Þrjár nýjar göngubrýr yfir Hringbraut og Njarðargötu
Tölvumynd af fyrirhugaðri göngubrú yfir Hringbraut, rétt vestan við Njarðargötu.
Verðlaunatillagan „hefð-
bundin og sannfærandi“
Miðbærinn
BREIÐHYLTINGAR skemmtu sér
prýðilega á fyrsta Breiðholtsdeg-
inum, sem haldinn var á föstudag.
Vonast forsvarsmenn dagsins til
þess að hann byggi upp hverfisanda
í Breiðholtinu og að dagurinn verði
haldinn á hverju ári héðan í frá.
Margt var gert til skemmtunar,
félagasamtök, íþróttafélög og fé-
lagsmiðstöðvar settu upp götubása á
göngugötunni í Mjóddinni seinni-
part dags. Vatnspóstur frá Orku-
veitu Reykjavíkur var afhjúpaður í
Gerðubergi og Hverfisráð Breið-
holts veitti hvatningarverðlaun til
félagsstarfs til þeirra sem þótt hefur
skara fram úr á því sviði.
Deginum lauk svo með balli allra
kynslóða sem haldið var í íþróttahúsi
Seljaskóla um kvöldið, en þar
spiluðu Svitabandið, Amos og Í
svörtum fötum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hópur dansara frá ÍR á götuhátíðinni sem haldin var á föstudag.
Breiðholtsdagurinn
haldinn í fyrsta sinn
Breiðholt